Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998- 37
RADAUGLYSINGAR
ATVINNA
Y M I S L E G T
Ý M I S L E G T
Atvinna
Auglýsingastofan Níutíu og sjö ehf.
á Egilsstöðum hefur verið starfrækt frá árinu 1993, og er eina auglýsingastofan
á Austurlandi. Stofan sinnir fjölbreyttum verkefnum á sviði hönnunar og
auglýsingagerðar fyrir viðskiptavini um allt land, auk verkefna í skiltagerð.
Níutíu og sjö ehf. er í eigu aðila á Egilsstöðum og Akureyri sem starfa á líkum
vettvangi og eru stofunni faglegt bakland.
Við leitum nú að starfsfólki:
Grafískur hönnuður - tölvumaður
Viðkomandi starfsmaður hefur umsjón með
hönnun og vinnslu verkefna á stofunni.
Hann þarf að hafa vald á öllum helstu hönnunar- og
umbrotsforritum s.s. Freehand, Photoshop, Quark
express og lllustartor. Við leitum að dugmiklum og
drífandi aðila sem er tilbúinn að takast á við
fjölbreytt og spennandi verkefni.
Sölumaður - tengill
Við leitum að öflugum sölumanni til að annast sölu
auglýsinga í ritið Austurland sem kemur út á næsta ári,
í annað sinn. Viðkomandi aðili mun einnig annast
verkefnaöflun fyrir stofuna auk þess að sjá um tengsl
við viðskiptavini. Um er að ræða krefjandi og
spennandi starf fyrir hugmyndaríkan aðila þar sem lögð
er áhersla á lipurð í mannlegum samskiptum.
Viðkomandi aðilar þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir sendist Níutíu og sjö ehf.,
Lagarási 4, 700 Egilsstaðir, fyrir 6. ágúst nk.
Nánari upplýsingar veitir
G. Ómar Pétursson í síma 893-3911.
Starfsfólk óskast
í verslunina KEA Nettó.
Upplýsingar veittar á skrifstofu verslunarstjóra.
Óseyri 1 • sími: 460 3384
Ý M I S L E G T
Menntamálaráðuneytið
Auglýsing um niðurfellingu reglna um veitingu iðnréttinda í
hársnyrtiiðn, rafveituvirkjun, símsmíði og snyrtifræði.
Það tilkynnist hér með að menntamálaráðuneytið
hefur fellt úr gildi reglur um veitingu iðnréttinda
í eftirtöldum iðngreinum:
hársnyrtiiðn, reglur staðfestar í menntamálaráðuneytinu
20. desember 1993, rafveituvirkjun, reglur staðfestar í
menntamálaráðuneytinu 17. janúar 1992, símsmíði,
reglur staðfestar í menntamálaráðuneytinu 6. nóvember
1995, snyrtifræði, reglur staðfestar í
menntamálaráðuneytinu 25. maí 1987.
Þeir sem sóttu um iðnréttindi skv. ofangreindum reglum
fyrir 1. maí 1998 og eiga enn óafgreiddar umsóknir
hjá ráðuneytinu munu fá afgreiðslu sinna mála að
uppfylltum skilyrðum er gilda í viðkomandi iðngrein.
Tekið skal fram að reglur nr. 364/1996 um veitingu réttinda í
snyrtifræði halda áfram gildi sínu.
Menntamálaráðuneytið, 31. júlí 1998.
Dvalarleyfi í Canada
Með því að fjárfesta í „Fleet Rent a Car“ sérleyfi (franchise)
er þér tryggt dvalarleyfi í Canada, jafnvel þeim sem ekki hafa
hreint sakavottorð. Heildarfjárfesting er 50.000 Kanadískir
dollarar eða um 30,000 US$.
Hægt er að fá frekari upplýsingar með því að skrifa til: 5950
Bathurst Street, Suite 1009, Toronto, Ontario, Canada M2R
IY9 eða með því að hringja í síma 416-667-1676 eða með
því að senda símbréf í 416-667-1467.
IVegna síðbúinna og óvæntra
uppsagna vantar okkur kennara
nú þegar í eftirtaldar stöður:
Öldutúnsskóli:
- samfélagsfræðikennsla
- sérkennsla í sérdeild
- tónmennt
Upplýsingar gefur skólastjóri
Viktor A. Guðlaugsson í síma 566 8648.
