Dagur - 10.06.1998, Page 5

Dagur - 10.06.1998, Page 5
 MIDVIKUDAGUR ÍO.JÚNÍ 1998 - S FRÉTTIR Um 100 km imdir sliflag í sumar Á þessu ári eiga að fara 7,6 milljarðar til vegagerðar og viðhalds, samkvæmt vegaáætiun sem samþykkt hefur verið á Alþingi. Samtals munu um það bil 100 km af vegum landsins verða lagðir varanlegu slitlagi í sumar. Þingvallavegiir frá Steingrímsstöð að Gjábakkavegi imdir varanlegt slitlag sem og það sem eftir er af Laugarvatnsvegi að Geysi. Veitt er 7,6 milljörðum króua til vegagerðar og við- halds í ár. „Þetta er ekki nákvæm tala en um það bil 100 kílómetrar af vegum landsins fara undir varan- legt slitlag í sumar. Samkvæmt vegaáætlun, sem samþykkt hefur verið á Alþingi, er veitt 7,6 millj- örðum króna samtals til vega- gerðar og viðhalds á þessu ári,“ sagði Eymundur Runólfsson hjá Vegagerðinni í samtali við Dag í gær. Hjá Vegagerðinni er unnið eft- ir 5 ára áætlun og raunar er líka til 12 ára áætlun. Eymundur var beðinn um að segja frá því helsta sem unnið verður að í ár. Hann sagði að þar mætti fyrst nefna Þingvallaveginn frá Steingríms- stöð og upp á Gjábakkaveg. Þar á að hefjast handa við að leggja varanlegt slitlag og gert ráð fyrir að verkinu ljúki á tveimur árum. Þá er fjárveiting til að Ijúka við að setja varanlegt slitlag á Laug- arvatnsveg alveg að Geysi. Vegagerð 1 Búlandshöfða Eitt af stóru verkefnunum sem hafist verður handa við í sumar er vegagerð í Búlandshöfða, milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar. Þessi vegagerð er mikið og dýrt verk og eru 500 milljónir áætlað- ar í verkið sem á að Ijúka við á 3 árum. Lokið verður við vegagerð vestan við Búðardal, sem staðið hefur yfir sl. 2 ár. Nær öll Ijár- veiting til vegagerðar í Vest- fjarðakjördæmi fer í veginn og brúna yfir GilsQörð sem er á lokastigi. Aðeins verður þó um varanlega vegagerð í Djúpinu aðallega nærri Ögri. Þá á að ljúka varanlegri vegagerð á Barðaströnd frá Brjánslæk að Kleifaheiði á þessu og næsta ári. Siglufj arðarleiðin A Norðurlandi vestra verður að- alverkið við Siglufjarðarveg frá Hofsósi og til Siglufjarðar. Eftir er að setja varanlegt slitlag á 20 km og á að Ijúka því á næstu 3 árum. Ljúka á við að leggja varanlegt slitlag á Fljótsheiði og er það stærsta verkefnið í vegagerð á Norðurlandi eystra ásamt vega- og brúargerð við og yfir Fnjóská en þ\'í verki á að Ijúka eftir 2 ár. Miklar vegaframkvæmdir verða í sumar við svo kallaða Há- reksstaðaleið á Möðrudalsöræf- um. Þá á að setja varanlegt slit- lag á vegi fyrir ofan Egilsstaði við Heiðarenda til Egilsstaða. I Suð- ursveit er smá kafli á hringvegin- um sem ekki er með varanlegu slitlagi og úr því á að bæta í sum- ar. Eymundur sagði að byrjað yrði á brúargerð á hringveginum en þó verður ekki hafist handa af fullum krafti við að bæta úr ein- breiðum brúm á þjóðvegi 1 fyrr en árið 2000. -s.DÓR Svanhildur Árnadóttir, fulltrúi D-lista. Árdalsvík til ömafna- nefndar Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfé- lags Arskógshrepps, Dalvíkur og Svarfaðardals samþykkti í gær á fyrsta fundi sínum á þessu kjör- tímabili að vísa úrslitum kosn- inga um nafn á hið nýja sveitar- félag til umsagnar Örnefna- nefndar. Nafnið Ardalsvík fékk flest atkvæði eða 232, illu heilli að sögn Svanhildar Arnadóttur (D), en Víkurbyggð fékk 227 at- kvæði. „Eg er mjög ósátt \ið að þeir sem kusu utan kjörfundar og utan sveitarfélagsins, t.d. í Reykjavík, fengu ekki að kjósa um nafnið. Eg hef grun um að ef þau atkvæði hefðu verið tekin gild hefði niðurstaðan orðið önnur. Félagsmálaráðuneytið var búið að ákveða að það væri sveit- arstjórnum í sjálfsvald sett hvort þær leyfðu utankjörstaðaat- kvæðagreiðslu um nafn á sveit- arfélagið og það var ákveðið án þess að staflcrókur finnist um samþykkt þess efnis innan sveit- arstjórnanna