Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 2
I 4- 18-FÖSTVDAGUR 31. JÚLÍ 1998 LÍFIÐ í LANDINU ÞAD ER KOMIN HELGI Hvaó ætlar þú að gera? Það er stór helgi framundan hjá Júlla í Brynjuísnum. Leggst á bæn fyrir helgina „Eg ætla að vinna alla helgina," segir Júlíus Fossberg Arason, eigandi verslunarinnar Brynju. Það er stór helgi framundan hjá Júlla í Brynjuísnum og hann Ieggst bara á bæn svo að veðrið batni hér norðanlands. „Við hérna í Brynju tökum bara óbeinan þátt í Halló Akureyri því við erum styrktarað- ilar,“ segir Júlíus og bætir við: „En að sjálf- sögðu vonar maður að hitinn stígi eitthvað um helgina því salan mætti alveg vera betri.“ Við stöndum bara í þeirri trú að veðrið verði betra. María ætlar að leiða borgarbúa í allan sannleikann um listalíf. Akureyrínga. Gjömingar, listir og ljóð „Eg ætla að taka fjölskylduna með á listadaga ungs fólks í Deiglunni sem hefjast á föstudag- inn, og fylgjast með dagskránni þar um helg- ina,“ segir María Jónsdóttir, forstöðumaður Kompanís. Þátttakendur á listadögum ungs fólks hafa verið önnum kafnir við að æfa atriði í Kompaníi (áður Dynheimar), og því er María mjög spennt að sjá afrakstur þeirrar vinnu. „Það verður margt spennandi í boði svo sem breakdans, gjörningar og ljóð,“ segir María. En María á líka von á heimsókn úr borg- inni, um helgina, og ætlar að kynna borgar- búunum menningarlíf Akureyrar. „Við kíkjum eflaust á mannlífið á Halló Akureyri og á Kaffi Karólínu, það er svo þægilegt að sitja þar,“ segir María Logi Bergmann ætlar að eyða helginni í sumarbústað ásamt fjölskyldunni og jafn- vel spila golf. Sumarbústaðaferð og golf „Ég ætla að bara að gera sem minnst um helgina," segir Logi Bergmann Eiðsson, fréttamaður hjá sjónvarpinu. Hann segist vera vaxinn upp úr útihátíðum og stefnir á að fara með fjölskylduna í sumarbústað, þar sem þau ætla að eiga notalega stund saman yfir helgina. „Við fáum eflaust einhveija vini í heimsókn og síðan verður grillað og drukkið rauðvín,“ segir Logi Bergmann. „Eg hef nú aldrei skilið þegar allir Islend- ingar þurfa að fara úr bænum bara þessa einu helgi, eins og að gefa konunni sinni blóm bara á konudaginn," segir Logi, sem er feginn að komast burt útí náttúruna og friðinn um þessa mestu ferðahelgi íslendinga. .Da^uir Ragga Gísla er aftur komin til landsins og byrjuð að skemmta landanum með Stuðmönnum, um verslunarmannahelgina verður hún síðan í Eyjum, ætli þau fái boð um að skemmta í Tívolíinu í Kaupmannahöfn núna eins og í „Með allt á hreinu"? ■ LÍF OG LIST Laxness og fræðibækur „Ég les voða lítið á sumrin, en einn af mínum uppáhalds rithöfundum er Halldór Laxness og Alþýðu- bókin eru hans bestu skrif að mínu mati,“ segir Arni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri Akureyrar. En Arni Steinar er líka mjög hrifinn af sögu, Ianda- og mannfræði og ýmsum fræði- bókum sem hægt er að glugga í. Arni þarf mikið að skrifa skýrslur og ræður í starfi sínu, en segist ekki vera mikið skáld þrátt fyrir að hann hafi gaman af að segja sögur. Cabaret platan orðin ansi eydd Árni segist vera mikil alæta á góða tónlist en segist þó oft vera tíu árum á eftir hvað nýjustu stefnurnar varðar. „Þegar ég vil v'era í rólegheitunum, kveiki ég á kerti og hlusta á eitthvað klassískt og gott,“ segir Árni