Dagur - 10.06.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 10.06.1998, Blaðsíða 6
6 - MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein elIas snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Sfmar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritsijori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 KR. Á MÁNUÐl Lausasöluverð: iso KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ Grænt númer: 800 7080 Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: (REYKJAV(K)563-1615 Ámundi Amundason (AKUREYRD460-6191 G. Ómar Pélursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Simbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjav(K) He imsmeistarakeppiiiii í íyrsta lagi Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu er mikill menningarvið- burður. Það eru stórmót í íþróttum að sönnu að jafnaði, en knattspyrnan hefur sérstakt aðdráttarafl í öllum heimsálfum, sem engin önnur íþrótt hefur. Beinar útsendingar í sjónvarpi munu trylla lýð í strákofum Afríku, í fátækrahverfum Suður- Ameríku, í olíufurstaveldum Arabíu og í hátæknivæddum japönskum ljósleiðarabæjum; alls staðar verða leikir og lærðir að spá í hreyfingar bestu knattspyrnumanna heims. Fólk um alla veröld á í vændum mikla skemmtun þegar gladíatorar boltans ganga til hringleikahússins. í öðru lagi Stórviðburðir á íþróttasviðinu - eins og þessir - eru stórir vegna þess að þeir eru almenningseign. Það er mikilvægt að svona mót séu sýnd í opinni dagskrá. Almenningur hefur rétt á því að þeir sem keppa fyrir hönd lands og þjóðar komi fram þar sem allir hafa aðgang að. Stórmótin sjálf myndu glata mikil- fengleika sínum væru þau færð inn á lokaðar rásir með sér- stöku áskriftargjaldi. Sameiginleg stefna Evrópuríkja hefur verið að skilgreina stærstu viðburði sem almenningseign. Þó svo að við Islendingar eigum ekki eigið lið í keppninni nú, er rétt að Ríkisútvarpið sýni frá henni, og allir sitji við sama borð: hver sem er, hvar á landi sem er. Við viljum vera með þegar heimurinn stendur á öndinni. í Jþriðjalagi Hitt er satt að svo stórt mót er Ríkisútvarpinu í raun ofviða: Tiltölulega veigalítil dagskrá á einni rás fer gjörsamlega í kaf í boltaleikjum vikum saman. Það er eðlilegt að sá meirihluti sem lítinn eða engan áhuga hefur á leikjunum bregðist við með fýlu þegar Sjónvarpið er hertekið af boltabullum. Þetta sýnir að við eigum að bregðast við með því að útvega RUV fleiri leiðir til að koma á framfæri dagskrárefni en þá einu rás sem það hefur. Tæknilega kann það markmið að vera innan seilingar, en þá þarf mannlegur vilji að vera til staðar þegar á rcynir' Stefán Jón Hafstein. 1 nafni bygginga- nefndar Garri ætlar að stilla sér upp fyrir utan Valhöll í dag með mótmælaskilti gegn Reykjavík- urlistanum. Síðan ætlar hann að segja sig úr flokknum og til- kynna inngöngu í Sjálfstæðis- flokkinn. Þetta á að verða ótrúlega vandlætingarfull stund þar sem Garri bendir á að óþolandi sé að flokkarnir sem standa að R-Iistanum fái ekki meira vægi en raun ber vitni og að það sé bara eitthvað ókunnugt fólk sem tekur öll öruggu sæt- in frá góðum og gegnum flokks- mönnum. Garri ætl- ar að kalla til allar sjónvarpsstöðvarnar, útvarpsstöðvarnar og blöðin og lýsa þessu yfir þar og rúsínan í pylsuendanum verð- ur þegar Garri til- kynnir að hann hafi ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Samkomulag Allt er þetta auðvitað háð þ\i' að Garri nái samkomulagi við Ingu Jónu um að hún muni umbuna honum rfkulega fyrir greiðann. Sæti í bygginga- nefnd Reykjavikur er nokkuð sem um árabil hefur heillað Garra ómótstæðilega. Hins vegar hefur tækifæri aldrei al- mennilega gefist til að láta þennan draum rætast. Garri studdi þó Reykjavíkurlistann síðast en var ekki umbunað fyrir, enda var einhver Gunnar Gissurarson þá um Ieið búinn að taka þennan stól frá handa sjálfum sér. Nú virðast framsóknarmenn vera búnir að planta einum af sínum gæðingum í sætið og fer vel á að sá gæðingur sé sjálfur þekktur fyrir hestamennsku sína. Garri fær hins vegar að sitja óbættur hjá garði eins og fyrri daginn, utan nefndarinn- ar. Varamannssætið Síðasta vonin er að ná samn- ingum við þá Valhallarmenn. Garri gerir sér að vísu grein fyrir að samningsstaðan hefði verið mun betri ef hann hefði talað við þá fyrr. Til dæmis fyrir kosning- arnar. Auðvitað hefði verið sterkara ef mótmælastaðan og fjölmiðlafárið í kringum úrsögn Garra úr flokknum og inngönguna í Sjálfstæðisflokkinn hefði kom- ið þegar kosningabaráttan stóð sem hæst. Það má svo sem viðurkenna það. En hvernig átti Garri svo sem að vita að nefndarsætið væri falt?! Það var aldrei sagt neitt um það. En úr því sem komið er