Dagur - 10.06.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 10.06.1998, Blaðsíða 13
MtÐVÍKUDAGUR l"0. J Ú NÍ 199 8 - tí ÍÞRÓTTIR FRAKKLAND98 Flautað til leiks í dag Þá er komið að Jní sem við höfum lengi heðið eftir. HM í knatt- spymu er að hefjast og flautað verður til opn- unarleihsins í París í dag klukkan 15.30. Eins og flestir vita eru það Brasilínmenn og Skotar sem hefja leik- inn og er mikil spenna í loftinu. Þessi tvö lið Ieika mjög ólíka knattspyrnu og eru Skotar þekkt- ir fyrir frekar fastan leik, á með- an Brasilíumenn Ieika með hjart- anu, af mikilli innlifun. Þarna mætast h'ka tveir ólíkir heimar, þar sem Brassarnir alast upp með boltann á skólausum tánum á sandljörum Brasilíu. Þar er ef til vill komin skýringin á tilfinn- ingu þeirra fyrir boltanum og þeirri einstöku leikni sem þeir ráða yfir. Nú er í fyrsta skipti leikið á heimsmeistaramóti eftir hertum leikreglum, þar sem dómurum er uppálagt að taka harðar á gróf- um brotum og tæklingum. Sam- kvæmt þeim befur verið leikið í undankeppninni, svo leikmenn ættu að vera orðnir vanir breyt- ingunum. Það þýðir að sóknar- leikurinn verður opnari og mark- vissari, sem ætti að nýtast vel, léttleikandi liði eins og Brasilíu. I fjölmiðlakönnunum undan- farinna vika, hafa Brasilíumenn komið best út allra liða og flestir spá þeim sigri í keppninni. Um önnur lið eru skiptar skoðanir og hafa Frakkar, Englendingar, Ital- ir og jafnvel Nígeríumenn verið Ronaldo á að sjá um mörkin. nefndir. Islenskir sparkáhugamenn munu fá keppnina svo að segja beint í æð, en Bíkissjónvarpið mun leggja sig fram um að sýna sem flesta leiki keppninnar í beinum útsendingum. Að sögn Ingólfs Hannessonar, forstöðu- manns íþróttadeildar, mun út- sendingum, sem til að byrja með hitta á fréttatíma Sjónvarpsins, Calderwood á ad sjá um Ronaldo. seinka um fimmtán mínútur í seinni hálfleik. Hlé verður gert á útsendingu og seinni hálfleikur síðan sýndur fimmtán mínútum á eftir venjulegum Ieiktíma. Hefst útsending þá aftur um klukkan 20.20, eftir fréttir. Þeg- ar komið verður í sextán liða úr- slitin verður fréttatími færður til og Ieikir sýndir þráðbeint. BRASILÍA A-riðiIl NII NAFN STAÐA FÉLAGSLID ALDUR LEIKIR 1 Taffarel Mark At. Mineiro 31 94 2 Cafu Vörn AS Roma 27 64 3 Aldair Vörn AS Roma 32 64 4 Baiano Vörn Flamengo 27 16 5 Sampario Miðja Yokohama 30 32 6 Carlos Vörn Real Madrid 24 46 7 Giovanni Miðja Barcelona 26 14 8 Dunga Miðja Lubilo Iwata 34 83 9 Ronaldo Sókn Inter Milan 21 37 10 Rivaldo Miðja Coruna 26 10 11 Emerson Miðja B. Leverkusen 22 3 12 Germano Mark Vasco da Gama 27 9 13 Ze Carlos Vöm Sao Paulo 28 0 14 Gonsalves Vöm Botofoga 32 22 15 Cruz Vörn AC Milan 29 30 16 Ze Roberto Vörn Real Madrid 23 16 17 Doriva Miðja AC Milan 26 9 18 Harardo Miðja AC Milan 28 41 19 Denilson Miðja Sao Paulo 20 16 20 Bebeto Sókn Botofoga 34 67 21 Edmundo Sókn Vasco da Gama 27 28 22 Dida Mark Cruzeiro 24 8 1 Þjálfari: Mario Jorge Lobo Zagallo 15 sinnum tekið þátt í HM. Heimsmeistarar fjórum sinnum: 1958, '62, '70 og '94 1 Númer 1 á heimslistanum. SKOTLAND A-riðiIl NR NAFN STAÐA FÉLAGSLIÐ ALDUR LEIKIR 1 lin Leiehton Mark Aberdeen 39 85 2 lachie McNamara Miðja Celtic 24 4 3 Tom Bovd Vöm Celtic 32 53 4 Colin Calderwood Vöm Tottenham 33 26 5 Colin Hendry Vörn Blackburn 32 30 6 Tosh McKinlev Vörn Celtic 33 19 7 Kevin Gallacher