Dagur - 10.06.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 10.06.1998, Blaðsíða 3
,<* « X^MI- FRÉTTIR MIÐVÍKUDAGUR io. JÚNÍ 1 998 - 3 Landsvirkjim með eigið umhverfísmat Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkj- unar, segir að Lands- virkjun hafi þegar haíið gerð skýrslu um mat á umhverfisáhrif- um Fljótsdalsvirkjun- ar. Byggist athugun þessi á rauusóknum sem hafa staðið yfir um árahil og kemur einuig til með að taka tiUit til rauusókna, sem ætlunin er að fari fram nu í sumar á vegum fyrirtækisius. Finnur Ingólfsson, iðnaðarráð- herra, segir að hann telji eðlilegt að Landsvirkjun Iáti fara fram umhverfismat vegna fyrirhugaðr- ar Fljótsdalsvirkjunar, enda þótt þess þurfi ekki þar sem virkjana- leyfið var gefið út áður en Iögin um umhverfismat tóku gildi. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, var spurður að því í gær hvort Landsvirkjun ætl- aði að láta umhverfismatið fara fram? „Samkvæmt ákvörðun frá því fyrr á árinu hefur Landsvirkjun þegar hafið gerð skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdals- tdrkjunar. Byggist athugun þessi á rannsóknum sem hafa staðið yfir um árabil og kemur einnig til með að taka tillit til rannsókna, sem ætlunin er að fari fram nú í sumar á vegum fyrirtækisins,“ sagði Halldór Spanna öll áhrif Hann segir að allar þessar rann- sóknir spanni þau áhrif sem virkjunin og rekstur hennar get- ur haft á umhverfi sitt, ekki að- eins gróðurfar og dýralíf, svo sem fugla og hreindýr heldur einnig strandlengju Héraðsflóa, ferðamennsku og samfélag. „Verður hér um að ræða skýrslu áþekka þeirri sem gerð var á sínum tíma um áhrif hækk- unar Blöndulóns enda þótt sú framkvæmd hafi ekki verið háð umhverfismati samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 63 frá 1993 fremur en Fljóts- dalsvirkjun sem er undanþegin slíku mati þar sem virkjunarleyfi var gefið út fyrir henni fyrir gild- istöku laganna," segir Halldór Halldór Jónatansson. Mun standast kröfumar Hann segir að skýrslan um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdals- virkjunar verði þannig úr garði gerð að hún muni standast þær kröfur sem gerðar eru til slíkrar skýrslu samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. „Gera má ráð fyrir að skýrsla sú sem Landsvirkjun hefur nú f undirbúningi varðandi umhverf- isáhrif Fljótsdalsvirkjunar liggi fyrir f haust. Með gerð hennar er það ætlun stjórnenda Lands- virkjunar að gera rækilega úttekt á umhverfisáhrifum virkjunar- innar og láta hana vera leiðbein- andi í öllum ráðstöfunum sem að gagni megi koma í því skyni að bygging Fljótsdalsvirkjunar og rekstur hennar valdi sem minnstri röskun á umhverfinu," sagði Halldór. Hann segir að stjórn Lands- virkjunar muni fjalla um skýrsl- una þegar hún liggur fyrir og þá taka afstöðu til þess hvort hún verður nýtt sem grundvöllur um- hverfismats samkvæmt lögum nr. 63/1993. Slík ákvörðun hefur enn ekki verið tekin og bíður síns tíma. Á varöbergi Samtök um verndun hálendis Austurlands sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fagnað er yf- irlýsingu Finns Ingólfssonar, iðnaðarráðherra, um að Fljóts- dalsvirkjun eigi að fara í um- hverfismat. „Samtökin benda hins vegar á að umhverfismat þjónar litlum tilgangi ef Landsvirkjun verður ekki gert skylt að fara eftir niður- stöðunni," sagði Hrafnkell A. Jónsson, stjórnarmaður í sam- tökunum. Hann sagði umhverf- ismat sem Landsvirkjun ræður hvernig fer fram og hvort farið verður eftir matinu væri einskis virði. — s.DÓR Sjómannsstarfið er eitt af hættu- legustu störfunum. Sjómeimska hættulegust Þótt dauðaslysum a sjó hafi fækkað hefur slysum á sjómönn- um fjölgað þrátt fyrir bættan skipastól. Brynjólfur Mogensen yfirlæknir telur að einn af hveij- um tíu sjómönnum slasist á ári hveiju og árlegur slysakostnaður þeirra sé um 200-300 milljónir króna. Þetta kemur fram í skýrslu þingnefndar um öryggis- mál sjómanna. Á tímabilinu 1964-1974 var tilkynnt að meðaltali um 283 slys á sjómönnum til Tryggingastofn- unar ríkisins á móti 536 á tíma- bilinu 1986-1996 þrátt fyrir betri skipastól. Um 80% þessara slysa eru sögð stafa af mannlegum mistökum. Þá hafa að meðaltali 30 sjómenn verið metnir til ör- orku á hveiju ári á tímabilinu 1984-1996. Árið 1996 námu t.d. útgjöld slysatrygginga TR rúm- lega 463 milljónum króna. Þar af voru 184 milljónir vegna sjó- manna, eða 39% heildarútgjalda. Sjómenn eru hinsvegar aðeins 5% vinnuafls á vinnumarkaði. - GRH Knstján Þór kjðnim bæjar- stjóri með 7 atkvæðum Jón Kr. Sdlnes formað- ur skólanefndar og Þröstur Ásmundsson formaður menningar- málanefndar. Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjar- stjórnar Akureyrar var í gær og þar var Sigurður J. Sigurðsson (D) kjörinn forseti bæjarstjórnar með 7 atkvæðum, fjórir seðlar voru auðir. Ásgeir Magnússon (F) var kjörinn 1. varaforseti, Ásta Sigurðardóttir (B) 2. vara- forseti og Vilborg Gunnarsdóttir (D) og Sigfríður Þorsteinsdóttir (B) ritarar. Ásgeir Magnússon (F) verður formaður bæjarráðs, en aðrir nefndarmenn Oddur Helgi Halldórsson (L), Jakob Björnsson (B), Valgerður Hrólfs- dóttir (D) og Sigurður J. Sigurðs- son (D). Fundi stýrði í upphafi Ásta Sigurðardóttir, aldursforseti bæjarstjórnar. Kristján Þór Júlí- usson (D), sem kjörinn var bæj- arstjóri með 7 atkvæðum, kynnti málefnasamning meirihluta- flokkanna. Jakob Björnsson (B) sagði fátt nýtt í málefnasamn- ingnum, meirihlutinn tæki við góðu búi en hann hefði vissar áhyggjur af áformum um skuld- setningu vegna áætlaðra fram- kvæmda. Áform um aukin Iaun ákveðinna starfsstétta gætu hækkað rekstrarkostnað bæjar- sjóðs um tugi milljóna króna. Ás- geir Magnússon (F) taldi mál- efnasamninginn byggðan á bjart- sýni og nú færu hjólin á Akureyri að snúast hraðar, ekki síst í at- vinnulífinu. Kosið var í fastanefndir til fjögurra ára og eru formenn helstu nefndanna sem hér segir; í atvinnumálanefnd Valur Knúts- son, bygginganefnd Knútur Karlsson, félagsmálaráð Oktavía Jóhannesdóttir, íþrótta- og tóm- stundaráð Þórarinn B. Jónsson, menningarmálanefnd Þröstur Ásmundsson, skipulagsnefnd Vilborg Gunnarsdóttir, skóla- nefnd Jón Kr. Sólnes, stjórn veitustofnana Valgerður Hrólfs- dóttir, umhverfisnefnd Jón Ingi Cæsarsson, jafnréttisnefnd Sig- rún Stefánsdóttir, framkvæmda- nefnd Ásgeir Magnússon og hús- næðisnefnd Jóhann Sigurðsson. Formaður Hafnarsamlags Norð- urlands, sem er samstarfsverk- efni nokkurra sveitarfélaga, er Björn Magnússon. Þess má geta að engar umræð- ur urðu um fundargerðir bæjar- ráðs né fundargerðir sex fasta- nefnda. — GG Engin olíuhreinsunarstöð? Samkvæmt fréttum Rúvak í gær benda líkur til þess að ekki verði af áformum um byggingu olíuhreinsunarstöðvar í Skagafirði. Bráða- birgðaniðurstöður um hugsanlega hagkvæmni slíkrar stöðvar benda til þess að reisa þurfi mun stærri stöð en hugmyndir hafa verið um til þessa til þess að stöðin myndi bera sig. Samkvæmt heimildum Rúvak þyrfti að reisa 4-8 milljóna tonna stöð í einum áfanga til að hún beri sig en hugmyndir voru uppi um að reisa milljón tonna stöð í fyrsta áfanga með hugsanlegri stækkun í 4ra milljóna stöð síðar. íslands- og Norðurlandamet Völu Vala Flosadóttir setti í gær nýtt Islands- og Norðurlandamet í stang- arstökki utanhúss þegar hún stökk 4,31 metra á alþjóðlegu frjálsí- þróttamóti í Bratislava í Slóvakíu. Hún lenti í þriðja sæti á mótinu en sigurvegari varð Daniela Bartova sem setti nýtt Evrópumet þegar hún stökk4,51 metra. Forseti íslands og forsetafrú snæddu kvöldverð í boði forseta Eistlands, Lennart Meri, í gærkvöld. Forsetahjónin í Eistlandi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, er nú í opinberri heimsókn í Eistlandi. I ávarpi sínu til þings Eistlands áréttaði hann þá afstöðu Íslands að sá réttur sem smáríkjum yrði tryggður í nýju öryggiskerfi Evrópu væri prófsteinn á siðferðilegan styrk breytinga í öryggismálum álfunnar. Sem stofnríki Atlantshafsbandalagsins væri ísland þátttak- andi í þessari þróun og legði áherslu á rétt Eystrasaltsríkjanna til að- ildar að bandalaginu. Forsetahjónin og fylgdarlið snæddu kvöldverð í boði forseta Eistlands í gærkvöld.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.