Víðistaðaskóli:
- almenn kennsla á yngra stigi
- sérkennsla
- myndmennt
Upplýsingar gefur skólastjóri,
Sigurður Björgvinsson í síma 565 7246.
Framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Hafnarfirði.
Lokun vegna
sumarleyfa
Vegna sumarleyfa verður skrifstofan
lokuð frá 4.-24. ágúst nk.
Lögmannsstofa Akureyrar ehf.
Geislagötu 5, Akureyri.
Ólafur BirgirÁrnason, hrl.
A T V I N N A
Blaðbera vantar í
eftirtalin hverfi í
Reykjavík:
Vesturbæinn
Miðbæinn
Svæði 103 og 108
Einnig vantar blaðbera í
Hafnarfjörð og Garðabæ
Þverholti 14 Reykjavík,
Strandgötu 31 Akureyri
sími 460-6100
Auglýsing
um álagningu opinberra
gjalda á árinu 1998
í samræmi við 1. mgr. 98 gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt
og eignarskatt, og 12. gr. laga nr. 113/1990, um
tryggingagjald, er hér með auglýst að álagningu opinberra
gjalda á árinu 1998 er lokið á alla einstaklinga sem
skattskyldir eru samkvæmt framangreindum lögum sbr. I.
kafla laga nr. 75/1981 og II. kafla laga nr. 113/1990.
Einnig er lokið álagningu tryggingagjalds á
lögaðila vegna launa á árinu 1997.
Álagning annarra gjalda en tryggingagjalds á lögaðila,
þ.e.a.s. á félög, sjóði og stofnanir, mun liggja fyrir síðar.
Verður hún auglýst sérstaklega ásamt lögboðnum kærufresti.
Álagningarskrár með gjöldum einstaklinga verða lagðar tram
í öllum skattumdæmum í dag, föstudaginn 31. júlí 1998.
Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers
skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í
hverju sveitarfélagi dagana 31. júlí til 14. ágúst að
báðum dögum meðtöldum.
Álagningarseðlar, er sýna áiögð opinber gjöld 1998,
vaxtabætur og barnabætur ásamt fyrirframgreiðsluskyldu
búnaðargjaldi og lífeyrissjóðsiðgjaldi bænda, hafa
verið póstlagðar.
Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, vaxtabóta
og barnabóta, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt
um með álagningarseðli 1998, þurfa að hafa borist
skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar
en mánudaginn 31. ágúst 1998.
Reykjavík 31. júlí 1998
Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson.
Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson.
Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Sigríður B. Guðjónsdóttir.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson.
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson.
Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson.
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson.
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson.
Stórhátíð hestamanna
Gaddstaðaflötum 19.-23. ágúst
Opið Suðurlandsmót og HSK mót í hesta-
íþróttum, stigamót fyrir World Cup og opin
gæðingakeppni. Yfirlitssýning kynbótahrossa á
föstudegi, verðlaunaafhending laugardag.
Aðgangseyrir 1.500 krónur og fyrir
sunnudag 1.000 krónur.
Keppnisgreinar íþróttamóts:
Tölt, tölt t2, ef næg þátttaka fæst, fjórgangur,
fimmgangur, 150 metra skeið, 250 metra skeið,
300 metra stökk, gæðingaskeið. Skeiðmeistara-
keppni, 150 metra skeiði og nýjung á íslandi,
skeiðmeistari í 250 metra skeiði.
Keppt verður í öllum aldurshópum, opnum flokki
og áhugamannaflokki.
Keppnisgreinar gæðingakeppni:
A og B flokkur, unglingakeppni allir aldurshópar.
Skráningargjöld:
Fullorðnir, unglingar, ungmenni, kr. 1.500.
Börn kr. 1.000.
Skráning 2.-9. ágúst í símum: Sonja 487 5946,
Lúðvík 486 6443, Guðný 486 8932 og
Jón 487 5890.
Skráningargjöld greiðist í banka eigi síðar en 12.
ágúst, annars fellur skráning út.
Búnaðarbanki íslands Hellu,
Þrúðvangi 5, 305-26-415
Suðurlandsmót c/o Jón Jónsson,
vinsamlegast setjið nafn ykkar á kvittunina
og vegna Suðurlandsmóts.