Dagur - 10.06.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 10.06.1998, Blaðsíða 1
BLAÐ Verð ílausasölu 150 kr. 81. og 82. árgangur- 106. tölublað Bj ami geimfari heiðurs- gestur a Islandi 17. júní Kanadíski geimfarinn Bjami Tryggvason verðux í lykilhlnt- verki við athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur á 17. júní. Von er á Bjarna Tryggvasyni geimfara í 10 daga heimsókn til Islands, en hann gerði garðinn frægan í fyrra þegar hann fór fyrstur Islendinga í ferð út í geiminn. Bjarni telur sig reyndar bæði vera Kanadabúa og Islend- ing en hann hitti forseta Islands, Olaf Ragnar Grímsson, að máli í fyrra, og bauð þá forsetinn hon- um opinberlega til Iandsins. Bjarni tók vel í það og mun hann verða sérstakur heiðursgestur á hátíðarhöldunum 17. júní nk. í Reykjavík, á þjóðhátíðardegi ís- lendinga. Bjarni er sem kunnugt er kanadískur ríkisborgari en hefur aldrei áður komið til Islands en hann á ættir sínar að rekja til Klaufabrekkna í Svarfaðardal. Bjarni mun ásamt systur sinni Nínu, sem verður með honum í för í Islandsferðinni, fara norður og heimsækja ættaróðal sitt og munu ættingjar hans nyrðra, sem eru fjölmennir, taka á móti honum. Bjarni er sonur Svavars Bjarni Tryggvason geimfari mun ásamt systur sinni heimsækja ættingja sina norðaniands. Tryggvasonar sem var alinn upp að Hnjúki í Skíðadal en fluttist síðan til Isafjarðar og þaðan til Kanada þar sem Bjarni er fædd- ur. Ekkert hefur opinberlega verið gefið út ennþá um heimsókn Bjarna, en Dagur hefur öruggar heimildir fyrir því að efnt verði m.a. til opinberrar móttöku í Ráðhúsinu vegna komu Bjarna. Gert er ráð fyrir að Bjarni sitji messu í Dómkirkjunni 17. júní en síðan myndi athöfn fyrir al- menning og boðsgesti heljast í Ráðhúsinu sem kynnt verður sem „Hátíðardagskrá í Ráðhús- inu“ í dagskrá 17. júní. Stefnt er að því að Bjarni flytji ávarp í Ráðhúsinu en með honum verða að Iíkindum borgarstjóri, forsæt- isráðherra, forseti Islands og aðrir helstu ráðamenn. Þá er gert ráð fyrir að farið verði með Bjarna í heimsókn í Höfða þar sem honum verði sýndur vettvangur leiðtogafund- arins frá árinu 1986 þegar Ron- ald Reagan og Gorbachev áttu tímamótafund sem var upphafið að þíðu stórveldanna. Skrifstofa forseta og borgar- stjórnar hafa nú málið undir höndum og eru að ráða ráðum sínum. Ekki náðist í Bjarna í gær, þar sem hann var á leiðinni frá Kanada til New York. — BÞ Vilja stofna sjódóm „Það eiga t.d. eldci aðilar í litlu sjávarplássi að sitja andspænis hvor öðrum og dæma og rann- saka alvarleg sjóslys. Þess í stað eiga að koma að slíkum málum kunnáttumenn sem koma ann- ars staðar frá og eru ekki í nein- um tengslum við viðkomandi, eða alveg eins og tíðkast með rannsókn flug- slysa," segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður þing- nefndar um úrbætur í öryggis- málum sjómanna. I skýrslu nefndarinnar sem samgönguráðherra kynnti á blaðamannafundi í gær eru m.a. lagðar til ýmsar úrbætur í örygg- ismálum sjómanna til að fækka slysum og rannsaka orsakir þeirra. Athygli vekur sú tillaga nefndarinnar að gjörbreyta formi sjóprófa. I þeim efnum er lagt til að fimm sérfræðingar skipi sér- stakan sjódóm sem rannsaki og kalli til viðkomandi aðila ef um alvarleg sjóslys er að ræða. I þeim efnum skiptir ekki máli hver heimahöfn viðkomandi skips er. Guðmundur Hallvarðsson. Nýr bæjarstjóri tók við lyklavöldum að bæjarstjóraskrifstofunni og Ráðhúsinu á Akureyri í gær. Jakob Björnsson (t.v.j afhenti þá arftaka sínum, Kristjáni Þór Júlíussyni, lyklana sem hann hefur varðveitt síðustu fjögur árin. Jakob segir óráðið hvað hann taki sér nú fyrir hendur annað en að vera bæjarfulltrúi framsóknar. Sjá einnig bls. 3. mynd: brink Land- græðsluvél nauðlendir Betur fór en á horfðist þegar Páll Sveinsson, flugvél Landgræðsl- unnar, nauðlenti á Selfossflug- velli síðdegis í gær. Fjórir menn sluppu ómeiddir en kviknað hafði í hægri hreyfli vélarinnar og hann bráðnað ásamt hlíf. Vél- in var þá stödd nálægt Selfossi og var ákveðið að reyna nauð- Iendingu þar. Nauðlendingin tókst vel en flugstjórinn sveigði vélinni út af brautinni til hægri þannig að vél- in endaði út í móum við braut- ina. Ekki var talið þorandi annað en að sveigja vélinni út af braut, þar sem ekki var hægt að stöðva hana með öðrum hætti og stutt eftir að enda brautarinnar og þar með niður halla og í Ölfusá. Aðeins munaði um 50 metrum að vélin færi í ána. Vélin skemmdist ekki í nauð- lendingunni og eru einu skemmdirnar í hreyflinum sjálf- um og hlíf utan um hann. Eldur- inn var svo til slökknaður þegar vélin var lent en slökkviliðsmenn tæmdu úr tveimur slökkvitækj- um til öryggis. Vélin er af gerð- inni Douglas DC-3, oft kölluð Þristurinn. 1 |WIIL01 Neysluvntns Jælur 1 Perfectao slNÐRl yj FJÓRFALDUR 1. VINNINGUR -sterkur í verki t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.