Dagur - 27.06.1998, Blaðsíða 19
LÍFIÐ í LANDINV
Brekkan bratta. Mynd þessi er tekin í brekku
mikilli á hringveginum sem ef til vill er þeirra
bröttust, enda þótt mörg séu klifin á þeirri leið
sem er um 1.400 km. löng. Hvað heitir þessi veg-
kafii sem hér um ræður, úr hvaða firði er ekið
þegar farið er upp þessa brekku og niður i hvaða
sveit er komið hinumegin hennar?
Nyrst á Skaga. Hvað heitir sá kirkjustaður sem
hér sést á mynd, en hann er nyrst á Skaga sem
kallað er? Og til hvaða sveitarfélags i Skagafirði
heyrði stærsti hluti Skagans áður en kom til sam-
einingar ellefu sveitarfélaga í héraðinu fyrr í þess-
um mánuði?
Hattafélagið. í Degi í síðustu viku birtist mynd af
þessum herramönnum, en þeir hafa með sér fé-
lag sem hefurþað að markmiði að sem flestir
karlmenn gangi með hatta á tilteknum degi vik-
unnar. Er hattaburður hugsaður til sérstaks
menningarauka í kauptúninu þar sem þeir búa. En
hvar á landinu búa þessir kumpánar og hver er
hattadagur þeirra?
Magga Frímanns. Hvar á landinu býr Margrét,
hvaða ár var hún kjörin formaður Alþýðubanda-
lagsins og hve lengi hefur hún átt sæti á þingi fyr-
ir flokkinn. Hver er eigimaður hennar og hvaða
starfi gegnir hann?
Flóttamennirnir. Þessi mynd er af einni þeirra
flóttamannafjölskyldna sem komu til ESIönduóss
um sl helgi. Hve margir eru flóttamennirnir og
hvað eru fjölskyldurnar margar? Og; til hvaða
byggðarlaga á landinu hafa flóttamenn frá hinum
stríðshrjáða Balkanskaga komið á síðustu árum?
1. Hvar á landinu er Kelduneshreppurr
2. Hvar er sú laxveiðiá landsins sem er sögð
þeirra dýrust?
3. Hvaða listmálari setti á striga það fræga
málverk Strokuhestinn.
4. Hvað er landsvæði það sem Akrahreppur í
Skagafirði nær yfir yfirleitt kallað?
5. Hvert var skáldið sem sagði í kvæði að
hann hefði innan við múrvegginn löngum
átt sitt sæti og ... „Undrandi renndi ég
augum með bókanna röðum: / eljuverk
þúsunda varðveitt á skrifuðum blöðum.“?
6. Garðsvík, Þórisstaðir, Sveinbjarnargerði,
Túnsberg, Svalbarð og Sólberg. Hvar á
landinu eru þessir bæir?
7. Hvar á landinu er Tvídægra?
8. Hvað er eldjötun goðafræðinnar kallaður,
úr hvaða átt er hann sagður koma og
hvaða íslenskt náttúruvætti er eftir hon-
um nefnt - og það svo sannarlega með
réttu.
9. Hvar á landinu eru Brúarhlöð?
10. Hvað heitir víkin sú í Vestmannaeyjum
þar sem ný heimkynni háhyrningsins
Keikós verða og hvenær er hann væntan-
legur þangað?
Svör
'isneq i joquiajdas unfiÁq i 3a[
-uejuæA eudaqs eSæijsunaq issac| ia
geSuecJ ua ‘sjjajqejsj\ 8o sjjajqeuiiajq
i[|iui e uias ‘uinKaeuueuijsa^ j qiA
-sjjajyj i b^joa spqiayj luuÁquiioq Kfsj qi
•njsÁssoujy cunjiOAsddn i ijiojj eun
-jpjou So eSejojjejioAS euiocj nSuiuio
-uies uin igæAqje ppioiS jjiuiuio eqiOA
8ep i uinSuiusoq umuuouije i ua
‘ddaiqeuueuieunjjq 8o in8unjsdnqsig
jegJOAuejo ueuies ji8uoj unq uo uin
-qojqienjg e niqjejiAjq mn jo qejej^
•njsÁssaujy i ejjAjq qi.v nia qojqjenjg -g
•Áosjinq eueq eujou
ge ipueSiogiA jba - nuipjequieij i jecj
jsigepuÁui eCÁa So - £96 j JoquioApu i
uinjÁaeuueuijsayy je mqns ijeq i jdnfp
jsjpq soSpja jc8o<j 'tuj euiai8 jeuui
-QæijBQoS iiuSeseij ja ;ac| qe ‘ijqns
in uioq ia jnjing ja issacj unjofpjg '8
•igiaqsujBAjeujy e la eiSæpiAj^ •/
•QioljeKg giA
puoijssgieqjeAS e ma Jiæq Jissacj iijjy -9
•ujoqeuueuidneq
1 jujeseujy 1 jossajpid ‘uose8jajq upf -c;
•gijqnpuojg
•uossuejajg uof •£
•njsÁs
-sujeAeunjq-mjsny 1 umsy e exeq •£
