Dagur - 27.06.1998, Blaðsíða 7
L A U (1A Ii 1) A G U H 2,7,. J ÚJfj 1, 9 9 8,- 23
enn,“ segir Snæfríður.
„Þetta var ekkert sem við sótt-
umst sérstaklega eftir. Ríkið
óskaði eftir því að við tækjum að
okkur tvo einstaklinga sem
þurftu sérstakt meðferðarúr-
ræði. Það var því enn og aftur
meira fyrir tilviljun að við fórum
út í þetta," segir Hákon.
Frá 1986 til 1992 voru með-
ferðarúrræðin ekki þau sömu og
eftir að heimilið var stofnað.
Sálfræðingur kom á hálfs árs
fresti og öll aðstaða var mun
minni og lakari þó ekki væri
undan neinu að kvarta. I dag er
öll aðstaða stórglæsileg. Vist-
plássin eru sex talsins og hafa
hjónin verið að stækka heimilið í
gegnum árin.
Meðferðarheimilið er mjög
heimilislegt og Iaust við allan
stofnanabrag. Aðstaða til tóm-
stunda er góð og þegar blaða-
mann bar að garði voru tveir
unglinganna að spila billjarð í
tómstundastofunni og í sama
herbergi var forláta hljómborð
fyrir þá músíkelsku. Hákon seg-
ist þó helst vilja auka við afþrey-
ingarmöguleikana og á það sé
stefnt. Heimilið er búið full-
kominni tölvu og 12 starfsmenn
starfa þar að jafnaði, þar af tveir
kennarar frá Hafralækjarskóla
yfir vetrartímann en að sögn
Hákonar er einstaklega gott
samstarf milli skólans og Arbót-
ar. Að auki er einn sálfræðingur
á staðnum í hálfri stöðu og heit-
ir sá Ingþór Bjarnason, heim-
skautafari með meiru.
Áranguriim mjög góður
„Meðferðarheimilið tekur börn á
aldrinum 12-16 ára en eldri ein-
staklingar hafa verið teknir inn í
undantekningartilvikum. Síðan
er spurning hvað gerist við
hækkun sjálfræðisaldursins,1'
segir Ingþór. „Þetta er ætlað
börnum sem eiga við margvís-
legan vanda að etja, hegðunar-
vandkvæði, neysluvandkvæði og
sálræn- og geðræn vandkvæði."
Ingþór segir einstaklingana
koma frá ýmsum stöðum eins og
barnageðdeild og barnaverndar-
nefndum og markmiðið sé að
koma þeim út úr slæmu hegð-
unarmynstri og þjálfa þau í sam-
skiptum við annað fólk. Þá sé
einnig lagt mikið upp úr skóla-
göngu og unglingunum gert
ldeift að kynnast margvíslegum
störfum í búskapnum.
„Meðferðin gengur mjög mik-
ið út á það að vinna með sam-
skipti unglinganna við starfs-
fólkið og í þeim tilgangi eru not-
uð þau störf sem eru hér á
heimilinu og eru í kringum
reksturinn á bújörðinni. Þannig
þjálfast þau í því að taka á sig
ábyrgð, bæði í heimilisstörfum
og útistörfum," segir Ingþór. Að
auki felst meðferðin í uppeldis-
fundum, þar sem unglingarnir
hafa orðið og segja sína mein-
ingu og sálfræðifundum.
Ingþór segir allan gang á því
hversu löng meðferðin sé. Hún
geti tekið allt frá þremur mán-
uðum upp í fjögur ár, allt eftir
hverjum og einum, en að jafnaði
tekur hún um 2 ár. Meðferðar-
heimilið í Arbót er heilsársstofn-
un. A veturna er aðal áherslan
lögð á skólastarfið en ungling-
arnir gegna engu að síður einnig
bústörfum og heimilisstörfum.
„Þó er það ekki skylda," segir
Snæfríður. „Skólinn gengur fyrir
á veturna."
I stuttri sögu heimilisins hefur
árangurinn verið mjög góður.
Þeir sem hafa útskrifast sækja
margir hverjir mikið til heimilis-
ins í formi heimsókna eða sím-
tala. „En stundum hallar aftur
undan fæti vegna þess þau hafa
kannski ekki nægilega góðan
ramma í kringum sig þegar þau
En það er fleira en meðferðar-
heimili og galloway gripir í Ar-
bót. Hluti úr tveimur laxveiðiám
liggur á Árbótarlandinu, hesta-
rækt, svín, kindur, endur og
gæsir svo eitthvað sé nefnt.
