Dagur - 20.02.1999, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 20. FF.BRÚAR 1999 - 23
LÍFIÐ í LANDINU
Um borð á m/b Föroya Bjór á siglingu milli
eyja með öl. Frændinn, Heini, teygarJolly Cota.
Öibáturinn á Tvoröyri. Með Níelsi, gömlum skútukarli sem kenndi Hjálm-
ari færeysku.
Hafragrautur með maltöli
Hjálmar Árnason: „Versta atriðið sem ég þurfti að túlka var þegar ég átti að þýða fyrir einn ungan úr áhöfninni til ís-
lenskrar konu að hann elskaði hana. Það þótti mér mjög erfitt.“ Einn sunnudaginn braust út blóðugt stríð milli Færey-
inganna og íslendinga sem þótti Færeyingarnir full djarfir til kvennanna. - mynd: eól.
Þeir erufáir sem vita.
afþví en samt er það
satt. HjálmarÁmason
þingmaður er kvart-
Færeyingur og hejurí
raun W í nafninu
sínu. Hjálmarheitir
WaagÁmason eftir
staðamafninu Vági.
Foifeðmnum þótti
bara fínna að rita það
upp á danska mátann.
„Þegar ég var sjö eða átta ára
polli kom afabróðir minn, Einar
Waag, hingað til Islands til að
sækja einhvern ættingja sinn og
viðhalda tengslunum. Upphaf-
lega held ég að hann hafi ætlað
að sækja Hjálmar W. Hannesson
sendiherra, frænda minn, sem
ber nafn sama manns og ég en
hann vildi ekki fara og þá tók
hann litla orminn. I Færeyjum
var ég sumarlangt næstu sex
sumur og fyrir vikið lærði ég fær-
eysku,“ segir Hjálmar Arnason
þingmaður.
Hjálmar er Færeyingur að ein-
um fjórða því að afi hans og
nafni var kennari og skólastjóri í
Færeyjum. Hjálmar eldri hitti
ömmu Hjálmars, Kristínu Arna-
dóttur Þórarinssonar frá Stóra-
Hrauni, þegar hún var í hús-
mæðraskóla í Danmörku. (Eg
fékk einmitt fyrir tilviljun nýlega
frá manni í Kópavogi sem hefur
einhver tengsl við Færeyjar eld-
heit ástarbréf milli afa míns og
ömmu frá því á fyrri hluta þess-
arar aldar þegar þau voru í til-
hugalífinu í Danmörku," skýtur
hann inn.) Afi hans dó mjög
ungur og amma hans flutti aftur
til Islands þegar Arni, faðir
Hjálmars, var fimm eða sex ára.
MjólMn skömmtuö
Langafi Hjálmars stofnaði og rak
ölgerðina Föroya Bjór og Einar
afabróðir hans átti og rak Föroya
Bjór á þeim árum sem Hjálmar
var hjá honum í sveit. Hann
vann í ölgerðinni og sigldi milli
eyjanna með ölbátnum. Mjólkur-
framleiðsla var og er lítil í Fær-
eyjum og mjólkin var skömmtuð,
tveir lítrar á viku. Það má því
segja að Hjálmar sé alinn upp í
ölgerðinni. Mjólkin var skömmt-
uð vegna lítillar mjólkurfram-
leiðslu og börnin fóru með brúsa
til bóndans tvisvar í viku og
fengu einn Iítra í hvort sinn. I öl-
gerðinni var hins vegar nóg af
gosdrykkjum og öli og þar ólst
Hjálmar upp við það að borða
hafragraut með maltöli. „Það er
hin ágætasta fæða þegar maður
er búinn að venjast því,“ segir
hann.
A hverju sumri var Hjálmar
gjarnan þrjár til fjórar vikur í
Sörvogi. Þar hafði hann það
hlutverk að fara með beljur upp í
fjall og sækja þær á kvöldin.
„Fyrir mig var þetta eins og að
fara 100 ár aftur í tímann. Fólk
gekk um á sauðskinnsskóm. I
sumum húsunum var ekki einu
sinni vatnssalerni. Það var leikur
hjá okkur strákunum að elta
gömlu karlana þegar þeir voru að
skíta í fjörunni og henda svo
bolta niður og þykjast vera að
hlaupa á eftir þeim þegar karl-
arnir voru komnir með brækurn-
ar á hælana,“ segir hann.
HátíðleiMim eyðilagöur
Árið 1962 hófst áætlunarflug til
Færeyja. Fyrsta flugvélin var
Gunnfaxi DC3 frá Flugfélagi ís-
lands. Oll fyrirmenni Færeyja
voru viðstödd - og íslenski poll-
inn. „Eg var að springa úr monti
yfir að vera íslendingur," segir
Hjálmar. En þessi hátíðlega at-
höfn hálf eyðilagðist því að þegar
flugvélin renndi í hlað brast á al-
mennur hlátur. „Eitt það fyrsta
sem menn sáu þegar hún stopp-
aði var áletrunin „neyðardyr" á
hlið vélarinnar. Neyðardyr á fær-
eysku þýðir vitleysingur. Mönn-
um þótti einkennilegt að senda
vitleysing til Færeyja."
