Dagur - 17.10.1998, Síða 8

Dagur - 17.10.1998, Síða 8
24 - L A UGARDA G UR 17. OKTÓBER 19 9 8 rD^tr LÍFIÐ t LANDINU Draiimiir fisk- viimsliikoniinnar „Þessi þungun það besta sem fyrir mig hefur komið, “ segir Úlína Þor- varðardóttir. „Eftirminnilegasti og áhrifamesti atburðurinn í mínu lífi er tví- mælalaust fæðing Þorvarðar, elsta sonar míns, þann 15. nóv- ember 1975, tveimur mánuðum og einni viku eftir að ég sjálf varð sautján ára gömul. Eg var í fjórða bekk í Gagnfræðaskólan- um á ísafirði þegar ég varð ófrisk að þessu barni og gekk með þau framtíðaráform að verða fisk- vinnslukona,11 segir Olína Þor- varðardóttir, þjóðfræðingur. „Ég var í sjálfstæðiskasti, ung og ástfangin, flutt úr foreldra- húsum í leiguhúsnæði út í bæ og farin að vinna með skóla hjá íshúsfélagi ísfirðinga. Þetta var á þeim árum sem hafa verið nefnd togaraöldin á Isafirði og unnið var á vöktum „til þess að bjarga verðmætunum“ einsog það var kallað. Margar stúlkur, lítið eldri en ég, voru farnar að eiga börn og búa, stóðu sumar hveijar við hlið unnusta sinna í „að byggja yfir sig“ í orðsins fyllstu merkingu. Þetta sá ég fyr- ir mér sem mitt framtíðarhlut- skipti. Menntaskólanám kom ekki til greina í mínum huga, ekki fyrr en ég stóð frammi fyrir þeirri staðreynd að vera orðin ófrísk, sextán ára. Mér liðu fyrir hugskotssjónir þau tækifæri sem ég myndi fara á mis ef ég, ein og óstudd, ætl- aði að fara að basla með barn, því mig grunaði innst inni að sambandið við barnsföðurinn myndi ekki endast Iengi, sem kom á daginn. Til allrar hamn- ingju breiddu foreldrar mínir sig yfir mig um leið og þau vissu hvernig komið var og tóku mig að sér. Hefðu þau ekki gert það hefði ég líklega ekki tekið stúd- entspróf og þaðan af síður farið í háskólanám. Þá hefði ég held- ur aldrei orðið blaðamaður, fréttamaður á Sjónvarpinu, borgarfulltrúi í Reykjavík eða háskólakennari. Þá væri ég ekki að vinna að doktorsritgerð núna... ég held að þessi þungun sé það besta sem fyrir mig hefur komið.“ Margtmótarmennina. Dagur spurði fólk að því hverværi sá at- burðursem þeim væri eftirminni- legastur - og hefði haft mest áhrifá það. Svörin voruáýmsa lund. Flestirsegja þó að eftirminnilegust sé þeimfæðing bama sinna eða það umrót semfylgir náttúmhamfór- um. „Það erþroskandi að takast á við erftða reynslu. Ég óska þó engum að mæta því sem gerðist í snjó- flóðunum vestra, “ segir EinarKr. Guðfinnsson, þingismaður. „Bams- burður er stærsti atburðurinn í líft konu, “ segirBára Sigurjónsdóttir, kaupmaður í Reykjavík. Vesalingamir mörkuðu brautma „Ég held að eitt það eftirminnilegasta sem ég hef lent í um dagana þegar ég tók þátt í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á Vesal- ingunum eftir Victor Hugo árið 1953. Þá lék ég, tólf ára gamall strákurinn, með stórleikurum þessa tíma, mönnum eins og Brynjólfi Jóhannessyni og Þorsteini O. Stephensen. Það að taka þátt í þessari sjmingu var mér mikill skóli," segir Ómar Ragnarsson, fréttamaður. „Ég man eftir því að þegar ég var að ganga út af sviðinu eftir eina senuna sem ég lék kom dynjandi lófatak, nokkuð sem alls ekki hafði verið ráð fyrir gert. Allt svona varð til þess að efla mann í þessu hlutverki og á sviðinu. Ég held