■ijJOAqnpjoyj qejjeq ja eujef ejje
uias igæAspuej pecj iijá jæu 80 njsÁsie
-fÁoSuicj-jngjofsj 1 ja jnddoiqsounjijoyj • j
lyjijeujojj 1 ujoj-j
80 iqjqesj e inqejseuies uuinq quaA
spuejsj jij Bjeq qiuioq uias niAejspSnf
eij uinuuquiejjpjj Jnjaq mqy -xos
ma jeujnpjÁqsjqjj 80 suisjej £Z nla
;8jaq njsngis uin ssonpuojg jij nuioq
uias iiuiiuuauiejjqg nqsauAejsqSnf #
•spuejsj jeunujojsigæjjnjnjje|\j
inqeuinqqjsjoj ‘uossojjo Jeuung uof
ja jejaj8jej,\i jnqeuiuiSig '£661 IHI
suisqqog jnqeuuoj \iijoa 80 /,861 1:JJ
iSuicjjy e ijæs jje injaq unq ua ‘iiÁa
-sqqojg e jÁq Jijjopsuueuijig joiSiejy +
•uinSqpnjsoj e ejjeq qaui
iijje e8ue8 qe iqiuiqieui qe qecj Jiacj
ejeq 80 isaueSueg e ujoqsiqcj e enq
uin jinds ia jaq uias jiuiiuuauiejjejj *
•ÍQVJ
-eSeqg umgnuiauies je Jjnjq uuiqjo
ja nu uias iddaiqeqejsjijaqg ejuieS
uinuiq 1 ia uias ‘ejayj ja um jinds ja
jaq uias eSeqq e jsjáu uuunqejsnfqjixj #
'U9T
1 jijá 80 iqjjjeujojq jn qiqo ja Qiiej
ja qecj mn jeSacj ua ‘qieqseuuemjy
ja mn jinds ja jaq mas ejjeiq ueqqajg *
1 v ’ i \ . x ‘ i utti '- h ti II í- J
JTAVG AHDÁG Ult 27. JONl i$y~T-
Fluguveiðar að surnri (73)
Dagbók fluguveiðimaims (2)
Klukkan fimm að morgni er rétta stund-
in. Morgunsól yfir fjöllum og andir enn
sofandi við stein. Snudda í kaffilögun,
borða morgunmat, fara í veiðinærfötin og
Ieggja af stað með brúsa, nesti, stangir og
flugur. Fara í Hlíðarvatn.
Kom á óvart að enginn var í kofa Ar-
manna, gluggaði í veiðibók sem sýndi
tregfiskerí undanfarna daga.
Gola og vottaði fyrir kuli þegar
maður stjáklaði á planinu. Lagði
bílnum svo ég gæti týnt út dótið
á grasbala, lagðist yfir flugnabox-
in og raðaði fyrirhugðum freist-
ingum dagsins í eitt. Geispaði.
Vatnið var gárað, var hann að
Iægja eða var hann að herða sig?
Setti saman létta stöng og flot-
línu með þyngdum taumi, hnýtti
á girnið rassendafjöðrina sem ég
hef- svo oft notað fyrsta flugna í
veiði, Marc Petitjean númer 52. Eg hugs-
aði mér að sýna hana sem votflugu, rétt
undir yfirborði.
Logn
Það var ekki alveg laust við að vindurinn
væri of mikill jiegar ég hélt niður að leir-
unum í víkinni, ætlaði að byrja þar sem
ég fékk einu sinni vænar bleikjur til að
taka, þær lágu við hraunkant nærri landi,
og svo þar sem áll er utar. Skrítið: þessa
stund sér maður fyrir hugskotssjónum
dagana á und-
an, en svo
þegar maður
kemur skondr-
andi niður að
vatninu lítur
það allt öðru
vísi út; mun
grynnra og
hraun-
hryggirnir allir
uppúr - þeir
sem ég ætlaði
að fiskurinn
lægi við. Gæti
hann verið hér
í þessu vatns-
leysi? Renndi
með köstum
meðfram landi og endaði frammi á
hraunnefi án þess að verða var.
Veiðifélagar
Úúúúúa kom frá æðarfugli. Tvær kollur
og bliki komu siglandi með stóran unga-
hóp undan bakka. Ungarnir tístu þessi
reiðinnar býsn, svo fóru þau að kafa með
skvampi. Veiðifélagar. Svo kom annað
skvamp. Fiskur! Það hýrnaði yfir mér, það
var þá fiskur hér. Lognið kom eins og
hönd drægi tjald hægt frá; fyrst kom
spegill við land og svo færðist kyrran yfir
vatnið allt. Nema nú komu hringir. Plask
og hringir. Bleikjan var komin upp. Hún
var rétt hjá mér. Eg kastaði á hringina,
flugan flaut yfir, svo tók sökktaumurinn
hana hægt niður og ég dró að. Ekkert
gerðist. Kastaði aftur, aftur, aftur. Svo
kom ein upp í fluguna, en tók ekki. Onn-
ur. Þetta var æsandi, en svekkjandi, hvers
vegna tók hún ekki? Var ég of seinn að
setja fast? Nei, mér sýndist hún einfald-
lega ekki taka, bara koma og skoða.
