Dagur - 27.06.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 27.06.1998, Blaðsíða 11
LAVGARDAGUR 27. JÚNÍ 1938 - 27 A i I . !i . v i I / I l i c 1 f UMSJÓN: RUT HER- MANNSDÓTTIR Strákar, nú er komið að okkur að vera góðir við konurnar okkar sem við erum búnir að vanrækja alveg síðan heimsmeist- arakeppnin í knattspyrnu byrjaði. Þá er rétt að láta hana vita að við sjáum um matinn í kvöld en til að það verði að veruleika þurfum við að fá gott næði til að elda og undirbúa matinn, ráð- legast er að við fáum íbúðina útaf fyrir okkur á meðan, þá sérstaklega á milli tvö og fjögur og á milli sjö og níu, en varist að ræða um sjónvarpsdagskrána í þessu sambandi. Um er að ræða þríréttaðan rómantískan kvöldverð fyrir tvö. Laxamoussé á fersku salati 100 gr lax 50 gr reyktur lax 1 msk. smjör 'h dl þeyttur rjómi örl. Pipar 'h msk. koníak 1 tsk. fáfnisgras (estragon) saxað 3 msk. sýrður rjómi 1 msk. Iaxahrogn blandað salat (t.d. lolló, frisse og lamb- ________________haga)________________ 2 msk. graslaukur (saxaður) 2 msk. steinselja (söxuð) Ferski laxinn er soðinn í léttsöltu vatni, tekinn upp úr og látinn kólna í íjórar til fimm mínútur áður en hann er maukaður í matvinnsluvél ásamt reykta laxinum, pipar, smjöri og þeytta ijómanum. Varist að mauka of mikið. Setjið maukið í sprautupoka og sprautið í fallegar doppur í miðjuna á tveimur diskum, rífið salatið gróft niður, skolið vel og raðið í kring um laxamoussina. Setjið sýrða rjómann ásamt laxahrognunum ofan á doppuna, stráið steinseljunni og graslauknum yfir, athugið að hægt er að gera moussina með góðum fyrirvara, sprauta henni á disk og geyma í kæliskáp, og setja salatið og allt hitt á diskinn um leið og maður ber það fram með góðu hvítvíni og ristuðu brauði. Nauta buffsteik með grœnpiparsósu ^ ■ ■ > í Smyijið bökun- arplötu vel og setj- ið sex matskeiðar af deigi með góðu millibili á hana og bakið í 200°C ofni í tvær til fjórar mínútur eða þar til deigið er fallega brúnt. Þá er það tekið af plötunni og látið kólna, þetta má baka með góðum fyrirvara og geyma í lokuðu íláti á þurrum stað. Chantilly rjómi 2 dl ijómi 30 gr flórsykur örl. vanilla Maukið helminginn af beijunum í mat- vinnsluvél ásamt flórsykri og vinnið í gegnum millifínt sigti þannig að steinarn- ir verði eftir. Kælið maukið vel áður en rétturinn er borin fram. Gott er að gera það með góðum fyrir vara og geyma í kæli. Rétturiim bortnn frarn Setjið maukið á diskana og dreifið vel úr því áður en deig plata er sett á miðjan diskinn og chantilly ijóma sprautað ofan á. Raðið síðan nokkrum hindbeijum í ijómann og setjið deigplötu ofan á og síðan ijóma, ber og aðra deigplötu, að lokum sprautum við ijóma á toppinn og skreytum með beri og mintulaufum og berum fram. Eg er viss um að þessi fyrirhöfn á eftir að skila sér í auknum skilningi konunar á beinum útsendingum og mikilvægi þess að vera rétt staðsettur fyrir ffaman sjónvarpið meðan á þeim stendur, jafnvel þó að hún sjái í gegnum ráðabruggið í dag þegar sext- án liða úrslitin eru að byrja. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. 2 x 200 gr nautasteikur úr framhryggjar- vöðva 2 tsk. grænpiparkorn (úr Iegi) örl. Salt 1 -2 msk. olía 'h 1 msk. smjör 2 msk. koníak 2 dl nautasoð (af teningi) 1 dl rjómi Meijið piparkornin og nuddið á steikurn- ar sem síðan eru geymdar í tvo til fjóra tíma í kæli. Hitið olíuna og smjörið á pönnu og brúnið steikurnar vandlega, snúið þeim við, saltið og brúnið vel á hinni hliðinni, varist að hafa of mikinn hita. Hellið koníakinu yfir og berið eld að, ekki er nauðsynlegt að kveikja í vín- inu en ef það er gert skal það gert var- lega. Þegar logarnir deyja út eru steikurn- ar teknar af pönnuni og settar í 100°°C heitan ofn á meðan sósan er gerð. Hellið soðinu og rjómanum út á pönnuna, hitið vel og hrærið vel í botninum þannig að steikarskófirnar blandist vel og gefi bragð í sósuna sjóðið sósuna niður um helming, smakkið til með salti og piparvökva. Berið steikina fram hjúpaða í sósu með pönnu- steiktum kartöfluskífum, fersku salati eða soðnu grænmeti og góðu rauðvíni. Hindberjaturn með chantilly rjóma __________________Deig__________________ 35 gr smjör, lint 65 gr flórsykur 40 gr hveiti 1-2 eggjahvítur 1 -2 dropar vanilla Hrærið vel saman smjöri og sykri þar til blandan verður loftkennd. Þá er hveitinu og vanillunni blandað saman við og þeytt vel áður en eggjahvítan er þeytt létt í annarri skál og síðan blandað saman við. Þeytið ijómann, blandið flórsykri út í, smakkið til með vanillu og setjið í sprautu- poka. Þetta má ekki gera fyrr en u.þ.b. einni klukkustund áður en rétturinn er borinn fram. Hindberja mauk 1 askja fersk hindber (u.þ.b 200 gr) 50 gr flórsykur fersk mintulauf í skraut

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.