líka að þetta hafi orðið til þess að marka braut mína í lífinu verulega; ef ég hefði floppað í þessari sýningu hefði ég sjálfsagt ekki meira komið á svið. En átján ára var ég komin á fullt sem skemmtikraftur og var á ferð víða um landið sem slíkur og er enn að,“ segir Ómar. Vertíðin í Hafnarfirði „Auðvitað er það eftirminnilegast í lífinu og það sem hefur verið áhrifamest þegar ég kynntist konunni minni, fyrir einum fimmtíu og tveimur árum. Hún heitir Guðlaug Stefánsdóttir úr Ólafsfirði en við kynntumst suður í Hafnarfirði," segir Aðalsteinn Jónsson, útgerðar- maður á Eskifirði, títtnefndur AUi ríki. „Þegar það gerðist var ég landmaður við bátinn Björgu frá Eskifirði sem ég átti fjórðungs hlut í. Hún var þá matráðskona við annan bát sem þarna var gerður út og við þessar aðstæður kynntumst við. Hlut- irnir gerðust hratt, því strax við vertíðarlok fórum við saman austur og höfum búið hér alla tíð. Þetta hefur verið mesta gæfa mín í líf- inu,“ segir Aðalsteinn. Eyjagosið eftírmiiinilegt „Ekkert eins og barnalánið “ segir Bára Sigurjóns'döttiri'kauphiáður. Ekkert eins og bamalánið „Hún tengdamóðir mín sagði að það væri ekkert einsog barnalánið. Það tel ég líka vera orð að sönnu. Barnsburðurinn er ævinlega stærsti atburðurinn í Iífi hverrar konu,“ segir Bára Sigurjónsdóttir, kaupmaður í Reykjavík. „Það fylgir því ævinlega mikil gleði að eignast heilbrigð börn, en ég held að á meðgöngutímanum gangi flestar ef ekki allar konur með svolítinn kvíða í hjartanu að allt fara nú vel. Að allar tær og fingur séu með og að barnið verði andlega heilbrigt. Síðan er mér líka það minnistætt þegar barnabörnin komu í heiminn. Ég hef notið þess að sjá þau vaxa úr grasi og þá jafnframt séð svona óbeint hvernig synir mínir tveir hafa spjarað sig.“ lutim ais 6<nu íigrijí lit uotöui i .u (»1 inbi* I i i; <jiif „Eyjagosið er það eftirminnilegasta sem ég hef lent í. Ég man eftir því að kvöldíð fyrir gosið var verið að tala um Surtseyjargosið tfu árum áður og þá var þess sérstaklega minnst að tvær fjölskyldur fluttu upp á Iand vegna hræðslu við eldgos. Eólk var að hlæja að þessu en ég svara því til að auðvitað gæti það sama gerst á Heimaey,11 segir Sunna Árnadóttir, starfsmaður Útgerðarfélags Akureyringa. „Ég hélt að verið væri að gera grín að mér þegar ég var vakin upp um nóttina og mér sagt að eldgos væri hafið. Eftirminnilegt er að fólk var alls ekki ótta- slegið þegar það hélt niður að höfn til að flýja til lands, heldur var það æðrulaust," segir Sunna. - Um sumarið var hún flokkstjóri í unglinga- vinnunni þar sem unnið var við að hreinsa ösku í Heij- ólfsdal. Áður var ask- an mokuð úr brekkun- um skref fyrir skref, en svo kom sú hug- mynd hjá Sunnu að „Ég hélt að verið væri að gera grín að mér þegar ég var vakin upp um nóttina og mér sagt að eld- gos væri hafið, “ segir Sunna Árnadóttir. láta öskuna gossa niður brekkurnar með plastrennu sem sett var upp. Það virkaðii og sú aðferð var svo í framhaldinu notuð í úteyjum í þessu hreinsunarstarfi.“Að sjá slíkt efldi í manni sjálfsbjargarvið- leitni o(g maður sá að hasgt var að sigra náttúröflin," segir hún. » lolifly, íiiiafí r ÓQ&r,' I !

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.