Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 6
22 - LAUGARDAGUR 17, OKTÓBER 1998 Xkyptir LÍFIÐ í LANDINU Terry segist ekki sakna Bandaríkjanna. Pétur Knútsson sagði einhverju sinni við hana að eftir u.þ.b. 5 ára dvöi á fslandi, þá yrði maður að gera máiið upp við sig: fara eða vera. „Nú og við erum hér enn, bæði tvö.“ En af hverju fluttist hún hingað? „Þetta er bara eitt skref frá ströndum Maine, “ segir hún og brosir en hún ólst upp I litlu samfélagi á íkornaeyju skammt undan strönd Maine. mynd: hilmar Hún benti á heimskort sem hangirinní þvottahúsi. Svartar línurskera kortið þvers ogkruss og tákna það sem hún hefurferðast um heim- inn. Samtákvað hún að setjast að á íslandi og hefurnú skrifað um okkurbók. Terry Lacy kom fyrst til íslands sem túristi árið 1971. Tveimur árum síðar flutti hún hingað með sitt hafurtask til að gerast Fulbright lektor í félagsfræði við Háskólann og hefur nú búið hér í aldarfjórðung. Lengst af hefur hún kennt við enskuskor Há- skóla Islands, en einnig víða annars staðar auk þess sem hún hefur verið virk í þýðingum, yfir- lestri, gefið út einar 5 orðabæk- ur (þ. á m. Viðskiptaorðabækur ásamt Þóri Einarssyni og Tón- Iistarorðabók). Nú fyrir skömmu kom út eftir hana bók um Is- lendinga fyrir útlendinga. Ring of Seasons heitir bókin, var 6 ár í vinnslu og er nú í dreifingu um allan heim á vegum HI og Michiganháskóla. Hætta í klisjuuum Terry er lærð í tónlist, félags- fræði og mannfræði og átti bók- in upphaflega að vera mann- fræðilegt rit en þegar til kom ákvað hún að skrifa bók fyrir út- lendinga sem vilja kynnast nán- ar landi og þjóð. Og hún segist fegin að hafa ekki byijað fyrr á bókinni - það hafi tekið þennan tíma að komast undir húðina og inní samfélagið. „Eg hef skrifað bók eins og Islendingar hefðu skrifað hefðu þeir Iært að skrifa fyrir útlendinga. Maður þarf að segja hlutina á annan hátt fyrir útlendinga til þess að Islending- ar og hugsunarháttur þeirra verði skiljanlegur." - Hvemig er hægt að segja út- lendingum hvað það er að vera Íslendingur? „Fyrst og fremst að hætta að endurtaka alltaf: „við erum svo fáar sálir hér norður í Atlants- hafinu“. Þetta er að verða svona „standard paragraph" í kynningu á landinu, þetta eru orðnar tuggur." - Hvemig ferðu að því að yfir- stíga klisjurnar? „Ja, aðallega með því að tala um fjölskylduna sem er ennþá miðpunkturinn hér, miklu meira en t.d. í Bandaríkjunum." Leika ekki hlutverk - Einn undirkaflinn í hókinni heitir hvorki meira né minna en Hvað er Islendingur? - hver er hann? „Ja, ef við berum Islendinga t.d. saman við Ameríkana sem eru mjög vingjarnlegir, kurteisir og opnir í fyrstu. En svo kemur múr. Og það er mjög erfitt að fara í gegnum múrinn. Amerík- anar eru sýknt og heilagt að leika hlutverk. Nemendur í Bandarfkjunum eru t.d. alltaf nemendur fremur en sjálfstæðar manneskjur. Þrátt fyrir að þeir þekktu mig persónulega - þá breyttist ekki þetta samband nemanda og prófessors.“ Islend- ingar fara öðruvísi að í samskipt- um við fólk. Þeir vernda sig strax, segir Terry, og eru þá tor- tryggnir og lokaðir en þegar þeir hafa fullvissað sig um mann- kosti viðkomandi þá er tor- tryggnin fljót að hverfa og djúp vinátta getur auðveldlega mynd- ast milli fólks. Þá telur Terry að þjóðernið skipti fólk hér mun meira máli en t.d. í Bandaríkj- unum, sem skýri að nokkru leyti litla stéttaskiptingu og hversu rík áhersla er lögð á einstakling- inn hér á landi. „Þjóðernið virð- ist skipta meira máli hér en t.d. staða fólks í þjóðfélaginu. Hér er ég, ég hef þessar ættir á bak við og ég er íslendingur. Fólk hér er ekki að leika hlutverkj það er bara Islendingar.“ I Bandaríkjunum þurfi fólk að byggja sig frá grunni, ættar- tengsl og þjóðerni dugi skammt til að festa fólk í sessi. „Það er meira álag á einstaklinginn þar til að skapa sér sinn sess sjálfur. Eg legg engan dóm á það hvort er betra, þetta er bara annað kerfi.“ Ættartengsltn Tungumálið og ættfræðin eru þeir tveir þættir sem mest móta íslenska þjóðernisvitund telur Terry. Ættartengslin auðveldi fólki að komast að, ekki í ættar- klíkuskilningnum, heldur vegna þess að einn íslendingur á iðu- íega auðvelt með að „staðsetja" annan íslending. Ekki bara með ætterni, heldur einnig tengdum, mægðum o.s.frv. Hún segir máli sínu til útskýringar að erfitt hafí verið fyrir hana í fyrstu að finna sér sinn sess í þessu samfélagi þar sem hún var ekki hluti af þessum ættar- og tengdavef sem hér hefur verið ofinn í gegnum aldirnar - var hvorki eiginkona, dóttir, systir eða móðir einhvers sem hægt var að nota sem við- miðunarpunkt. Ættartengslin, smæð borgar og bæja og þjóðernisvitundin hefur einnig haft áhrif á stéttar- vitund og félagslega uppbygg- ingu samfélagsins að mati Terrys. „Hér á fólk af ýmsum stéttum heima saman í sama hverfi, þó það sé aðeins að breytast. En það er mun sjald- gæfara í Bandaríkjunum. í Bandaríkjunum er líka mikill þrýstingur á fólk að vera jafnvel menntað og aðrir í fjölskyld- unni, börnin helst betur mennt- uð en foreldrarnir. Hér eru hins vegar bæði menntaðir og ómenntaðir í sömu fjölskyldum og þykir ekki tiltökumál." En þrátt fyrir nálægð ættar- innar í íslensku samfélagi er áherslan alltaf á einstaklinginn, hvetja manneskju fyrir sig, skoð- J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.