Dagur - 10.06.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 10.06.1998, Blaðsíða 12
T 12-MIÐVIKUDAGUR ÍO.JÚNÍ 1998 Atvinna / smiðir Vantar smiði til starfa. Upplýsingar í síma 461 2603 eða á skrifstofu. HYRNA ehr BYGGINGAVERKTAKI . TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 ■ 600 Akureyri • Sími 461 2603 • Fax 461 2604 Að hvaða árangri er stefnt í skólastarfi? - Önnur ráðstefnan um gæðastarf í menntakerfinu. Haldin í Menntaskólanum á Akureyri 21.-22. ágúst 1998. Skráning stendur yfir í síma 463 0900, fax 463 0999. Nánari upplýsingar: sjá vefslóð http://ha-3.unak.is/~sigrun/rad- stef.htm eða í síma 463 0520 / 463 0560. Aðstandendur ráðstefnunnar eru Gæðastjórnunarfélag Norður- lands, Háskólinn á Akureyri, Skólaþjónusta Eyþings, Menntaskól- inn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri. Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra Laust starf Eftirfarandi starf hjá Svæðisvinnumiðlun Norðuriands eystra er laust til umsóknar: Starf ráðgjafa Um er að ræða fullt framtíðarstarf sem felst m.a. í: - að aðstoða atvinnuumsækjendur við atvinnuleit og atvinnurekendur við að útvega hæft starfsfólk, - að sjá til þess að atvinnulausir eigi kost á ráðgjöf og úrræðum, - að vinna að starfsleitaráætlunum með atvinnuumsækjendum. Menntunar- og hæfniskröfur: Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi þekkingu á vinnumarkaðnum og menntakerfinu, hafi góða hæfni til mannlegra samskipta og góða skipulagshæfileika. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólanámi í náms-, félags- eða starfsráðgjöf, kennaraprófi eða öðru sambærilegu námi og/eða hafi víðtæka reynslu af þátt töku á vinnumarkaðnum. Laun eru skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skila til Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands eystra, Glerárgötu 26, 600 Akureyri, fyrir 23. júní 1998. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Helena Þ. Karlsdóttir, forstöðumaður í síma 460 1470. BELTIN 'tjjnð ÍUMFERÐAR RÁÐ ÍÞRÓTTIR 600 tóku þátt í Heilsuhlaupmu Um sexhundruð manns tóku þátt í Heilsuhlaupi Krabba- meinsfélagsins, sem fram fór f síðustu viku. Hlaupið fór fram á sex stöðum á landinu og hlupu 40 manns á Egilsstöðum, 370 í Reykjavík, 25 í Borgarnesi, 60 á Hvammstanga, 90 í Rangárvalla- sýslu (Hvolsvelli, Hellu og Laugalandi) og 30 manns í Reykjanesbæ. Hlaupnir voru fimm og tíu kílómetrar og urðu heildarúrslit þau, að Daníel Smári Guð- mundsson sigraði í fimm km, en Ingólfur Geir Gissurarson í tíu km. I kvennaflokki sigraði Rakel Ingólfsdóttir í fimm km, en Hafrún Friðriksdóttir í tíu km. SteingríniiiT með þreirnu Fjórtr síðustu leiMr fiuuntu umferðar Landssímadeildariim- ar í knattspymu fóru fram í gærkvöld. Vestmannaeyingar fengu Valsara í heimsókn og unnu Eyjamenn stórsigur í leiknum, 6:1. Stein- grímur Jóhannesson skoraði 3 mörk fyrir ÍBV og þeir Hlynur Stefánsson, Sindri Grétarsson og Ingi Sigurðsson eitt mark hver. Jón Þ. Stefánsson skoraði mark Vals. A Akranesi fór fram leikur Einar Þór Daníelsson átti gódan leik með KR i gærkvöld. Skagamanna gegn Grindvfking- um. Skagamenn