Dagur - 05.08.1998, Síða 4
4 -MIDVIKUDAGUR S. ÁGÚST 1998
FRÉTTIR
Póstmeistitnun fækkar
Um næstu áramót fækkar póstmeisturum á Suðurlandi um tvo. Póst-
húsin í Þorlákshöfn og Hveragerði munu þá heyra beint undir yfir-
stjórn stöðvarstjóra Islandspósts á Selfossi, Iíkt og nú er með póst-
húsin á Stokkseyri og Eyrarbakka. Frá næstu áramótum verður Mar-
grét Haraldsdóttir frá Akranesi afgreiðslustjóri í Hveragerði en Guð-
rún Guðbjartsdóttir, núverandi stöðvarstjóri, verður afgreiðslustjóri í
Þorlákshöfn. Frá þessu er greint í Sunnlenska.
Grímsnes-Grafningur ræður
sveitarstjóra
Guðmundur Rúnar Svavarsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri hins
nýja sveitarfélags, Grímsnes-Grafningshreppur, til tveggja ára. Það er
gert vegna þess að sameiningarviðræður sveitarfélaga í Arnessýslu
eru í farvatninu. Guðmundur Rúnar er múrarameistari og rekstrar-
fræðingur og hefur starfað sem múrarameistari í Reykjavík, en ekki
komið nálægt sveitarstjórnarmálum til þessa.
Sumarslátrun á Selfossi
Slátrað var 230 dilkum í fyrstu sumar-
slátruninni hjá Sláturfélagi Suðurlands
á Selfossi. Hæstu meðalvigt náði Unn-
steinn Hermannsson í Fangholtskoti,
15,62 kg. SS greiddi 20% yfirverð fyrir
hvert innlagt kíló af lambakjöti í meðal-
ffokki og Markaðsráð landbúnaðarins
greiðir auk þess eitt þúsund krónur á
hvern dilk. Yfirborganirnar koma á 242
kr fyrir hvert kíló fyrir virðisaukaskatt.
Yfirborganir fara stiglækkandi fram á
haust en bytja aftur í nóvember, Greitt
er 16% álag fyrir jólalömbin og 20% fyr-
ir páskalömbin. Sunnlenska greinir frá
þessu. GG
DHkarnir urður 230 sem slátrað
var i fyrstu slátrun hjá SS
á Selfossi
Úr áfengisversluninni við Hólabraut.
Ríki áfram á Akureyri
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt erindi ATVR um rekstur vínbúð-
ar að Hólabraut 6, þ.e. í núverandi húsnæði áfengisverslunarinnar.
Aður höfðu verið lagðar fram umsagnir skipulagsnefndar og bygg-
inganefndar sem gerðu ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis-
ins enda sé starfsemin í samræmi við deiliskipulag Miðbæjar.
Endurskipulagning fræðslu-
og félagsmála
Fögð var fram á bæjarráðsfundi skýrsla „Forathugun vegna yfirtöku
verkefna Skólaþjónustu Eyþings og hugmyndir að endurskipulagn-
ingu stjórnkerfa Akureyrarbæjar á sviðum fræðslu- og félagsmála"
sem unnin var af Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri í sam-
ræmi við samkomulag RHA og bæjarstjórans á Akureyri. Til fundar
við bæjarráð komu vegna skýrslunnar Trausti Þorsteinsson og Bene-
dikt Sigurðarson frá RHA, félagsmálaráð og skólanefnd.
Húsbyggingu mótmælt
Brynjólfur Brynjólfsson, íbúi í Þórunnarstræti 108, hefur gert at-
hugasemd við fyrirhugaða byggingu húss sunnan Búnaðarbanka.
Bæjarstjóra var falið að svara Brynjólfi í samræmi við umræður á
fundinum. GG
.D^mt
Samviimu þörf
í eldvamamálum
Bæöi eldvamaeftirlit-
iö og tryggiugafélögm
em sammála um aö
samvinna þeirra á
milli væri mjög nyt-
samleg. Sjóvár-Al-
mennar segist ekki
hafa fengið upplýsing-
ar um skort á eldvöm-
um í Tunglinu.
Ólafur B Thors, annar forstjóra
Sjóvár-Almennra, segir að fyrir-
tækinu hafi ekki borist neinar til-
kynningar um slæmar eldvarnir á
Tunglinu eða öðrum stöðum.
Gestur Pétursson, hjá Eldvarna-
eftirlitinu segir að gæta beri var-
úðar í að senda út upplýsingar
um ástand staða. Þeim hafi held-
ur ekki borist neinar beiðnir þar
að lútandi frá tryggingafélögun-
um.
Gefa hækkað iðgjöld vegna
athugasemda
Varðandi stefnu tryggingafélag-
anna í eldvarnamálum bygginga
þá sagði Ólafur að almenna regl-
an væri sú að vátryggingataka
bæri skylda til að sjá til þess að
allur umbúnaður væri í samræmi
við gildandi lög og reglugerðir, svo
og ákvæði í tryggingaskilmálum.
Verði svo tjón þá segja skilmálam-
ir að sé eitthvað að hvað þetta
varðar, beri tryggingataka að
sanna að það hafi ekki átt sök á
brunanum eða gert afleiðingar
hans mun víðtækari. Hafi skortur
á eldvörnum verið sökudólgur þá
er félaginu heimilt að lækka
tjónabætur eða hafna bótakröfum
að öllu leyti. Ekki liggur fyrir enn
hvort Tunglið fellur í þennan hóp.
