Dagur - 20.02.1999, Qupperneq 10
'I
'26-~l'augardagúr 20. febrúár 1999
ÞANNIG KYNNTUMST VIÐ...
Ðíypur
í Noregi. Anna Pátína og Aðalsteinn Ásberg ásamt Guðrúnu
Gunnarsdóttur og norskum vini.
Þremur börnum
síðar, Árni
Húmi, Álfgrim-
ur og Þorgerð-
ur Ása.
Búin að tilkynna
Jónasi Ámasyni
að hann verði
ekki boðinn í af-
mælið hennar.
Eins og vafningsjurt
Vinir, elskendurog
samstarfsmenn í einn
og hálfan áratug. Það
eru hjóninAðalsteinn
Ásberg Sigurðsson og
Anna Pálína Ámadótt-
ir. Ánægð með lífið.
„Einhvern tímann var mér sagt
að við hefðum verið saman í
mörgum lífum, að við fléttuð-
umst saman eins og vafningsjurt
og það er alveg satt því að við
þurfum að taka okkur verulega á
til að Iifa sjálfstæðu lífi. Það er
átak fyrir okkur," segir Anna
Pálína og Aðalsteinn bætir við:
„Fólk hefur stundum spurt af
hverju við köllum okkur ekkert
heldur notum bara nöfnin okkar
og kannski er það nauðsynlegt
f^TÍr okkur. Við erum tveir ein-
staklingar og bæði mjög ákveðin.
Við þurfum oft að takast á um
hlutina og það er líka mjög gott.“
Höfum styrk hvort af öðru
Anna Pálína og eiginmaður
hennar, Aðalsteinn Asberg Sig-
urðsson, verja stórum hluta sól-
arhringsins saman og mun meiri
tfma en flest pör. Fyrir utan það
að búa saman vinna þau mikið
saman í gegnum tónlistina. Anna
Pálína sér að vísu um barnatím-
ann í Utvarpinu og Aðalsteinn
Ásberg er formaður Rithöfunda-
sambandsins sem er ærinn starfi
auk þess að semja tónlist og
skrifa bækur en saman gefa þau
út plötur, nú síðast Berrössuð á
tánum, og koma fram og flytja
tónlist við ýmis tækifæri. Þau
ræða saman vinnuna og hafa
áhrif á verk hvors annars, hvort
sem verkefnið er sameiginlegt
eða ekki. „Við höfum styrk hvort
af öðru í því sem við erum að
starfa."
Anna Pálína, og Aðalsteinn
eiga margt sameiginlegt þó að
tónlistin eigi þar óneitanlega
þau kynntu ísland gegnum
vísnatónlistina. Það var upphaf-
ið. Eftir eitt ár komu þau heim
aftur, giftu sig og Anna Pálína
fór í Kennaraháskólann. „Svo
þegar við vorum búin að eignast
barn númer tvö varð ég að
horfast í augu við þessa söng-
þörf og fór í söngnám hjá FIH.
Upp úr því gáfum við út fyrstu
plötuna okkar. Við vorum búin
að ýta boltanum af stað og
horfast í augu við að þetta væri
eitthvað sem við ætluðum að
gera af alvöru,“ segir hún.
Tónlistin bindur þau sterkum
böndum, sérstaklega áhugi á
norrænni vísnatónlist. „Þetta er
dálítið merkilegt. Þetta er ekkert
vinsæl tónlist en það er svolítið
sérstakt að þessi norræna lína
höfðar mjög sterkt til okkar
beggja," segir Anna Pálína og
játar að vera veik fyrir Country-
tónlist á laun meðan Aðalsteinn
hlustar á djassinn.
Þau eru Iík og hafa svipaðan
takt til vinnu, taka tarnir og
liggja svo í Ieti. Börnin eru í
skóla og þau þurfa stundum
að beita sig aga til að fara að
sofa á kristilegum tíma. „Eg
held því fram að við þurfum
að komast í rúmið fyrir
klukkan ellefu því að alltaf
klukkan ellefu gerist eitthvað.
Þá förum við að fá hugmynd-
ir og tala saman og þá fer
eitthvað af
stað. Allt í
einu er
klukkan
orðin
Aðalsteinn Ásberg og Anna
Pálína: við höfum verið
saman í mörgum lífum.
-mynd: E.ÓL.
Reykjavík 23. janúar 1983. „Við
höfðum bæði verið í Ieikhúsi um
kvöldið, hvort í sínu leikhúsinu.
