Dagur - 27.06.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 27.06.1998, Blaðsíða 5
 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU L r HalldórHalldórsson prófessor hlaut viðurkenn- ingu Lýðveldissjóðs 17. júnífyrir ötult starfí þágu íslenskrar tungu. Halldórhefur áferli sín- um ritað mikið um íslenska málfræði og mál- sögu. Afritum hans má nefna Örlög orðanna, ís- lenzk orðtök og íslenzkt orðtakasafn. Halldór er að verða 87 ára gam- all og bækurnar orðnar æði margar, en hversu margar veit Halldór ekki með vissu. „Það veit Guð almáttugur, ekki ég,“ segir hann. „Eg hef endursamið svo rnargar." Viðurkenning Lýðveldissjóðs er ekki eina viðurkenningin sem Halldóri hefur hlotnast því hann fékk viðurkenningu Málræktar- sjóðs árið 1995. „Aður hafði ég fengið eina viðurkenningu á æv- inni og það var fyrir nokkuð sem ég gerði ekki,“ segir hann. „Það var á þeim tíma sem ég átti að taka fullnaðarpróf en ég lagðist veikur og gat ekki tekið prófið. Nokkru seinna varð mér gengið niður í bæ á Isafirði þar sem ég átti heima og mætti skólastjór- anum og einum af kennurum skólans og spurði þá hvort ég ætti ekki að taka prófið. „Nei, þú þarft ekki að taka próf, þú heldur hvort eð er áfram,“ sögðu þeir og skólastjórinn bætti við: „Þú átt hönk upp í bakið á okk- ur.“ Eg skildi ekki hvað hann átti við en hafði óljósa hugmynd um að ég ætti eitthvað inni hjá þeim. Svo kom í Ijós að ég fékk verðlaun fyrir próf sem ég hafði ekki tekið - sjálfsagt út á vetrar- einkunn." Lciðrétti okkur bræðuma Fékkstu snemma dhuga á ís- lensku máli? „Eg fékk strangt málauppeldi hjá móður minni sem var mjög fróð um íslenskt mál og hafði mikinn orðaforða. Hún leiðrétti okkur bræðurna í hvert sinn sem okkur varð á að segja ein- hveija ambögu. Síðan hafði ég mjög góða kennara f skóla, fyrst á Isafirði og síðan á Akureyri þar sem Sigurður Guðmundsson var allra kennara fremstur. I Há- skólanum tóku við Sigurður Nordal og Alexander Jóhannes- son. Sennilega hef ég haft bestu kennara á Islandi sem.völ var á. Þegar ég kom í Háskólann í málfræðinám var ég mjög vel undirbúinn, hafði lesið stóran hluta efnisins áður mér til skemmtunar. Þó var ég upphaf- lega ekkert viss um að ég ætlaði mér að leggja fyrir mig fslensku. Eg hefði alveg eins getað hugsað mér að læra erfðafræði en á þeim tíma var ekki hægt að læra hana sem sérstakt fag nema þá erlendis. I málfræðinni valdi ég mér kjörsvið sem var merkingar- fræði. Eg lauk magistersprófi árið 1938, kenndi síðan við Menntaskólann á Akureyri til ársins 1951. Þá var auglýst dós- entsstaða við Háskólann sem ég sótti um og fékk. Eg varð pró- fessor árið 1957 og kenndi til ársins 1979. Þá sagði ég starfi mínu lausu vegna heilsubrests. En árin eftir það urðu þó af- kastamikil því ég einbeitti mér að því að skrifa bækur.“ Eðlllegt að þekkja ekki gömlu orðtökin Meðal þess sem þú hefur afrekað er að koma út hókum um islensk orðtök. „Doktorsritgerð mín íjallaði um íslensk orðtök, uppruna þeirra og aldur. Um þetta efni hafði ekkert verið fjallað fram að þeim tíma, fyrir utan ritgerð sem Finnur Jónsson hafði skrif- að í Skírni um 1914, að mig minnir. Doktorsritgerðina varði ég árið 1954. Svo liðu nokkur ár og þá komu Jóhannes Nordal og Baldvin Tryggvason fyrir Al- menna bókafélagið til mín, og spurðu hvort ég vildi ekki skrifa uppflettibók um orðtök. Afrakst- urinn varð Islenzkt orðtakasafn sem hefur komið út í þremur út- gáfum." En er ekki mikið um að nú- tímafólk þekki ekki lengur gömlu orðtökin ogfari rangt með þau? “Það er ósköp eðlilegt að nú- tímafólk þekki ekki þessi gömlu orðtök. Annars finnst mér mesta furða hvað fólk talar óbrenglað mál en í blöðum sé ég stundum -- L ,A«GÁ R Ö-Á G UÁt ‘ 2 >J HM- 3 11 1 á ±9 9 8 -^21 „Ég mundi ráðleggja hverjum manni sem vill heyja sér góðan orðaforða og fá góðan málsmekk að lesa Eglu.