Dagur - 27.06.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 27.06.1998, Blaðsíða 12
28 — LAUGARDAGUR 27.JÚN1 1998 X^r MA TARLÍFIÐ í LANDINU Nú erkomið sumar og þá geturveríð gaman að borða úti, þegar veður leyfir, létta ogframandi rétti. Síðan eru þeirlíka tilvaldir semforréttir eða meðlæti með stærrí máltíðum eins og kjúl- ingauppskríftinni. Gleðilegt matarsumarog verði ykkur að góðu. Grískt salat Efni: Dressing: 250 g Feta ostur 5 meðalstórir tómatar 1 stór rauðlaukur 1 agúrka í þykkum sneiðum 1 bolli (160 g) svartar ólífur Skerið Feta ostinn í teninga og tómatana í báta. Blandið saman osti, tómötum, lauk, agúrku og ólífum í skál. Dressingin borin yfir. 1/2 bolli (125 ml) ólífuolía 1/4 bolli (60 ml) vínedik eitt hvítlaukslauf, marið 1 tsk. sykur 1 tsk. ferskt oregon, rifið Blandið öllum efnum saman í skál og hrærið vel. # Best að útbúa salatið rétt áður en það er borið fram. # Ekki er mælt með að frysta salatið. Grískt salat með ólífum og fetaosti. Sérlega létt og Ijúffengt. / fararhroddi í 70 ár KRAFTMIKIL, LETT OG GANGVISS VERKFÆRI. RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT Wgróðurvörur NÞ' VERSLUN SÖLUFÉLAGS GAR. YRKJUMANNA STAURABORAR, SLÁTTUORF, KEÐJUSAGIR, HEKKKLIPPUR, STEINSAGIR, LAUFSUGUR. Þýsk gæ&avara með umhverfisþáttinn og öryggið í öndvegi. Góð varahluta- og viðgerðaþjónusta. Spaghetti með kjúklingabaunum og spínati 1 bolli (200 g) þurrar kjúklinga- baunir 250 g spaghetti 1 bolli (250 ml) ólífuolía 1 meðalstór rauður laukur, sneiddur 3 hvítlauksrif, marin 650 g spínat í strimlum 3 tsk. sítrónubörkur 2 tsk. sítrónusafi 3 meðalstórir tómatar flysjaðir og kjarnhreinsaðir í sneiðum 2 tsk. fersk niðurskorin perselja 2 tsk. fersk niðurskorin mynta salt og pipar Aðferð: 1. Leggið baunirnar í bleyti yfir nótt. Setjið þær síðan í pott í ferskt vatn og látið sjóða án loks í 20 mín. Síið þær og hreinsið í köldu vatni, síið þær aftur. Sjóðið spaghettíið og hreinsið í köldu vatni. 2. Hitið 1/4 bolla (60 ml) af olfu á pönnu, bætið Iauk og hvít- lauk útí, veltið því um þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið spínati útí og hrærið nokkra stund við vægan hita. 3. Hrærið saman afgangnum af olíunni, berki, safa, tómötum, baunum og pasta; hrærið þangað til þetta er orðið heitt. Hrærið jurtunum saman við, saltið og piprið eftir smekk. # Það er best að gera baunirnar tilbúnar daginn áður. # Geymið í lokuðu íláti við stofuhita. # Ekki mælt með frystingu. # Hægt að hita spaghettíið í ör- bylgjuofni, annað ekki. Bakaðir tómatar með hnetu- og hrí sgrj ónafyllingu Fyrir tíu 10 meðalstórir tómatar 2 tsk. ólífuolía 1 stór laukur, fínt sneiddur 1/4 bolli (3 g) kúrenur 1/4 bolli (40 g) pine hnetur 3/4 bolli (150 g) stutt hýðishrís- ___________grjón___________ 1 bolli (250 ml) vatn 1 tsk. ferskt dilll, sneitt 1 tsk. ferskt tímían, sneitt 1 tsk. ferskt persílía, sneitt salt og pipar Hvít sósa 30 g smjör 2 1/2 tsk. hveiti 1 1/3 bolli (330 ml) mjólk salt og pipar Aðferð: 1. Skerið ofan af tómötunum; sá hluti er ekki notaður í upp- skriftinni. Takið innan úr tómötunum og setjið í skál; merjið. Geymið 1 1/2 bolla (375 ml) af maukinu. 2. Hitið olíu í potti, bætið lauk við sjóðið hrærið þangað til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið kúrenum út í ásamt hnetum hrísgrjónum og vatni, látið malla undir loki í 8 mín- útur. Takið pottinn af plöt- unni og bætið jurtunum útí og afgangnum af maukinu; bætið við salti og pipar eftir smekk. Hvít sósa: Bræðið smjörið í potti, bætið hveitinu út í, hrærið við hita þangað til blandan er orðin að massa. Takið pottinn af hell- unni, hrærið mjólkinni hægt og varlega út í, bætið við salti og pipar eftir smekk, hrærið við hita þangað til blandan sýður og þykknar; kælið litillega # Útbúið stuttu áður en réttur- inn er borinn fram. # Ekki mælt með frystingu. # Ekki mælt með að setja rétt- inn í örbylgjuofn. Bakaður kjúklingur með sítrónu, pistasíu og hrísgrjónum Fyrir jjóra Efiii: 1,4 kg kjúklingur 4 stórar kartöflur 1/4 bolli (60 ml) ólífuolíu 2 tsk. ferskt timían, sneitt ferskur svartur mulinn pipar Fylling: 1/4 bolli (60 ml) ólífuolíu 1 meðalstór laukur, sneiddur 1/3 (65 gr) löng hýðishrísgijón 1 bolli (250 ml) kjúklingasoð 1 bolli (150 g) pistasíuhnetur 2 tsk. timían, sneitt 2 tsk. rifinn sítrónubörkur Hitið olíuna í potti, bætið út í lauk, hrærið þangað til það verð- ur mjúkt. Hrærið út í hrísgrjón- um þangað til þau eru alveg komin saman við olíuna. Hrærið soðinu út í og látið malla með lokið á i 20 mín. eða þangað til 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.