Pattinn kynntist að sjálfsögðu
grindardrápi og hann rifjar upp
þegar heill bíósalur tæmdist á
svipstundu þegar grindarboð bár-
ust inn. „Menn þustu út í trill-
urnar og út á sundin til að reka
vöðuna inn.“
Drukku kaffi í lúkaruu in
Þegar Hjálmar var 13 ára fór
hann strax eftir skóla til Færeyja
á 50 tonna bát hjá frænda sínum
og sigldi til Islands. „Eg var á
skaki í níu vikur út af Norður-
landi með færeyskum flota, allt
norður til Kolbeinseyjar. Við
héldum alltaf sunnudaginn
heilagan og sigldum inn til
Siglufjarðar eða Grímseyjar um
helgar. Þetta var nokkuð stór
floti og meðal annars tvær eða
þrjár skonnortur. Menn fóru á
milli og drukku kaffi í lúkarnum
þegar bátarnir voru inni. Þar
drakk ég meðal annars kaffi í
Kútter Sigurfara sem er núna á
Akranesi. Það var eitt skemmti-
legasta sumar sem ég hef upplif-
að að vera háseti á skaki með
Færeyingum við Islandsstrend-
ur,“ rifjar hann upp.
Á færeysku bátunum var með-
al annars stundaður svokallaður
sjálfdráttur og var þá aflinn tal-
inn í Iok hvers veiðidags og laun-
in greidd eftir því. Þetta segir
hann að hafi framkallað „ægilega
spennu um borð“. Mannlífið var
Ijölbreytilegt og margt sem gat
komið upp á, til að mynda bilaði
kokkurinn, nýtrúlofaður maður-
inn, síðustu vikuna, lagðist í koju
og kom ekki út aftur fyrr en siglt
var inn á pollinn í Klakksvík.
„Það var bara af spennu og þrá
eftir sinni heittelskuðu, sem
margir sjómenn þekkja," segir
hann.
Blóðug orusta
I landi var pottormurinn frá Is-
landi túlkur fyrir Færeyingana.
„Versta atriðið sem ég þurfti að
túlka var þegar ég átti að þýða
fyrir einn ungan úr áhöfninni til
íslenskrar konu að hann elskaði
hana. Það þótti mér mjög erfitt,“
segir Hjálmar og bætir við að
einn sunnudaginn hafi brotist út
stríð milli „Færeyinga og ungra
Siglfirðinga sem töldu Færeying-
ana heldur djarfa til kvenna
sinna. Það var blóðug orusta
með grjótkasti á gömlu plani á
Siglufirði."
í sjálfdrættinum var hann eini
íslendingurinn um borð og
yngstur en samt þriðji lægstur.
„Og ég trúi því að þeir hati mig
enn þeir tveir Færeyingar sem
voru fyrir neðan mig,“ segir
hann.
Heimsfrægur í Færeyjum
Hjálmar var við nám við Fróð-
skaparsetur Færeyja veturinn
1972-1973, starfaði við færeyska
útvarpið og gerði 1 5 þætti um Is-
land. Ekki var útvarpað allan
daginn og því hlustaði öll þjóðin
þegar útvarpað var. Þetta er í
eina skiptið sem hann hefur
upplifað það að vera heimsfræg-
ur. Þá var hann á línutúr með
Færeyingum við RockAlI.
„Eg hafði aldrei komið nálægt
línu og var enn einu sinni í þeirri
stöðu að vera útlendingurinn,
ekki góður beitingamaður, eigin-
lega skipsfíflið sem naut lítillar
virðingar. Þá var búið að taka
upp fyrsta þáttinn af þessum 15.
Þegar við vorum að sigla aftur til
Færeyja og útvarpið farið að nást
þyrptust allir upp í brú til að
hlusta. Eftir lestur kvöldfrétta
kynnti þulur að nú myndi Hjálm-
ar Árnason byija fyrsta fyrirlestur
sinn af 15 um Island. Menn
voru dálitla stund að átta sig,
horfðu til skiptis á mig og út-
varpið. Þegar þeir uppgötvuðu að
þetta væri þeirra maður skaust
ég eins og korktappi í virðingu
frá því að vera skipsfíflið upp í að
vera þeirra maður. Þeir nánast
báru mig í land af því að maður-
inn í útvarpinu var þeirra maður.
Það er besta lexían mín í ólíku
gildismati,“ riljar hann upp.
Islendingar njóta gífurlegrar
virðingar og vinarþels á Færeyj-
urn, að sögn Hjálmars, meðal
annars vegna þess að Færeyingar
hafa haft mikil samskipti við ls-
lendinga. Margir Færeyingar
komu hingað á sjötta áratugnum
til að vinna, bæði á sjó og sjúkra-
húsum en samskiptin ná líka
lengra aftur. Færeyingarnir fóru
nefnilega í gamla daga á skútun-
um að vori frá Færevjum og byrj-
uðu gjarnan á því að koma við á
Austljörðum.
„Sumir höfðu þar samninga
við bændur við sjávarsíðuna um
að setja niður kartöflur. Síðan
héldu þeir út til veiða og voru
sumarlangt, út af Austurlandi, á
Selvogsbanka og jafnvel inni í
Faxaflóa. Síðsumars og undir
haust sigldu þeir heim með við-
komu á Austfjörðum. Þeir komu
heim með saltfisk og nýjar ís-
lenskar kartöflur." - GHS