„Síðan meðferðarheimilið kom
höfum við sniðið búreksturinn
að því. Mér finnst hestarnir og
holdanautaræktin falla best að
meðferðarheimilinu og fyrir það
skárum við féð og í dag erum við
bara með 60 kindur sem ein-
göngu eru notaðar í meðferðar-
tilgangi. Eins er með svínin. Þau
eru sérstaldega fyrir unglingana.
Þeir fá tækifæri til að kaupa
grísinn og fylgja honum nánast
frá vöggu til grafar. Þau ala
hann upp til slátrunar og fá fyrir
pening. Þetta höfum við gert í
mörg ár og reynst afar vel. Þarna
bera þau vissa ábyrgð. Þau eiga
grísinn og geta fengið nokkurn
arð,“ segir Hákon. Einnig hafa
unglingarnir möguleika á að ala
upp endur og gæsir og einnig
einstaka kálfa og lömb. „Þessir
tekjumöguleikar þeirra eru samt
algerlega fyrir utan hin hefð-
bundnu laun sem þau vinna sér
inn í tengslum við búið.“
Arnar og hestarnir eru einnig
notaðir sem meðferðarúrræði.
„Við veiðum mikið á vorin fyrir
veiðitímann. Unglingarnir hafa
gagn af þessu. Þau læra að
leggja net og fara með stöng en
þetta er afþreying fyrst og
fremst," segir Hákon. Snæfríður
segir þau vera með töluvert af
hestum. Hestarnir séu notaðir í
útreiðar og ferðalög fyrir ung-
lingana en einnig í ræktun og
sölu til útflutnings. Þá sjái ung-
lingarnir einnig um hirðingu á
hestunum að hluta til.
Ekki verk eins mamis
Snæfríður segir hlut þriggja sona
þeirra stóran. „Þeir hafa hjálpað
mikið og tveir þeirra eru í vinnu
við heimilið." Hákon tekur undir
orð Snæfríðar. „Hlutur strákanna
var mikill í uppbyggingunni á Ar-
bót. Þeir þurftu að sýna þessum
unglingum og börnum tillitsemi.
Það var líka samkeppni við þá að
vera hér með mikið af óviðkom-
andi börnum. Þá var einnig hlut-
ur þeirra stór, vinnulega séð. An
þeirra hefði þetta ekki verið
hægt.“ Hákon og Snæfríður
þakka einnig góðu samstarfsfólki
árangurinn. „Þetta er ekki verk
neins eins manns. Þetta er sam-
vinna margra."
Snæfríður og Hákon eru
ánægð með árangurinn og Iíta
björt fram á veginn. Snæfríður
hefur orðið: j,Ég er mjög ánægð
með þetta. Eg sé nú ekki fyrir
mér að við fjölgum vistplássum
en auðvitað munum \dð halda
áfram að bæta við aðstöðuna.
Það er margt sem okkur langar
til að gera eins og að rækta um-
hverfið hér í kring. Við höfum
verið að gróðursetja nokkuð
mikið og ætlum að halda því
áfram.“ Ingþór segir þau mega
vera stolt af þessu starfi. Gott
orð fari af staðnum og miklu
fleiri umsóknir berist en unnt sé
að anna. „Arbót hefur upp á
margt að bjóða fyrir unglingana.
Það eru svo fjölbreytt verkefni
sem þau geta fengið hérna og ég
held að staðurinn dragi fram
það góða í hverjum og einum."
Og Hákon á lokaorðin: „Sem
sannur Þingeyingur er ég nátt-
úrlega gríðarlega montinn yfir
þessu. Eg er mjög stoltur yfir því
að fara úr verkamannavinnu í að
eignast stóra jörð þrátt fyrir allar
fortölur. Mér finnst þetta stór-
kostlegur staður, mér hefur
hvergi liðið betur og mér finnst
það forréttindi fyrir þessa ung-
linga að fá að koma hingað. Það
eru ekki allir unglingar sem fá
slíkt tækifæri." -JV
Hákon og Snæfríður fyrir utan meðferdarheimilið. „Þetta er ekki verk neins eins manns. Þetta er samvinna allra."
koma út,“ segir Ingþór og segir
jafnframt að einhver eftirmeð-
ferðarúrræði vanti í samfélagið
fyrir unglingana eftir að þeir út-
skrifast.
