Dagur - 27.06.1998, Blaðsíða 4
20 - LAVGARDAGUR 27. I V N t 1997
1 '1 - 'M <" ' ■■■' ' * . " *.' -T‘*«** * '* *. T" ■ '1 ■*,f ""
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU
Elías Snæland
Jonsson
ritstjóri
bókaBl
HIL LAN
Snilldarverk eða
símaskrártorf?
Fyrstu árin eftir að hafa fengið
Nóbelsverðlaunin í bókmennt-
um geta reynst rithöfundum erf-
ið. Toni Morrison sinnti öðrum
verkefnum frekar en skáldskapn-
um fyrst eftir að hún fékk þessa
eftirsóttu viðurkenningu árið
1993. Tók meðal annars virkan
þátt í umræðu um bandarísk
þjóðfélagsmál. En nú er fyrsta
skáldsagan eftir Nóbelinn komin
út. A vinnslustiginu nefndist
hún „War“ (Strfð) en það féll
ekki í kramið hjá útgefandanum.
Eftir strangar samningaviðræður
fékk sagan nafnið „Paradise"
(Paradís).
Viðbrögð gagnrýnenda eru
mjög af tvennum toga. Aðdáend-
ur bandarfska nóbelsskáldsins
tala um snilldarverk, sumir jafn-
vel að þetta sé besta skáldsaga
Morrisons til þessa. Aðrir kvarta
undan því að sagan sé hið versta
torf; að lesa hana er eins og að
þvæla sér í gegnum símaskrána,
skrifaði einn evrópskra gagn-
rýnenda.
Höggormar í paradis
„Þeir skjóta hvítu stúlkuna fyrst.
Þeir geta gefið sér nægan tíma
við hinar. Astæðulaust að flý^ta
sér með þær.“
Þannig byrjar Morrison sögu
sína um „paradís" svertingja í
smábænum Ruby í Oklahoma.
Arið 1976 eru svo sannarlega
höggormar í þessum bæ hinna
útvöldu. Níu manna hópur er í
þann veginn að drepa fimm kon-
ur sem búa í eins konar kvenna-
athvarfi í yfirgefnum kaþólskum
skóla, Klaustrinu, rétt utan við
þorpið.
Þessi ríflega þrjú hundruð
manna hyggð er einstök tilraun
að mati á íbúanna; þorp sem var
stofnað fyrr á öldinni af svert-
ingjum fyrir svertingja. Þeir líta á
sig sem arftaka svipaðrar tilraun-
ar sem gerð var á tímum þræla-
haldsins; þá settist hópur fyrr-
verandi þræla að á þessum stað f
leit að heimalandi þar sem þeir
fengju að vera í friði.
Morrison vefur saman arf for-
tíðarinnar og ógnvænlega at-
burði samtímans í frásögn sinni,
jafnframt þvf sem hún segir frá
þeim fjölmörgu einstaklingum
sem koma við sögu. Farið er
fram og aftur í tímanum með
slíkum hætti að lesendur eiga oft
erfitt með að átta sig á hver er
hvað. Gagnrýnendur deila svo
um hvort þetta hafi verið ásetn-
ingur og sé hið besta mál, eða
hvort hér sé um að ræða skipu-
lagslausa og ruglingslega frásögn
sem höfundurinn hafi einfald-
lega ekki náð að koma böndum
yfír. Úr þeim ágreiningi leysir
hver og einn best með því að lesa
bókina.
Forsendan er útUokun
„Ég vissi að ég gæti ekki skrifað
þessa sögu í réttri tímaröð," seg-
ir Toni Morrison um frásagnar-
háttinn í nýlegu viðtali. „Venju-
lega skrifa ég ekki þannig hvort
Toni Morrison: fyrsta skáldsagan eftir Nóbeiinn.
sem er. Þótt við högum lífi okkar
þannig er meðvitundin að vinna
á allt annan hátt. Við erum ýmist
að hugsa um gærdaginn, það
sem gerðist fyrir 20 árum eða
um framtíðina. Hugurinn er sí-
fellt á flökti fram og til baka í
tímanum."
En hvers vegna að skrifa um
jarðneska paradís?
„Ég hafði áhuga á þeim ofsa-
fengnu átökum sem geta risið
vegna tilrauna manna til að búa
til paradís,“ segir Toni Morrison.
„Hugmynd okkar um paradís er
svo takmarkandi; hún krefst þess
að þú lítir á þig sem útvalda þjóð
- það er útvalda af guði. Sem
þýðir að þú verður að einangra
þig frá öðru fólki. Þannig er eðli
paradísar; hún er ekki síður skil-
greind af því hvaða fólk stendur
utan hennar en þeirra sem þar
eru.“
Hún viðurkennir að rithöfund-
ar hafi gegnum tfðina einbeitt
sér meira að því að skrifa um
helvíti en paradís. „Skáldin kom-
ast á mikið skrið þegar þau
hugsa um Iýsingar á helvíti. Með
þessari bók vildi ég reyna að end-
urnýja hugmyndir um paradís.
