Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 7
L A tTGA R D Á G V R 17. OKTÓBER 1998 - 2Ét anir einstaklinga en ekki hópa, segir Terry. Hún nefnir t.d. að hér á landi komi aðilar ríkis- stjórnarinnar fram sem einstakl- ingar en ekki sem einhuga heild - ólíkt því sem er í Bandaríkjun- um þar sem yfirvöld komi opin- berlega fram sem einn maður. Timgumálið homsteinn sjálfsmyndar - Þú talar um að tungumálið sé annar meginþáiturinn í að við- halda íslensku þjóðemi. Kemur þér þá nokkuð á óvart hve ís- lendingar hafa lagt mikla áherslu á að viðhalda tungumálinu? „Nei, alls ekki. Mamma mín var t.d. frá Boston á Nýja Englandi, og hún hélt áfram að nota hreiminn sem hún lærði í bernsku þótt hún flytti burt frá Boston. Hreimurinn var hluti af hennar sjálfsmynd. Þó var Boston heimshöfn frá byrjun, alls ekki einangraður staður eins og við erum í sífellu að tala um að Island sé. Tungumálið er hornsteinn sjálfsmyndarinnar.“ - Það hefur meira og minna tekist að halda í við tækniþróun- ina síðustu áratugina en tölvu- heimurinn breytist svo ört að það er gríðarlega erfitt fyrir islensk- una að halda í við öll tækniheit- in. Finnst þér nauðsynlegt fyrir svona smáþjóðarmál að semja ný orð yfir allt sem berst t.d. úr tölvugeiranum, þýða stýrikerfi á borð við Windows o.s.frv. ? „Það er ekki undir mér komið að dæma það enda er þetta mik- ið vandamál. En mér finnst al- veg nauðsynlegt að halda áfram að tala íslensku, semja íslenska tónlist, skrifa bækur á íslensku o.s.frv. um leið og við lærum önnur tungumál til að geta átt samskipti við umheiminn. Það væri hryllilegt ef mismunur á milli þjóða myndi þurrkast út. Þetta yrði bara svo Ieiðinlegur heimur ef allar þjóðir væru eins og klónaðar af einni stofnþjóð. Það væri t.d. martröð kennarans að kenna nemendum sem væru allir eins.“ Hvar eru f unin og ákrarnir? Terry vildi koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra sérfærð- inga sem lásu yfir bókina en auk umræðu um Islendinginn segir Terry frá sögu þjóðarinnar, há- tíðum landsmanna, Iandinu, náttúrunni, jarðfræðinni og veð- urfarinu enda segir hún landið vera það sem útlendingum þykir áhugaverðast. Hún nefnir konu sem hingað kom fyrir skömmu, og hafði sú ferðast vítt og breitt um heiminn og ætti því að vera öllu vön. Konan fór með rútunni frá Leifsvelli til Reykjavíkur. „Hún spurði mig hvar við hefð- um eiginlega grasið, túnin og kornakrana - henni kom þetta hrjóstruga landslag verulega á óvart. Þetta var of mikið fyrir hana.“ Bókin gerir einnig grein fyrir því hve gífurlegar breytingar hafa átt sér stað þessa öld. Vöruúrvalið hefur aukist, Ijöl- breyttari og ferskari matvæli eru á borðum. „Lífskjörin voru verri þegar ég fluttist hingað fyrst. Það hefði t.d. verið mildu auð- veldara að vera útivinnandi móðir ef þá hefðu fengist allir þessir sérréttir og hraðréttir sem nú fást,“ segir Terry sem var gift kona og hafði eignast börn í Bandaríkjunum en skildi um það leyti sem hún fluttist hing- að. Hún á nú tvo uppkomna syni en yngri sonurinn bjó hér hjá henni í eitt ár, stundaði nám í Hagaskólanum og lærði að tala reiprennandi íslensku. „Það var ekld einu sinni hægt að fá skyrtu á son minn - hans stærð fékkst bara ekki!“ Bjarga Karlakór Reykjavíkur Terry býst við að eyða ellinni á Islandi. Hér hefur hún eignast marga vini, skapað sér sess og tekur þátt í félagslífi, m.a. syng- ur hún í kór með Senjorítunum sem Rut Magnússon stjórnar. „Við erum að bjarga Karlakórn- um,“ segir hún kímin en Karla- kór Reykjavíkur hefur verið að byggja sér húsnæði síðastliðin ár og kvennakórinn hefur Ieigt af honum pláss - til að hjálpa þeim að afla peninga til þyggingarinn- ar. Komin yfir sjötugt stundar hún ekki Iengur fasta vinnu en er nú að skrifa aðra bók um Is- land. „Eg er sko alls ekki hætt að vinna," segir hún festulega - og hljómar afar íslensk í þeirri andrá, „og ég vil halda áfram að glíma við ögrandi viðfangsefni eins og þessa bók.