Dagur - 10.06.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 10.06.1998, Blaðsíða 2
2 - M IÐ V IK U DAG U R JO.JVNÍ 1998 Tkyptr FRÉTTJR Ratcliffe varaformaður og Cornell yfirdýralæknir Free l/Villy samtakanna á fundinum með forsætisráðherra og umhverfisráðherra, Halli Hallssyni og Albert Jónssyni í gærdag. mynd: hilmar þór. Keikó leikur listir sínar á Eskifirði eða í Eyjiun Keikó kemur til íslands í haust. í kriugum liaim munu 10 til 12 starfs- menu hafa vidurværi sitt. Flutniuguriuu kostar um 150 milljónir og hvalur- iuu er matvaudur og vill lax. Nokkur hundruð kíló af hvalkjöti hafa verið á borðum ríkisstjórnarinnar und- anfarna daga. I kjölfarið hefur háhyrn- ingurinn Keikó fengið einskonar vega- bréf sem tveir ráðherrar ríkisstjórnar- innar afhentu fulltrúum Free Willy- Keiko Foundation í gærdag. Flutning- ur frægasta hvals veraldar er heimilað- ur. Það var Davíð Oddsson forsætis- ráðherra sem afhenti Robert Ratcliffe varaformanni bandarísku samtakanna heimildina við stutta athöfn í Ráð- herrabústaðnum í gærdag. Keikó kemur trúlega í september næstkomandi. Hann flýgur í einkaflug- FRÉTTAVIÐTALIÐ vél og verður fluttur eftir kúnstarinnar reglum. Búr hvalsins kemur í nokkrum pörtum og verður sett upp hér á landi. Dýralæknir hans í Bandaríkjunum sagði blaðamanni í gær að Keikó hefði komið til New Haven í kaldara vatn en var í Flórída. Hvalurinn mun vera nærri tuttugu ára, en Cornell dýra- læknir segir að meðalaldur háhyrnings sé um 30 ár. Hann telur ekkert benda til annars en að vel fari um Keikó í ís- lenskum sjó, þar sem hann óx upp og fátt því til fyrirstöðu að Keikó mundi Ieika listir sínar áfram hér á landi. Hallur Hallsson, umboðsmaður bandarísku samtakanna, sagði að í dag, miðvikudag, mundu Bandaríkjamenn- irnir fljúga til Vestmannaeyja og Eski- Ijarðar til að skoða aðstöðuna í þeim bæjum. Ljóst er að mikill spenningur er ríkjandi á báðum þessum stöðum. Arngrímur Blöndahl, fráfarandi bæj- arstjóri á Eskifirði, sagði í gær að beð- ið væri komu bandarísku gestanna sem koma í dag og skoða sig um. Þeir stoppa í nokkra klukkutíma á Eskifirði og sama er að segja um Eyjar. Stjórnar- fundur í Free Willy Foundation mun á næstunni velja á milli: Eyjar eða Eski- fjörður. Ostaðfestar fregnir segja að Eskiíjörður sé í raun staðurinn. Bæjarfélögin tvö hafa Iitlar upplýs- ingar um hvað framundan er. Mikið undirbúningsstarf þarf hins vegar að vinna á stuttum tíma hjá þeim sem hreppir hnossið. Menn tala um að Keikó muni þurfa 10-12 starfsmenn. Meðal þeirra verður þjálfari hans, sem hefur verið lengi með honum og fóðr- að hann með góðgæti úr lófa sínum. Einkum mun það Iax sem dýrið er sólg- ið í, allmörg kíló á dag. Free Willy-Keiko Foundation hefur safnað miklu fé til að frelsa Keikó úr vatnsbúri sínu í New Haven í Banda- ríkjunum. Á fundinum í gær var því ekki svarað hversu mikið fé safnaðist, - en gert er ráð fyrir að flutningur Keikós til átthaganna í norðri muni kosta um 150 milljónir króna. Ráð- herrar sögðu í gær að þeir vildu ekki leggja mat á hvað væri siðlegt og hvað ekld í þessum efnum. En ljóst er að sumt kjöt er heilagra en annað í Bandaríkjunum, mesta kjötætusamfé- Iagi veraldar. -JBP í hcita pottinum í gær var upplýst að andrúmsloftið á Ríkis- útvarpinu væri enn lævi blandið eftir ávirðingarnar sein bornar voru á starfsmcnn fréttastofu Sjón- varps á dögunum. Margir munu vera þeirrar skoðunar að eðlilegt væri að fara með unmiæli forsæt- isráðherra og flciri eitthvað lengra, jafnvel að kanna lagalega stöðu starfsmanna. Þeir hinir sömu eru sagðir hafa orðið íýrir miklum von- brigðuin með viðbrögð Markúsar Amar Antons- sonar og hugmyndir hans um sérstaka könn- Markús Örn Antonsson. un.... Þá eru starfsmenn hjá RÚV ekki síður forvitnir að fá upplýsingar um hvaða fréttamenn það eru sem kvörtuðu undan vhistri slagsíðu við sjálfan