Dagur - 20.02.1999, Side 2
18-LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999
Dagur
LÍFIÐ í LANDINU
Menn hafa kannski undrað sig á því hvað
hann Þorsteinn Joó var upprifinn yfir 100
ára afmæli KR i vikuiuii. Bjami Fel fékk
varla skotið inn orði svo xnikið Jnirfti Þor-
steinn að tjá sig um þessi stórkostlegu tíma-
mót. Svipað var uppi á teningnum á fimmtu-
dagskvöldið þegar Þorsteinn gat varla á heil-
um sér tekið af hrifningu yfir væntanlegu
uppboði á bindum þekktra íslendinga. En
það er snm sé skynsamleg skýring á
taugatitringnum og lífskætiimi því hann og
eiginkonan, María Ellingsen leikkona, vom að eignast litla
dóttur. Hnátan hefur víst hlotið nafnið Lára...
„Bíddu, hvað er nú í gangi,“ sagði Davlð
Oddsson og stoppaói í miðri ræóu í fimm-
tugsafmæli Ingibjargar Pálmadóttur, sem
haldið var á Akranesi í fyrradag. Þetta gerð-
ist þegar Margrét Guðmundsdóttir ieik-
kona, sem gerði Ingibjörgu Pálmadóttur
annars góð skil í síðasta áramótaskaupi,
æddi með fyrirgangi hm í salinn, þar sem
hún var klædd í múnderingu afmælisbams-
ins. Mikið var um dýrðir í þessu afmæli,
Þóra Einarsdóttir óperasöngkona steig á
stokk og söng fyrir gesti og gangandi, þar á meðal forsetann, rík-
isstjóm og þingmenn. Veislugestir komu víða frá, meðal annars
af Vesturlandi, af heimslóðum ráðherrans í Rangárþingi - að við-
bættu fólki héðan og þaðan.
Vala Matt er að hefja upp kvikmyndaraust
sína að nýju og nú á Skjá 1. Eins og lands-
menn vita hefin hún áðm verið með þætti,
hvort tveggja f Sjónvarpinu og á Stöð 2. Að
sögn hefur Vala haft brennandi áhuga á kvik-
myndum alveg frá táningsaldri og eins og
títt cr um ungviðið vora það stjömumar
sein heilluðu. Hún klippti út leikaramyndir
og h'indi upp á vegg, fóðraöi raunar heilan
vegg með myndum af stjömunum sínum.
Vala er ekki hætt aö fylgjast með stjömunum og ehm hluti hins
nýja kvikmyndaþáttar verðm væntanlega ferðalög hennar til út-
landaogviðtöl við stjömumar.
Konumar í Baðhúsinu era ákallega kátar
við Íeikflmina því að ýmislegt augnakonfekt
er þartil að vhða fyrir sér meðan hjólin era
stigni-’eða tækin pumpuð. Fyrir utan list-
rænar nektar-ljósmyndimar á veggjunum er
það helst eina karlhetjan á staðnum, Sævar
Pétuísson. Sævar þessi er myndarlegur
karhnaður, grannm og spengilegur, cnda
bróöh sjáhrar Lindu Pé. Já, það kemm
óneiíanlega við hormónana að horfa á svo
glæsilegan karlmann.
Úr einum myndarmamii í annan. Tómas
Þóroddsson, sem síðustu árin heíúr starfað
sem yfirkokkm á Hótel Selfoss, hyggst nú
söðla ærlega um og er að færa sig inn á nýjan
starfsvettvang. Á næstu mánuðum ætlar
Tómas að ffytja búferlum til Bretlands, þar
sem hami ætlar ætlar ásamt fleiram út í það
verkefni að Herbalife-væða Breta. Kokkurhui
er sem sagt aö fara úr mahium í duftið. Að
sögn kunnugra er Herbalife-markaðminn í
Bretlandi htt plægður og því er talið að þar sé hægt að gera stóra
hluti - og kannski hagnast vel. Vonandi að það bara rjúki ekki
allir í það, - eins og í flskeldið forðum!
Tómas Þóroddsson.
Ingibjörg Björnsdóttir segir vera þversögn í dönskuieiðanum hjá krökkum, þau nenni ekki að læra dönsku en svo þeg-
ar þau komast á Nordjobb-atdurinn vilja langflestir helst fara til Danmerkur.