“ En hvers vegna vill hún dvelja hér í ell- inni, fjarri íjölskyldu sinni og sonum? „Mér finnst það ennþá ævintýri að eiga heima hérna. Hér er ég í jafnvægi, mun betra jafnvægi en í Bandaríkjunum.“ - LÓA Fyrsti kaflinn í bók Terry byggir að mildu leyti á könnunum sem Gallup hefur gert í gegnum tíð- ina. Varst þú búin/n að gleyma því að... - 51% íslendinga telja jafnrétti mikilvægast lífs- gilda og 49% einstaklings- frelsi. - 41% íslendinga eru reiðubúnir til að hætta sínu eigin lífi til að bjarga öðru (fleíri en í nokkru öðru landi sem könnunin tók yfir). - við erum áfjáð í að komast aftur í vinnuna eft- ir sumarfrí. Arið 1984 sögðu aðeins 10% að- spurðra að löng frí væru mildlvæg. - á tímabili áttu íslend- ingar fleiri myndbandstæki miðað við höfðatölu en nokkur önnur þjóð. - árið 1990 áttum við fleiri Trivial Pursuit en nokkur annar. Hafðir þú tekið eftir því (og þótt eitthvað til að minnast á)... - að Islendingar horfa á spyrilinn fremur en í myndavélina þegar þeir eru í fréttaviðtali í sjón- varpi (ólíkt t.d. Bandaríkja- mönnum). - að íslendingar hafa „af- slappað" tímaskyn - klukk- ur eru ekki á veggjum skólastofa, tónleikar og leikrit auglýst aðeins með nokkurra daga fyrirvara, sjónvarpsdagskráin fari oft fram úr sjálfri sér - og síð- ast en ekki síst, eins og Terry nefnir í bók sinni, „m.a.s. háttatfmi barna getur verið breytilegur"! - að sá sem íslenskur er og mætir ekki í vinnu vegna veikinda, gerir það ekki fyrr en hann getur heiðarlega sagst vera með hita. Fyrr verða íslending- ar ekki veikir. íslendingur að gem það gott í útlöndum. ÖmAðalsteinsson stjómarSOO manna og200 milljóna doll- ara Jyrirtæki íBanda- ríkjunum. Hvaðan kemur hann? Hvertfór hann?Hvað þarftil? Dagurræðirvið Öm um fyrírtækið hans, fæðubótarefni,fjöl- skylduna ogfleira. Örn Friðriksson ræktar sambandið við ísland. Fjölskyldan kemur minnst einu sinni á ári til landsins. „Mikilvægt að halda tengslunum, sérstaklega fyrir börnin." Spennt fyrir tengsl- unnm vlð ísland „Ég hef verið við störf hérna í langan tíma. Þetta er mjög vax- andi fyrirtæki hérna, veltir miklu og er á mjög spennandi sviðum. Ég er að reyna að ýta undir að koma þessu efni til Is- Iands,“ segir Orn Aðalsteinsson í samtali við Dag. Efnið sem Orn vísar til er fæðubótarefnið Prologic sem Pharmaco er að hefja innflutning á til Islands, fyrst Evrópulanda. Þegar talað er við Islending í útlöndum liggur beinast við að spyrja um ætt og uppruna - enda kemur á daginn þegar á samtalið líður að Örn hefur mikinn áhuga á ættfræði, hefur skoðað nokkuð heimildir um Is- lendingabyggð í Utah og afkom- endur Islendinga sem þangað fluttu í kringum aldamótin síð- ustu. „Ég er fæddur í Mosfellssveit- inni,“ segir Örn. „Foreldrar mín- ir eru úr Húnavatnssýslunni - frá Blönduósi og Skagaströnd. Faðir minn var af Þingeyrafjöl- skyldunni. Fjölskyldan átti Þing- eyrar í Húnavatnssýslu og hefur mikil tengsl aftur í tímann í gegnum þá ætt. Ég var oft og tíðum sem strákur á Blönduósi hjá foreldrum mömmu minnar," segir Örn og þykir greinilega gaman að rifja upp eitthvað sem tengist Islandi. Hann hefur enda búið í Bandaríkjunum í um tuttugu ár. Tvöfalt stúdentspróf Örn tók stúdentspróf frá Versl- unarskóla Islands 1968 en lét sér það ekki nægja heldur tók einnig stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík - „uppá stærðfræðigreinarnar. Þannig komst ég inn á vísindasviðin," segir Örn. „Eftir það átti ég kost á alls konar styrkjum, bæði í Skandinavíu og síðan í Banda- ríkjunum." Örn fór til Banda- ríkjanna í verkfræðinám og tók BS-gráðu í efnaverkfræði í