Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 14

Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 14
30 — FÖSTUDAGUR 3 1. JÚLÍ 19 9 8 Vagur Aldrei of oftbiýnt fyrirfólki áður en lagt er af stað í ferða- lag um verslunarmannahelgi, sem og aðrar helgar auðvitað." Svo taldi hann upp... Þetta er fyrir hílinn og okkur Það þarf að skoða varadekkið, athuga hvort það sé nothæft. Muna eftir tjakknum til að hægt sé að skipta um dekk ef springur eða Iekur loft. Taka þarf með felgulykil fyr- ir álfelgur því að álfelgum ganga ekki allir lyklar. Hafa þarf meðferðis öryggis- þríhyrning sem komið er fyrir í hæfilegri fjárlægð ef eitthvað kemur upp á. Athuga þarf að þurrkublöðin þurrki en dreifi ekki vætunni ef rignir. Huga skal að Ijósabúnaði. Taka með viftureim til vara ef sú gamla myndi nú taka upp á því að slitna. Avallt skal hafa meðferðis sjúkrakassa. Það skiptir máli að allir þess- ir hlutir séu athugaðir gaum- gæfilega áður en lagt er af stað Aldrei verðurofoft brýntfyrirfólki að akstur og áfengi fara ekki saman. Þaðþarf að hafa hugfast áður en keyrt erútíversl- unarmannahelgina, sem og það að híllinn þarfað vera í lagi til að öryggið sé ífyrir- rúmi. Þegar Sigurður Helgason hjá Umferðarráði var inntur álits á því hvað þyrfti að vera í bflnum áður en lagt væri af stað í ferðalag og hvað þyrfti að vera í Iagi til að öryggið væri í fyrir- rúmi á þjóðvegunum, heyrð- ist..., „það erýmislegt sem þarf að athuga að sé í lagi í bílnum Sigurði Helgasyni hjá Umferðarráði er það hugleikið að umferðin gangi slysalaust um helgina. í fríið, að sögn Sigurðar. Það vill nefnilega enginn lenda í vandræðalegum uppákomum á þjóðvegum vegna eigin van- gár. Sjakrakassinn ávallt til taks Sjúkrakassi, eða sjúkrapúði, með öllu því sem tilheyrir er hlutur sem ætti að vera í öllum bílum. Þó fólk voni að hans verði ekki þörf þá skal aldrei hugsa á þann hátt að ekkert komi upp á. „Það er líka nauð- synlegt að yfirfara sjúkrakass- ann reglulega og athuga að ekkert vanti í hann,“ segir Sig- urður og bætir við, .það er ekki skemmtilegt að grípa í tómt ef hans er þörf.“ Fyrir utan þau atriði sem hafa verið nefnd þá er það ör- yggi barnanna í bílnum sem vel þarf að huga að. „Fyrir utan það að bílstóllinn og bíl- beltin séu í lagi þá er það nauðsynlegt á lengri keyrslum að stöðva bílinn annað slagið og standa upp. Ekki nóg með að það sé mikilvægt fyrir bíl- stjórann, til að hann haldi fullri athygli við aksturinn, heldur skiptir það máli fyrir börnin og þeirra vellfðan." - Og hvað vill hann segja að lokum. „Akstur og áfengi fara aldrei saman. Því miður verður þetta aldrei of oft brýnt fyrir fólki sama hvað á gengur í umferð- inni. AUir skulu hafa það að leiðarljósi þegar þeir keyra út í umferðina og verslunar- mannahelgina." HBG HEILSUMOLAR Kæra dagbók Að halda dagbók er gott fyrir heilsuna segja sál- fræðingar við Southern Methodist háskólann í Dallas. Þeir báðu 130 stúdenta að halda dag- bók um sín dýpstu Ieyndarmál og erfið- leika, slcrifa í hana einu sinni á dag, 20 mínútur í senn. Niðurstöð- ur þeirra sem skrifuðu dagbók sýndu að ónæmiskerfi þeirra var sterkara þar sem hvítu blóðkornin íjölguðu sér, en þau berj- ast við bakteríur og vírusa. Einnig lækkaði blóðþrýstingur þessa fólks. Að brenna horni Þeir sem hugsa vel um heilsuna og vilja hafa línurnar í lagi fylgjast gjarnan með því hvað þeir setja ofan í sig. I mismiklum mæli þó. Þeir sem hins vegar gera minna af þessu en vilja sjá hversu langan tíma tekur að brenna Ijúfmetinu gætu haft gaman af þessum tölum. Að brenna einu smjördeigshorni (croissant, 185 kal.) tekur: 31 mín. með því að hjóla. 19 mín. með því að synda. 23 mín. með því að hlaupa. 18 mín. í stigvél. 37 mín. með því að lyfta lóðum. 50 mín. með venjulegum húsverkum. 68 mín. með þvf að ryksuga. 