Sókn Blackbum 31 35 8 Craig Burley Miðja Celtic 26 23 9 Gordon Durie Sókn Rangers 32 39 10 Darren Jackson Sókn Celtic 31 22 11 John Collins Miðja Monaco 30 47 12 Neil SuIIivan Mark Wimbleton 28 2 13 Simon Donnelly Sókn Celtic 23 6 14 Paul Lambert Miðja Celtic 27 10 15 Scot Gemmill Miðja Nott. Forest 27 13 16 David Weir Vörn Hearts 27 5 17 Billy McKinley Miðja Blackburn 29 24 18 Matt EHiott Vörn Leicester 29 3 19 Derek Whyte Vörn Aberdeen 29 0 20 Scott Booth Sólui Bor. Dortmund 26 15 21 Jonathan Gould Mark Celtic 29 0 22 Christian Dailly Vörn Derby 24 8 Þjálfari: Craig Brown 7 sinnum tekið þátt í HM. Aldrei komist áfram í riðlakeppninni. Númer 41 á hcimslistanum. HM-PUNKTAR Forsetinn í fangelsi Forseti knattspyrnusambands Kamerún, Vincent Onana, verð- ur að fylgjast með gengi sinna manna úr fangelsi í heimaland- inu. Hann var tekinn fastur f vik- unni fyrir svartamarkaðsbrask með aðgöngumiða á HM. Þijú þúsund miðar sem ætlaðir voru Kamerúnum fóru á svartamark- aðinn í Evrópu. Onana er sjálfur talinn ábyTgur og á meðan yfir- völd í Kamerún rannsaka málið verður hann á bak við lás og slá. Argentímunaóur felldur á lyfjaprófi Allir muna eftir því þegar argent- ínska knattspyrnugoðið Diego Maradonna féll á lyfjaprófi á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Lyfjavandamálið virðist Ioða við Argentínumenn, því í fyrradag féll einn leikmanna liðsins á lyfjaprófi. Landsliðsþjálfarinn, Daniele Pasarella, hefur sett sjálfan sig og alla argentínsku HM-hjörðina í ijölmiðlabann næstu daga og því var ekki enn opinbert hver hinn seki er, þegar þetta var skrifað. FIFA er niafía I Þýskalandi er komin út bók, þar sem alþjóða knattspyrnusam- bandinu FIFA er Iíkt við Mafíuna og fyrrum forseta þess, Havelange, við einræðisherra. í bókinni er því lýst hvernig Havelange hefur keypt menn til liðs við sig með peningum, sem fengust fyrir ólöglega vopnasölu til skæruliða í Bólivíu og allskon- ar fyrirgreiðsluloforðum. Þá er nýr forseti FIFA sagður skósveinn Havelange, sem eigi hann með húð og hári. Þá er í bókinni dreg- ið fram i dagsljósið, hvernig Havelange kom tengdasyni sín- um í forsæti brasilfska knatt- spyrnusambandsins og í stjórn FIFA. Fyrstu leiMmir á HM Miðvikud. 10. júní Kl. 15:30 Brasilía - Skotland Kl. 19:00 Marokkó - Noregur Fimmtud. ll.júní Kl. 15:30 Italia - Chíle Kl. 19:00 Kamerún - Austurríki iÞRÓTTA VIÐ TALIÐ Ég stend með Norðmönnum Vanda Sigurgeirsdóttir þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspymu. Knattspymuáliugamenn um víða veröld setja sig nú í stellingarfyrír opnunar- leik heimsmeistarakeppn- innar, sem hefstíFrákk- landi í kvöld. Konurékki síðuren karlarhafa mik- inn áhuga á knattspymu ogfengum við Vöndu Sig- urgeirsdóttur, landsliðs- þjálfara kvenna, til að ræða við okkurum keppn- ina og spá í spilin. - Hvaða þjóðir telur þú að eigi eftir að kotna mest á óvart á HM og hverjir eru þtnir menn í keppninni? „Maður má ekki alltaf halda með þessum hefðbundnu þjóðum sem alltaf sigra. Þess vegna vona ég svo sannarlega að Norður- landaþjóðirnar tvær, Norðmenn og Danir, eigi eftir að standa sig vel í keppninni. Norðmenn eru mínir menn og ég stend með þeim, sama hvernig fer. Þeir hafa verið að byggja upp gott og skemmtilegt landslið og eru á mikilli uppleið. Annars er mjög erfitt að gera sér grein fyrir því, hveijir