virðast nú loks- ins komnir í gang og unnu leik- inn 3:0 með mörkum Alexanders Högnasonar, Sigurðar Eyjólfs- sonar og Pálma Haraldssonar. Keflvíkingar fengu Framara í heimsókn og lauk þeim leik sigri Keflvíkinga, 1:0. Markið skoraði Þórarinn Kristjánsson eftir horn- spyrnu í lok Ieiksins. I Frostaskjóli léku KR og IR og sigruðu KR-ingar sem sóttu lát- laust í leiknum, 3:0. Mörkin skoruðu Sigþór Júlíusson, Besim Haxhiajdini og Guðmundur Benediktsson. Bjarkí kominn á skotskóna Bjarki Giumlaugsson skorar í öðrum lefkn- um í röð. Helgi Sig- urðsson átti mjög góð- an leik og skoraði fyrir Stabæk. Auðun Helga- son er að ná sér aftur á strik eftir meiðsli. Molde, lið Bjarka Gunnlaugs- sonar, skaust á topp norsku úr- valsdeildarinnar í níundu um- ferðinni þegar það burstaði Válerenga 4:1 á heimavelli á sunnudaginn. Bjarki átti góðan leik, fékk fimm í einkunn og skoraði annað mark Molde. Brynjar Gunnarsson lék ekki með Válerenga þar sem hann var á ferð með íslenska landsliðinu, eins og Ríkharður Daðason, markahæsti Víkingurinn. Misjafnt gengi íslensku strákanna Rúnar Kristinsson og félagar hans í LiIIeström náðu sér ekkj á strik, þegar þeir heimsóttu Sogn- dal. Jafntefli, 2:2, varð niður- staðan og Rúnar fékk einkunn- ina þrjá fyrir sinn leik. Tryggvi Guðmundsson náði ekki að skora þegar Tromsö tap- aði 2:3 fyrir Moss á útivelli. Það var ekki dagur Tryggva á sunnu- daginn og fékk hann aðeins þrjá í einkunn og var skipt út af snemma í seinni hálfleik. Brann frá Bergen, sem spáð var öðru til þriðja sæti norsku deildarinnar í sumar, varð enn að sætta sig við jafntefli, eftir að hafa verið með unninn leik í höndunum. Nú var það Hauga- sund sem jafnaði, 2:2, eftir að Brann hafði náð tveggja marka forystu. Ágúst Gylfason kom inn á ( upphafi seinni hálfleiks og fékk fjóra í einkunn. Stórveldið frá Bergen situr nú á botni deild- arinnar með aðeins fjögur stig eftir níu umferðir. Auðun Helgason og Helgi Sig- urðsson áttu báðir góðan leik fyr- ir lið sín, Viking og Stabæk, er þau mættust í Stavangri. Auðun sem fékk fimm í einkunn gat þó ekki komið í veg fyrir að Helgi skoraði annað mark Stabæk með glæsilegum hætti. Hann fékk Ianga sendingu frá hægri kanti inn á vítateig þar sem hann tók frábærlega við boltanum, lagði hann fyrir sig með vinstri fæti og hamraði hann síðan í netið með þeim hægri. Frábært mark og Helgi fékk sex í einkunn. Þeim var báðum skipt út af seint í seinni hálfleik. Molde komið á toppinn Leikjum Rosenborgar gegn Kongsvinger og Bodö/Glimt gegn Strömgodset var frestað vegna HM í Frakklandi þar sem Rosen- borg og Strömgodset eiga nokkra menn í norska landsliðshópnum. Þegar tveir leikir eru eftir af um- ferðinni er Molde komið á topp- inn með 23 stig. Liðið hefur ekki tapað leik og er með markatöl- una 29:6. Rosenborg er í öðru sætinu með 20 stig og leikinn við Kongsvinger til góða. Víking og Stabæk eru síðan í þriðja og fjórða sæti. Á botninum sitja Sogndal og Brann með Ijögur stig, bæði lið án sigurs. Ekkert verður leikið í norsku úrvalsdeildinni fyrr en 1. júlí.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.