Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 19

Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 19
» • i> i i ,i tii >■t anair.ii •>' M FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 - 3S LÍFIÐ í LANDINU Fluguveiðar að sumri (78) Draugasaga íyrir fluguveiðifólk í tilefni af langri helgi og von- andi góðri veiði birti ég nú á vettvangi flugu- veiðinnar stutta sögu sem gerð- ist um þetta leyti sumars fyr- ir nokkrum árum. Til skemmtunar og upprifjunar fyrir þá sem hafa komist í kast við hulin öfl á veiðum. Víst hafa mergjaðri sögur heyrst, af draug- um og fiskum og flugum. En þessi er bara svo fáránleg. Og gjörsamlega óútskýranleg. En hún byrjaði nógu sakleysislega: Sagan Það var síðdegis á heitum föstu- degi. Ég sat við ritstörf heima. Opnaði glugga og fann hita- svækju koma á móti, hugsaði með mér að nú væri lygnt við Elliðavatn. Heyrði fiskana kalla. Eg yfirgaf tölvuna, en skaut mér niður við fluguhnýtinga- borðið á leiðinni út. Vissi að ef logn væri yfir vatninu gæti svört þurrfluga komið að góðum not- um, en ef gáraði lítillega væri gott að eiga Watson fancy púpu með kúluhaus. Hnýtti tvær af hvorri. Það sem næst gerðist er mikil- vægt fyrir frásögnina. Ég náði mér í örlítinn plastpoka, tóman, utan af fluguhnýtingarefni. Þetta eru litlir pokar á stærð við eldspýtnastokk, að „flatarmáli", en læstir saman með hálfgerð- um „plastrennilási". í hann renndi ég flugunum sem ég var að enda við að hnýta. Ég hirti ekki um að loka pokanum, enda féll hann þétt að flugunum; þessir pokar eru ekki ósvipaðir samlokupokum, nema mildu minni. Fara vel í brjóstvasa, góð- ir fyrir fínlega smáhluti. í þetta setti ég sem sagt flugurnar fjór- ar, skellti mér út í japanska smá- bílinn og lagði pokann við hlið mér í farþegasætið frammí. A næsta rauða ljósi gjóaði ég aug- um að flugunum í plaspokanum og hugsaði mér gott til glóðar- innar. Föstudagsumferðin í Reykja- vík var þung, brækjan stóð úr bílunum og við stórmarkaði þröng - en ég var á Ieið á vit móður náttúru. Þetta yrði gott kvöld. Ók af stað á grænu ljósi með sól í hjarta. Við vatnið Þar sem ég fer niður að vatninu hlykkjast malarvegur meðfram hvammi; ég tók eftir að þar gekk þungbúinn og ósjálegur bak- pokamaður, greinilega útlend- ingur. Ekki hirti ég um að bjóða honum far, en hélt sjálfur niður að mínum áningarstað: mal- arplani milli sumarbústaða. Vatnið var eins og rjómi í skál, fiskar að vaka um allt, fuglar á steini, kvak í mó. Mér hló hugur í brjósti þegar ég leit á Iitla plastpokann sem geymdi flugun- ar mínar. Nú kæmu þær sér vel þurrflugurnar. Þegar hér er komið sögu er mikilvægt að hafa í huga að ég sat inni í bíl, ekki hreyfðist hár á höfði, ég hafði ekki snert pok- ann frá því ég fór að heiman. Þarna lá hann. I honum voru tvær þurrflugur, svartar, en eng- inn púpa með kúluhaus. Þær voru horfnar. Höfðu þær skopp- að úr pokanum út af hristingi? Ég sat grafkyrr og rýndi á sætið - þær hlytu að Iiggja þar. Þetta var ullaráklæði, hvaða fluga sem lenti á því hlyti að festast. En ekki þessar. Minnugur margra stunda sem maður hefur átt við að leita að flugum eða smáhlut- um í möl eða móa hreyfði ég mig ekki og gætti þess að strjúka ekki hönd yfir neitt. Þær GATU ekki hafa komist annað en á gólfið, úr því að þær voru ekki í sætinu. Gúmmímottan fyrir framan sætið var auð. Ég skimaði milli sætanna, þreifaði svo ofurvarlega. Ekkert. Þá hlytu þær að liggja milli sætis og hurðar, hinum megin. Ég fór út, opnaði dyrnar farþegamegin, of- urvarlega, og gætti að hvort þær dyttu nokkuð út. Mér var bara alls ekki sama um þessar púpur. Þær hvorki duttu út né lágu á gólfinu, hvorki fyrir framan né aftan né undir sætinu, ekki heldur á því. Þær hlutu þá að hafa dottið út þegar ég opnaði hurðina þótt ég hefði ekki tekið eftir því. Ég skreið um planið við bílinn. Eins og lesendur grunar víst nú fann ég hvergi púpurnar. Ég endaði með því að snúa öllu á haus í bílnum, strauk og grand- skoðaði, fór jafnvel inní hanska- hólfið. Opnaði öskubakkann eins og fáviti. Strauk hvern lófa- stóran blett í þeirri von að stinga mig. Loks gafst ég upp. Reis á lappir. Yfir mér stóð bakpoka- maðurinn. Þjóðverjiim Hann reyndist Þjóðveiji. Spurði hvað ég hefði verið að gera, ég gaf lítið út á það, spurði meira um hans ferðir. Það