Dagur - 24.11.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 24.11.1998, Blaðsíða 11
 ÞRIBJUD A G U R 24.NÓVEMBER 1998 - 11 I ERLENDAR FRÉTTIR Háborg Lhasa, Potala höllin, sem Tíbetar líta á sem bústað andlegs og veraldlegs valds í landi sínu. Osmekklegar hót- anir Kínastjómar Valdhafarnir í Beijing eru einkar viðkvæmir fyrir þeim tilburðum Taiwana og Tíbeta að líta á lönd sín sem sjálfstæð ríki. Einhver titringur fór um þá í fyrra þegar íslenskir ráðherrar tóku á móti og ræddu við varaforsætisráð- herra Taiwans og er reglan sú að mótmæla ávallt þegar ráðamenn ríkja láta sem leiðtogar Taiwana og Tíbeta séu viðræðuhæfir. Dalai Lama, útlægur, andlegur leiðtogi Tíbeta, var fyrir skemmstu á ferð í Bandaríkjun- um, þar sem hann tók þátt í fundi nokkurra friðarverðlauna- hafa Nóbels. Clinton forseti bauð honum að heimsækja sig í Hvíta húsið, þar sem þeir skröf- uðu saman um stund. Þessu mótmæltu Kínverjar harðlega og með fylgdi venjuleg rulla þess efnis, að það skaði samskipti Kína og Bandaríkjanna að Clint- on skuli leyfa sér að taka á móti trúarleið toganu m. Kínverska stjórnin heldur því stíft fram að það séu frekleg af- skipti af innanríkismálum Kína þegar erlendir stjórnmálamenn leyfa sér að ræða við leiðtoga Taiwana eða Tíbeta. Hins vegar dettur þeim ekki í hug að sjálfir séu þeir að skipta sér af málefn- um annarra ríkja með því að ákveða hver fær að tala við hvern alls fjarri kínverskri lögsögu. Róstuxsöm saga Taiwan, sem áður hét Formósa, er eyja 100 mílur austur af Kína- strönd. Ibúaíjöldi er tæplega 22. milljónir. Eyjan tilheyrði kín- verska keisaradæminu frá því um árið 1000. Á 17. öld settu Portúgalir upp verslunarmiðstöð á eynni og síðan lögðu Hollend- ingar hana undir sig en voru reknir á brott með valdi fyrir 1700 og keisaraveldið náði aftur yfirráðum. 1895 börðu Japanar á Kínverjum og náðu Formósu undir sig og gerðu að nýlendu sinni. Eftir ósigur Japana i hefm- styrjöldinni var eynni skilað til kínverskra stjórnvalda. Þegar borgarastyrjöldinni lauk 1947 með sigri kommúnista flúði Chiang Kai-shek til Form- ósu með tveggja milljóna manna her. Flóttamenn frá þessum tíma eru nú 14% eyjaskeggja. 1950 var Iýst yfir sjálfstæði en nýja herstjórnin fór með allt vald. Síðan hafa verið haldnar lýðræð- islegar kosningar og er ljóst að íbúar Taiwan kæra sig ekkert um að lúta kommúnistastjórninni í Beijing. Taiwan hélt sæti Kínverja í SÞ og Oryggisráðinu til 1971, en þá voru hinir fyrrnefndu reknir út en Rauða-Kína hirti sæti sín. Bandaríkjamenn hafa löngum haldið verndarhendi yfir Taiwan og styðja sjálfstæðiskröfur stjórn- arinnar þar, en þó ekki opinber- lega. Teikn eru á lofti um að ein- hvers konar sættir séu að nást milli Kína og Taiwan og er jafn- vel haldið að eyjaskeggar muni sætta sig við eitthvað svipaða stöðu og Hong Kong hefur nú. En allar getgátur þar um eru byggðar á líkum. Ósigur og flótti Tíbet er stórt og strjálbýlt land, fjöllótt og víða erfitt yfirferðar. Ibúarnir eru um 1.3 milljónir og játa eina af greinum búddatrúar og er Dalai Lama, sem er titill en ekki eiginnafn, æðsti leiðtogi þeirra, andlegur og veraldlegur. Baksviö Sjálfum dettur þeim ekki í hug að þeir séu að skipta sér af mál- efnum annarra ríkja með því að ákveða hver fær að tala við hvern alls fjarri kín- veskri logsögu. Þar stendur hnífurinn í kúnni, því Kínverjar sem hafa innlimað landið í ríki sitt, viðurkenna ekki veraldleg yfirráð Lamans og reyna að meina öðrum að koma fram við hann sem leiðtoga Tíb- eta og telja slíkt athæfi móðgun við sig. Tíbet er á mótum menningar- heima, þar sem landamærin liggja að Nepal og Buthan í suð- urhlíðum Himalajafjallgarðsins en fyrir norðan og austan eru kínversku Mið-Asíuhéröðin. Frá 14. öld allt til ársins 1951 var landinu stjórnað af lamamunk- um og var æðsti maður þeirra einnig þjóðhöfðingi ríkisins og málsvari íbúa þess. Á 18. öld við- urkenndi Kína yfirráð Dalai Lama en tók jafnframt landið undir sinn verndarvæng. Þegar keisaraættin var hrakin frá völdum 1911 tók við mikið óróatímabil í ríkinu og Tíbet varð í raun sjálfstætt ríki og reyndi breska heimsveldið að hafa putt- ana í stjórn þess, einkum með því að hvetja munkaveldið til að losna sem mest undan kínversk- um áhrifum. 1950 réðust kín- verskar hersveitir inn í landið og gáfust Tíbetar upp og játuðust undir yfirráð Beijingstjórnarinn- ar. En illa gekk að koma á komm- únistastjórn í landinu og var þar mjög óróasamt þar til uppreisn var gerð 1959 og var hún barin niður af mikilli hörku. Dalai Lama flúði til Indlands ásamt Qölda fylgismanna sinna og eru Kínverjar enn að reyna að kenna Tíbetum kommúnisma með tak- mörkuðum árangri. I hvert sinn sem kommúnista- stjórnin í Bejing rýkur upp og mótmælir harðlega að frjálsir menn í frjálsum löndum sýni fulltrúum Taiwan eða Tíbet sjálf- sagðan virðingarvott eða al- menna gestrisni, viðurkennir hún jafnframt að sjálfstæðiskröf- ur fbúa þessara landa eru eðlileg- ar og að það er Beijing sem beit- ir hótunum og ofstæki sem ekki er boðlegt í samskiptum ríkja og þjóða. Hnappnælur Barmmerki Framleiðum hinar vinsælu hnappnælur sem fyrirtæki og félagasamtök nota til kynningar við ýmis tækifæri. Leitið upplýsinga hjá BÍS ísíma 562 1390 tölvup.: bis@scout.is J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.