forsætisráðherra, en skilja mátti orð Davlðs Oddssonar þannig að einhverjir fréttamenn hefðu komið að máli við hann. Þykir mönnum það með ólíkindum ef menn kvarti undan slíku við sjálfan forsætisráð- herrall... Davið Oddsson. Gísli Mart- einn Bald- ursson. En í fyrrakvöld sáu inenn gagn- merkan þátt Gísla Marteins Bald- urssonar um höfundarrétt en pott- verjar fullyrða að þeim þætti hafi hvað eftir annað verið frestað vegna yfirvofandi kosninga. Ástæðan? Jú, talað var við sex menn: Bjöm Bjamason, ráðherra Sjálfstæðisflokks; Eyþór Amalds, frambjóðanda Sjálfstæðisflokks; Knút Braun, frambjóðanda Sjálfstæðisflokks í Hveragerði; Andrés Magnússon, yfirlýstan sjálfstæðismann og bróður Kjartans Magnússonar, sem var í bar- áttusæti sjálfstæðismanna í Reykjavlk, og síðan er Gísli Marteinn sjálfur vitaskuld vel þekktur sjálfstæðismaður.... Sigríður Bjömsdóttir séifræðingur í hrossasjúkdómum. Yfirdýrálæknir hefur ákveðit) að fella úrgildi út- flutningsbann á hrossum, enda hefur Evrópusamband- ið ákveðið að taka við hross- um héðan. Bjartnr dagur í hrossarækt - Verður útflutningur nú heimilaður af öllu landinu? „Já, en það verður farið eftir ákveðnum reglum og eftirliti. Við höfum verið að rinna að fyrirkomulagi sem á að tryggja að hvorki smitberar né veik hross verði flutt út. Það er lykilatriðið í þessu.“ - Hvernig er það hægt? „Það getum við með því í fyrsta lagi að velja aðeins til útflutnings hross sem ekki hafa verið sjálf veik eða innan um veik hross í a.m.k. 4 vikur. Því til viðbótar eru þau svo höfð í 10 daga sóttkví hér heirna." - Getur útflutningur hafist strox? „Já. Við munum setja reglugerð upp úr helginni en menn geta strax farið að velja hross o.s.frv. Við eigum reyndar eftir að finna betur út hvaða staðir verða notaðir til að geyma hrossin í samráði við útflytjendur en sú vinna er hafin." - Hvað veldur þessari afstöðuhreytingu hjá Evrópusambandinu? „Við höfum unnið mjög lengi að rann- sóknum, ekki síst faraldsfræðilega, og höf- um komið ítarlegum gögnum frá okkur um þetta. Ekki síður hafa svo komið fram mjög ákveðnar vísbendingar um hvaða veira veld- ur veikinni. Hún er okkur tiltölulega hag- stæð ef svo má að orði komast." - Er hún þelikt? „Já, hún er það í eðli sínu en mjög lítið rannsökuð. Hún er talin vera mjög útbreidd en veldur sjaldan sjúkdómum." - Áttu nafit á hana? „Það má kalla hana Entero-veiru.“ - Hve lengi hefur útflutningur legið niðri? „Frá miðjum febrúar. Þetta eru að verða fjórir mánuðir." - Hafa markaðir skaðast á þessuni tíma? „Það held ég örugglega já, án þess að ég sé rétta manneskjan til að svara því. Við vonum að kaupendurnir hafi haldið ró sinni og nú færist aftur líf í útflutninginn." - Hvað þýðir þetta fyrir landsmótið? „Við erum ákaflega ánægð með að þetta hafi gengið í gegn núna fyrir Iandsmótið. Það er mjög gott í markaðslegu tilliti og þetta er mjög jákvætt fyrir mótið og móts- haldara." - Hvað er að frétta af útbreiðslu veirunnar? „Hún er lítil eins og er. Reyndar kom upp nýtt tilfelli í Dölunum í þessari viku en þetta eru örfá tilfelli eins og er. Það er Iíka mikilvægt í þessu samhengi. Nú er kominn sá árstími að stór hluti hryssna hefur kastað og hrossin virðast þola þetta vel. Það er líka gott til þess að vita fyrir hrossaræktendur að þótt veikin komi upp er aðeins um að ræða mánaðarstopp í útflutningi. Síðan er hægt að selja aftur.“ - Er enn aðeins vitað um tvo „sýkta“ bæi í Skagafirði? „Já svo óyggjandi sé.“ - Hve mörg hross hafa drepist eóa skað- ast vegna lirossasóttarinnar? „Það hefur verið á bilinu 1-2 prómill. Þau sem drepast hafa drepist úr fylgikvillum. Mörg fengu líka læknishjálp og komust þannig í gegnum þetta.“ - Líturðu svo á að framtíðin sé beinlín- is björt seni stendur? ,Já, þetta er bjartur dagur í íslenskri hrossarækt." — bþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.