var dapur- um, og rambað upp að þessu vatni. Og hvar eru veiðigræjurnar? spurði ég, með meiri áhuga á fluguveiðum hans en ástum. Fínasta stöng Það birti yfir okkar manni. Ur bakpokanum tók hann fágætlega fagran stuttan leðurhólk og sýndi mér „smuggler' gerð af flugustöng, setta saman úr sex hlutum. Hún féll haganlega í bakpoka, og þar geymdi hann lítið hjól og flugnabox. Stöngin vakti aðdáun mína. Fagur grip- ur sem hann sagði mér að hefði kostað allan sparnað sinn. Ein- hvern grúa marka. Miðað við klæðaburð og annað gat ég ekki betur séð en þar færi maður sem ekki eyddi og spennti í ann- hún færi í hendi. Hvílíkur kosta- gripur. Nú var komið í Ijós að við vor- um bræður í hinni alþjóðlegu reglu fluguveiðimanna. Tókum tal, sögðum sögur, og áður en langt hafði Iiðið vorum við komnir út með vatni, því ég sagði honum að kærastan væri jú við Goðafoss, en fiskarnir og stöngin væru hér. Svo sýndi ég honum hvernig á að veiða Elliðavatnsbleikjur og hann var hæstánægður með lífið á ný. Hafði aldrei komist í færi við svona spræka smásilunga. Sagð- ist vera í veiðifélagi ytra sem krefðist hárra félagsgjalda gegn þeim forréttindum að fá að veiða smásíli á flugu í heitum tjörnum eða díkjum sem manns- höndin hefði skapað. Eitthvað annað en þetta ósnortna Iand, þessi fögru vötn, þessir fínu fisk- ar. Vinurinn sá meira að segja að ef hann ætlaði að Ianda fiski á Islandi yrði hann að fá sér háf, því fiskarnir hér væru engar skurðalontur að drepast úr hita eins og í Þýskalandi; ég sagði honum að fara til Steina í Ar- mótum næsta dag. Kvöld Síðla kvölds gengum við vinir aftur tilbaka, og nú tók ég eftir að axlirnar sigu og sporin urðu þung, kærastan var komin í hjartað sem bleikjurnar höfðu verið einráðar. Nei, hann vildi ekki Ieita gistingar, ætlaði að tjalda í Heiðmörk. Við tókum saman, spjölluðum og kvödd- umst og þetta hefði átt að verða endir á degi sem þar með hefði orðið næsta óminnisstæður. En svo var nú ekki. Morgtum Hringir ekki síminn. Það er Steini í Armótum, staddur með hnugginn Þjóðveija sem var bú- inn að týna fremsta hlutanum af dýrustu og fínustu sex hluta „smuggler" stöng sem til lands- ins hafði komið. Hvort ég hefði nokkuð séð toppinn þar sem ég ók á braut? Nú sagði ég Steina eins og var: ég hefði í einhverri þijósku ákveðið að leita aftur að púpun- um mínum góðu á planinu og kembt það fram og aftur við bíl- inn. Ef þar hefði legið spegilgljá- andi toppur af fagurri stöng þá hefði ég fundið hann; bætti við að púpurnar hefðu ekki komið fram. Þjóðveijinn var óhuggandi. Sat með grátstafinn í kverkun- um allan þennan Iaugardag hjá Steina, sem hringdi í Magnús á Vatnsenda, lét mig auglýsa á Rás 2 í krafti klíkuskapar; þessi mað- ur átti bágt: búinn að týna toppnum af þessari líka frábæru stöng, og kærustunni sem var einhvers staðar við Goðafoss. Þreyttui Satt að segja var ég orðinn þreyttur á þessum Þjóðverja og er hann úr sögunni. Ég fór reyndar upp að vatni sama dag og litaðist um fyrir siðasakir, fann hvorki púpur né topp, kom aftur á sunnudag og allt fór á sömu leið. A mánudagsmorgni snaraðist ég snemma til vinnu. Sól skein í heiði. Ekki blakti hár á höfði. Ég hljóp út í bíl, opnaði, og skaut mér í sætið... eða svo gott sem. Um leið og ég var að tylla mér sá ég eitthvað í sætinu. Snarstoppaði. Sté varlega út aft- ur og fann hvernig kalt vatn rann milli skinns og hörunds þegar ég sá hvað lá í bílstjóra- sætinu. Tvær Watson fancy púpur með kúluhaus. FLUGUR Stefán Jón Hafstein skrifar Elliðavatn: vettvangur dularfullra atburða. leg saga. Þau höfðu komið sam- an, hann og kærastan, til að ferðast með bakpoka um landið og veiða. Við Goðafoss hafði þeim orðið sundurorða, í fyrsta skipti í 20 ár, hann hoppað um borð í rútu, komið til Reykjavík- ur síðdegis ákaflega dapur, ákveðið að fara út fyrir bæinn til að vera einn með sorgum sín- að en brýnustu nauðsynjar. En stöngina meðhöndlaði hann eins og sannan dýrgrip, sem hún vissulega var, og hvílíka nær- færni og gleði í auga manns út af einni veiðistöng hafði ég aldrei áður séð - né síðar. Hef þó mörgu kynnst í þeim efnum. Við strukum hvern bút og spáð- um í samsetninguna og hvernig I ’ ••; ■ -1; • Tvær Watson fancy með kúluhaus - hvað olli hvarfi þeirra?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.