Dagur - 10.06.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 10.06.1998, Blaðsíða 4
4 - MIÐVIK UDAGUR IO. JÚNÍ 1998 FRÉTTIR Þrettan atviimiilausir útskrifast Nýlega útskrifuðust 13 nemendur úr MFA-skólanum fyrir atvinnu- Iausa á Sauðárkróki. Skólinn starfaði í 11 vikur og nú þegar hafa þrír þátttakendanna fengið störf, nokkrir til viðbótar eru komnir með lof- orð um vinnu og stefnir í að flestir þátttakendanna muni fá vinnu. Ellefu fengu heiðursstvrki Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur veitt ellefu heiðursstyrki, samtals 6 milljónir króna. Ferðafélag Islands og Caputhópurinn hlutu eina milljón hvor. Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, Bókaútgáf- an Bjartur og Sumartónleikar í Skálholti hlutu 500 þúsund krónur en Islenska óperan, myndlistarkonan Rúrí, Bergljót Arnalds rithöf- undur, Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndahöfundur og samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs hlutu 400 þúsund krónur hver. Burt með kvótakerfið Stjórn fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík samþykkti á fundi sínum sl. mánudag, að vegna áþerandi umræðu að undanförnu um gjafakvóta og veiðigjald, vilji fulltrúaráðið árétta að um árabil hafi AJþýðuflokkurinn einn flokka boðað sem ófrávíkjanlega stefnu sína að afnema gjafakvótakerfið og innleiða þess í stað greiðslur til þjóð- arinnar fyrir afla af fiskimiðum hennar. Sjálfsbiörg ályktar um kjaramál 29. þing Sjálfsbjargar, Iandssambands fatlaðra, var haldið á Siglufirði 5.-7. júní. Um þessar mundir eru liðin 40 ár frá því að fyrsta Sjálfs- bjargarfélag landsins var stofnað á Siglufirði fyrir tilstuðlan Sigursveins D. Kristinssonar. A þinginu var samþykkt kjaramálaályktun þar sem þess er krafist að fatlaðir fái tækifæri til að Iifa mannsæmandi lífi enda hafi ríkisstjórnin undirgengist það með samþykkt mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að undanfömu hafi kjör fatlaðra verið skert. Nú Iýsi ráðamenn yfir batnandi hag og því kreíjist fatlaðir síns skerfs af batanum. Varaforseti ASÍ gagnryniim Hervar Gunnarsson, 1. varaforseti AI- þýðusambandasins ávarpaði 86. þing Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO) í Genf sl. mánudag og gerði mik- ilvægi þríhliða samninga aðila vinnu- markaðarins og ríkisvaldsins að um- ræðuefni. Hann sagði að því miður væru dæmi þess að þetta samstarf sé ekki alltaf virt í framkvæmd og nefndi sérstaklega setningu vinnulöggjafar á Islandi og aðgerðar- og afstöðuleysi stjómvalda gagnvart ILO samþykktum. Hervar hvatti til þess að ILO fylgdist betur með framkvæmd þríhliða sam- starfsins. Jafnréttis- og fjölskyldumál Miðstjórn ASI hefur samþykkt Qölskyldustefnu ASÍ um heilstætt réttindakerfi foreldra. Þar er lögð áhersal á Ienginu fæðingarorlofs bæði fyrir mæður og feður. Þess er krafist að greiðslur í fæðingar- og foreldraorlofi skuli fara eftir heildarlaunum viðkomandi síðustu 12 mánuðina fyrir töku orlofs. ASI vill fá í lög rétt foreldra til að taka sér leyfi frá störfum af fjölskylduástæðum vegna óviðráðanlegra ástæð- na. - s.DÓR Hervar Gunnarsson I. vara- forseti ASÍ ræddi um gildi þríhliða samninga. Starfsáætlunin var kynnt fyrir blaðamönnum en í áætluninni er lögð áhersla á að hver einasti eigandi tölvubúnað- ar beri ábyrgð á því að hann ráði við ártalið 2000. 