“ nokkuð af vitleysum." Mig langar til að spyrja þig að þvi hvort góðir rithöfundar séu líka góðir málfræðingar og mál- fræðingar lélegir rithöfundar. „Það er mjög misjafnt, sumir málfræðingar skrifa gott mál, aðrir eru klaufar. Þekkingu á orðaforðanum, sem er auðvitað þáttur í málvísindum, hafa margir rithöfundar. Hugsaðu þér allan þann orðaforða sem Halldór Laxness bjó yfir og sjáðu hvað Tómas Guðmunds- son yrkir á góðu máli. Mér var sagt af kennurum Tómasar í menntaskóla að hann hafi verið mjög góður málfræðingur. Mað- ur skal ekki hitta á vitleysu hjá Tómasi Guðmundssyni. Þar er allt saman hárrétt, mjög smekk- legt og á fallegu máli.“ Að skapa ný orð E/ fólk vill tala gott og fallegt mál hvaða hókmenntir ætti það þá að lesa? „A tímabili kenndi ég Egils sögu í þriðja bekk menntaskóla. Eg fór mjög orðfræðilega í hana, bæði hvað varðar orðafar og stíl. Stíllinn á Eglu er bæði rökvís og ákaflega látlaus. Þegar þessir sömu unglingar voru komnir upp í Qórða bekk skrifuðu þeir allt annað mál en þeir höfðu skrifað áður en þeir kynntust Eglu. Eg mundi ráðleggja hverj- um manni sem vill heyja sér góðan orðaforða og fá góðan málsmekk að lesa Eglu. Eg held að lestur góðra bóka sé mjög mikils virði fyrir ung- linga. Hins vegar er ég ekkert viss um að menn læri stíl eða málfar af þeirri bókmennta- kennslu sem nú er tíðkuð, sem er svokölluð bókmenntagrein- ing. Mér finnst að hver maður eigi að lesa sína bók og skilja hana á sinn hátt. Menn þurfa enga kennslu í bókmenntagrein- ingu til þess.“ Þú hefur fengist við nýyrða- smið, orðið pallhorðsumræður er til dæmis þin uppfinning. „Já, ég bjó það orð til í sim- tali. En orðið fjölmiðill er kannski það nýyrði mitt sem mest er notað. Orðið framleiðni bjó ég Iíka til. Það orð er þannig tilkomið að ég fékk bréf frá þingskipaðri nefnd þar sem ég var beðinn um að búa til orð yfir það sem á útlendu máli er kall- að „produktivitet". Bréfinu fylgdu bækiingar um þetta svo- kallaða „produkthatet11. Þessir bældingar voru bara áróður og ekki nokkur skilgreining á því hvað „produktivitet" væri, svo ég var engu nær um fyrirbærið. Nokkrum dögum seinna mætti ég Emil Jónssyni á götu. „Heyrðu Emil, hvað er „produktivitet"? spurði ég. „Það er framleiðslan deilt með vinnu- kraftinum," svaraði hann. Orðið yfir það fannst mér eðlilegast að væri framleiðni. Nefndin tók þetta orð upp og setti í frumvarp sem var lagt fyrir Alþingi. Þá reis upp alþingismaður og sagði að þetta væri alveg ómögulegt orð og það var strikað út úr frum- varpinu. En Sveinn Björnsson sem þá stjórnaði Iðnmálastofn- un tók málið upp í tímaritið Iðn- aðarmál og þaðan komst það inn í almennt mál og engum stjórn- málamanni dettur nú í hug að segja orðið vera ljótt." Þú ert að verða 87 ára en ert ekki sestur í helgan stein. „Nei, frá árinu 1982, hef ég starfað sem málfarsráðunautur hjá Orðanefnd byggingarverk- fræðinga og vinn að því að koma saman orðasafni. I því starfi hef ég þurft að búa til feiknin öll af tækniorðum en fæst þeirra eru komin í gagnið." Og ætlarðu að vera að lengi enn? „Eg finn ekki fyrir því að hug- urinn sé farinn að gefa sig. Eg verð eins lengi að og hægt er og menn vilja." Ertu ánægður með það lífs- starfsem þú valdir þér? „Eg efast um að ég hefði get- að gert meira gagn á annan hátt.“ -KB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.