eiga eftir að springa út í riðlakeppninni. Við þekkjum það frá fyrri keppnum að það eru alltaf einhver lið sem koma veru- lega á óvart og má þar nefna ár- angur Kamerún í síðustu heims- meistarakeppni. Bandaríkjamenn hafa verið á góðri siglingu og hafa sett sér það markmið, að vinna heimsmeist- aratitilinn árið 2010. Þeir gætu hugsanlega komið á óvart. Olympíumeistarar Nígeríu eru líka líklegir til að ná Iangt í keppninni, en sjálfur Péle hefur einmitt spáð þeim góðu gengi og jafnvel heimsmeistaratitli. Annars er hið óvænta alltaf skemmtilegast við þessa keppni og vonandi eiga einhver af þeim liðum, sem ekki eru í befð- bundna hópnum, eftir að standa sig.“ - Telur þú að nýjar og hertar leikreglur eigi eftir að bæta knattspymuna setn leikin verð- ur á HM? „Ég vona svo sannarlega að svo verði. Það er alltaf leiðinlegt og niðurdrepandi að fylgjast með allt of skipulagðri varnarknattspyrnu. Ég vona að með nýju leikreglun- um eigi leikirnir í keppninni eftir að verða opnari og skemmtilegri og að skapandi knattspyrnumenn eigi þar af Ieiðandi eftir að njóta sín betur. Ég sé fyrir mér leik- menn eins og Ronaldo, sem ör- ugglega munu njóta sín betur, þar sem harðara verður tekið á gróf- um varnarbrotum. Það mun opna leikinn til muna og við fáum þá vonandi að sjá fleiri mörk.“ - Hvaða þjóðir telur þú að muni standa upp úr í keppninni og hverju viltu spá um úrslitin? „Það er erfitt að spá um úrslitin í keppninni, þar sem hún er Iöng og ströng og margt sem spilar inn í. Liðin eru alltaf að verða jafnari og jafnari og alltaf einhveijir sem koma á óvart. Ég tel þó að Brasil- íumenn séu með sterkasta Iiðið og muni standa upp úr. Þeir eru með stjörnum prýtt lið og leikmenn sem hafa öðlast reynslu með toppliðum í Evrópuknattspyrn- unni og ég spái því að þeir muni verja titilinn. Frakkarnir verða einnig sterkir á heimavelli og ættu þess vegna að komast í úrslitaleik- inn. Mfnir menn, Norðmenn, koma þar stutt á eftir og munu leika við Spánverja um þriðja sæt- ið.“ - Hvaða leikmenn telur þú að muni slá ígegn á HM? „Ég sé fyrir mér Ieikmenn eins og Ronaldo, sem örugglega á eftir að standa sig. Einnig vona ég svo sannarlega að Italinn Baggio eigi eftir að fá uppreisn æru eftir leið- indin frá sfðustu keppni. Þar fer góður leikmaður sem vænta má mikils af. Annars eiga einhveijir nýir og efnilegir Ieikmenn örugg- lega eftir að slá í gegn.“ - Hvaða þjóð telur þú að sé bjartasta vonin í knattspyr- nunni t dag? „Eins og ég sagði áðan, eru lið- in alltaf að verða jafnari og jafn- ari. Ef við tökum sem dæmi bandaríska landsliðið, þá hafa þeir Iagt í mikla uppbyggingu og hafa sett sér ákveðin markmið. Þeir gerðu það f kvennaboltanum og uppskáru heimsmeistaratitil. Nú eru þeir að vinna sömu vinn- una með karlaliðið og því skyldi þeim ekki takast það, með skipu- Iögðum vinnubrögðum og nægu fjármagni." - Hverju viltu spá utn opnun- arleikinn í kvöld? „Skotarnir munu Ieggja alla áherslu á varnarleikinn og reyna síðan skyndisóknir. Það verður erfitt fyrir þá að veijast hinu létt- leikandi liði Brasilíumanna og þá er það spurningin hvernig þeim tekst að leika eftir nýju reglunum og hvað þeir yfirleitt hanga lengi inni á vellinum. Mikill munur er á leikstíl þessara Iiða og Brasilíu- menn ættu að ná auðveldum sigri.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.