Dagur - 12.05.1998, Qupperneq 12

Dagur - 12.05.1998, Qupperneq 12
12 -ÞRIÐJUDÁGUR 12.MAÍ 199 8 Xfc^ur ÍÞRÓTTIR Keflvfldngar meistarar ineistaranna Adolf Sveinsson skoraði tvö mörk í leiknum. ísland vann Noreg í tveimur landsleikjum ■ SKODUN MÍNri GUÐNI Þ. ÖLVERSSON Betri undir- búningiir er nauðsyiilegiir Islenska kanttspynulands- liðið hefur sigið niður á heimsafrekalistanum og stuðningsmennirnir horfa gapandi á hörmungarnar. Þjálfaranum er kennt um og hann rekinn þegar lýð- urinn heimtar. Hver er svo hin raunverulega ástæða þess að íslenska landsliðið dregst aftur úr nágranna- þjóðunum? Vandamál landsliðsþjálfaranna hefur löngum verið að þeir fá ekki þann tíma sem þeir þurfa til að undirbúa Iiðið fyrir leiki. Flestir landsliðs- mennirnir, sem leika með erlendum liðum, koma í undirbúninginn aðeins tveimur eða þremur dög- um fyrir leik. Aðrir lands- liðsþjálfarar fá ekki minna en viku með sínum mönn- um í undirbúning. Þá hafa þeir oft betri aðgang að íandsliðsmönnum sínum þar sem þeir leika í heima- landinu. Það sem verra er að að- staða til vetraræfinga er engin hér á landi. Strák- amir sem leika með ís- lensku liðunum eiga mjög takmarkaða möguleika á að ná þeim framförum sem gerir þá boðlega í alþjóð- Iegum fótbolta meðan þeir ekki hafa æfingaaðstöð- una. Það hefur berlega komið í ljós þegar þeir freista gæfunnar í Evrópu. Þeir eiga erfitt með að komast í lið. Það hlýtur því að vera forgangsverkefni fyrir íslenska knattspyrnu að fá yfirbyggðan knatt- spyrnuvöll. Strax! V________________________/ Sanngjam 3-1 sigur Keflvíkmga. Adolf Sveinsson með tvö mörk. Markmiðið að gera betur en í fyrra. „Jú, það var gaman að þessu," sagði Sigurður Björgvinsson, annar þjálfari Keflvíkinga, eftir að lið hans hafði sigrað Eyja- menn í keppninni um meistara meistranna í Keflavík á Iaugar- daginn. „Við Iékum ágætlega í þessum leik en það verður að taka tillit til þess að það vantaði marga sterka menn í ÍBV Iiðið. Eg var samt mjög sáttur við mína stráka. Við höfum orðið að breyta leikskipulagi okkar frá síð- asta ári þar sem við höfum misst nokkra sterka leikmenn en ég er bara bjartsýnn á framhaldið. Markmið okkar f sumar er að gera betur en í fyrra. Það er ein- falt mál,“ sagði Sigurður. Sigur Keflvíkinga var ótrúlega auðveldur, einkum vegna þess hve Eyjamenn voru áhugalitlir og oft staðir. Adolf Sveinsson skoraði tvö fyrstu mörk Keflvík- inga eftir að hafa farið illa með Islenska karlalandsliðið í hand- knattleik sigraði í báðum leikjum sínum gegn Japan, sem Ieiknir voru á Austljörðum um helgina. í fyrri leiknum sem fram fór á Neskaupstað á laugardaginn, sigraði íslenska liðið 23:19, eftir að staðan var 12:9 fyrir Island í hálfleik. íslenska liðið hafði yfir- burði allan leikinn og sigraði nokkuð örugglega. Valdimar Grímsson var marka- hæstur okkar manna í leiknum, með átta mörk og Patrekur Jó- hannesson með sex. Seinni leikurinn, sem fram fór bakvörðinn Jóhann Sveinsson. Fyrra markið kom á 20. mínútu en það síðara á 45. mínútu. Guðmundur Steinarsson skoraði þriðja mark Keflvíkinga á 53. mínútu en Sigurvin Olafsson svaraði fyrir Eyjamenn á 67. mínútu eftir skelfileg varnarmis- tök Keflvíkinga. „Eg er mjög sáttur. Eg hef ver- ið að nýta færin mfn illa en nú small þetta allt saman. Eg er bú- inn að æfa vel í vetur og ætla að taka almennilega á þessu í sum- ar. Það veitir ekki af að bæta sig eftir slakt ár hjá mér í fyrra," sagði markaskorarinn Adolf Sveinsson kampakátur eftir Ieik- inn. Keflvíkingar sýndu oft skemmtileg tilþrif í leik sínum. Adolf Sveinsson ógnaði mikið með hraða sínum og ef hann nær sér á strik í sumar verður hann flestum varnarmönnum til vandræða. Eyjamenn eru með marga nýja leikmenn í liði sínu sem ekki ná fullkomlega saman enn sem komið er. Eftir nokkra leiki á grasvöllum verður lið þeirra orðið vel slípað og ljóst að þeir láta ekki íslandsmeistarabik- arinn af hendi án átaka. — GÞÖ daginn eftir á Fáskrúðsfirði, end- aði með 20:18 sigri íslenska liðs- ins. Liðið byrjaði vel í leiknum, en Japanir komu meira inn í leik- inn þegar lfða tók á hálfleikinn og voru þeir marki yfir í hálfleik 12:13. I seinni hálfleik höfðu Japanir náð fjögurra marka for- ystu, en þá kom góður kafli hjá íslenska liðinu, sem tókst að knýja fram sigur á síðustu mín- útunum. I leiknum bar mest á þeim Patreki Jóhannessyni með sex mörk og Ólafi Stefánssyni