Dagur - 31.07.1998, Side 7
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 - 7
RITSTJÓRNARSPJALL
v";
1/esturfarasafnið á Hofsósi. Framtíð þessa merkilega safns er nú í mikilli óvissu.
Kvöldstimd með Ómari
Það var um verslunarmanna-
helgi fyrir einum fimmtán árum
að ég hitti Omar Sæmundsson í
fyrsta sinn. Eg bjó þá í Winnipeg
í Kanada, var þar við nám. Ómar
er Vestur-Islendingur sem hefur
aldrei komið til íslands en lærði
íslensku af gagnmerkum föður
sínum Gunnari Sæmundssyni,
bónda skammt frá Arborg í
Manitoba. Gunnar mun alla tíð
hafa talað íslensku og aðeins ís-
lensku við börnin sín. Ómar leit-
aði mig uppi þarna um árið og
þótti greinilega eftirsóknarvert
að hitta nýjan Islending frá
„gamla Iandinu". Hann hefur þá
verið einhvers staðar á milli tví-
tugs og þrítugs og nýhættur
námi við Manitóbaháskólann.
Vestmaimaeymgur
Ómar kynnti sig sem Islending
nýkominn frá Vestmannaeyjum
þegar við hittumst og þóttist vera
að fara í nám. Ég trúði honum
enda engin ástæða til að rengja
manninn. Ómar skemmti sér
hins vegar konunglega við að
Iáta mig halda sig nýkominn frá
Islandi og fórum við út á stúd-
entakrá og fengum okkur þrjá.
Þegar á knæpuna var komið
þótti mér raunar nokkuð undar-
legt hvað þessi Vestmannaeying-
ur gat talað góða ensku ef svo
bar undir, og sérkennilegt var
hvað hann virtist þekkja marga
þarna í skólanum. Þegar Ómar
fór með „Jón hrak“ eftir Stephan
G. eins og ekkert væri og bætti
við nokkrum öðrum vel völdum
kvæðum Klettafjallaskáldsins fór
mig að gruna að þetta væri ekki
neinn venjulegur Islendingur. Þó
treysti ég mér ekki til að hafa orð
á því að mér þætti óvenjulegt að
Vestmannaeyingur hefði lagt á
sig að læra Andvökur untanbók-
ar. Ómar var á þessum tíma
nokkuð íturvaxinn og kraftaleg-
ur, en ég að sama skapi pervisinn
(sem hefur þó breyst á 15 árum)
og því ekki beinlínis skynsamlegt
að móðga slíkan mann, þegar
hann var rétt að komast á flug.
Hvaða Ámi?
Grunsemdir mínar um uppruna
Ómars jukust þó enn þegar hann
sýndi engin viðbrögð við mærð-
arlegu tali mínu um Ása í Bæ og
Oddgeir Kristjánsson svo ekki sé
talað um þegar hann spurði
„hvaða Arni?“ þegar ég nefndi
Arna Johnsen í framhjáhlaupi.
Hins vegar þótti mér, þrátt fyrir
allt, það kannski ekki skipta höf-
uð máli hvort hann var úr Eyjum
eða ekki, því í auknum mæli
beindist athygli mín að ótrúlegri
ljóðakunnáttu hans. Auk ljóða
Stephans G. virtist hann kunna
skil á ljóðum fjölmargra alda-
mótaskálda og svo auðvitað
Guttormi Guttormssyni, sem ég
vissi nú raunar ekki hver var þeg-
ar þarna var komið sögu. Ómar
hins vegar útskýrði fyrir mér að
Guttormur hafi verið Vestur-Is-
lendingur eins og Káin og Steph-
an G. Sem sýnishorn af kveð-
skap Guttorms fór Ómar með
ljóðið „Sandy Bar“ sem fjallar
um sorgleg örlög landnemanna í
Ijörunni á Nýja Islandi og síðan
með ljóðið „Winnipeg Icelander"
sem er háðsádeila á þá sem ekki
nenntu að tala almennilega ís-
lensku.
Stúlkumar við næsta borð
Þetta var sem sagt orðin hin
áhugaverðasta samverustund og
Ómar færðist allur í aukana,
enda orðinn aðeins hreifur af öl-
inu. Ég var þó með sjálfum mér
búinn að ákveða að þessi maður
gæti varla verið nýkominn frá
Vestmannaeyjum og velti fyrir
mér, svona inn á milli, hver í
ósköpunum hann gæti verið. Þar
kom að hann fór aðeins að líta í
kringum sig og skáskaut augun-
um orðið nokkuð oft orðið yfir á
næsta borð, þar sem sátu tvær
stúlkur, sem endurgultu augna-
ráð sagnamannsins feimnislega.