Við höfum bæði mikinn áhuga á
leiklist og höfum alltaf haft, við
vorum mjög fljót að kynnast
vegna þess að við komumst strax
að því að við höfðum sameigin-
Iega mikinn áhuga á tónlist,“ seg-
ir Aðalsteinn.
Hún var einlægur aðdáandi
vísnahljómsveitarinnar Hálft í
hvoru en þrætti við hann um að
hann væri í þeirri hljómsveit. „Eg
hafði aldrei tekið eftir honum.
Þeir voru náttúrulega svo miklir
yfirtöffarar nokkrir að ég tók ekki
eftir þessum hægláta manni, sem
var þarna innan hljómsveitarinn-
ar,“ segir Anna Pálína.
Hafa svipaðan
takl til viiimi
Þau voru snögg að ná saman og
strax árið 1984 var
haldið til Nor-
egs þar sem
stærstan þátt. Anna Pálína er
fædd árið 1963 og er bæjarbarn,
alin upp í Hafnarfirði, en Aðal-
steinn er fæddur 1955 og er
sveitabarn, alinn upp á Ondólfs-
stöðum í Reykjadal. Bæði koma
þau úr stórum systkinahópi og
syngjandi tónlistarfjölskyldu.
Anna Pálína er örverpi, yngst sex
systkina og 23 ár á milli hennar
og elsta bróðurins, en Aðalsteinn
er elstur jafn margra systkina.
Það er 21 ár milli hans og yngstu
systur hans.
Fyrst koma orðin...
„Eg er ekki eingöngu alinn upp
við búskap, það var líka tré-
smíðaverkstæði heima hjá mér.
Þegar ég man fyrst eftir mér voru
vikulegar æfingar karlakórsins á
verkstæðinu þannig að ég er al-
inn upp við heilmikla tónlist,“
segir Aðalsteinn, sem átta ára
gamall var búinn að ákveða að
verða rithöfundur. Um eða upp
úr tvítugu fór hann að semja tón-
list við textana sína. „Þannig að
ég segi alltaf:
fyrst koma
orðin, svo
koma tón-
arnir.“
Söng-
gleðin
ríkti líka í
fjölskyldu
Onnu Pálínu.
Stórfjölskyldan hitt
ist og spilaði og
söng. Hún fór í
kór Oldutúns-
skóla og örlögin
leiddu hana svo
f söngnám þeg-
ar hún var
skiptinemi er-
lendis. í mennta-
skóla kom hún
fram með hljóm-
sveitum en framtíðin
réðst á skemmtistað f
tvö. Við erum mjög dugleg að
láta okkur dreyma saman og ger-
um okkar besta til að láta
draumana rætast," segir Anna
Pálína og kemst að þeirri niður-
stöðu að þau bæti hvort annað
upp. „Aðalsteinn er á jörðinni í
peningamálum og kann að halda
utan um svoleiðis hluti á meðan
ég legg Iínurnar út á við,“ segir
Anna Pálína.
fírifin af sögu
Þeim þykir gaman að ferðast og
eru hrifin af gömlum hlutum.
„Það er mjög hlægilegt. Við get-
um dottið í það að vera svo hrif-
in af einhverjum hlutum að \að
þurfum að taka verulega á til að
kúpla okkur út úr því. Á ferða-
lögum höfum við staðið framrni
fyrir því að ætla að kaupa risa-
stórt borðstofusett sem við höf-
um ekki haft neina hugmynd
um hvernig við ætluðum að
koma heim eða hvar við ætluð-
um að koma fyrir. Við getum
hrifist svo af...sögunni. Við höf-
um gaman af sögu, að finna fyr-
ir því að hlutir eigi sér sögu og
hafi verið lengi til,“ segir Anna
Pálfna.
- En hvernig tekst ykkur að
vinna og búa saman án verulegra
árekstra?
„Okkur hefur tekist að skilja
þarna á milli. Þegar við erum að
æfa, setja saman dagskrá eða
ræða vinnuna þá erum við ekki
hjón heldur vinnufélagar. Það
hafa komið upp árekstrar en
okkur hefur tekist að ræða þá.
Grundvallaratriðið er sú virðing
sem maður ber fyrir samstarfsfé-
laga sínum. Eg held að það sé
mikilvægast,“ svarar hún.
Og Aðalsteinn Ieggur í púkkið:
„Þetta er vissulega stundum
erfitt og einstaka sinnum veltum
við því fyrir okkur hvort það sé
mikil þröngsýni að feta þennan
stíg og vera ekki meira út á við,
vinna með fleirum. En oftast
komumst við að þeirri niður-
stöðu að þetta sé eftir sem áður
langskemmtilegast.“ -GHS