Alþýðublaðið - 01.02.1967, Síða 6
NNSTJÖRNIN VINGAST
AUSTTIR - EVRÓPURlKI
EÚMENSKI utanríkisráðherrann,
Corneliu Maneseu, er kominn til
Bonn í fimm daga opinbera heim-
sókn, skömmu eftir að stjórnir
Rúmeníu og Vestur-Þýzkalands
komust að samkomulagi um að
skiptast á sendiherrum.
Tólf ár eru liðin síðan stjórnirn
ar í Bonn og Moskvu tóku upp
stjórnmálasamband. Aðeins rúmar
átta vikur eru liðnar síðan nýja
stjórnin tók við völdunum í Bonn.
Hin nýju ög markverðu þáttaskil
í sambúð Bonnstjórnarinnar við
Austur-Evrópurikin og hinn skjóti
árangur, sem orðið hefur af samn-
ingaumleitonum hennar við þessi
ríki, eru fyrst og fremst einum
manni að þakka — Willy Brandt
utanríkisráðherra.
Þegar Brandt tók við embætti
utanríkisráðherra, lét bann það
verða eitt sitt fyrsta verk að ítreka
boS það, sem fyrirrennari hans í
embætti, Gerhard Schröder, hafði
gert Manescu um að heimsækja
Bonn. Því næst hóf hann samn-
ingaumleitanir að tjaldabaki. í
janúarbyrjun sendi Brandt jjefnd
starfsmanna úr utanríkisráðuneyt-
inu með leynd'til Búkarest. Þar
voru iögð drög að samningi þeim
um skipti á sendiherrum, sem eft-
ir er að staðfesta.
Af beggja hálfu var sýnd lagni
og vilji til að skilja aðstöðu mót-
aðilans. Rúmenar viðurkenna þá
kröfu, er Bonnstjórnin gerir þess
efnis, að iíta verði á hana sem full
trúa alls Þýzkalands, og telja V-
Berlín óaðskiljanlegan hluta af
Vestur-Þýzkalandi. Búkareststjórn
in heldur aftur á móti fast i það
sjónarmið sitt, að til séu tvö þýzk
ríki.
Að samkomuiag skuli hafa náðst
þrátt fyrir þessar ólíku skoðanir,!
er uppörvandi. Fyrir aðeins tveim
ur mánuðum hafði afstaða Rúmena
komið í veg fyrir stjórnmála-
tengsii. Þetta sýnir, hvaða breyt-
ingar raunverulega hafa orðið í
Bonn.
Rúmenía er þannig fyrsta land-
sem brevtir gegn samþykkt þeirri,
sem fundur æðstu manna Varsjár-
handalagslandanna gerði í fyrra-
sumar. Þar var samþykkt, að að-
ildarríki handalagsins yrðu að
setja 3 skilyrði fyrir stjórnmála-
tengslum við Bonn: Vestur-Þýzka-
land yrði að viðurkenna stjórnina
í Austur-Berlín, viðurkenna núver
andi landamæri í Evrópu og af-
sala sér meðákvörðunar- eða með-
eignarrétti yfir kjarorkuvopnum.
★ UNGVER.TAR ÍVÆSTIR
Rolf Lahr, ráðuneytisstjóri í ut-
anríkisráðnnevtinu, sem verið hef-
ur í heimsókn í Búligaríu, telur
ekki ólíklegt, að Ungverjar fari
nú að dæmi Rúmena og lýsi því yf-
ir, að þeir séu fúsir að koma á
stjórnmálasambandi við Bonn-
stjórnina. Ungverjar sjá engin tor
merki á því að veita Bonnstjórn-
inni stjórnm'álalega viðurkenn-
ingu, en aftur á móti verður að
ganga frá nokkrúm smáatriðum,
áður en samningar geta tekizt.
Búizt er við, að Willy Brandt noti
sömu aðferð o'g gagnvart Rúmen-
um og sendi samninganefnd til
Búdapest til að byrja með.
Ekki kæmi á óvart í Bonn, að
utanríkisráðherra Umgverjalands,
Janos Peter, kæmi til Bonn með
vorinu, sennilega í apríl. Lalir
róðuneytisstjóri mun vera þeirrar
skoðunar að Peter hafi mikinn ó-
huga á því að fara að dæmi Man-
escus og reka sjálfur smiðshögg-
ið.
í utanríkisráðuneytinu í Bonn
er þó á það lögð rík áherzla, að
engin kúvending hafi átt sér stað
í stefnu ungversku stjórnarinnar.
Árið 1964, þegar sambandslýðveld-
ið setti á fót verzlunarskrifstofu í
Búdapest, munu Ungverjar hafa
látið í ljós mikinn áhuga á nán-
ari samskiptum. En fyrrverandi
stjóm í Bonn lét sem hún hefði
ekki orðið vör við þennan áhug
og aðhafðist ekkert í málinu.
★ SAMIÐ VIÐ BÚLGARA
Þriðja Austur-Evrópuríkið, sem
sendir sendiherra til Bonn, verð-
ur væntanlega Búlgaría.
Nú um nokkurt skeið hafa stjórn
irnar í Bonn og Sofia átt í óopin-
berum viðræðum um samskipti
landanna. Fyrsta skrefið til nán-
ari og beinni samskipta verður
stigið, þegar Budinov, ráðherra ut-
anríkisviðskipta í búlgörsku stjóm
inni, heimsækir Vestur-Þýzkaland
í vor.
