Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 20

Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 20
36 — FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 LÍFIÐ í LANDINU ...gjfr.... Krossgátanr. 98 Lausnarorðið er .... Nafn Heimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkross- gátanr. 98 I helgarkrossgátunni er gerður skýr greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausn- arorð gátunnar á að skrifa á lausnarseðilinn og senda hann til Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri merktan: Helgarkross- gáta nr. 98. Einnig er hægt að senda símbréf í númer 460- 6161. I verðlaun fýrir helgarkross- gátuna að þessu sinni er bókin: „Andstæður" - ljóðasafn eftir Svein frá Elivogum. Lausnarorð krossgátu nr. 96 var Herbergi. Það er Sólveig Fjólm, Raftahlíð 49, 550 Sauð- árkróki, sem er vinningshafinn og fær hún bókina: „Laríon11 eft- ir Peter Freuchen. Lausnarorð krossgátu nr. 97 verður tilkynnt sem og vinnings- hafi um leið og helgarkrossgáta nr. 99 birtist. Stpfriir hátt Hljómsveitin 200.000 naglbítar stefnirhátt.Aö minnsta kosti 24 plöt- ur og hananú! Dagar ungafólksins áAkur- eyri hefjast í dag og Villi ogfélagarverða meðal listamanna. „Heimsyfirráð eða dauði. Við ætlum að gefa út að minnsta kosti 24 plötur. Allt annað væri tap fyrir tónlistinni,11 segir Vil- helm Anton Jónsson, gítarleikari og söngvari í hljómsveitinni 200.000 naglbítar, en þeir halda tónleika í dag í tengslum við Daga unga fólksins í Deiglunni á Akureyri. Plata í bígerð Vilhelm eða Villi eins og hann er jafnan kallaður útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri síðastliðið vor og vinnur nú á sambýli á Akureyri, „og svo er ég að rembast við að vera frægur í sólkerfinu íyrir tónlistina okkar. 200.000 naglbítar vinna nú hörðum höndum að fyrstu breiðskífu sinni. „Við byijuðum að spila saman fyrir um fimm árum og höfum spilað undir alls kyns nöfnurn," segir Villi en Kári bróðir hans og Axel Arnason skipa einnig hljómsveitina. 200.000 naglbítar urðu í þriðja sæti í Músíktilraunum árið 1995 og Villi var jafnframt kosinn besti söngvarinn. Tveim- ur árum síðar voru þeir meðal flytjenda á safnplötunni Spírur og gerðu lagið „Hæð í húsi“ vin- sælt. Þá fóru hjólin að snúast. „Við fengum samningstilboð frá Spor og Skífunni og við skrifuð- um undir fimm plötusamninga við Spor.“ Fyrsta platan kemur út í október næstkomandi. „Það verða 12-14 lög á henni og við erum komnir vel á veg með hana. Þetta verður frábær plata, sú besta." - Hvernig tónlist spilið þið? „Þetta er rokk og ról. Þetta er eins og lítill pappírsbátur sem er á heljarinnar hafi sem er dökk- blátt og svakaleg undiraldan sést ekki. Báturinn kastast til og ræður ekki neitt við neitt. Oðr- um megin á seglið á bátnum er skrifað dapurt ljóð en hinum megin er skrifað eitthvað skemmtilegt. Báturinn er hvítur en það eru djúpbláir og svartir litir í myndinni. Svona er tón- listin okkar." Framtíðin er í dag Listadagar unga fólksins heljast í dag með opnun 200.000 nagl- bíta kl. 17.30 í Deiglunni. Þá spilar hljómsveitin, óháð lista- dögum, ásamt Maus, Quarashi og nokkrum plötusnúðum á Renniverkstæðinu í kvöld og annað kvöld. „Þetta er ekki í tengslum við Halló Akureyri og búið að vera mikið vesen og leiðindi. Þeir sömu og lofa ein- staklingsframtakið og atorku- semi fara í einhvern íhalds- mannaleik um leið og einhver annar en þeir ríða á vaðið.“ Villi segir þýðingu listadaga unga fólksins mikla. „Þetta er virðingarvert og það besta sem gert hefur verið lengi. Akureyri er fínn bær en hann er sofandi og það þarf að rífa hann upp úr rúminu á nefhárunum - núna því framtíðin er í dag.“ -JV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.