Alþýðublaðið - 01.02.1967, Síða 8

Alþýðublaðið - 01.02.1967, Síða 8
Það hefur lengin loðað við sov- ézk blöð og tímarit, að efni þeirra væri ekki allt of skemmtilegt, þótt þar væri margháttaðan fróðleik að finna. Ennfremur hefur þar- lendum blöðum verið fundið það til foráttu, gð þau væru miður falleg og mundu aldrei seljast í samkeppni við blöð eða tímarit á Vesturlöndum. En nú virðist þetta að breytast. Fyrir skömmu kom á markað- inn vestur i Ameríku tímarit, sem heitir SPUTNIK, og er það á ensku, og er einskonar rússnesk Útgáfa af Readers Dfigest, Det Bedste, eða Úrvali eða hvað menn vilja kalla slík tímarit, sem náð hafa feikilegri útbreiðslu 'á Vest- urlöndum. Sputnik stingur mjög í stúf við önnur sovézk tímarit. Það er 250 blaðsíður að stærð, kápan er igljá- andi og prentuð í sterkum litum og neðst á forsíðunni er hvatning til lesenda um að lesa grein í rit- inu sem fjallar um manninn á bak við rússnesku atómsprengjuna! Efni biaðsins er sagt vera úr- val þess bezta, sem um þessar mundir birtist í Sovétríkjunum og víst er að nógu fjölbreytt er efn- ið, sem birtist í fyrsta heftinu af Sputnik, eftir því sem erlend blöð segja. Þar er til dæmis að finna grein um fyrstu 'heimsókn utan úr geimnum til jarðarinnar, en sam- kvæmt frásögn Sputniks átti sá atburður sér stað fyrir um það bil tólf þúsund árum og þá á landamærum Kína og Tíbet, sem nú eru. Lýsingar á atburði þess- um mun að finna á ævafornum steinskífum, sem einhverskonar rúnir hafa vérið ristar á. Það fylg- ir sögunni, að það hafi verið kín- verskur fornieifafræðingur, sem fyrstur komst að þessu. Þótti upp- Rússarnir gleyma ekki kvenlegri fegurð í Sputnik. Þessi fallega tré skurðarmynd af stúlku með blóm fylgir grein um bókmenntir, sem birtist í fyrsta eintakinu. götvun hans svo stórkostleg, að í Peking' var ókveðið að fyrst um sinn mætti alls ekki segja frá henni! En þar kom þó, að þessi merka frásögn um þessa forsögulegu heimsókn birtist á prenti og var það fyrst í þýzka tímaritinu ,,Das Vegetarische Universe", að því er Sputnik Rússanna hermir. Þar er frá því greint, að það hafi tekið höfund greinarinnar 30 ár að safna efni til hennar, en í !grein- inni á hann að færa sönnur á að vitsmunaverur frá öðrum hnött- um hafi haft samband við jarðar- búa hér fyrr á öldum. Mynd af höfundi, sem greininni fylgir virð- ist þó benda til að hann hafi væg- ast sagt verið ákaflega ungur, þeg- ar hann byrjaði efnissöfnun og rannsóknir sínar. Greininni fylgja myndir af Jesú í geimskipi og englum sést bregða fyrir í fljúg- andi diskum. Þá er í Sputnik grein, sem unn- in er upp úr tímaritinu „Soviet Life“, sem að nokkru er stæling á bandaríska tímaritinu ,,Life“. Sú grein segir frá þvi er sovézkir vísindamenn opnuðu gröf Ivans grimma keisara árið 1963, en Ivan lézt árið 1584. Urðu þeir m.a. mjög hissa á því, að hann skyldi ekki liggja með krosslagðar hend- ur í kistunni, eins og siður er að lík séu látin gera hjá kristnum þjóðum. Þegar þeir opnuðu kist- una sáu þeir, að öiinur hendin var fyrir andlitinu eins og Ivan hefði ætlað að verja sig fyrir einhverju eða einhverjum, sem að honum steðjaði. Er síðan bollalagt í all- löngu máli um það hver kunni að vera ástæðan fyrir þessari undar- legu stellingu líksins. Greinin, sem vísað er á á for- síðunni ber heitið: „Maður bak við sovézku atómsprengjuna" er tekin úr riti, sem 'heitir ,,Soviet- skaya Rossila", er ekki birt í heild, heldur er henni hætt þegar hæst stendur og þar segir að fram- hald verði í næsta blaði. Gárung- ar, sem skrifað hafa um Sputnik m.a. í blöðin á Norðurlöndum halda því fram, að þetta sé að- eins sölubragð hjá Rússum. Ekki er mikil pólitík í ritinu í heild, og segja sumir að hún sé sízt meiri en í Readers Digest, Ðeh Bedste, Das Beste, eða hvað þau heita öll þessi blöð. Löng og ítarleg frásögn er af því er meiri- hluti þorpsbúa í þorpi einu í Úkra- ínu bjönguðu öllum Gyðingum í þorpinu frá því að lenda í klón- um á Þjóðverjum í heimsstyrj- öldinni síðari. Þessi mynd er máluð á vegrg í klaustri einu í Júgóslvíu. Að þvl er Sputnik hermir, þá ér líkindi til þess að Englcndingar séu um borð í fljúgandi diskum. Hvað finnst ykkur? Rússar gleyma ekki sagnfræð- inni, því sagnfræðingur einn er látinn leggja dóm á Winston Churc hill. Þá er stutt grein, sem fjallar um hjónaskilnaði í Sovétríkjun- um. Auglýsingar eru nokkrar í blað- inu og eru þær ekki sagðar gefa bandarískum auglýsingum eftir hvað snertir litaskrúð. Rússar aug- lýsa þarna bíla sína, niðursoðna krabba o'g styrjuhrogn. Finnsk aug lýsingaskrifstofa var látin sjá um auglýsingarnar í blaðinu, og eiga menn sömuleiðis að beina fyrir- spurnum um vörurnar til hennar, en ekki beint til Moskvu. Hafa Rússar líka reynzt slyngir þar, því reikna má með að bandarískum kaupsýsiumönnum sé talsvert kær- g 1. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.