Dagur - 10.06.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 10.06.1998, Blaðsíða 8
8- MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 FRÉTTASKÝRING Fótboltafárið fran FRIÐRIK ÞORGUÐ- MUNDSSON SKRIFAR HM-æðið er brostið á. Að vísu eru iiieim ekki helteknir ennþá og framleiðnin í þjóðfé- laginu in uii að líkind- um halda sér. En um- ræðan er vaxandi og Ronaldo er umtalað- astur. Næsta mánuð- inn mun æstur lýður- inn setjast niður með snakk, bjór og aðra óhollustu í nafni heil- hrigðrar íþróttaá- stundunar. Þegar Ronaldo, dýrasti fótbolta- maður veraldar, gengur með brasilískum félögum sínum inn á franskt grasið í dag til að Ieika sér með skosku tréhestunum hefur hann vafalaust flest annað um að hugsa en hvort íslenskt samfélag sé á öðrum endanum. Ronaldo er persónugervingur heimsmeistara- keppninnar og er sagður bók- haldslegt verðmæti upp á vel á þriðja milljarð króna. Hver ein- asta fjölskylda á Islandi þyrfti að leggja fram yfir 30 þúsund krónur til að geta keypt hann. Svo mikil eru verðmæti hans og hans líka að fótboltareglunum hefur verið breytt til varnar þessum verðmæt- um. Svo segir í reglum; hver sem brýtur á verðmætunum aftan frá (reynir að skemma vöruna) skal brott rekast. Það eru náttúrulega örgustu ýkjur að segja að þjóðfélagið fari á annan endann vegna heimsmeist- arakeppninnar í fótbolta. Af sam- tölum \ið talsmenn ófárra fyrir- tækja að merkja er ekki búist við miklum truflunum á vinnuferlinu vegna Ieikja sem heíjast um nón- bilið; framleiðnin ætti að halda sér að mestu, að minnsta kosti fram að úrslitaleikjunum. Þótt Is- land verði seint talið agað samfé- lag er búist við að vinnuaflið sinni sínum skyldustörfum að deginum til og trufli frekar fjölskyldulífið yfir kvöldleikjunum. Eitthvað er um að menn hafi skipulagt orlof með tilliti til keppninnar, en þó ekki þannig að til vandræða horfi. Löggan er róleg og lítil sjón- vörp uppseld Kannski eru fangar landsins í einna bestu aðstöðunni til að fylgjast með herlegheitunum. Þeir eru fæstir rígbundnir yfir skyldu- störfum og á Litla-Hrauni hafa allir fangar sjónvarp í klefum sín- um. Hvað segja laganna verðir um viðbúnað vegna keppninnar? Þor- grímur Guðmundsson á umferð- ardeildinni í ReykjaHk gerði lítið úr öllu saman. „Reynslan hefur sýnt að það dregur úr umferðinni meðan leikirnir eru í gangi, sér- staklega þegar dregur að lokum keppninnar. Og alltaf er eitthvað um að menn séu að flýta sér heim eða annað til að horfa á leiki og Ienda í því að aka of hratt. En við tókum 118 fyrir hraðakstur um síðustu helgi og ætli góða veðrið hafi ekki meiri áhrif en það hvort fótboltaleikur sé að byrja í sjón- varpinu,“ segir Þorgrímur. Hann er sjálfur áhugasamur, þótt vinn- an hafi forgang. „Eg held alltaf með Norðurlandaliðunum og það getur allt gerst. En það myndi ekki koma mér á óvart þótt Brasil- ía ynni þetta." Til að horfa á leikina þarf gott sjónvarp og víst er að sala á sjón- varpstækjum hefur aukist gríðar- lega mikið að undanförnu. En það er ekki endilega vegna HM. „Það hefur verið miklu meiri sala á sjónvörpum en vanalega, en það var fyrst og fremst vegna opnunar nýrra verslana, Iækkandi verðlags og aukinnar samkeppni. Þessi mikla sala hefur haldist og erfitt að tengja það við HM, en hins vegar get ég bent þér á að undan- farið höfum við selt mikið af inni- loftnetum og það er áreið- anlega vegna keppninnar. Eins hefur verið mikil sala á 14 og 20 tommu tækj- um og þar er fólk áreiðan- Iega að fá sér aukatæki á heimilið og tæki á vinnu- staðina, sjálf- sagt oft vegna keppninnar. Það er ekki mikið mál núna þegar tækin eru á al- gjöru lágmarksverði," segir Eirík- ur Haraldsson, sölumaður hjá Sjónvarpsmarkaðinum. Jón Steinar Gunn- laugsson: Brasil- íumenn leika frá- bæra knattspyrnu og eru frá öftustu iínu til þeirrar fremstu með menn sem eru engum iíkir. Meö bjórkútana heim og í vúmirna? Reykjavíkurborg er einn fjöl- mennasti vinnustaður Iandsins og þar er ekki að merkja að uppi séu fótur og fit. „Það eina sem ég verð var við er að einhveijir starfsmenn eru byrjaðir á getraunaleik