þriggja. Það er full ástæða til að upplýsa þetta svo svona mistök endurtaki sig ekki. Akvörðun yfirkjörstjórnar er víti til varnaðar upp á seinni tíma,“ segir Svanhildur Arnadóttir. —GG Kvótasala á ekkt að vera gidlgerðarvél Opinber heimsókn Herra Forné Molné for- sætisráðherra Andorra sem hér er staddur í opin- berri heimsókn, kom til Akureyrar í gær, eftir að hafa skoðað sig um í Mý- vatnssveit. Hann byrjaði á að fara í Lystigarðinn, en heimsótti síðan Verk- menntaskólann stuttlega, en þar sýndi Bernharð Haraldsson skólameistari honum skólann. Þá fór forsætisráðherra Andorra og fylgdarlið í skoðunarferð um bæinn í fylgd Arna Steinars Jóhannssonar, garðyrkjustjóra, en í gærkvöld snæddu gestirnir kvöld- verð í boði bæjarstjórnarinnar þar sem Davíð Oddsson og Astríður Thorarenssen voru meðal gesta. Forsætisráðherra Andorra og fylgdarlið koma að hliði Lystigarðsins á Akureyri. Nýtt aðalskipulag Garðabæjar Samþykkt hefur verið nýtt aðaiskipulag fyrir Garðabæ og gildir það til ársins 2015. Alls bárust 39 athugasemdir sem skipulagsnefnd og bæjarstjórn hafa fjallað um. Helsta breytingin frá fyrra aðalskipulagi er á sviði samgöngumála og tengingu byggða. Vífilsstaðavegur er t.d. framlengdur til vesturs frá Hafnarfjarðarvegi að Garðaholti á Alftanesi. Með því nást teng- ingar við Grundir, Asa og Garðaholt án þess að farið sé út á stofn- brautakerfið. Þá er Alftanesvegur settur í nýja legu frá Engidal að Bessastaðahreppi og Hraunsholt eystra tengist Vífilsstaðavegi í fram- tíðinni. Með því verður unnt að fækka tengingum \ið Hafnarfjarðar- veg. Auk þess hafa samgöngumál íbúðasvæða við Urriðavatn verið leyst. Þar fyrir utan hafa orðið allnokkrar breytingar á landnotkun á Hraunsholti, Garðaholti, við Urriðavatn og Vífilsstaði. -GRH „Verði áfram stuðst við fiskveiði- stjórn sem byggir á framseljan- Iegum veiðiréttindum af ein- hverju tagi, sem auðvitað er ekk- ert sjálfgefið, tel ég eðlilegast að gera í grófum dráttum upptækan allan sérstakan hagnað, eða sölu- hagnað sem veiðiréttindunum tengist. Það var aldrei, er ekki og á ekki að vera markmiðið með fiskveiðistjórnkerfi að búa til ein- hverja gullgerðarvél fyrir hand- hafa veiðiréttarins," sagði Stein- grímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalagsins og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, í Neskaupstað á sjómannadaginn. Hann hafnaði hugmyndum um auðlindaskatt „svo milljörð- um eða milljarða tugum nemur" Steingrímur J. Sigfússon. á sjávarútveginn, en lagði áherslu á mikilvægi þess að sett- ar verði „sanngjarnar leikreglur" um framsal á veiðirétti og eðli- lega skattlagningu á söluhagnaði afnotaréttarins eða veiðiheimild- anna. „Sennilega er ekkert eitt hagsmunamál jafn brýnt fyrir sjávarútveginn sjálfan og að taka á þeim málum með skynsamleg- um hætti.“ Steingrímur hvatti forsvars- menn sjávarútvegsins til að hafa forystu um að taka á þessum málum sjálfir. „Annars stefnir í að upp úr sjóði og óánægjan með lottóvinninga einstakra aðila valdi því að kerfið í heild verði hrópað af,“ sagði hann. Loggan fagnar Stones „Við fögnum alveg sérdeilis The Rolling Stones í ágúst," segir Geir Jón Þórisson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn, sem er einn af íjölmörgum aðdáendum hljóm- sveitarinnar. Hann segir að komandi tón- leikar muni hafa í för með sér mjög mikla skipulagningu á sviði öryggis- og umferðarmála, enda viðbúið að tónleikagestir muni skipta tugum þúsunda. Hinsveg- ar sé ekkert farið að huga að allri þeirri \innu sem fyrirsjáanleg er vegna þess hvað stutt er um liðið síðan tilkynnt var um komu hljómsveitarinnar til landsins. Það á aftur á móti ekki að verða neitt vandmál fyrir lögregluna að koma að því máli eins og öllu öðru. -GRH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.