Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 199 B - 21 MENNINGARLÍFIÐ t LANDINU enda. Verkefnin koma frá aug- lýsingastofu eða frá auglýsanda og þar kemur Ieikstjórinn til sög- unnar. „Kúnninn og auglýsingastofan koma með hugmyndir sem leik- stjórinn síðan vinnur úr áfram, þróar með framleiðslustjóra og en við höldum þannig að það þýðir ekkert að bjóða uppá ann- að en það besta,“ segir Lárus og bætir við: „Þrátt fyrir að áhorf- andinn hafi ekki tæknilega þekkingu, skynjar hann gæða- Lárus Jónsson ereinn efnilegasti auglýsinga- leikstjóri á íslandi í dag og hejurgertJjöld- ann allan afauglýs- ingum sem vakið hafa mikla athyglijafnthér heima sem erlendis, hverman ekki eftir stelpunum á snjóbrett- unum í kafflauglýs- ingunni, eða GSM hrúðkaupsauglýsing- unni? Lárus Jónsson, auglýsingaleikstjóri, eða Lalli Jóns eins og hann er jafnan kallaður. - mynd: teitur Skemmtileg bílaauglýsing, sem allir muna eftir. Lárusi Jónssyni fannst kvik- myndabransinn alls ekki spenn- andi þegar hann var yngri og vann við að sópa gólf og annað smálegt, hjá Sagafilm, á sumrin og með skólanum. Hann stefndi á að læra eitthvað hagnýtt og hefðbundið sem gæfi af sér ör- uggar tekjur og útskrifaðist með stúdentspróf af markaðssviði en síðar með BS próf í alþjóðavið- skiptum af markaðs- og stjórn- unarsviði í Miami í Bandaríkj- unum. Þegar hann kom aftur heim til Islands fór hann að fikta við auglýsingagerðina hjá Sagafilm; það var ekki aftur snúið. Góðar fyrirmyndir - besti skóliim „Þetta er örugglega bara í blóð- inu, ég losna ekkert við þetta,“ segir Lárus, en bæði faðir hans, Jón Þór Hannesson og bróðir Arni Þór Jónsson starfa við kvik- myndaiðnaðinn. Lárus er ekki menntaður kvik- myndagerðamaður, en viðskipta- námið hefur nýst honum vel í starfi hans þar sem sameina þarf skapandi vinnu og gott við- skiptavit. - En hvar lærði Ldrus leik- stjórn? „Eg byrjaði á botninum hjá Sagafilm og lærði þar mjög margt, en seinna tók ég nokkur námskeið í Ijósmyndun þar sem ég Iærði um filmuna og æfðist í sjónrænni vinnu, en besti skól- inn er að fylgjast með góðum vinnubögðum og prófa sig áfram sjálfur,“ segir Lárus og bætir við: „Kvikmyndaskóli er mjög dýr og oftast aðeins tímaeyðsla að mínu mati, en getur hentað sumum.“ Frá lyrstu hugmynd að frum- sýningu Að leikstýra auglýsingu er langt ferli frá fyrstu hugmynd til frumsýningar og hefur Lárus það alltaf fyrir reglu að fylgja sínu verkefni frá upphafi til Brúðkaupsauglýsingin var útnefnd sem besta auglýsingin á Nordik advertising film festival I Malmö á þessu ári. Bransinn er í blóðinu gerir að veruleika. Leikstjórinn velur einnig samstarfsfólk, tón- Iist, leikara og annað," segir Lár- us og bætir við: „En síðan klippi ég líka og fylgist með hljóðsetn- ingu þangað til ég er sáttur, því ég er ábyrgur fyrir útkomunni." Markaðurinn er lítill á Islandi, en það er mikill uppgangur og mörg skemmtileg verkefni sem Lárus hefur verið að fást við uppá síðkastið. „Þetta er mjög harður heimur og margir færir leikstjórar," segir Lárus og bætir við: „Þetta er ekki þess virði ef maður gefur sig ekki allan, en ef maður stendur sig vel og er duglegur, er nóga vinnu að fá.“ Vald auglýsmganna Auglýsingar hafa mikið vald og geta selt einhverja tiltekna vöru vel eða alls ekki en til þess þarf að þora að taka áhættu og gera eitthvað nýtt. - Hvernig þarf auglýsing að vera? „Auglýsing þarf að vera frum- leg, skapandi, vöruvæn og selja. Áhorfandinn er mun skynsamari muninn ómeðvitað." Það eru margir hagsmunaðilar sem koma að einni auglýsingu og þessvegna þarf að vera góð samvinna. „Það getur oft verið erfitt að vera leikstjóri og skipa öllum fyrir, sérstaklega þegar maður er með ákveðnar hugmyndir og vill gera eitthvað nýtt, en þarf líka að taka tillit til samstarfsaðila og þeirra sem kaupa auglýsinguna," segir Lárus en bætir við: „En þegar auglýsing er vel heppnuð spyr enginn um tímann, pening eða tárin sem fóru í hana.“ Aug- lýsingagerðin er mjög fjölbreytt starf og óreglulegt þar sem engir tveir dagar eru eins. „Það ætti ekki vel við mig að vera í níu-fimm færibandavinnu, enda þrífst ég vel í þessu starfi og það er gaman að vera í sí- felldu kapphlaupi við tímann; skapa eitthvað nýtt og gera sitt besta,“ segir Lárus og bætir við: „Eg verð náttúrulega aldrei þessi venjulegi heimilisfaðir, en konan mín er að venjast þessum óreglulega vinnutíma." Auglýsing er eins og lítil bíómynd Auglýsingagerð er oft mjög van- metið starf, en margir af fræg- ustu kvikmyndagerðamönnum í dag, byrjuðu einmitt í auglýsing- um. „Eg var að vinna með Wim Wenders, sem til dæmis gerði „Untill the end of the world“, en hann var einmitt að byrja að leikstýra auglýsingum," segir Lárus. Tónlist spilar stórt hlutverk í auglýsingum Lárusar og hann hefur meðal annars Iátið þekkta tónlistarmenn, á borð við Gusgus, frumsemja tónlist fyrir auglýsingarnar sínar. „Tónlistin skiptir miklu máli í auglýsingu, undirstrikar hana á vissan hátt. Eg er mjög ánægður með samstarf mitt við gusgus í nýjustu auglýsingunni minni fyr- ir TM og það var skemmtileg nýj- ung að fá Rögnu úr Subterrane- an til að rappa við,“ segir Lárus. Það eru íleiri en Islendingar sem hafa tekið eftir nýstárlegum auglýsingum Lárusar og meðal annars var Landssíma brúð- kaupsauglýsingin ein af fimmtíu sem útnefnd var úr hópi 900 auglýsinga sem besta auglýsing- in á Nordisk advertising film festival, sem haldið var í Malmö á þessu ári. En hefur Lárus hugsað sér að reyna fyrir sér erlendis í framtíð- inni? „Það er mjög erfitt að spá fyrir um slíkt, þetta veltur mikð á heppni og því fólki sem maður starfar með. Eg stefni á að geta unnið við það sem ég kann best og það verður bara að koma í ljós á næstu árum hvort ég hafi heppnina með mér og fari út í kvikmyndaleikstjórn eða geri áfram auglýsingar," segir Lárus Jónsson Ieikstjóri. — rut

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.