97 mín. með því að strauja. Þimglyndi og beinþyimiiig Þunglyndar kon- ur á miðjum hættu að þjást af ellinni að því er land Journal greindi frá. Amerískir læknar komust að þessu með því að bera saman 24 þung- lyndar konur um fertugt og heilbrigðar konur á sama aldri. Beinstyrkur þung- lyndu kvennanna reyndist mun minni en þeirra heilbrigðu, eða svipaður beinstyrk kvenna að loknum tíðahvörfum. Lækn- arnir ráðgera að óreglulegt mataræði og lítil hreyfing spili þarna stóran þátt. Einnig að þunglyndi leiði til hærra hlut- falls hydrocortisone hormóns, en það ger- ir beinin stökkari. Kynsjúkdómar Samkvæmt íslenskum lög- um eru eftirfarandi sjúk- dómar flokkaðir sem kyn- sjúkdómar og sumir til- kynningaskyldir til Land- læknis. Alnæmi, klamydiusýkingar, þvag- rásarbólga, Iekandi, lin- særi, sárasótt, eítlafár (Lymphogranuloma venerum ) og nárasæri (Granuloma inguinale ). Margir aðrir sjúkdómar en þeir sem nefndir eru í íslenskum lögum, eru í eðli sínu kynsjúkdómar, þ.e. þeir smitast við kynmök. Eg mun leitast við að tala um hvern sjúkdóm íyrir sig í þessum pistli og næsta pistli. Sýkingar í leggöngum Um getur verið að ræða sveppasýkingu af völdum Candida albicans eða Tricomonas vaginalis (frumdýr). Smitast við kynmök og beina snertingu við sýkt svæði (leggöngin). Getur einstaka sinnum smit- ast af klósettum og handklæðum. Þung- un, sýklalyf, getnaðarvarnapillan, sykur- sýki og tíðablæðingar geta aukið Iíkur á sýkingu. Einkenni mismunandi eftir því hver sýk- illinn er. Ef útferð frá leggöngum er auk- in, lyktar eða lítur öðruvfsi út og viðkom- andi hefur kláða, sviða og/eða verk, þá ætti viðkomandi að leita læknis. Ef sýking- in er ómeðhöndluð, getur viðkomandi smitað aðra. Óþægileg einkenni geta horf- ið tímabundið, en tekið sig síðan upp aft- ur. Móðir getur smitað barn í fæðingu og valdið hjá þ\'í sveppasýkingu í munni og hálsi. Lyfjameðferð er mismunandi eftir sýkingunni. Engin kynmök fyrr en að meðferð lokinni. Klamydia Klamydíu veldur sýkilinn Chlamydia trachomatis. Smitleiðir eru kynmök og bein snerting við sýkt svæði (s.s. þvagrás- arop karla og kvenna og innri kynfæri kvenna). Einkenni koma fram 1-3 vikum eftir smit. Bæði konur og karlar geta verið smituð án einkenna. Helstu einkenni eru óþægindi við þvag- lát, aukin útferð frá þvagrásaropi karla og leggöngum kvenna. Berist sýking í eggja- leiðara getur hún valdið verk neðarlega í kviðarholi með hita og slappleika. Ef sýkingin er ómeðhöndluð þá getur viðkomandi smitað aðra og gangi sýkingin Iengra, getur hún valdið ófrjósemi karla og Margir sjúkdómar en þeir sem nefndir eru í íslenskum lögum, eru í eðli sínu kynsjúk- dómar, þ.e. þeir smitast við kynmök. kvenna. Móðir getur smitað barn við fæð- ingu og leiðir það til slímhimnubólgu í augum barnsins. Meðferð er sýklalyfjagjöf fyrir báða aðila og engin kynmök fyrr en að meðferð lok- inni. Vörtur - Condyloma Sýkingunni veldur veira HPV (human papilloma virus). Smitun er við kynmök, beina snertingu við sýkt svæði svo sem kynfæri og kringum endaþarm. Einkenni: Kona sem fær vörtur inn í leggöngin eða á leghálsinn hefur oftast engin einkenni. Komi vörtur á ytri kynfæri koma einkenni fram 1-8 mánuðum eftir smit, sem bleik-rauðleitir blómkálslaga separ á kynfærum og hjá endaþarmsopi. Staðbundin erting eða kláði getur fylgt. Ef sýkingin er ómeðhöndluð getur viðkom- andi smitað aðra. FJeiri vörtur vaxa og breiðast út. Getur það valdið óþægindum bæði við samfarir og hægðalosun. Móðir getur smitað barn við fæðingu. Vörtusýk- ing getur leitt til leghálskrabbameins. Meðferð er penslun, brennsla eða fryst- ing, en vörturnar geta verið mjög þrálátar. Konur sem fengið hafa vörtur ættu að fara oftar í krabbameinsskoðun. Ekki skal stunda kynmök fyrr en að meðferð lok- inni. í næsta pistli mun ég íjalla um lekanda, herpes og sárasótt. Halldóra Bjamadóttir er hjúkmnarfræð- ingur og skrifar fyrir Dag um kynlíf. KYIMLIF Halldóra Bjarnadóttir skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.