Dagur - 10.06.1998, Page 11

Dagur - 10.06.1998, Page 11
 MIDVIKIJDAGUR 10. JÚNÍ 19 9 8 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Enn em að fmnast mstir af þorpum Börn í Afganistan. Læknar og hjálparstarfsmenn eiga í gífurlegum erfið- leikum með að komast til þorpa og bæja á jarðskjálftasvæðinu, þar sem brýn þörf er á aðstoð þeirra. Meira en viku eftir að jarðskjálftinn mikli reið yfir bíða margir Afganar enn eftir að- stoð. Þeir sem Iifðu af jarðskjálftann í þorpinu Kol Darrah stóðu í hnapp uppi á berangurslegri hæð og litu yfir rústirnar af þorp- inu þar sem þeir bjuggu áður en jarðskjálftinn mikli í síðustu viku olli því að allt þorpið, sem stóð á klettasyllu í hrjóstrugri Ijallshlíð, hrundi niður hlíðina. Þær 50 fjölskyldur, sem bjuggu í þorpinu, höfðu beðið í sjö daga - matarlausar - eftir að björgunarfólk rækist á þennan afskekkta stað í fjallahéraðinu í norðausturhluta Afganistans. Þorpið þeirra var svo lítið og ein- angrað að það var ekki komið á nein kort þegar starfsmenn hjálparstofnana flugu fyrst yfir þetta hrjóstruga landslag í leit að skemmdum eftir jarðskjálftann. Þegar fyrsta aðstoðin barst þangað loks með þyrlu á laugar- daginn var átti leiðsögumaður- inn, sem var heimamaður á þess- um slóðum, í mestu erfiðleikum með að finna rústirnar af þorp- inu. Loks kom hann þó auga á skærlitaða höfuðklúta þorps- kvenna, þar sem þær sátu þétt saman efst á fjallstoppi þar skammt frá. Óárennilegra landsvæði ekki víðatil 10 þorpsbúar létu Iífið í jarð- skjálftanum. Einn þorpsbúa, Mohammad Marad, missti tvær dætur sínar, 5 og 10 ára gamlar. Hann sagðist hafa farið að heim- an daginn sem jarðskjálftinn varð til að kaupa hveiti í öðru þorpi. A heimleið fann hann fyr- ir skjálftanum en taldi hann ekki hafa verið jafn afdrifaríkan og raun var á. „Þegar ég kom heim sá ég að allt þorpið var eyðilagt," sagði hann. „Eg sprakk næstum þvf af sorg. Eg sá engan í þorp- inu. Eg fann börnin mín tvö dáin, þau höfðu kramist undir húsinu.“ Sennilega er erfitt að finna á jörðinni óárennilegra landsvæði en Hintu Kush íjallgarðinn í Afganistan. Ferðamenn, ævin- týramenn og heilu hersveitirnar hafa orðið að lúta í lægra haldi fyrir þessum fjöllum um margra alda skeið. Heilli \'iku eftir að jarðskjálft- inn reið yfir hafa starfsmenn al- þjóðlegra hjálparstofnana ekki náð að brjótast til nema um þriðjungs af þeim 84 þorpum og bæjum sem vitað er að hafi orð- ið fyrir tjóni af völdum skjálft- ans. Jarðskjálftinn mældist 6,9 stig á Richterkvarða og talið er að hann hafi orðið um 5.000 manns að bana og tugur þús- unda að auki hafi slasast. Þetta er annar jarðskjálftinn af þessari stærð sem ríður yfir þarna á fimm mánuðum. Fjallið klofnaði Langsamlega flest þorpanna liggja þannig að hjálparstarfs- fólk kemst þangað einungis með þyrlu. 