Dagur - 31.07.1998, Page 6

Dagur - 31.07.1998, Page 6
22 — FÖSTUDAGUR 3 1. JVLí 19 9 8 X^if' LÍFIÐ t LANDINU Fyllerí, ryskingarog sénsarum verslunar- mannahelgina. Labbi í Mánum erá léttu nót- unum og rífj'arupp nokkrar skemmtisögur frá bítlatímabilinu. Ólafur Þórarinsson, Labbi í Mánum, er ekki hættur spiiamennskunni heldur hefur hann komið sér upp stúdíói heima hjá sér og spilar líka með hljómsveit sinni. Sprautað á par í áköfiim ástarleik þessum tfma var ekki um auðugan garð að gresja í tónlist- inni hérlendis og maður var sí- hungraður eftir því nýjasta sem var að gerast í þessum heimi og var alltaf með útvarpið að reyna að ná einhverri tónlist. Einhvern tíma af rælni eða f tilraunagerð prófaði ég að snúa saman loft- netsleiðslu og gaddavírsgirðingu og fékk þetta fína samband! Náði alveg fullt af stöðvum, enda með loftnet sem náði um hálft Suðurlandið, hvorki meira né minna. Allar þessar gadda- vírsgirðingar!,“ segir Olafur Þór- arinsson, tónlistarmaður og bóndi. Ólafur, sem enn þann dag í dag gengur undir nafninu Labbi í Mánum, hóf snemma spila- mennsku. Hann var ekki nema tólf ára þegar hann fór að spila á böllum og stofnaði fljótlega eig- in hljómsveit sem varð vinsæl, Bimbó-tríó. Þetta var þegar hljómsveitin Shadows var og hét og Bítlarnir voru að byrja. „Við spiluðum á fyrstu bítlatónleik- unum hérlendis, sem Haukur, Morthens stóð fyrir,“ segir Labbi og brosir þegar hann riljar upp hvernig verslunarmannahelgin gekk fyrir sig 1960-1975. Smyglað vín Þó Labbi hafi mestan partinn verið að spila sjálfur um versl- unarmannahelgina, eru tvær helgar sem hann man eftir að hafa farið sjálfur að skemmta sér. „Á þessum tíma tíðkaðist það að verslunamannahelgin sem maður varð 16 ára var ein fyrsta helgin sem maður fékk að fara einn í útilegu og þeir voru ófáir krakkarnir sem smökkuðu fyrst vín þessa helgi. Auðvitað þurfti að smygla víni með sér. Eg fór í Þórsmörk ásamt mörgum öðrum og við vorum í rútu þar sem vín- ið var falið í svefnpokunum. Við sáum svo hvar allir bílar voru stoppaðir og leit gerð í þeim og vorum farnir að svitna dálítið yfir þessu. En karlinn sem ók hafði einhverja nasasjón í sálartetur unglinga, stakk hausnum út og sagði hressilega við lögregl- una: „Þið eruð nú heppnir með þessa rútu að þurfa ekkert að leita í henni því þetta eru ungir góð- templarar allt saman.“ Og við sluppum með skrekkinn og komumst inn óáreittir og mikið öfundaðir af sumurn." Labbi segist stund- um hafa orðið var við fjörugt ástarlíf á úti- hátíðum sem von er þar sem íslenska sum- arið og unglingarnir koma saman. „Við vorum einu sinni að spila í félags- heimili útí á landi um verslunamannahelgi og allt í einu kallaði rótarinn í okkur og sagði okkur að koma strax að hliðardyrun- um. Við kíktum út og þarna rétt fyrir utan dyrnar lá par í áköfum ástarleik og var ekkert að kippa sér upp við það þó fáeinir hljóm- sveitarmeðlimir væru að kíkja. Við horfðum góða stund á þetta og fólk var farið að koma innan úr húsinu til að skoða með okk- ur en parið hélt ótrautt áfram. Sumir voru orðnir leiðir á þessu og fóru inn en einn okkar, sem var dálítið kvikindislega innrætt- ur, náði í brunaslönguna og skrúfaði frá og beindi bununni að parinu. Það dugði til að þau hættu. Þetta var nú kannski óvenju bíræfið en ástin blómstr- aði víða og mörg börnin hafa orðið til á útihátíðum, það er ég viss um.