Dagur - 31.07.1998, Page 18

Dagur - 31.07.1998, Page 18
34- FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 Vagur LÍFIÐ í LANDINU Si n maimri litur hver á silfrlð Stefán Hilmars og félagar í Sálinni. Ekki alveg dauðir úr öllum æðum. Sú þróun hefur að nokkru orðið með íslenska útgáfu yfir sumartímann, að safnplötur virðast meira og meira ráða þar ríkjum. Góð þróun eða slæm? A því eru skiptar skoð- anir og þá einkum á gæðum þessara safnverka og hvaða tilgangi þær yfir höfuð þjóna. Nýja safnplatan frá Spor, Bandalög 8, hefur til dæmis verið nokkuð til umræðu að undanförnu og þá kannski sérstaklega vegna þess að á henni eru margar af eldri sveitum landsins, Sálin hans Jóns míns, Greifarnir, Stjórnin o.fl. auk svo aðeins yngri tónlistarmanna, þar sem Bjarni Ara og Milljónamæring- arnir, Reggae on ice, Land og synir og Uzz eru í aðal- hlutverki. Þykir sumum sem lítið sé orðið spunnið í þessa „ellismelli" og spurning hvort það sé þess virði að vera að eyða tíma og fjármunum í slíkt. Agæt spurning út af fyrir sig og kannski ekki óeðlileg, en menn verða að gera sér grein fyrir því að ekki er um einhveija nýja stöðu að ræða í íslensku poppi. Hljómsveitir hafa alltaf í gegnum tíðina þurft að markaðssetja sig með slíkum hætti ef þær á annað borð hafa verið á skemmt- ana/sveitaballamarkaðnum. Undirritaður fullyrðir að dæmið nú er hvorki betra né verra en áður og því ekki meiri ástæða til að vera með harða gagnrýni núna en fyrr. Og reyndar má segja um Bandalög 8, að hún hafi viss frískleikamerki á sér. Lögin eru e.t.v. ekki þau frum- legustu sem um getur, en eru samt býsna SKEMMTI- LEG í ófrumleikanum og bara býsna kraftmikil líka. Annars má segja um allt þetta tal um frumleikaskort með meiru sem kvartað er yfir, að þegar á allt er litið sé frumleiki í þess orðs fyllstu merkingu afskaplega erfiður hlutur að finna og er þá ekki bara átt við tónlistarsköpun heldur margt fleira. Svo er það gamla staðreyndin, að það sem einum þykir steingelt, getur reynst fyrir öðrum eitthvað alveg nýtt. Lestin er að fara, Orginallinn með 1 Sálinni, Elskan, þú ert namm með Greifunum og Koff- ortið með Reggae on ice, eru hins vegar dæmi um áður- nefnt skemmtanagildi. Býsna fín og hressileg lög sem einfaldlega þjóna þeim tilgangi að lífga upp á sumarið, auk þess auðvitað Iíka að ná eyrum útvarpshlustenda og þar með að frjóvga jarðveginn fyrir ferðirnar víða um land. Er með öðrum orðum ekkert athugavert við þessa útgáfu sem slíka. Hún er vönduð um margt, ytra sem innra. Það er svo bara hinn almenni borgari sem kveður upp endanlegan dóm um hvort innihaldið á rétt á sér, gott eða slæmt. Fluaa til framtíðar Margt af því framsæknara í íslensku rokki og danspoppi er að finna á nýrri safnplötu er kallast Flugan númer 1. Fjórtán lög eru á henni með velþekktum sem minna þekktum flytjendum. Fremst meðal jafningja er auðvitað Botnleðja með sína nýjustu afurð, Dagur eitt, fínt lag sem hefur blæbrigði af rokki á borð við það sem Rage Against the Machine og/eða Red hot chili peppers hafa sent frá sér. Ekki sem verst það. Sigurvegarar síðustu Músíktilrauna, Steiner, eiga eitt Iag á plötunni og Upp- Iifun Ragnars Sólberg (sonar Rafns Jónssonar útgefanda plötunnar) og Rennireið (þar sem Ragnar syngur einnig og leikur á gítar) PPRJ/greys, söngkonan Þórunn Magg, sömuleiðis. Tvö lög eiga svo Woofer, Ampopp, Panorama og Stolía. Þessi framsæknisblanda