Vissu ekki til að eldvamir
væru í ólagi
„Hvað varðar þetta hús sem
brann, þá hafa engar breytingar á
iðgjöldum verið gerðar hvað það
varðar enda var okkur ekki kunn-
ugt um neinar athugasemdir um
eldvarnir. Við getum ekkert gert
ef enginn segir okkur neitt."
Ólafur segir að oft sé það svo að
rekstraraðilar kalli til eftirlits-
mann frá tryggingafélaginu til að
kynna sér málin ef gerðar eru
breytingar á staðnum. Það hafi
hins ekki verið gert í þessu húsi.
- Nú er eitthvað af húsum í
hænum þar sem Eldvarnir eru
ekki t lagi, er ykkur ekki kunnugt
um þessi hús?
„Eg hef verið að spyrjast fyrir
um þetta og mér var sagt að við
hefðum ekki fengið neinar til-
kynningar um það,“ segir Ólafur.
Hann segir að sér þyki full
ástæða til að skoða hvernig sam-
skiptum væri háttað við þessa að-
ila. „Við ættum auðvitað að hafa
þarna samvinnu og önnur trygg-
ingafélög líka. Með okkar að-
gerðum hljótum við að geta stutt
opinbera aðila í því að ná l’ram
því sem þeir telja nauðsynlegt.“
Dagsektir gagnlegar
Gestur Pétursson, hjá Eldvarna-
eftirliti Reykjavíkur, segir ástand
bygginga mjög misjafnt. Væru
eldvarnir ekki í Iagi væri það yfir-
leitt vegna vanþekkingar og
menn væru fljótir að kippa mál-
unum í Iiðinn.
Gestur segist gjarnan vilja sjá
umbætur á kerfinu. Hann vissi
ekki til þess að annað sveitarfé-
lag en Reykjavík beitti dagsekt-
um til að fá menn til að laga eld-
varnir ef þeir hefðu hunsað til-
mæli eftirlitsins. Þetta væri tví-
mælalaust nokkuð sem önnur
sveitarfélög ættu að gera einnig,
það væri ekki einungis á þeirra
svæði sem ekki væru allir með
sitt á hreinu.
Tryggingafélögin hafa ekki
óskað eftír upplýsingum
Gestur sagði að erlendis hefðu
tryggingafélögin á sfnum vegum
sérfræðinga í brunum. Að sér vit-
andi hefði bara eitt félag hér sér-
menntaðan mann á þessu sviði.
Þetta ætti eflaust þátt í því að
hérlendis væru menn sem væru
með sín mál í góðu lagi að borga
brúsann fyrir þá sem hefðu það
ekki. Markaðurinn væri hins veg-
ar svo lítill að lausnin væri varla
falin í meiri mannaráðningum,
heldur öllu heldur samvinnu við
þá og hönnunaraðila.
Hvað snerti þau ummæli Ólafs
að félagið hefði ekki fengið send-
ar neinar athugasemdir um að
eitthvað væri að eldvörnum sagði
Gestur að fara þyrfti varlega í
það að senda út upplýsingar.
Menn þyrftu fyrst að fá tækifæri
til að laga það sem miður væri.
Tryggingafélögunum væri hins
vegar heimilt að óska eftir slíkum
upplýsingum en þau hefðu lítið
gert af því hingað til.
Hann er sammála Ólafi í því að
menn þyrftu að setjast niður og
ræða samvinnu sín á milli. Slíkt
kæmi öllum til góða, almenningi
sem og hagsmunaaðilum. -SEG
Sementssala og lán
á hraðri uppleið
Sementssala jókst um 40 prósent
og samþykkt skuldabréfalán ein-
staklinga um 25 prósent á hálfu
öðru ári.
Stóraukin sementssala og mik-
il fjölgun samþykktra skulda-
bréfalána til einstaklinga hafa
fylgst nokkuð að undanfarin
misseri, en það sem af er þessu
ári hefur síðan hvort tveggja
staðið í stað. Sementssalan tók á
rás einu ári fyrr, um mitt ár 1995
ogjókst síðan jafnt og þétt til síð-
ustu áramóta, um samtals 70
prósent. En frá miðju ári 1996 til
ársloka 1997 jukust skuldabréfa-
lánin um ljórðung og sements-
salan um 40 prósent á sama
tíma. Þessar tölur, úr Hagvísum
Þjóðhagsstofnunar, hafa verið
árstíðaleiðréttar al' stofnuninni,
enda þekkt að bæði sementssal-
an og skuldabréfaviðskiptin
sveillast töluvert milli árstíma.
Sementssalan er þó kannski
ekki eins mikil og ætla mætti
miðað við svo mikla aukningu að
undanförnu. A miðju ári 1995
hafði hún minnkað um þriðjung
frá árinu 1990, þannig að þrátt
fyrir 70 prósent aukningu síðan
er sementssala það sem af er
þessu ári einungis um 15 prósent
meiri en í upphafi áratugarins.
Samþykktum skuldabréfalánum
hefur á sama tíma íjölgað hlut-
fallslega meira, eða um fjórðung.
-HEl