H.C. Andersen
líka íyrir Morðna
„Það er náttúrulega misskilningur að ævintýri
H.C. Andersens séu barnaævintýri. Það er svo
margt í þeim. Það hafa komið hingað margir
þekktir danskir leikarar og verið með upplestra á
H.C. Andersen og það hefur alltaf verið fullt.
Þetta eru yndisleg ævintýri, allavega finnst mér
það. Það er svo mikill boðskapur í þessu hjá hon-
um.“
Það erH.C. Andersen hátíð íNor-
ræna húsinu næstu daga og þangað
kemurhinn spaugsami danski
prestur Johannes Möllehave...
I dag kl. 15 verður opnuð sýning á Iífi og list H.C.
Andersens (1805-1875) og í tilefni sýningarinnar
verður ýmislegt gert til að heiðra ævistarf þessa
danska ævintýraskálds. Þangað kemur m.a. Jo-
hannes Möllehave, sá er sló í gegn í fyrra með fyr-
irlestri um danska kímni, og heldur fýrirlestur á
sunnudaginn ld. 14 um ævintýraheim Andersens
og les upp úr sögum hans. Johannes var starfandi
prestur allt til ársins 1991, þekktur fyrir umdeilan-
legar skoðanir og skopskyn, auk þess sem hann er
rithöfundur. Hann hefur komið víða við á ritvellin-
um, skrifað m.a. bók um húmor í ævintýrum And-
ersens, barnabækur, skáldsögur og endursamið
biblíutexta.
Efla dönskiLkennslima
„Þetta er liður í |>ví að efla dönskukennslu hér á
landi,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir hjá Norræna
húsinu en danska sendiráðið, Félag dönskukenn-
ara og fleiri aðilar koma að sýningunni. Sýningin
er svokölluð skermasýning, þ.e. myndir og texti er
settur upp á frístandandi plötur. Þangað munu
grunnskólanemendur koma með kennurum sín-
um, skoða sýninguna undir leiðsögn og vinna alls
kyns verkefni í tengslum við ævintýri Andersens.
- En nú eru krnkkar orðnir 10-11 ára þegar þeir
byrja i dönsku, eru þeir ekki of gamlir til að hrifast
af H.C. Andersen?
Þversögn í dönskuleiðanum
- Nú eruð þið reglulega með alls konar dagskrár
sem tengjast Danmörku og danskri menningu og til
ykkar kemur fjöldi skólaharna. Finnst þér að is-
lenskir krakkar séu eitthvað að mildast í garð
dönskunnar?
„Já, ætli Jrað ekki. Ég tek nú oft dæmið um
Nordjobb [ungir Islendingar fá að vinna á ein-
hverju Norðurlandanna yfir sumartímann]. Þá
vilja allir þessir unglingar helst fara til Danmerkur.
Þá setja þau málið ekki fyrir sig. Þeim finnst Dan-
mörk alltaf vera mest spennandi af þessum Norð-
urlöndum. Ég veit ekki hvort þau átta sig á því að
þau þurfa náttúrulega að tala dönsku. Það er ekki
nóg að nota enskuna þar. Mér finnst dálítil þver:
sögn í þessu hjá krökkunum, þau nenna ekki að
læra dönsku en svo finnst þeim voða spennandi að
fara til Danmerkur. En mér finnst þessir dönsku-
kennarar sem ég hef kynnst leggja sig svo rriikið
fram um að gera efnið lifandi og skemmtilegt að
ég held það hljóti að vera miklu meira gaman að
læra dönsku núna en þegar ég var að læra
dönsku...“
Sýningin stendur til 14. mars og þann 23. febrú-
ar verður einnig fyrirlestur og tvær kvikmyndir um
H.C. Andersen verða sýndar. - LÓA
Maður vikumiar
gerirút...
...án þess að eiga nokkurn kvóta. Vestfirski útgerðarmað-
urinn Svavar R. Guðnason, sem sendi bát sinn á sjó þótt
enginn væri veiðikvótinn, er hetja í augum þeirra sem
vilja kvótakerfið feigt, en aðrir telja hann venjulegan lög-
brjót sem eigi að refsa. Um það efni mun Hæstiréttur
væntanlega hafa síðasta orðið.
Svavar R. Guðnason útgerðarmaðjh.