Dagur - 24.11.1998, Síða 1
—
N eytendur skoði
matvöruslaginn
Kaupfélagsstjóri KEA
spyr hvemig verslun-
arkeðja geti hækkað í
verði um 580 milljóu-
ir á einum máuuði.
Bankastjóri íslands-
hanka leggur ekki mat
á hvort 10-11 sé of-
metið fyrirtæki.
Valur Valsson, bankastjóri ís-
landsbanka, segist engan dóm
leggja á hvort verslunarkeðjan 10-
11 sé ofmetin. Hann segir jafn-
framt að bankinn hafi á engan
hátt haft áhrif á þá ákvörðun for-
ráðamanna 10-11 búðanna, að
rifta áður gerðu samkomulagi við
Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri.
Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfé-
lagsstjóri KEA, veltir upp þeirri
spurningu hvort Neytendasam-
tökin ættu ekki að skoða hvað sé
að gerast á matvörumarkaðnum.
KEA gerði í október samning
við 10-11 um kaup á búðakeðj-
unni og var samið um 900 millj-
óna króna kaupverð. Kaupfélags-
stjóri KEA skrifaði undir samn-
inginn en nafni hans Sigurðsson
hjá 10-11 hætti við. 1 kjölfarið var
ákveðið að Islandsbanki hefði
milligöngu með
sölu verslunar-
keðjunnar. Búið
er að gera samn-
ing milli bankans
og 10-11 þar sem
búðirnar eru
metnar á um
1480 milljónir
króna.
Hvað er að
gerast?
Dagur spurði Ei-
rík, kaupfélags-
stjóra KEA, hvort
hann hygðist
skjóta málinu til
Samkeppnis-
stofnunar og
svaraði hann
þannig: „Þegar kaupverð hækkar
um 580 milljónir á einum mán-
uði, hvað er þá að gerast? Hver á
að borga þennan mismun? Per-
sónulega finnst mér að það sé
ekki Kaupfélags Eyfirðinga eða
annarra verslunaraðila að skjóta
þessu til Samkeppnisstofnunar,
en mér finnst að Neytendasam-
tökin ættu að skoða þetta mál.
Einhver verður að borga brúsann
og neytendur
þurfa að standa
upp og athuga
hvað er að gerast
á matvörumark-
aðnum.“
Velvakandi
Jóhannes Gunn-
arsson, formaður
Neytendasam-
takanna, segir
erfitt fyrir sam-
tökin að rann-
saka þetta mál.
Hins vegar sé
það á færi sam-
keppnisyfirvalda.
„Okkar hlutverk
er ekki að meta
verðgildi fyrir-
tækja, en það hefur orðið mikill
samruni á íslenskum matvöru-
markaði síðari ár og full ástæða til
að gefa því gætur. Eitt fyrirtæki á
þessum markaði hefur yfirburða-
stöðu og það hlýtur að vera verk-
Eiríkur S. Jóhannsson kaupfélags-
stjóri KEA veltir upp þeirri spurn-
ingu hvort Neytendasamtökin ættu
ekki að skoða hvað sé að gerast á
matvörumarkaðnum.
efni samkeppnisyfirvalda að fylgj-
ast með því sem er að gerast.
Matvörumarkaðurinn hefur verið
eitt helsta flaggskip fijálsrar verð-
myndunar. Það væri mjög sorglegt
ef flaggskipið sigldi í strand," seg-
ir Jóhannes.
Eðlileg afskipti
Bankastjóri Islandsbanka neitar
að bankinn hafi haft áhrif á að
fyrrgreindur samningur gekk til
baka. „Nei, við komum þar hvergi
nærri.“ Hann var einnig spurður
hvort það væri eðlilegt að bankinn
væri að taka þátt í þróun verslun-
ar með þessum hætti. „Við erum
ekki að taka þátt í þróun verslun-
ar með öðrum hætti en þeim að
gera eitt af fyrirtækjunum að al-
menningshlutafélagi. Við erum að
greiða fyrir beiðni eigenda fyrir-
tækisins og það er eðlilegt," segir
Valur Valsson. En hvað segir hann
um kaupverðið? Er það allt of
hátt? „Verð er það sem kaupandi
og seljandi koma sér saman um á
hverjum tíma. Ég legg engan dóm
á hvort kaupverðið er of hátt.“
Ekki náðist í Eirík Sigurðsson hjá
10-11 ígær. — BÞ
Brjálað
veður
Þak fauk af húsi, auk þess sem
byggingapallar hrundu í Vest-
mannaeyjum í gær í miklu hvass-
viðri sem gekk yfir landið. Vind-
mælar í Eyjum sýndu um 160 km
vindhraða í verstu hviðunum og
mældist um 100 hnúta vindhraði
í Keikókvínni í Klettsvík. Þar
lentu vaktmenn í sjálfheldu á
meðan veðrið var sem verst.
