Dagur - 27.06.1998, Blaðsíða 17

Dagur - 27.06.1998, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 27 .JÚNÍ 199 8 - 33 LÍFIÐ í LANDINU Svolítið smástelpuleg, brosleit, í Ijósuföt- unum sínum, kemurMagga Stína til dyr- anna eins og hún erklædd. Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína, sem kannski hljómar kunnuglegar, hefur í mörgu að snúast þessa dag- ana. Hún er nýflutt í íbúð við litla og friðsæla götu sem er vel falin milli stóru gatnanna; Snorrabrautar og Rauðarár- stígs. En Magga Stína er ekki bara að flytja milli húsa, hún er líka að vinna að útkomu plötu. A Popp í Reykjavík, út- vegshátíð íslenskrar dægurtónlistar sem haldin var í Loft- kastalanum nýlega, var Magga Stína stjarnan. Gagnrýnend- ur voru sammála um að hún hefði heillað þá upp úr skón- um. örtónleikar - Risaeðla og dálitið fönk Fyrsta smáskífan af nýju plötunni hennar Möggu Stínu kemur út 1. júlí. Hún heitir „Naturally" og er farin að hljóma í útvarpi, en við bíðum spennt eftir framhaldinu. Næsta laugardag, þann 4. júlí, verður Magga Stína með Ör- tónleika í Kaffileikhúsinu. „Þetta eru örtónleikar af því að ég er bara búin að gefa út smáskífu, svo ætla ég að halda stórtónleika seinna," segir hún. Margir muna eftir Risaeðlunni, hljómsveitinni þar sem Magga Stína vakti fyrst athygli. Þar spilaði hún á fiðlu og söng. Risaeðlan dó fyrir fjórum árum eins og sh'kra kvikinda er háttur, og síðan hefur ekki borið alveg eins mikið á Möggu Stínu í tónlistarlífinu. Síðustu þrjú ár starfaði Magga Stína svo í tónlistardeild Japis. „Það var alltaf gaman í Risaeðlunni. Þetta var hamingju- samasta hljómsveit sem ég hef kynnst. Svo fór ég að spila með Funkstrasse og það var líka alveg rosalega skemmti- legt. Pældu í því að vera svona heppin að lenda alltaf í skemmtilegum hljómsveitum.“ Tónlistarfjölskylda Magga Stína er líka í hópi fjölmargra skemmtilegra tónlist- armanna sem koma fram á Abbababb, diskinum hans Gunnars Lárusar Hjálmarssonar sem þekktastur varð fyrir lagið uin Prumpufólkið. Magga Stína söng þó ekki í því heldur söng hún um strákinn með skeggið og spilar á fiðlu í nokkrum lögum á plötunni. - Það var svolítið skemmtileg plata „Já, hún var algjör snilld," segir Magga Stína. Salka, fimm ára gömul dóttir Möggu Stínu hefur fylgst með viðtalinu og er greinilega sammála þessu síðasta, enda kemur hún sjálf fram á Abbababb. A eldhúsborðinu eru myndir af henni og Möggu Stínu að spila á fiðlur á Lindar- borg, leikskólanum hennar Sölku. Þetta er greinilega mikil tónlistarfjölskylda og því kemur ekki á óvart að litli bróðir hennar Möggu Stínu, hann Sölvi, skuli vera í Quarashi, einni vinsælustu hljómsveit landsins. Margrét segist hafa trú á Sölva, það sé ekki annað hægt. „Hann er alveg frá- bær. Það er mjög mikið bræðralag okkar á milli. Hann hjálpar mér með mitt og ég honum með sitt.“ Salka, sem fram til þessa hefur setið hin rólegasta og teiknað lætur nú í sér heyra og vill taka þátt í viðtalinu, en Magga Stína lætur það ekki slá sig út af laginu: „Það besta í heimi er að eiga barn. Kannski stundum erfitt, en alltaf gaman. Erfitt en gaman, það hefur verið mitt máltæki. Ástfaogín af Spáni Eg prófaði að búa á Spáni í sjö eða átta mánuði. Við fórum til Barcelona, ég, Salka og pabbi hennar Sölku. Við ætluð- um að búa og starfa þar, en það gekk illa að fá vinnu þar og þess vegna vorum við ekki lengur þarna úti. Eg varð hins vegar strax ástfangin af landinu og við Salka höfum verið þar með annan fótinn síðan og tók nýju plötuna mína að hluta til upp á Suður-Spáni. Það var fyrir tilviljun. Björk (Guðmundsdóttir) hafði tekið plötuna sína upp þarna og stúdíóið er í eigu manns sem var með henni f hljómsveit- inni.“ - Textinn á nýja laginu þínu, „Naturally", minnir dálítíð á textana hennar Bjarkar, hvað segirðu um það?