Málið er að ef allir væru í para-
dís þá væri alls ekki um neina
paradís að ræða, því hún byggir á
útilokun. En ef við gætum
ímyndað okkur að öll jörðin væri
sá staður, þá yrði ekki um neina
útilokun að ræða. Hvers vegna
gerum við það þá ekki?“
Islandsdagur á
heimssýningiinni
Rhodymenia palmata,
Skari skrípó,
Ormstunga, kammer-
tónlist og margtfleira
á íslandsdegi í Lissa-
hon í dag.
I dag er Islandsdagur á heims-
sýningunni EXPO 98 í Lissabon.
í tilefni dagsins munu 80 ís-
Ienskir Iistamenn og skemmti-
kraftar skemmta sýningargestum
á 10 stöðum. Þetta verður því
stærsta íslenska menningarkynn-
ing sem haldin hefur verið er-
lendis. Fyrir Islands hönd koma
bæði Ieikarar, söngvarar, dansar-
ar og tónlistarmenn fram á þess-
um íslandsdegi. Meðal atriða er
flutningur Frú Emilíu á óperu
Hjálmars H. Ragnarssonar
Rhodymenia palmata, en hún er
samin við samnefnt ljóð Hall-
dórs Kiljans Laxness. Það verða
fleiri óperur í boði á íslendinga-
daginn því Orn Arnason leikari
og Spaugstofumaður mun flytja
Úr sýningu Frú Emilíu á Rhodymenia
palmata.
eins manns óperu. Óskar Jónas-
son mun birtast í gervi hins ást-
sæla töframanns Skara Skrípó og
þau Benedikt Erlingsson og
Halldóra Geirharðsdóttir í leik-
félaginu Ormstungu sýna sam-
■nefnt leikrit, að sjálfsögðu á ís-
lensku, fyrir sýningargesti. ís-
lenski dansflokkurinn sýnir þrjú
dansverk og Blásarakvintett
Reykjavíkur, Tjarnarkvartettinn
og Kammersveit Reykjavíkur
leika íslenska tónlist fyrir sýning-
argesti. Heimssýningin í Lissa-
bon byggir á sérsýningum 140
ríkja og alþjóðastofnana og er
sýningarsvæðið alls um 60 hekt-
arar að stærð. íslenski sýningar-
skálinn á EXPO 98 er um 650
fermetrar, í honum er m. a.
margmiðlunarstöð þar sem gest-
ir hafa aðgang að ítarlegum
gagnvirkum upplýsingum um fs-
land og íslendinga. Einnig er þar
stór skjár þar sem sýndar eru
ýmsar myndir um Island, ís-
lenska atvinnuvegi, náttúru og
fleira. Allar upplýsingar í ís-
lenska skálanum eru á portú-
gölsku, spænsku og ensku.
Heimssýningar sem þessar hafa
verið haldnar allt frá því á síð-
ustu öld, en síðasta heimssýning
var haldin í Sevilla árið 1992. Þá
voru íslendingar ekki með, enda
kostnaður við þátttöku töluverð-
ur. Nú var hins vegar tekin
pólítísk ákvörðun um að íslend-
ingar tæku þátt í sýningunni,
enda er kostnaður lægri en síð-
ast. Nú er þema sýningarinnar
hafið og þess vegna nokkru meiri
ástæða en oft áður fyrir íslend-
inga að taka þátt í sýningunni.
Góð aðsókn hefur verið að ís-
Ienska sýningarskálanum á
heimssýningunni nú, raunar
talsvert betri en búist var við og
betri en í skála annarra þjóða á
sama svæði.
Fjölskyldudagar verða í Lómatjarnargarðinum i júli
Fjörhjákrökk-
urn fyrir austan
Ýmislegt ergertjyrir
þau litlufyrir austan.
Ævintýri, leikirog
margtfleira ergert
bömunum til dund-
urs. Þeirfullorðnu sofa
útá meðanl
I dag verður fyrsta Selskógaræv-
intýrið á vegum Vinnuskólans en
fram til Ioka júlí verða farnar æv-
intýraferðir á laugardagsmorgn-
um um Selskóg, útivistarskóg
Egilsstaðabæjar. Þar gefst öllum
börnum tækifæri á að búa til sitt
eigið ævintýri og fara í leiki. Til-
gangurinn er að ýta undir sköp-
unargleði barna auk þess sem
foreldrum gefst kostur á að sofa
Iengur út.
AHa miðvikudaga í júlí, á milli
kl. 13 og 16 verða fjölskyldudag-
ar í Lómatjarnargarði á Egils-
stöðum á vegum Vinnuskólans.
Markmiðið er að koma lífi í garð-
inn, auka fjölbreytni í Vinnuskól-
anum og nýta listhæfileika unga
fólksins í þágu ferðaþjónustu.
Boðið verður upp á sögustund
fyrir börnin, hoppkastala, tram-
pólín og margt íleira. Leikræn
tjáning verður í hávegum höfð og
lögð er áhersla á að fjölskyldan
geti skemmt sér saman við ýmis
konar afþreyingu í fallegu um-
hverfi.