Tengslin eru rofin
I meðferðinni felst ákveðin ein-
angrun. Símtölum er til að
mynda stýrt inn og út af heimil-
inu. „Við erum að taka þessa
krakka út úr ákveðnum klíkum,
ákveðnu umhverfi og þessi stýr-
ing símtala er hluti af meðferð-
ir að aliir unglingarnir sem í Ár-
bót hafa komið hafi hingað til
útskrifast. „Við gefumst ekki
upp hér.“
Galloway ræktun
Það hefur ekki reynst áfallalaust
og síður en svo auðvelt fyrir þau
Hákon og Snæfríði að byggja Ár-
bót upp að því stórbýli sem það
er í dag. Strax sama ár og þau
fluttu í Arbót þurftu þau að
stækka við búið. Þau keyptu því
fara á hausinn og niðurlæging-
una að láta segja sér að þetta
væri ekki hægt var svo mikil að
hún rak okkur áfram. Það höfðu
allir sajgt að þetta væri ekki
hægt, Arbót væri of dýr. Þetta
allt saman rak okkur áfram."
önnum ekki markaðinum
Galloway gripirnir frá Gunnars-
holti reyndust ekki alltof vel.
„Þeir voru svo skapillir og mann-
illir með afbrigðum, að stundum
inni. Við reynum þannig að
koma í veg fyrir að til dæmis
fyrrum neyslufélagar hafi sam-
band eða öfugt. Við náum ekki
árangri í meðferðinni nema
rjúfa þessi tengsl," segir Hákon.
Ymislegt er gert unglingunum til
gamans. Farið er í bíó, í kaup-
stað, á kappleiki og svo er boðið
upp á hestaferðir, gönguferðir,
veiðiferðir og sleðaferðir svo fátt
eitt sé nefnt. Allt er þetta einnig
stór hluti af meðferðinni. „Við
reynum að finna ákveðið jafn-
vægi á milli þessa tómstunda-
starfs, skóla og vinnu á búinu.
Og svo að sjálfsögðu samskiptin
við starfsfólkið. Meðferðin felst
aðallega í þessu og meðferðar-
tækið er fyrst og fremst starfs-
fólkið," segir Ingþór. Hákon seg-
íslenska kálfa en ekki reyndist
mikil arðsemi í því og kjötið var
ekki nægilega gott. Þau fóru því
út í kaup á Galloway kyninu og
keyptu 20 kýr og eitt naut úr
Gunnarsholti á Rangárvöllum
og hófu ræktun. „Þetta gekk
samt ekki nógu vel. Jörðin var
óhemju dýr svo það varð að leita
leiða til að afla jörðinni meiri
tekna,“ segir Hákon. Snæfríður
fór því út á vinnumarkaðinn og
rak m.a. kaffiteríu við Vest-
mannsvatn og Hákon vann með-
al annars hjá KÞ í 16 ár með bú-
rekstrinum og á meðan öllu
þessu stóð voru þau í sífelldum
framkvæmdum á bújörðinni og
ólu upp þrjá drengi.
„Það var allt reynt því hræðsl-
an við niðurlæginguna við að
átti maður fótum sínum fjör að
launa, segir Hákon. Það var því
ræktað úr þessum gripum en
síðan voru þeir felldir. Snæfríð-
ur og Hákon gáfust þó ekki upp
heldur keyptu 118 Galloway
gripi úr Sólheimum í Blöndu-
hlíð sem áður voru í Hrísey. Það
reyndist góður stofn. „Við selj-
um okkar kjöt sjálf, ekki í gegn-
um milliliði og í dag önnum við
engan veginn þeim kjötmarkaði
sem við höfum. Við þetta
stórjókst arðsemin af bújörð-
inni,“ segir Hákon en þorir ekk-
ert að fullyrða um hvort hann sé
stærsti Galloway ræktandinn á
landinu. Gripunum er slátrað á
Akureyri og Sauðárkróki og af-
urðunum er mestmegnis dreift á
höfuðborgarsvæðinu.
Hákon notar hestana sína bæði til ræktunar og ekki siður sem meðferðarúrræði.