Steinar, en hann segist líka vera hrifinn af gömlum bandarískum dægurlögum og gömlum góðum stjörnum. „Ég er líka afskaplega hrifinn af söngleikjum og plöturnar mínar úr Cabaret og Hárinu eru mikið eyddar," segir Arni Steinar. Ækmm Get alltaf horft á Pretfy Woman Árni Steinar er mjög hrifinn af kvikmyndum með sögulegu ívafi eins og Titanic og góðum gamanmyndum með leikurum á borð við Walter Mattheau og Jack Lemmon, en er ekki mikið fyrir hasar- myndir. „Ég hata blóðsúthellingar, ég skil ekkert í geimmyndum; ég gæti alveg eins horft á þok- una úti,“ segir Árni Steinar. En ævintýralegar myndir með góðan endi eiga upp á pallborðið hjá Arna Steinari sem segist alltaf geta horft á myndina Pretty Woman. ■ fra degi til dags Eftir góða máltíð getum við fyrirgefið öllum - meira að segja ættingjum okk- ar. Oscar Wilde. Þettagerðist 31. júlí • 1992 Fyrsta barnið fæddist eftir glasa- frjóvgun hérlendis. 1991 Börn náttúr- unnar, kvikmynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar, frumsýnd. • 1944 hvarf franski rithöfundurinn og flugmaðurinn Antoine de Saint- Exupery, á flugi yfir Suður-Frakklandi. Þessi fæddust 31. júli • 1900 Antoine Saint-Exupéry, flugmað- urinn og höfundur sögunnar um litla prinsinn. • 1944 Geraldine Chaplin, bandarísk Ieikkona, dóttir Charlie Chaplin. Vísa dagsins Við skulum vona að ekki verði margir þannig á sig komnir að þeir geti ekki greint á milli götujaðra, eins og lýst er í þessari ágætu ferskeytlu Guðmundar Inga Kristjánssonar, frá Kirkjubóli! Hef égfundið heyrt og reynt hestsins vit og snilli; þegar ehki gat ég greint götujaðra milli. Merkisdagur Fyrir 500 árum kom Cristopher Col- umbus á land á eyjunni Trinidad, lyrstur Evrópumanna. Trinidad tilheyrir ríkinu Trinidad og Tobago sem heitir eftir sam- nefndum eyjum í Vestur-Indíum, undan strönd Venesúela. Spánverjar Iögðu Trini- dad undir sig, en Bretar unnu hana af þeim árið 1797. Ríkið fékk heimastjórn og varð sjálfstætt lýðveldi í breska Sam- veldinu árið 1976. fbúar eru rúm milljón og er enska ríkismál, þingbundið lýðræði er á eyjunum. Helstu atvinnugreinar tengjast olíuvinnslu, efnaiðnaði og ferða- mannaiðnaði. Hvað erpennavinur? Á fundi hjá krökkum í skátaflokki í Kalíforníu stakk foringinn upp á því að krakkarnir veldu sér pennavini f Bosníu af nafnalista sem hann var með. Einn krakkanna spurði strax: „Hvað er penna- vinur“. Annar var betur upplýstur og svaraði á undan foringjanum: „Það er eiginlega alveg eins og tölvupóstur, nema maður verður að nota blað og penna.“ Afmælisbam dagsins Hagfræðingurinn Milton Friedman á 86 ára afmæli í dag. Hann fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1975. Þekktasta bók hans er Fram- tak og frelsi, sem út kom 1982. Friedman er þekktur fyrir kenning- ar í peningamálum og hugmyndir sínar um frjálshyggjuna. Hann hafði áhrif á efriahagsstefriu Margaret Thacher og Ronald Reagan. Veffang dagsins Hver kannast ekki við það vandamál þeg- ar sokkar hverfa, án nokkurra skýringa? Yfirleitt hverfur þó ekki heilt par, heldur aðeins helmingur parsins. Þeir sem settu upp vefinn á: http://www.jagat.com/- joel/socks.html/ hafa leitað lausna á þessum vanda og sett upp The Bureau of Missing Socks eða Embætti týndu sokk- anna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.