Skiptiun
Nú ættu með réttu að vera komnar 5-6
bleikjur í háfinn. I vestinu gróf ég upp
langan og fínan taum, leysti sökktauminn
af og sldpti. Smækkaði fluguna um eina
stærð. Akvað að lengja tauminn með enn
grennra girni. Flýtti mér of mikið, gekk
illa að hnýta smáa fluguna á, en svo fór
hún út. Tvo metra frá mér. Bang! Bleikj-
an var lítil en ég vissi að nú var ég kom-
inn í stuð. Næsta kast fór beint þar sem
ég sá hring. Þrjár sekúndur liðu. Bang!
Þessi var heldur vænni. Eg hló að sjálfum
mér fyrir að iáta mér detta f hug að nú
fyllti ég heila síðu í veiðibókinni. I næstu
köstum flaut flugan ekki jafn vel. Bleikj-
urnar sem tóku voru búnar að ata fjaðr-
irnar slori og blóði. Ég tók hana upp,
vætti, þurrkaði, blés hressilega út væng-
ina og lét hana detta aftur á vatnsflötinn
með hægu kasti. Og þær komu.
Auðvitað kom smá gola aftur, vindgár-
an lagðist yfir og takan fjaraði út. Plask
hingað og þangað. Ef ég hitti ekki ná-
kvæmlega á punktinn þá var eins og
bleikjan væri ekki með. Lagði af
stað innar f víkina með fimm og
skipti um flugu, setti moskító á og
notaði sem votflugu, negldi eina,
setti á peacock með kúluhaus og
negldi aðra. Það var komið hádegi
og ég var með sjö f pokanum, sjö
sem passa á steikarpönnu. Ég
setti maurinn á og nú lifnaði yfir
fiskunum. Þeir vildu maur. Flestir
sluppu. Ein bleikjan kom á vænu
skriði upp úr djúpum ál beint fyrir
framan mig, tvo metra frá landi,
kom eins og skuggi úr grænu djúpinu,
velti sér á hliðina og tók maurinn græðg-
islega um Ieið og ég sá bleikan kviðinn og
síðan dökkt bakið á stími niður aftur. Sú
varð hissa þegar ég brá við.
Meira fjor
Gróðurinn ilmaði svo vel. Lyngið, víðir og
gras. Bratta hlíðin með skriðum og
klungri var falleg. Maginn vildi nesti, en
ég sá að lognspegill var undan háa vatns-
bakkanum þar sem hraunið er. Og þar
voru hringir.
Maginn varð að
bíða.
Skrítið. Þær
nörtuðu aðeins í
maurinn, ekkert
meira. Eða Iétu
hann vera. Og
hinar flugurnar
fengu bara smá
högg, ég festi ekki
í neinni og veit
ekki hvers vegna.
Nennti ekki að
elta þær lengur,
gekk lengra þar
sem engir hringir
voru á vatninu,
stóð og horfði.
Utan við lognspegilinn var gára á vatn-
inu. Ég sá fiðrildi koma utan úr hraun-
inu, flögra yfir vatnið þangað sem gáran
byrjaði og sló niður þegar golan greip
það. Fiðrildið flaut á öldunni og reyndi
að krafsa sig upp aftur. Krafs, krafs,
krafs. Vindurinn bar það af einni öldu á
aðra. Vængirnir blöktu og stóðu hátt upp.
Bang! Bleikjan kom hálf upp úr vatninu
og tók það með hörðum smelli.
Minn tími var kominn.
MP52
Ég náði í fluguna sem ég setti undir fyrst
um morguninn. Rassendafjaðrafluguna
sem ég held mest uppá, frá Marc Petitje-
an í Sviss, en nú gætti ég þess vel að hún
næði að fljóta hátt. Enginn sökktaumur.
Hún fór út og var nákvæmlega eins og
fiðrildið á vatninu. Vængirnir blöktu. Ég
dró hana löturhægt yfir Iitlu öldurnar og
hugsaði: „Krafs, krafs, krafs, litla fiðrildið
er að reyna að sleppa". Bang! Á nákvæm-
lega sama stað og fiðrildið týndi lífi tók
ég þá fyrstu. Og svo komu þær hver af
annarri. Nú var það ekki smáfluga á logn-
kyrru sem þær vildu, heldur bústin fluga
sem flaut hátt á öldu.
13 stiga hiti. Þungbúið. Breytileg átt.
Þetta var konungleg skemmtun.
Allt endar
Allt tekur enda, og það gerði takan, ég fór
og lagðist í lyng og maulaði brauð, gekk
niðureftir og náði bara einni, fór annað
og tók þá síðustu. Ok af stað síðdegis og
hringdi í Ragnar Hólm formann Ár-
manna til að gefa skýrslu: „Þú hefur náð
að teasa hana upp“ sagði Raggi. Þetta var
frábær dagur svaraði ég. Lítið er ungs
manns gaman. 15 smábleikjur.
Flugan sem virkaði. Einu sinni enn. MP 52.