Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 15

Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 15
FÖSTVDAGUR 31. JÚLÍ 1998 - 31 Lopapeysan ómissandi Flestirþeirsem eitthvað stunda útivisteiga sérlopapeysu. Flestir eiga hefðbundnapeysu með hring- laga berustykki en þó má sjá allar útgáfur. Það erþó víst aðfátt kemur ístað íslensku ullarinnar, þó svo gerviefni séu að verða vinsælli. Hún er hlý, létt og mjúk og hei þegnrétt að erfitt er að hu hennar. Suma stingur húíi i sem á annað borð falla fynj\,hcn hana að sta|jgkki vilja ekker|5nn lopinn einstaku'f að gerð,f loftmi býður upp a milqa fjölbreytni í Lopapeysan íslenska me! mynsturprjóíjuðujeða út] eins frá 6. áratu hugsa sér fe rðalö; uppáhalds peysu legum. sér slíkan jlvistina árt og þeir að nota 1 íslenski ttur og er mörgum erfitt að ennar og margir eiga sér skilja vart við sig í úti- Gömul mynstur notuð Hvaðan þessi hefð kemur, að prjóna mynstur hring, er ekki gott að segja. Sumir telja græn- lensku þjóðbúningana vera fyrirmynd, aðrir segja það sænsku Bohus peysurnar, en erfitt er að segja til um það. Flest mynstrin sem notuð eru hafa ver- ið teiknuð sérstaklega fyrir lopapeysur og þá oft á tíðum gengið í smiðju útsaumshefðarinnar gömlu. Fengin að láni mynstur eða mynsturbrot úr göml- um sjónabókum og þau sett upp þannig að þau myndi samræmi í hringprjóni. En lopapeysan er ekki bara hringprjónuð og með hringlaga berustykki. Tískan fer höndum um þessa hefð eins og aðra og lopapeysan hingað til hefur verið einlit, með laskermum, ísettum ermum, beinum ermum, garðaprjónuð, hneppt, með sjalkraga, rúllukraga, jakkakraga, kínversk- um kraga, síð og stutt og allt þar á - S milli. Fyrstu peysurnar sem prjónað- ar voru eftir hinni hefðbundu aðferð komu fram á sjötta b áratugnum. Þær voru og eru prjónaðar í hring upp að höndum, ermar # prjónaðar á stutta hringprjóna eða sokka- wfiS1?*!: prjóna og axlastykkið á hring- úr jafnt í hring og úrtakan talin inn í mynstur. Þær voru prjónaðar úr þreföldum plötulopa sem undin var í hnykla til að fá ofur- lítinn snúð á bandið og gera það sterkara. Seinna var svo farið að nota hespulopa og úr því léttlopa sem er nokkru fínni. Sauðalitir eða ekki Sauðalitirnir hafa alltaf verið vinsælir lopapeysur þó litaður lopi hafi á stundum náð yfirhöndinni. Mynstrin og sniðin eru misjöfn og nú upp á síðkastið hefur verið kappkostað að bjarga gömlum mynstrum og endurgera þau í stíl við klæðaburð nútímans. Fyrstu mynstrin voru á milli 32 og 35 umferðir að Iengd (fullorðinspeysa) og sniðin voru nokkuð þröng. Aðeins seinna fækkaði umferðum í mynsturbekknum nokkuð og peysurnar þrengdust enn í stíl við tískuna sem þá var. Nú er algengt að mynstrin séu um 40 umferðir og þess er gætt að peysurnar séu nægjanlega víðar til að vera þægi- legar. Nýtísku peysur eru með ýmiskonar mynstr- um fyrir utan þau hefðbundu og þegar. haldnar hafa verið hönnunasamkeppnir.þá, koma hundruð hugmynda fram. Þegar líður að verslunarmannahelgi tekur lopa- salan kipp, því allir þeir sem eiga eftir, að eignast peysu finna skýndilega fyrir þörf,fyrir h^na. Sums- staðar,; eins og til dæmis í'Vestmánnaeyfum verður eitt ákýeðið mynstuý vinsælast og'stór hluti Eyja- skeggja spoftar sig flsamskqnar mynstri,;en öllum mögulegum ’litasamsetriingum. Þannig áð þó mynstrið sé eítt, erú peysUrnan hreint ekki eins og ákaflega gaman að fylgj- ast með fjölbreyitileika /litasam- sejninganna. Ein af nýjungunum er sú að tvinna saman léttlopa og láta litina renna í mynstr- inu, þannig að ekki sjáist skýr mörk, hvar einn Iitur endar og annar byrjar. En hvað um það, lopapeysan íslenska stendur fyrir sínu og nú er bara að bretta upp ermarnar og taka upp prjón- ana. Þó það sé orðið of seint fyrir þessa helgi, kemur önnur og þá er gott að hafa peysuna tilbúna. svo tekið upp prjón og tekið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.