Og það var þá sem Ómar kom
upp um sig. Hann hallaði sér að-
eins yfir borðið og í áttina til mín
og sagði í örlítið lægri tón en
hann hafði talað áður: „Heyrðu
Birgir, mér sýnast stúlkur við
næsta borð alveg bál yxna!“
Svona tekur enginn til orða
Svo vel vill til að ég var kúasmali
í sveit í æsku og vissi því hvað
hann var að tala um. Hitt var
ljóst, að þó hann talaði íslensku
var þetta alla vega ekki nútímaís-
lenska. Þessi piltur var ekki ný-
kominn úr Vestmannaeyjum og
flest benti raunar til að hann
hafi lært málið úti í sveit þar sem
samsláttur kynjanna er oftar
ræddur í samhengi búrekstrar-
ins, en í einhvers konar róman-
tísku samhengi karls og konu.
Enda lét ég loksins verða af því,
að rengja þetta með að hann
væri nýkominn frá Eyjum og
gerði það á þeirri forsendu að á
Islandi tæki ekki nokkur maður
svona til orða. Ómar fór þá að
hlæja og þótti greinilega nóg
komið af þessu gríni sínu og
upplýsti staðreyndir málsins - að
hann væri frá sveitabæ á Árborg-
arsvæðinu í Manitóba og hefði
aldrei komið til Islands, hvað þá
til Vestmannaeyja. Ég skynjaði
að þetta var sannleikurinn þó
hann væri næstum ótrúlegri en
lygin. En Ómar hélt sínu striki
og vildi strax fá að vita hvernig
ætti að taka til orða um áhuga-
samar stúlkur, ef ekki mætti
segja að þær væru yxna. Tungu-
málaáhuginn var ósvikinn!
Sérviska Guimars
Ómar og að sumu leyti systkini
hans tvö líka, eru ekki dæmi-
gerðir Vestur-Islendingar hvað
varðar kunnáttu í íslenskri
tungu. Þau búa að sérvisku
Gunnars föður þeirra sem alla
tíð talaði við þau á íslensku og
engu öðru. Svaraði þeim víst
ekki ef J>au töluðu við hann á
ensku. Islenskan hefur verið á
undanhaldi í Vesturheimi, eðli-
lega, ekki síst hjá yngri kynslóð-
unum, kynslóð Ómars. Hin al-
menna vitundarvakning um ís-
lenskan uppruna er hins vegar
enn sterk og fer jafnvel vaxandi.
Kanadamenn af íslenskum ætt-
um eru fjölmennir og stór hluti
þeirra hefur komið sér vel fyrir í
samfélaginu og gegnir lykilstörf-
um. Þessu fólki verðum við Is-
lendingar á Islandi að sinna með
skipulegum hætti bæði af opin-
berri hálfu og af hálfu almenn-
ings. Með því að rækta tengslin
vestur viðhöldum við stórmerki-
legum menningararfi, sem bæði
auðgar okkur menningarlega og
getur haft mikilvæga efnahags-
lega ávinninga í för með sér.
Náttúrulegir bandamenn
I Vestur-Islendingum eiga ís-
lenskir listamenn, námsmenn,
menntamenn, kaupsýslumenn
og ferðamenn náttúrulega
bandamenn sem geta bæði lið-
sinnt þeim og hjálpað á alla
lund. Stjórnvöld með utanríkis-
ráðuneytið í broddi fylkingar
hefur hrint af stað lofsverðu
átaki til að styrkja þessi tengsl.
Frjáls félagasamtök hafa líka
tekið við sér eins og sést best á
því að hér á landi eru nú staddir
um 230 Vestur Islendingar, ein-
hver fjölmennasti hópur þeirra
sem komið hefur í einu frá því
1974 þegar menn voru að fagna
aldarafmælli Islendingabyggðar-
innar í Kanada.
Vesturfarasafnið
Nú um helgina halda þessir
Vestur Islendingar mikla „Is-
lendingadaginn" hátíðlegan í
sjálfum höfuðstöðvum þessara
tengsla á Islandi, Vesturfarasafn-
inu á Hofsósi. Sú staðreynd að
ijárhagsleg afkoma safnsins er
það ótrygg að óvíst er með fram-
tíð þess skyggir þó á gleðina og
veldur áhyggjum. Hún er í raun-
inni alveg óskiljanleg. Opinberir
aðilar hljóta að sjá að safnið hef-
ur sýnt og sannað gildi sitt svo
um munar og bæði Islendingar
úr Vesturheimi og af gamla land-
inu eru „bál yxna“ þegar kemur
að þessu einstæða safni og því
sem það stendur fyrir. Það verð-
ur einfaldlega að tryggja tilvist
þess.