34 þorp eða húsaþyrping- ar eyðilögðust algerlega, og í 21 þorpi í viðbót er a.m.k. helming- ur húsanna hruninn. Sá bær sem verst varð úti hét Dashtak, en þar létu 1.200 manns - um fimmtungur þorpsbúa - lífið þeg- ar fjaliið klofnaði hreinlega í tvennt og stóð annar helmingur- inn eftir en hinn hrundi niður með þorpi og öllu saman. „Við erum enn að finna ný þorp sem eru ekki á neinum kortum," sagði Rupert Colville, talsmaður hjálparstarfs Samein- uðu þjóðanna. „Við héldum að jarðskjálftinn í febrúar væri slæmur. En a.m.k. var þá hægt að komast til þorpanna. Þessi skjálfti olli fimm eða sex sinnum meira tjóni." Talið er að um 2.300 manns hafi látið lífið í stóra skjálftanum sem varð í febrúar. Barist um hvert sæti í þyrluniun Hjálparstarfið hefur verið erfitt af ýmsum ástæðum, sem rekja má bæði til manna og náttúru. Þrálátt illviðri hefur valdið skriðuföllum víða um svæðið og gert það að verkum að þyrlurnar þrjár og þær fáu flugvélar, sem til umráða eru, hafa verið ónothæf- ar dögum saman. Fyrirtækin sem eiga þyrlurnar hafa Iíka reynt að kreQa hjálparsamtök um greiðslur, allt að 7000 bandaríska dollara á hverja klukkustund fyrir notkun á þyrl- unum. Sumar áhafnanna hafa Iíka neitað að fljúga í Afganistan, vegna þeirrar hættu sem stafar af borgarastyijöldinni þar. Elds- neyti skortir einnig sárlega og brýn þörf væri á fleiri þyrlum. Allt þetta gerir það að verkum að mikil ringulreið hefur ríkt í bækistöðvum hjálparsveitanna í Feyzabad, rétt utan við jarð- skjálftasvæðin, þar sem hjálpar- starfsmenn, læknar og frétta- menn berjast um hvert einasta sæti. „Það er komin meira en vika frá því jarðskjálftinn varð og við getum ekki komið læknasveitum okkar á staðinn," sagði Panna Erasmus, læknir sem starfar hjá írsku hjálparsamtökunum Irish Medical Emergency Relief International. „Fólkið þarna úti er slegið örvæntingu." Reiði guðs, segja Talibanar I Afganistan eru engin stjórnvöld sem eru fær um að veita þjóðinni nauðsynlega hjálp. Landið er tví- klofið vegna borgarastyrjaldar sem staðið hefur í sjö ár. Hinir múslimsku Talibanar ráða yfir 80% landsins, en þó ekki fjalla- héraðinu í norðaustri þar sem jarðskjálftinn reið yfir. Leiðtogar Talibana létu hafa það eftir sér nú í vikunni að jarðskjálftarnir tveir væru hefnd guðs, vegna þess að íbúarnir hafi ekki viljað ganga þeim á vald. „I næstum því hverju einasta Iandi, þar sem jarðskjálfti verður, er til her og einhvers konar sam- göngukerfi,“ sagði Colville frá SÞ „Þetta er eini staðurinn þar sem jafn gífurlegar náttúruham- farir og utanaðkomandi stofnan- ir og samtök þurfa að sinna nán- ast öllu sem gera þarf. Endur- uppbyggingin frá þvi fyrri skjálft- inn reið yfir var ekki einu sinni hafin.“ Washington Post Jeltsín andvígur hem- aðaríhlutun Boris Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í Þýskalandi í gær að hann væri andvígur er- Iendri hernaðaríhlutun í Kosovo-héraði í Júgóslavíu. Hann og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, voru þó sammála um að koma verði í veg fyrir frekari blóðsúthellingar í Kosovo. Líklegt þykir að Rússar muni reyna að beita pólitískum áhrifum sínum á ráða- menn íjúgóslavíu. Harðir hardagar miHi Eþíópa og Erítrea Þúsundir manna flýja nú frá bardagasvæðunum \áð landamæri Eþíópíu og Erítreu. Fjölmargir hafa