kröftugs rokks og danspopps/rokks er býsna vel heppnuð og spor í rétta átt, þ.e. gott framlag í íslensku gróskuna, en jafnframt framlag til frekari afreka í framtíðinni. Líkt og Bandalög 8, er Flugan verk sem setur svip á sumarið. Lengra nær þó sá samanburður ekki, en það verður alveg látið vera að skera úr um hvor þeirra sé merkilegri. Aðrir mega glíma við það. lyfeiza af svo qóða Þessi síða er sannkölluð „Safnplötusíða" því ein slík til er Pottþétt 12, sem rétt er að nefna. Hún inniheldur að vanda líkt og allar hinar, safn nærri 40 laga, sem flest eiga það sameiginlegt að vera mjög vinsæl víða um heim um þessar mundir. Spice Girls, Boyzone, B’vyitched, Chimbawabamba, WiII Smith o.fl. o.fl. eiga þarna lög svo fáeinir séu nefndir, en nánar tilgreint eru lögin 39 á tveimur geislaplötum. Sérstaklega vill svo undirritaður nefna Iagið The way með rokkurunum margslungnu í Fastball. Fastball er frá ekki ómerkilegri stað en Austin í Texas (heimabæ snillinga á borð við Vaughanbræður). The way er með skemmtilegri smellum sumarsins, létt sveiflublanda rokks og suður-amerísks takts. Liggur við að þetta Iag eitt og sér geri það þess virði að næla sér í Pottþétt 12. í heimalandinu halda menn víst ekki vatni og það er ekkert skrýtið. Lhooq, þríeykið góða, þau Pétur, Jóhann og söngkonan Sara sem gerðu það gott með smáskífunni sinni, Loosing Hand, eru nú komin með nýja sem væntanlega mun ekki síður vekja athygli hér- Iendis sem erlendis. I don’t want to know heitir nýja lagið og er kannski ekki eins auð- grípandi, en lofar samt mjög góðu. Spice Girls láta heldur betur ekki deigan sfga þrátt fyrir að Geri Halloway sé hætt. Oðru nær, þær virðast alveg ætla að halda uppteknum hætti og vinsældum þar með talið. Nýja smáskífan, Vive forever fór nefni- lega beint á toppinn í Bretlandi rétt eins og allar hinar fyrri sex. Hreint fábært og verð- ur vart leikið eftir. Dead Sea Apple, rokksveitin ágæta sem sendi frá sér hina ágætu plötu Crush árið 1996, er enn við störf þótt ekki hafi mikið farið fyrir drengjunum upp á síðkastið. Síð- asta árið hafa þeir að sögn verið að safna í sarpinn, samið fullt af lögum, en jafnframt verið að þreifa fyrir sér erlendis. Ferð til New York er t.d. á döfinni þar sem þeir munu koma fram á nokkrum tónleikum til kynning- ar, m.a. fyrir BMG dreifingarrisann. Stefna þeir svo á út- gáfu á nýrri plötu í haust eða byrjun vetr- ar. Ný íslensk kvikmynd, Sporlaust verður frum- sýnd 27. ágúst nk. Leikstjóri hennar er Hilmar Oddsson, sem áður hefur meðal ann- ars gert Eins og skepn- an deyr og Tár úr steini. Eins og í þeim er tónlist áberandi. Hjálmar H. Ragnars- son hefur yfirumsjón með henni, semur áhrifatónlistina og önnur stef sem tilheyra umgjörð myndarinnar. Er plata væntanleg með þessari og annarri tónlist úr myndinni. Það sem vekur kannski meiri athygli við þessa tónlist tengda Spor- laust, er að á plötunni verða auk tónlistar Hjálmars, fimm lög eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson fyrrum Todmobilemann með meiru, sem hann flytur í félagi við Selmu Björns söng- og leikkonu. Samstarf þeirra á sér lengri að- draganda, en er nú fyrst að taka á sig mynd með þessum lög- um. Myndband við lag- ið Weekender mun líta dagsins ljós innan tíð- ar, en auk þess lags verða þarna lög eins og Do you mind if I love you og Angels.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.