Búlgarar eru ef til vill liáðari
samþykki stjórnarinnar í Moskvu
en Rúmenía og Ungverjaland, eða
svo telja Vestur-Þjóðverjar. En
takist þessum tveimur löndum að
koma á eðlilegra sambandi við
Bonnstjórnina, án þess að Rússar
beri fram h'ávær mótmæli, þá ætti
ekkert að vera því til fyrirstöðu
að Búlgarar látin til skarar skríða.
★ ULBRICHT ÓÁNÆGÐUR
Ekki er undarlegt, þó að Aust-
ur-Þjóðverjar og Rússar, svo að
lítið heri á, berjist gegn þessari
framsókn Vestur-Þjóðverja. Þe'gar
samskipti Vestur-Þjóðverja og
nokkurra landa Suðaustur-Evrópu
færast í eðlilegt horf, þá 'hljóta
hinar gömlu hugmyndir Austur-
Evrópumanna um Vestur-Þýzka-
land að hverfa. Myndin af ,,árás-
arhneigð" og ,,hefndarþorsta“,
sem ekki sízt Austur-Þjóðverjar
hafa séð sér hag í að teikna, verð-
ur úrelt og hlægileg.
Og enda þótt sambandsstjórnin
lýsi því hátíðlega yfir, að fyrir
henni vaki ekki að splundra aust-
urblökkinni, þá er það staðreynd,
að þau austantjaldsríki, sem taka
upp stjórnmálasamband við Vest-
ur-Þýzkaland, munu óhjákvæmi-
lega taka sjálfstæðari afstöðu gagn
vart risanum í austri.
Eftirtektarvert er, að það eru
ríki syðst í Austur-Evrópu, sem
mestan áhuiga hafa á bættum sam-
iskiptum við Bonnstjórnina. Og
Rúmenía, Búlgaría og Ungverja-
land hafa öll verið í bandalagi
með Þjóðverjum á síðari tímum.
Pólverjar og Tékkar óttast Þjóð-
verja meir, en þó hafa fulltrúar
þeirra rætt við vestur-þýzka full-
trúa um leiðir til að koma sam-
skiptunum í eðlilegt horf.
En sambúð Bonnstjórnarinnar
við pólsku stjórnina hefur versn-
að á sama tíma og hún hefur get-
að verið ánægð með eflingu sam-
skiptanna við stjórnirnar í Búka-
rest, Sofia og Búdapest. Á undan-
förnum vikum hefur engu verið
líkara en pólska stjórnin hafi tek-
ið að sér að gæta hagsmuna Ul-
brichtstjórnarinnar í Austur-
Þýzkalandi. Fram að þessu hefur
hún látið Iynda að setja það skil- í
yrði fyrir eðlilegum tengslum við
Bonnstjómina, ' að hún viður-
kenndi Oder-Neisse-línuna. Síðan
j horfurnar á bættum samskiptum
j hafa batnað stórkostlega með til-
komu nýju stjórnarinnar í Bonn,
i hafa Pólverjar bætt við því skil-
i yrði, að Vestur-Þjóðverjar viður-
kenni stjórnina' i Austur-Þýzka-
landi, og virðast þeir telja þetta
skilyrði jafn mikilvægt hinu fyrra.
Pólverjar telja augsýnilega, að
nýja stjórnin í Bonn muni kljúfa
,,suðurríkin“, þe.a.s. Suðaustur-
Evrópulöndin, frá „norðurríkjun-
um“, þ.e.a.s. Sovétríkjunum, Aust
ur-Þýzkalandi og Póllandi. Vestur-
þýzka stjórnin gerir sér nú vonir
um, að de Gaulle forseta og Couve
de Murville utanríkisráðherra tak-
ist að eyða tortryggni Pólverja í
garð Bonnstjórnarinnar, en Ra-
packi, utanríkisráðherra Póllands,
hefur dvalizt í París að uhdan-
förnu.
Heimsókn Rapackis kann að
leiða í Ijós, hvort Frakkar vilja I
og umfram allt, hvort þeir geta,'
gegnt hlutverki milligöngumanns i
í Austur-Evrópu. Vestur-Þjóðverj-'
ar vona að þeim takist það.
Willy Brandt.
2. Námskeið í vinnurannsóknum
fyrir trúnaðarmenn verklýðs og vinnuveit-
enda í vinnurannsóknamálum verður haldið
í IMSÍ dagana 27. febr. - 11. marz nk. Þetta
verður heilsdagsnámskeið, sem miðast við að
gera þátttakendum kleift að skilja og meta
vinnurannsóknagögn og gera samanhurðar-
athúganir.
Umsóknarfrestur er til 20. febr. nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru
látnar í té í
IÐNAÐARMÁLASTOFNUN ÍSLANDS.
Skiphoíti 37 — Rvík — Símar 19833/34.
SINFONIUHLJOMSVEIT ISLANDS —
RÍKISÚTVARPIÐ.
KAMMERT ÓNLEIKAR
í Hátíðasal Háskólans fimmtudaginn 2. febrú
ar kl. 20.30. Stjórnendur Páll P. Pálsson og
Herbert H. Ágústsso'n. Flutt verða kammertón
verk eftir Geminiani, Haydn, Ravel, Debussy
og Herbert Ágústsson.
Aðgöngumiðar í bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar og bókabúðum Lárusar Blöndal.
Auglýsingasími
Alþýðublaðsins
er 14@©S
Áskriftasíminn er 14901
g 1. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