Dagur - 27.06.1998, Blaðsíða 16
32 — LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998
LÍFID í LANDINU
LJÓS-
BROT
flnton
Brink
myndar
Við stofusnillingamir
verðum heimsmeistarar!
■■■■■■■■ Öll þurfum við
JÓHANNESAR- á uppörvun og
hvatningu að
halda. Við þurf-
um að geta
hreykt okkur
annað veifið
eins og hanar á
haug og sagt
eins og Jón
sterki forðum:
Sáuði hvernig
ég tók hann!
Við og við er
okkur nauðsyn að fá hrós og
klapp á bakið til að hressa upp á
sjálfsímyndina. Og ef fólkið sem
er í kringum okkur er ekki tilbú-
ið til að lofa okkur og prísa
nokkuð reglulega, þá verðum við
sjálf að verða okkur úti um
þessa lífsnauðsynlegu andiegu
umbun og bröltum þá gjarnan
upp á þann góða sjálfs-hól og
horfum þaðan á andlega
flatneskjuna fyrir neðan.
Þetta gerum við m.a. með því
að horfa á sjónvarpið. T.d. amer-
ískar sápuóperur sem sannfæra
okkur um að við séum hluti af
hómo sapíens en óperuliðið af
einhverju allt öðru sauðahúsi.
Einnig er vinsælt að horfa á ís-
lenska stjórnmálamenn eða
bankastjóra og fyllast um leið
aðdáun á eigin heiðarleika og
vammleysi.
Sjálfsupplyftingarsjónvarp
Sjónvarpsefni er reyndar mjög
misheppilegt í sjálfsupplyfting-
arskyni. Þannig er t.d. í gangi
þáttur í ríkissjónvarpinu sem
heitir Kontrapunktur og hefur
afar slæm áhrif á tilfinningu
flestra áhorfenda fyrir eigin gáf-
um og þekkingu. Þarna sitja
nokkrir skandínavískir furðu-
fuglar og ryðja úr sér fróðleik
um tónlist á ýmsum tímum á
meðan maður stendur sjálfur
uppstyttuiaust á gati heima í
stofu og líður afar illa yfir eigin
fáfræði.
Afturámóti er á sömu sjón-
varpsstöð efni sem er eins og
sniðið fyrir uppbyggingu sjálfsí-
myndar margra Islendinga, það
er að segja Heimsmeistara-
keppnin í knattspyrnu. Hún er
sannkallaður hvalreki fyrir and-
lega styrkingarstarfsemi.
Blindir og fattlausir
Þegar maður horfir á HM þá
skynjar maður fyrst hvernig
Súperman hlýtur að líða svona
dags daglega. Maður upplifir
það svo sterkt að Brasilíumenn
og Argentínumenn eru ekki
bestu liðin, Zagallo og Drillo eru
ekki bestu þjálfararnir, Ronaldo
og Batistuta ekki bestu leik-
mennirnir og Collina ekki besti
dómarinn. Þetta eru allt saman
hálfvitar, aumingjar, ræflar og
rugludallar sem ekki hafa
hundsvit á fótbolta og eru gjör-
samlega ófærir um að þjálfa,
dæma eða spila þessa göfugu
íþrótt. Svo ekki sé talað um
íþróttafréttamenn og aðra sér-
fræðinga sem Iýsa leikjunum og
fjalla um þá frá ýmsum hliðum.
Þeir eru hvorki talandi né hugs-
andi, heldur fattlausir, blindir og
síblaðrandi fávitar sem misskilja
allt sem hugsanlega er hægt að
misskilja í leikjunum.
Ég er langbestur!
Það er að sjálfsögðu aðeins einn
aðili sem hefur sig upp úr þess-
ari andlegu fótboltaflatneskju í
sjónvarpinu, er Iangbestur, upp-
lýstastur, ldárastur, íyllstur af
þekkingu á Ieiknum, skilningi á
leikkerfum og veit alltaf hvað
heppilegast er að gera hverju
sinni til að vinna leikina og
hverngi dæma skal þá mistaka-
laust frá upphafi til enda. Þessi
aðili er auðvitað enginn annar
en ég sjálfur.
Og raunar skil ég ekki hvers-
vegna ég er ekki fenginn til að
þjálfa þessi lið á HM, dæma
leikina og lýsa þeim í sjónvarp-
inu, þegar lyrir liggur að allt
þetta geri ég óaðfinnanlega og
mistakalaust.
Ég er ósigrandi
Eg hefði t.d. getað sagt Zagallo
gamla að til þess að vinna Norð-
menn var ekki glóra í því fyrir
hálft Brassaliðið að reyna sífellt
að troða sér í gegnum massífa
varnarmiðju Nojara, þar sem
þeir voru eins og úlfaldar fyrir
framan nálarauga. Þetta fattaði
hinn elliæri þjálfari auðvitað
ekki og hálfvitarnir inni á vellin-
um ekki heldur.
Og að sjálfsögðu hefði ég ekki
dæmt vítaspyrnu þegar helsti
Ieikari Norðmanna fór hlægileg-
an kollskít í lok leiksins. Og ég
hefði sleppt vítaspyrnunni sem
Itölum var gefin gegn Chile. Og
marga menn hefði ég rekið út af
sem aðrir dómarar hlífðu og
leyft öðrum að spila áfram sem
ranglega voru burt reknir. Og
svo framvegis.
Mér telst raunar svo til að ég
hafi ekki gert ein einustu dóm-
aramistök í allri keppninni og er
sannfærður um að ef ég hefði
verið þjálfari allra liðanna á
HM, þá hefðu þau unnið hvern
einasta leik, því ég hef sem
stofuþjálfari átt svar við öllum
próblemum sem upp hafa komið
og sú taktík sem ég beiti í hverj-
um leik, hefur gengið fullkom-
Iega upp.
Óskeikulir
Það er vissulega merkilegt að ég
skuli vera klárari en allir þjálfar-
ar, leikmenn og dómarar á HM,
að ég skuli vera langbestur og
raunar eina raunverulega stjarn-
an í þessari keppni. Það sem er
enn undarlegra er að ég er
reyndar ekki sá eini sem er lang-
bestur. Við skiptum sem sé þús-
undum hér á landi og milljónum
út um allan heim sem sitjum
daglega heima í stofu og líður
afskaplega vel. Af því að við
erum Iangbestir og vitum allt
betur en þessir kálfar sem eru
að gera sín stykki á skjánum úti
í Frakklandi.
Það erum við, stofusnílling-
arnir, sem verðum hinir raun-
verulegu heimsmeistarar þegar
upp verður staðið þann 12. júlí
nk., því við höfum ekki stigið
eitt feilspor i allri keppninni. Við
höfum verið óskeikulir í öllum
okkar plönum og aðgerðum.
SPJALL
Johannes
Sigurjónsson
skrifar