með Ijögur. Landsliðið eins og miðlungs fírmalið. Guðmundur Bragason og Helgi Jónas Guð- fínnsson báru liðið uppi. Islenska liðið í körfuknattleik Iék tvo landsleiki við Norðmenn á sunnudag og mánudag. Fyrri leiknum sem fram fór á Isafirði lauk með sigri Islendinga, 63-55. Seinni leikurinn fór fram í Laugardalshöllinni í gærkvöld og fór hann 75-73 fyrir ísland og það var Helgi Jónas Guðfinnsson sem skoraði síðustu 2 stigin fyrir Is- lendinga úr vítaskotum. Frammi- staða íslensku landsliðsmann- anna var þeim ekki til framdrátt- ar. Það voru aðeins Guðmundur Bragason, sem skoraði 27 stig, og Helgi Jónas Guðfinnsson, sem skoraði 17 stig, sem verðskulduðu að bera Iandsliðsbúninginn í leiknum. Reynslumildir Ieikmenn voru að gera ótrúlegustu mistök og margir yngri mannanna náðu sér engan veginn á strik í leiknum. Það var þó ljós í myrkrinu að sjá baráttu Baldurs Ólafssonar en hann og Páll Kristinsson verða að nýta færi sín mun betur en þeir gerðu í leiknum í gær. Norska lið- ið er slakasta landslið sem sést hefur á Islandi í langan tíma og vonandi fáum við að sjá sterkari andstæðinga næst og þá jafnframt að okkar strákar leggi sig meira fram en þeir gerðu á móti Norð- mönnum £ gærkvöld. — GÞÖ Tveir sigrar ÍÞR ÓTTA VIÐ TALIÐ L J Þarf að hugsa uiti fraiii tí ð i n a Rúnar Kristinsson Meiddist í október, skorínn í janúar, fyrsti leikur í maí. Landsliðs- maðurínn RúnarKrist- insson er kominn á ról og átti mjög góðan leik með Lilleström á sunnudaginn. - Hefur þetta ekki verið lang- ur og leiðinlegur tímifyrir þig í vetur og vor? „Það má segja það. Þetta hefur tekið miklu lengri tíma en búist var við. Eg hélt að meiðslin sem ég hlaut í október væru ekki svo slæm og það var talið nægjanlegt að ég hvíldi mig til áramóta. Þeg- ar við fórum að æfa aftur kom í ljós að ég var alls ekki orðinn nógu góður og ekkert annað að gera en að skera.“ - Lilleström byrjaði ekki vel í vor. Var ekki erfitt að fylgjast með úr stúkunni og geta ekkert gert í málinu? „Jú vissulega var það erfitt að geta ekki aðhafst neitt sjálfur. En svona er þetta. Maður verður bara að gefa meiðslunum þann tíma sem þarf. Það borgar sig ekki að fara of fljótt af stað. Þetta er ekki síðasta árið sem ég ætla að spila og því er betra að vera orðinn alveg góður þegar átökin hefjast. Maður verður líka að hugsa um framtíðina, ekki bara líðandi stund. Annars hefði ég aldrei byrjað leikinn nema vegna þess hve margir eru meiddir og tveir í leikbanni. Eg er ekki tilbú- inn að spila nema svona hálftíma í einu núna. En þetta kemur allt.“ - Lilleström er eitt af þekkt- ari liðum Noregs. Eru vænting- arnar ekki miklar til félagsins? „Þær eru það. En liðið er mjög ungt og mikið breytt frá síðasta ári. Okkur var spáð sæti í neðri hluta deildarinnar þannig að staðan í dag er ekkert verri en við var búist. Við fengum sjö mörk á okkur í fyrstu tveimur leikjunum, sem leit náttúrulega ekki vel út. En við höfum unnið þrjá leiki og erum með níu stig svo staðan er ekki svo slæm. Við höfum reynd- ar verið hepppnir og skorað sig- urmörkin í leikjunum sem við höfum unnið á síðustu sekúnd- unum. Við eigum leik við Haugasund á laugardaginn og það er leikur sem við verðum að vinna. Þeim var spáð falli fyrir mótið svo við megum ekki hleypa þeim of ná- lægt okkur. Nú erum við í sjö- unda sæti og við getum verið sáttir við það. Eg hefði samt vilj- að fá stig út úr leiknum á sunnu- daginn. Við gátum jafnað á síð- ustu sekúndunum en það tókst ekki. Því miður." - I fyrra voruð þið bara tveir íslendingarnir í deildinni. Nú eruð þið orðnir tólfog helming- urinn úr KR. Eru þetta ekki viðhrigði fyrir þig? „Þetta er mikil fjölgun og skemmtileg. Það er alltaf gaman að mæta strákum sem maður þekkir vel. Það er líka gaman að hitta strákana. Við búum vítt og breitt um allan Noreg en við hitt- umst að minnsta kosti tvisvar á ári og það er mjög gaman. Það myndar líka meiri stemmningu fyrir okkur Islendingana. Það er visssulega rétt að margir þeirra hafa komið við í KR og það er ekki verra." - Rikki Daða var í stuði á sunnudaginn. Var erfttt að eiga við liann? „Já, það var gaman að mæta Rikka. Hann spilaði mjög vel og ég samgleðst honum með það. Hann hefur verið að gera góða hluti hér og ef hann nýtir tæki- færin sín eins og hann gerði á sunnudaginn er hann í góðum málum. — GÞÖ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.