“ Hann riljar líka upp aðra sögu af útihátíð. „Ljósamótor framleiddi rafmagn fyrir hljómsveit- ina. Einn karl, frægur grallari, var alltaf að kippa úr sambandi svo að slökknaði á rafmagn- inu til hljómsveitarinnar. Menn voru að reyna að stoppa hann af og voru búnir að klambra saman tréverki kringum mótor- inn til að hann kæmist ekki að. Þá ætlaði hann að pissa á kertin á mót- ornum til að drepa á honum. Eins og allir vita er gríðarlegur straumur á ljósamótorum og karl- inn fékk þennan ægilega straum beint í vininn og steinlá. Það þurfti ekki að hafa neinar kynferöis- áhyggjur af honum þá helgina enda þurfti að kæla niður ástarlífið með brunaslöngunni." Björk duglegur viunu- maður Til að halda hljómsveit- um sínum Iifandi og brydda upp á nýmælum hefur Ólafur alltaf verið duglegur að endurnýja og bæta inn fólki. Þegar Björk Guðmundsdóttir var 16 ára hafði hann samband við hana og bauð henni að spila með hljóm- sveitinni sem hún og þáði. I við- bót réði hann hana sem vinnu- mann á bæinn Glóru og tók hún boðinu þar sem sveitamennskan átti vel við hana. „En duglegri vinnumann hef ég aldrei haft,“ segir Labbi. „Hún var svo samviskusöm og fylgin sér að það var alveg ótrú- Iegt. Ég áttaði mig eiginlega ekki á því fyrr en hýn var farin og ég þurfti að ráða aðra vinnumenn, hversu dugleg hún raunverulega var, því fílhraustir karlmenn áttu fullt f fangi með að ganga í störfin hennar og ljúka þeim á sama tíma. En svona er hún við allt sem hún gerir og það er áreiðanlega ein af ástæðum þess hve vel henni gengur í dag.“ Meö vínið í olíubrúsiun Þórsmörk og Húsafell voru þeir staðir sem unga fólkið flykktist á um verslunarmannahelgar á sjö- unda áratugnum. „Ég man eftir ferð í Þórsmörk þar sem ég var eiginlega fárveikur. Þá hafði komið upp einhver sýking neðst í hryggnum á mér, eitthvað sem kallað er tvíburabróðir og þetta var andskoti sárt. Ég gat eigin- lega varla hreyft mig. Þegar þurfti að vekja mig, var ekkert verið að tvínóna við hlutina, VERSLUNARMAIMNAHELGIN '84 MANAR - MANNAKORN ARATUNGU LAUGARVATNI Mémtrímkd ött kvötdm. Dansleikir til kl. 3.00 föstudag, laugardag og sunnudag. o^5 ----------------------- Mímnakorn nmö ötí vinsæfustu íögmig&gmtm ríðma, fö&tmt&gs- ■ og fat/gardagskvöfd. Á taugardagseftirmjödaginn mæta Mánar að Laugarvatni, sem hefur a!!t að bjóða: Tjaldstæði í fögru umhverfi - Sundlaug - Gufubað - Bátaleiga - Seglbretti - Hestaleiga - Veitingar á hóflegu verði -Auk sætaferða í Aratungu öll kvötdin.Sætaferðir til Laugarvatns frá Reykjavík og öðrum stöðum. U& ‘K S ««■:>**>. mwkfiWi. Effrtak&fioÝr. sxiLaua&rvfetei Hljómsveitin Kaktus á þeim árum sem Björk var í henni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.