látist eða særst í bardögunum sem staðið hafa yfir frá þvf í síðustu viku. Meira en 1.500 útlending- ar hafa yfirgefið landið. Gjaldmiðilsskiptin í Evrópu kosta 12.000 miUjarða Fyrirtæki og stofnanir í aðildarríkjum Evrópusambandsins telja sig þurfa að greiða samanlagt um 12.000 milljarða króna á næstu fimm árum vegna þeirra breytinga sem verða þegar skipt verður um gjald- miðil og sameiginleg mynt tekin upp. Þetta kemur fram í skoðana- könnun sem töh'ufyrirtækið IBM lét gera. Könnunin náði til 12.000 framkvæmdastjóra, og töldu þeir að um þriðjungur fyrirtækja í Evr- ópu hafi enn ekki gert nauðsynlegar ráðstafanir til undirbúnings gjaldmiðilsskiptunum. Boris Jeltsín. Geislamenguu í írlandshafi Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace segja geislamengun af völd- um endumnnslustöðvarinnar í Sellafield í Irlandshafi, sem er milli Bretlands og Irlands, vera svo mikla að Ioka þyrfti fyrir alla umferð um hafið. Geislamælingar hafa verið gerðar á sýnum úr botni ír- landshafs, og mælist mengunin við endurvinnslustöðina mun meiri en ráðlegt þykir. NATO þyrfti ekki umhoð frá Sameinuðu þjóðunum Embættismenn NATO í Brússel sögðu í gær að NATO þyrfti ekki sér- stakt umboð frá Sameinuðu þjóðunum til þess að grípa til hernaðar- aðgerða í Kosovo-héraði, þótt vissulega væri æskilegra að slíkt umboð væri fyrir hendi. Þjóðaratkvæðagreiðsla íIsrael? Benjamin Netanjahu, forsætisráðherra Isra- els, veltir því nú fyrir sér að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu þar sem ákvcðið verði hvort frekari brottflutningur ísraelskra her- manna verði frá Vesturbakkanum. Þjóðarat- kvæðagreiðslan færi fram ef gerður yrði nýr samningur við Palestínumenn, en Netanja- hu telur ekki nóg að samþykkja slíkan samning á þingi eins og þegar Oslóarsamn- ingurinn var gerður, heldur þurfi samþykki mikils meirihluta þjóðarinnar. Air France hafnar tilhoði flugmauua FRAKKLAND - Franska flugfélagið Air France hafnaði í gær tilboði flugmanna félagsins, sem eru í verkfalli, um að fljúga kauplaust með farþega sem hafa keypt sér miða á heimsmeistaramótið í fótbolta. Mótið hefst í dag, en talsmenn flugfélagsins sögðu tilboð flugmanna óframkvæmanlegt. Ahuhakar tók við af Ahakha NIGERIA - Yfirmaður herráðsins í Nígeríu, Abdusalam Abubakar, var í gær valinn eftirmaður Abakhas hershöfðingja í forsetaembætt- ið, en Abakha Iést óvænt á mánudag. Verulegur órói hefur ríkt í Nígeríu undanfarna mánuði og stjórnarandstæðingar hafa hvatt til fjöldamótmæla og vilja að lýðræði verði komið á í landinu. Rasmusseu ræðir við Færeyiuga DANMÖRK - Viðræður Færeyinga og Dana um bankamálið hófust í gær, og ræða fær- eysku fulltrúarnir fyrst við Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra en síðan verða frekari viðræður við Mogens Lykketoft fjár- málaráðherra. Jafnframt bankamálinu verð- ur samband Færeyja og Danmerkur einnig til umræðu í þessum viðræðum. Færeyingar vilja endurskoðun heimastjómarlaganna. Poú/ Nyrup Rasmussen. Benjamin Netanjahu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.