“ Magga Stína verður dálítið hissa á sMpinn og vill ekki al- veg samþykkja þetta. „Mínir textar eru svo persónulegir að þeir geta ekki verið líkir textum neinna annarra. Mér finnst heldur ekkert sniðugt að vera alltaf að bera hluti svona saman og setja þá í flokka. Þetta er eins og með málverk. Eg veit hvort mér finnst það fallegt eða ljótt, en ef einhver fer að segja mér að málverkið sé málað í síðdadaískum stíl eða eitthvað álíka, þá fer allur sjarmi af því. Lítið fyrir flokkanir Það fór alltaf fyrir hjartað á mér í plötubúðinni þegar var verið að flokka tónlist eftir tónlistarstefnum. Mér finnst staffófið svo ágæt flokkun." - Það þýðir þá ekkert að hiðja þig um skilgreiningu á þinni tónlist? „Mín tónlist myndi líklega fara í dægurtónlistarflokkinn, þetta eru allavega hvorki synfóníur né spunajazz. Eg hlusta á alls kyns tónlist, en ég held að það sem hafi haft mest áhrif á mig sé það sem ég hlustaði á í uppvextinum. Eg var svona Birthday Party barn, svo hlustaði ég á Tiny Tim, Nancy Sinatra, fyrirmynd okkar allra, hún er ótrúlega flott og svo náttúrulega Elvis.“ (Innskot blaðamanns): Það að hafa hlustað á Birthday Party (Afmælisveisla) sem barn, er ekki eins sætt og það hljómar. Þetta var áströlsk neðanjarðarhljómsveit og var snillingurinn Nick Cave söngvari hennar og höfuðpaur. Textarnir voru myrkir og þunglyndislegir og tónlistin eftir því. Áhrifin á tónlist Möggu Stínu eru ekki augljós, en kannski hún hafi orðið rómantískari með árunum - eins og Nick Cave sem varð frægur og vinsæll í óskalagaþáttum fyr- ir lagið Where the Wild Roses Grow. „Eg held að tónlist foreldra minna hafi ekki haft mikil áhrif á mig. Pabbi minn hlustar á Rolling Stones, en ég mun ekki eyða öllum peningunum mínum í að fara á tón- leikana þeirra. Að fara á Rolling Stones tónleika er svona eins og að fara og horfa á Frelsisstyttuna." ,3Nú veit ég hvað ég vil“ A umslagi Naturally, nýju smáskífunnar hennar Möggu Stínu, er One Little Indian, hljómplötufyririækið sem gefur út tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur, sagt vera rétthafi tónlist- arinnar ásamt „Ear Records". Ertu komin á samning hjá „indíánanum"? „Nei, þetta er nú ekki alveg svo einfalt, við erum heldur ekki búin að ganga frá öllum þeim hlutum, en One Little Indian dreifir plötunni.“ - Færðu þá dreifingu og kynningu á plötunni erlendis? „Eg veit það ekki alveg ennþá. Eg er svo hjátrúarfull að ég þori ekki að gera ráð fyrir neinu áður en það verður. Ef ég ætti von á barni þá færi engin vagga inn í mitt hús fyrr en barnið væri fætt. Um svona huglæga hluti eins og tón- list, hvað þá dægurtónlist er ekki hægt að spá. Gengi dæg- urlaga og vinsældir þeirra er ekki einu sinni inni á mínu áhugasviði." - Þú ert þá ekki í hópi þeirra sem eru alltaf t' þann veginn að fara að slá í gegn erlendis. „Alveg örugglega ekki. Eg leyfi mér ýmislegt, að búa til popplag kannski, en ég geri ekki hlutina nema frá hjartanu. Ef maður er ekki sannur í þvf sem maður er að gera, þá get- ur maður eins hætt, en það hlýtur að vera mitt takmark að geta lifað af tónlistinni. Eg hætti hjá Japis, af því að ég var að vinna að plötunni og kynningu á henni. Svo langar mig bara að fara að gera næstu plötu. Eg get ekki hætt í tónlist- innni ojg ég hlakka ógeðslega til að fara að gera næstu plötu. Óskaplan Margrétar Kristínar Blöndal er því að geta gert meiri tónlist, hvort sem ég þarf að vinna eitthvað ann- að með því eða ekki. Eg hef alltaf vitað að tónlistin væri það sem ég ætti að vinna að, en samt einhvernveginn fund- ist að ég ætti frekar að gera eitthvað gáfulegra. En núna veit ég það, veit hvað það er sem ég vil gera,“ segir Magga Stína að lokum ánægð á svip. -IS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.