verður Garri að sætta sig við að kom- ast kannski ekki í bygginga- nefnd sem aðalmaður. En mótmælastaða núna, eftir kosningar, gæti kannski gefið varamannssæti í bygginga- nefndinni. Hver veit? Það er í trausti þess og í nafni bygg- inganefndarinnar, sem Sjálf- stæðisflokkurinn fær nýjan liðsmann í dag! GARRI. Gunnar Gíssurarson. JÓHANNES SIGURJÓNS- SON *-**'**' skrifar Misrétti krókmakara Landsbankamálið, laxveiðisukk- uð, uppljóstranir Sverris Her- mannssonar og eldri mál af sama toga, s.s. brennivínskaup hæsta- réttardómara á sínum tíma og fleira og fleira, sanna enn og aft- ur það sem flestir hafa reyndar talið sig vita, að þeir maka krók- inn sem til þess bafa aðstöðu. I raun og veru eru þetta ekki flókin mál og snúast ekki fyrst og fremst um endurskoðaða árs- reikninga, dagpeninga, laxveiði- leyfi, frjálsleg framtöl o.s.frv. Þarna er í raun ekki verið að fjalla um þ'ármál og tölur skipta ekki höfuðmáli. Málið snýst ein- faldlega um mannlegt eðli. ölið frítt Bankastjórar, ráðherrar, dómar- ar, þingmenn og forstjórar, sem helst eru bendlaðir við margvís- Iegt sukk og misnotkun á að- stöðu, eru í sjálfu sér ekkert öðruvísi en sauðsvartur almúg- inn. Þeir eru í raun aðeins að gera það sem okkur öll dreymir um og reynum stöðugt í að komast, þ.e.a.s. að fá mikið fyrir lítið eða meira fyrir ekkert. Að fá eitthvað gratís, Iáta einhverja aðra borga brúsann. Við þekkjum þetta af sjálfum okkur á ýmsum stigum. Þeg- ar við tryllumst á út- sölum og kaupum allt of mikið af því að við höldum að við séum að græða. Þeg- ar við gleypum eins og fávitar við kostaboðum á borð við tveir fyrir einn og sönkum að okkur rusli sem okkur vanhagar alls ekkert um. Og þegar við lendum óvænt og óverðskuldað í boðum á veg- um fyrirtækja eða hins opinbera þar sem ölið er frítt og við drekkum og drekkum þar til ölið þrýtur og við liggjum ælandi og afvelta, einungis af því að brennivínið var ókeypis. Nú eða þeg- ar við notum bil fyr- irtækisins til að skutlast hingað og þangað í eigin þágu eða hringjum prívat- samtöl á vinnustað. Misrétti til mis- notkunar Við sem sé notum og misnotum aðstöðu okkar til að maka krók- inn, skara eld að eigin köku, fá eitthvað gratís, hvenær sem tækifæri gefst. I hugum okkar margra snúast þessi mál fyrst og fremst um mis- rétti til misnotkunar á aðstöðu. Þeir sem hæst tróna í samfélag- inu, þeir eiga kost á að misnota sér aðstöðu sína í svo stórum stíl að þeir græða hundruð þúsunda eða milljónir. Við aftur á móti fáum sjaldan tækifæri til mis- notkunar á aðstöðu og þá í svo smáum stíl, að á ársgrundvelli skiptir þetta kannski í mesta lagi nokkrum þúsundköllum. Það er sem sé ekki eðlismunur á okkur óbreyttum og toppunum í samfélaginu, heldur stigsmun- ur. En sá stigsmunur hleypur kannski á nokkrum milljónum. Og það er munur sem við getum illa sætt okkur við. Sverrir Hermannsson. i óhav utv.'jti lil ‘lul'jfl mulGrnnjói i ugmiivibhlnv íuIiji; 6g mu Itt: .D&pu- Ætlar þú á tónleikana með Rolling Stones? Smári Geirsson bæjaifulltrúi, Neskaupstað: „Mig langar alveg ofboðs- lega, enda er ég auðvitað mikill aðdá- andi hljóm- sveitarinnar. Það er hins- vegar ekki al- veg útséð hvenær tónleikarnir verða, en löngunin er til staðar. Maður fer ekki á svona tónleika nema einu sinni á ævinni og því skiptir miðaverðið ekki stórmáli. Ég held að fáir hafi átt von á því að berja hetjurnar augum á klakan- um og það í Sundahöfn." Sigríöur Diina Kristmimds- dóttir dósent: „Mig langar alveg rosa- lega, en það getur verið að ég verði ekki á land- inu ef tón- leikarnir verða 22. ágúst. Eg veit ekki hvort miðaverðið muni hafa áhrif á afstöðu mína, en ég hef ekki keypt mér miða á álíka tónleika í ein 25 ár. Þar fyrir utan er ekki sama hvað kostar inn á tónleikana. Þótt ég sé af þessari kynslóð þá hef ég alveg komist af án þess að hlusta á Stones í gegnum tíðina.“ Ari Skúlason framkvæmdastjóri ASÍ: „Já, það eru sko alveg hreinar línur vegna þess að ég er al- veg gífurleg- ur Stones aðdáandi. Eg sá þá í Kaup- mannahöfn síðast þegar þeir voru þar. Miða- verðið mun ekki þvælast fyrir mér í ljósi þess að ég hef farið er- lendis til að sjá þá spila. Hins- vegar vonast ég til þess að mið- inn verði ekki svo dýr að ég geti ekki boðið börnunum mínum með.“ Simiia Borg leikkona: „Ég gæti vel hugsað mér það og miða- verðið skiptir þar litlu til eða frá. Þótt ég hafi verið miklu meiri Bítlaaðdá- andi en Stones á sínum tíma, þá yrði það vafalaust mikil upplifun að sjá þá í fyrsta skipti á tónleikum sem þessum. Þannig að það er mikil tilhlökkun í loftinu.11 nugötilil go tiú'j ,ióhJe g'jlináæ) 6n'J7 aliifí Jzgaa ttrjt rntaq mu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.