2000- vandamálið á upplýsingavef Starfsáætlim gerð fyr- ir næstu mánuði vegna tölvubúnaðar um aldamót. Nefnd um 2000-vandamáIið, sem fjármálaráðherra skipaði fyrir mánuði hefur mótað starfs- áætlun fyrir næstu mánuði. Megináherslan er Iögð á það að hver einasti eigandi tölvubúnað- ar sem á einhvern hátt sýslar með tíma beri ábyrgð á því að hann ráði við ártalið 2000. Eig- endur slíks búnaðar eru hvattir til að ganga sem fyrst úr skugga um það að hann sé 2000-sam- hæfður, enda verði þeim mun kostnaðarsamara og erfiðara að grípa til aðgerða sem nær dregur aldamótunum. Upplýsingar að finna á ein- um 2000-vef Asamt Ríkiskaupum hefur nefndin sett upp vef um 2000 vandamálið (http://2000.stjr.is). Tilgangurinn er að safna saman á einn stað upplýsingum um lausnir í upplýsingakerfum og tækjabúnaði á vandamálum sem tengjast ártalinu 2000. A vefn- um geta opinberar stofanir, fyrir- tæki og almenningur með auð- veldum hætti nálgast yfirlýsingar sölu- og þjónustuaðila upplýs- ingakerfa og tækjabúnaðar um 2000-hæfni og þannig auðveld- að yfirferð á eigin kerfum og búnaði. A vefnum eru líka teng- ingar á aðra vefi þar sem enn frekari upplýsingar er að finna um 2000-vandann og hvernig aðrar þjóðir eru að taka á hon- um. Orkan, fjarskiptin og féð allra mikilvægast Starfsáætlun nefndarinnar skiptist í Ijóra þætti: Innviði, ríki og sveitarfélög, fyrirtæld og félög og síðan almenn atriði. Mikil- vægastur þessara þátta eru „inn- viðirnir", en undir þá falla þætt- ir sem skipta sköpum um að inn- viðir þjóðfélagsins gangi áfalla- laust fyrir sig hvað varðar ártalið 2000 í tölvu- og tækjabúnaði. Innviðirnir skiptast í þrennt: Orku (framleiðslu og dreifingu á raforku, heitu vatni, olíu og bensíni), íjarskipti (útvarp, sjón- varp og síma) og Qármuni (Qár- máíastarfsemi og hvers konar greiðslumiðlun). „Ef þessir þrír þættir eru í lagi getur þjóðfélag- ið gengið nokkuð snurðulaust yfir aldamótin," sagði Haukur Ingibergsson, formaður nefndar- innar, sem mun meta þessi vandamál og viðbrögð við þeim í samráði við hagsmunasamtök og fyrirtæki á hverju þessara sviða. Varðandi ríki og sveitarfélög miðast starf 2000-nefndarinnar við að koma í veg fyrir að trufl- anir verði á starfsemi opinberra aðila vegna ártalsins 2000 í tölvu- og tækjabúnaði. M.a. er stefnt að þvi að Ríkiskaup end- urtaki 2000 könnun sína meðal ríkisstofnana í september í haust og mars næsta vor. — HEi Umferðanniðstöð verði að flugstöð Helgi Pétursson borg- arlúlltrúi vill gera Umferðarmiðstöðina að flugstöð og að af- greiðsla langferðabif- reiða verði þar áfram. Hann segir til vansa hve lélegur aðbúnað- ur fyrir innanlands- farþega er í Reykja- vík. „Ég fagna því að sjálfsögðu að menn skuli loks ætla að setja peninga í að byggja Reykjavíkur- flugvöll upp. Það fer um það bil hálf milljón manna á ári um þessa rottuskúra frá stríðsárun- um, sem notaðir eru sem flug- stöð. Þess vegna hef ég haldið því fram lengi og legg til að húsi Umferðarmiðstöðvarinnar verði breytt í flugstöð. Afgreiðsla lang- ferðabifreið- anna getur ver- ið þar áfram Iíka. Segja má að þessi hug- mynd hafi legið í salti á meðan menn voru að átta sig á því hvað þyrfti að gera fyrir flug- völlinn en nú þegar það hefur verið ákveðið er sjálfsagt að viðra hana,“ sagði Helgi Pétursson borgarfulltrúi í samtali við Dag. Helgi hefur lengi verið þeirrar skoðunar að efla ætti og bæta á allan hátt ReykjavíkurflugvöII og segist afar ánægður með að ákveðið hefur verið að veita til hans 500 milljónum króna á næstu 4 árum, eins og skýrt var frá í Degi í gær. Reykjavíkurflugvöllur hefur setið eftir Helgi bendir á varðandi þá hug- mynd að breyta Umferðarmið- stöðinni í flugstöð að þar sé um vannýtt húsnæði að ræða og því þyrfti ekkert að byggja við það svo hægt væri að koma upp flug- stöð. Sömuleiðis segir hann van- nýtt landsvæði í kringum Um- ferðarmiðstöðina til að byggja á flughlöð og annað sem þarf og að auki séu greiðar leiðir að hús- inu. „Það liggur fyrir að hjá því verður ekki komist að koma upp almennilegri flugstöð. Ég tel það til hreinna vansa hvernig búið er að farþegum í innanlandsfluginu á Reykjavíkurflugvelli. A sama tíma hafa risið upp nýjar og glæsilegar flugstöðvar út um allt land og nú er komið að Reykja- vík,“ segir Helgi Pétursson. Hann segist ekki vilja missa æfinga- og ferjuflugið úr borg- inni enda sé þjónusta við ferju- flugið vaxandi atvinnugrein í Reykjavík. — s.dór Helgi Pétursson borgarfulltrúi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.