um hverjir sigra. Eg verð ekki var við að starfsmenn hafi breytt orlofs- dögum sínum, nema þá Magnús Oskarsson, sem er farinn í fulla vinnu við að fylgjast með keppn- inni. En það má gera ráð fyrir því að síðar meir komi leikir sem tru- fla og þá fara menn kannski að hliðra til hjá sér,“ segir Ólafur Jónsson, upp- lýsingafulltrúi borgarinnar. Hvað hafa menn við hendina þegar horft er á HM- leiki? Auðvitað ó h o 11 u s t u ; snakk, gos og bjór. Enn er ekki hægt að tala um langar biðraðir í rík- inu. „Við verð- um ekki varir við nokkurn skapaðan hlut hér hvað heimsmeist- a r a m ó t i ð Heigi Pétursson: Ég horfi aldrei á fótbolta og þó ég ætti að bjarga lífi mínu gæti ég ekki sagt hvernig lín- urnar leggjast í þessu móti. Ég læt þetta fara al- gjörlega framhjá mér. snertir. Það eykst alltaf salan á léttvíni og bjór um hásumarið, en ég get ekki sagt að keppnin spili þar inn í,“ segir Höskuldur Jóns- son, forstjóri ATVR. En nýr valkostur á bjórmark- aðnum er almennt að sækja í sig veðrið. Hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni er boðið upp á bjórdælur og kúta í heimahús og fyrirtæki. „Það er erfitt að segja til um hvernig þetta mun þró- ast, en við von- umst vissulega eftir auluiingu í sölunni hjá okkur," segir Arnar Haukur O t t e s e n , GuðmundurÁrni markaðsfull- Stefánsson: Ætla trúi hjá Agli. að gerast svo. .-Það gerist djarfur að spá aHtaf þegar vinum okkar og svona íþrótta- fjandvinum Norð- kepprm eru í mönnum titlinum. SanSb ínni ----------- og júlí eru annamestu tímarnir í þessu hjá okkur og vin- sældir kútanna hafa vaxið ört. Það er því erfitt að segja til um bein áhrif HM á bjórsöluna," segir Arnar. A þriðja himdrað með miða til Frakklands Einar Sigurðsson, aðstoðarfor- stjóri Flugleiða, segir í samtali við Dag að fyrirtækið hafi bjargað eitthvað á þriðja hundrað Islend- ingum til Frakklands með miða á HM-leiki. „Þetta eru hefðbundn- ar pakkaferðir en með miða á mis- munandi marga Ieiki. Sumir Iáta einn leik duga, en þeir eru til sem ætla á allt að 10 leiki og þá flaklta um Frakkland í heilan mánuð,“ segir Einar. Sjálfur segist hann fylgjast með leikjum án þess að um trúarbrögð sé að ræða hjá sér. „Eg reikna með að slást með í för ef vinnufélagarn- ir finna stóran skjá. Ég held ekki með neinu sérstöku liði, en ef eitt- hvað er þá er helst að maður haldi með E n g I a n d i, enda fallegt að halda með lít- ilmagnanum," segir Einar. Rétt fyrir þinglok urðu menn varir við að þingmenn væru sumir hverjir farnir að tala jafnmikið um fótbolta og um heitustu landsmál- in; menn eins og Lúðvík Bergvins- son, Árni Mathiesen, Árni John- sen, Hjálmar Árnason og Guð- mundur Árni Stefánsson. Sá síð- astnefndi segist ekki heltekinn af HM. „En hjá drengjunum mínum þremur er allt undirlagt og ég sé fram á þaulsetur fyrir framan sjónvarpið. Ég sé mína sæng út- breidda í fleiri hundruð ldukku- tíma,“ segir Guðmundur Arni. Hann segist alltaf halda með Norðurlandaþjóðunum og vonast eftir góðum árangri Danmerkur og Noregs. „Ég á ekki von á neinu sérstöku hjá Brasilíu og ætla að gerast svo djarfur að spá vinum Einar Sigurðsson: Ég held ekki með neinu sérstöku liði, en ef eitthvað er þá er helst að maður haldi með Englandi, enda fallegt að halda með lítilmagnan- um. Ronaldo af Brasilíu; snillingur með verðmiða upp á þriðja milljarð króna, sagðui hæfileika, sem hundruðir milljón. okkar og Ijandvinum Norðmönn- um titlinum.“ Brasilía hest en Danir leika með hjartanu Jón Steinar Gunnlaugsson lög- fræðingur er annálaður knatt- spyrnuáhugamaður og hann seg- ist hvarvetna verða var við mikinn áhuga á HM. „Mér sýnist að mik- il og góð kynning í sjónvarpinu skili sér, auk þess sem vegur knattspyrnunnar hefur farið ört vaxandi. En brjálæðið er ekki byrj- að enn,“ segir Jón Steinar, sem spáir því að Brasilía verji titil sinn. „Þeir leika frábæra knattspyrnu og eru frá öftustu línu til þeirrar fremstu með menn sem eru eng- um líkir. Og frammi eru þeir með þann frábæra sóknarmann Ron- aldo, sem býr yfir feiknarlegum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.