Ekki var vitað um alvarleg slys á
fólki í veðurhamnum í gær. Betur
fór en á horfðist í Öxnadalnum
þar sem fólksbfll lenti utan vegar
í vindhviðu og valt á toppinn. Bif-
reiðin er illa farin en ökumaður
og farþegi sluppu við meiðsl.
Lögregla þurfti víða um land að
hafa einhver afskipti af borgurum
vegna veðursins. Flugsamgöngur
innanlands lágu niðri og skip
héldu sér til hlés en ekki var vitað
um óhöpp á sjó. Kröpp lægð olli
hamaganginum. — Bt>
Margir landsmanna töluðu um „brjálað“ veður í gær þegar mikið hvassviðri gekkyfir landið. Á Akureyri gekk sjór
yfir Drottningarbrautina og þá bíla sem þar óku þegar hvellurinn var hvað mestur. - mynd: brink
Ágúst Guðmundsson: Vill fá for-
stjórastarfið aftur en til vara viður-
kenningu á skaðabótaskyldu ríkis-
ins.
Krefst ógild-
ingar brott-
rekstrar
Ágúst Guðmundsson, fyrrum for-
stjóri Landmælinga Islands, hefur
höfðað mál gegn Guðmundi
Bjarnasyni umhverfisráðherra og
Geir Haarde fjármálaráðherra
með kröfu um að brottvikning
hans úr starfi verði ógild og þar
með að hann fái starf sitt aftur.
Til vara krefst Ágúst viðurkenn-
ingar á skaðabótaskyldu rfkisins.
1 stefnu Ágústs kemur fram sú
staðhæfing að ávirðingar ríkis-
endurskoðunar í hans garð hafi
reynst Iítilvægar og haldlausar, en
að þau atriði sem eftir standa hafi
komið til vegna mikils álags og
hræringa í tilefni undirbúnings á
flutningi Landmælinga Islands og
vegna veikinda Ágústs. 1 stefn-
unni er farið hörðum orðum um
rannsókn starfsmanns ríkisendur-
skoðunar á málefnum Ágústs og
Landmælinga og fullyrt að ríkis-
endurskoðun hafi mótað sér skoð-
un fyrirfram og að starfsmaðurinn
hafi fengið upplýsingar frá aðila
sem „annaðhvort vildi klekkja á“
Ágústi „eða hafði enga hugmynd
um hvað viðkomandi málefni
snérist."
Ágústi var vikið tímabundið frá
störfum í febrúar sl., en endan-
lega í september eftir sérstaka út-
tekt rannsóknarnefndar. I stefn-
unni kemur fram að rannsóknar-
nefndin hafi klofnað í afstöðu
sinni. Meirihluti nefndarinnar
taldi að ávirðingarnar réttlættu
brottrekstur, en minnihlutinn var
á öndverðri skoðun. Það sem virð-
ist standa uppúr af þeim ávirðing-
um sem sannaðar töldust er að
Ágúst hafi eignað sér sem gjöf
GPS staðsetningartæki sem við-
skiptamaður Landmælinga lét
honum í té endurgjaldslaust, en
Ágúst seldi stofnuninni síðan
tækið. I stefnunni er vísað til
veikinda Ágústs í þessu sambandi
og tekið fram að hann hefði leið-
rétt þetta í kjölfarið. — FÞG
^SUBIUAY'
«SUBUUflV'
•SUBUJflY'
Afgreíddir samdægurs
Venjulegir og
demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI • SÍMI 462 3524
oS
cn ™
W tn
||
io J
41
TOByiRONI‘
Ifátindur
ánægjunnar
en kLI LT
■ >1 IALT ÞIG?