Colorado. Þá fór hann til Massachusetts Institute of Technology í Boston, þar sem hann lauk doktorsprófi í lífefna- verkfræði. I Boston kynntist hann Eve, núverandi eiginkonu sinni. Hún var þá við nám í Boston University og hefur starfað sem blaðamaður og fleira. Eftir námið starfaði Örn hjá Proctor Gamble í tvö ár en fór síðan til DuPont, sem er annað móðurfyrirtæki DVC Inc. Örn er nú framkvæmdastjóri DVC Inc. „Ég var í alls konar rann- sóknarstörfum innan fyrirtækis- ins og síðan framkvæmdastörf- um,“ segir hann um ferilinn hjá DuPont. DuPont og ConAgra stofnuðu í sameiningu fyrirtækið DCV Inc. sem er í Wilmington í Delaware-fylki. ConAgra er eitt stærsta matvælafyrirtæki í heim- inum, meðal annars eitt stærsta fyrirtæki í kjötframleiðslu í Bandaríkjunum og með þeim stærstu í kjúklingaframleiðslu. Þolinmæði og þrautseigja - Hjá DVC framleiðið þið þetta fæðubótarefni, Prologic, sem nú er að koma til Islands. „Með samstarfi DuPont við ConAgra komumst við inná alls konar mjög háþróaða tækni í að vinna upp þessi fæðubótarefni. Tæknin á bakvið þetta er alveg ótrúleg. Þetta er eins og við köll- um hérna „breakthrough technologý', algjörlega. Þetta efni hefur mjög heilsubætandi áhrif, sérstaldega á miðaldra og eldra fólk,“ segir Örn. Fyrirtækið hefur einkaleyfi á aðferðinni sem notuð er við framleiðsluna, þ.e. að egg úr hænum sem aldar eru upp á sér- stakan máta eru tekin og efnin úr þeim þurrkuð. Eggjaduftinu er síðan blandað við vítamín, prótein og steinefni. Utkoman er fæðubótarefni, sem meðal annars er ætlað að hafa hressandi áhrif, byggja upp varnir gegn sjúkdómum, meðal annars gigtsjúkdómum, melting- arsjúkdómum, ofnæmi og ýms- um bólgum í líkamanum. „Við höfum verið að gera þess- ar rannsóknir í níu eða tíu ár. Fyrirtækið er mjög ihaldssamt. Við förum mjög varlega í þróun og erum viss um að við vitum nákvæmlega hvað er að gerast,“ segir Örn. - Nú ert þú orðinn fram- kvæmdastjóri þessa fyrirtækis - sem er kannski ekki stórt á bandarískan mælikvarða. Hvað þarftil? „Það er bæði þolinmæði og að vera nógu ákveðinn í að taka ákvarðanir á réttum tíma. Mað- ur þarf að hafa alla punkta ná- kvæmlega í línu þannig að mað- ur geti haldið áfram að þróa og koma þeim hugmyndum og hug- sjónum sem maður hefur í huga á markaðinn. Það er mikil vinna á bakvið þetta en mikið af þessu starfi byggist upp á samvinnu innan fyrirtækisins. Sérstaklega byggist þetta mikið á því að hafa kunnáttufólk úr öllum greinum sem vinnur saman." - Lítur þú á það sem kost að vera utanaðkomandi - Islending- ur - íþessu ferli? „Ég hef ákveðnar hugmyndir og afstöðu til málanna sérstak- lega sem uppalinn á Islandi. Ég hef aðrar skoðanir á ákveðnum hlutum og hef verið þrautseigur við að koma mínum hugmynd- um á framfæri svo að það hefur verið mjög gagnlegt." Talið berst - eins og allajafna þegar tveir Islendingar taka tal saman - að Qölskyldunni og ætt- fræðinni. Örn spyr blaðamann meðal annars um ætt og upp- runa þannig að þrátt fyrir um tuttugu ára búsetu í Bandaríkj- unum er Islendingurinn greini- lega enn mjög ríkur í honum. En hvað um hann sjálfan og Ijölskylduna? „Við eigum þrjá krakka, konan mín og ég, sem eru fimmtán, tólf og tíu ára gömul. Þau koma oft til Islands og tala íslensku," segir Örn og er stoltur yfir því að halda upprunanum að börn- unum. „Við komum venjulega einu sinni á ári auk tíðari við- skiptaferða minna.“ - Finnst þér mikils virði að bömin þekki uppruna sinn og kunni íslensku? „Já, mér finnst það hafa mjög mikið að segja. Þess vegna för- um við oft til Islands - það er besta leiðin fyrir þau að þekkja til landsins, tala málið og halda tengslunum. Þau eru mjög spennt fyrir þeirra tengslum við Island," segir Örn. - Hl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.