Dagur - 20.02.1999, Side 11
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 - 27
Maftar
UMSJON:
PÉTUR ST. ARASON
Borðhaldið hefur
menningarlegt g'ildi
Stefanía V. Stefáns-
dóttir heimilisfræði-
kennari hefurkenntá
matreiðslunámskeið-
um Hjartavemdar.
Hún gefurfólki góð ráð
um það hvað em hollar
og góðar matarvenjur.
„Það hefur verið óskaplega gam-
an að kenna á þessum nám-
skeiðum og fólkið hefur verið
svo þakklátt og glatt,“ segir Stef-
anía. Hún segir að fólk þurfi
ekki að gjörbreyta sfnum neyslu-
venjum Það þurfi ekki að henda
gömlu uppskriftunum sínum.
Hún \dll að fólk hugi frekar að
því hvernig það skammti á disk-
ana. Málið sé að minnka hlutfall
fitunnar í fæðunni og auka kol-
vetnin. „Eg tala fyrir þessu
sænska diskmódeli, þar sem að
2/3 disksins eru kolvetni og 1/3
prótein. Þá á ég við það að
borða mikið af kartöflum og
allskyns grænmeti, hrísgrjónum
og brauði.“
Stefanía segir að það sé firra
að kartölfur og hrísgrjón geti
ekki farið saman. Þetta séu
hvort tveggja kolvetnarík fæða.
„Einhvern veginn erum við enn-
þá í þessum gömlu siðum að
borða mikið af kjöti. Þú færð
kannski stóra kjötsneið, tvær
kartöflur og pínulítið af græn-
meti á diskinn þinn þegar þú
ferð út að borða. En ekki vil ég
draga úr því að fólk minnki
fiskneyslu því fiskurinn er svo
hollur."
Kolvetni ódýr og holl
Það sem Stefanía Ieggur áherslu
á er að kenna fólki að búa til
fljótlegan og hollan mat, hvers-
dagsfæði. Svo virðst sem að fólk
hafi ekki orku til að standa í
mikilli matargerð eftir þungan
og erfiðan vinnudag. „Það þarf
ekki að taka nema örskamma
stund að búa til holla máltíð fyr-
ir fjölskylduna. Svo er ég líka að
reyna að hafa þetta ódýrt þannig
að fólk sé ekki að borða frá sér
stóran hluta teknanna. Eg hef
verið mikið með kjúklingarétti á
þessum námskeiðum. Eg krydda
kjúklinga og raða þeim í eldfast
fat set þá í ofninn og bý svo til
sósu á rneðan þeir eru að steikj-
ast. Þetta tekur um þrjú kortér.
Það er engin panna, engin auka
feiti. Ég læt nemendurna fleyta
feitinni ofan af. Með þessu hef
ég hrísgrjón, grænmetissalöt,
kartöflur og brauð.
Eins er með fiskinn. Það er
hægt að sjóða fisk í eigin soði.
Þá raða ég fiskinum á kalda
pönnuna, og set grænmeti undir
og stilli á lægsta straum. Þetta
tekur um tuttugu mínútur. Ef
fiskurinn er nýr og góður er
þetta alveg yndisleg aðferð. Svo
kannski set ég örlítinn ost yfir.
En ekki mikinn og ekki feitan
ost.“
Menntun hefur áhrif á
hollustu
Stefanía segir það sem einkenni
íslenskt fæði sé að það sé of
feitt, of sætt, og óþarflega
próteinríkt. Hún segir það hafi
komið í ljós að hér á landi sé of-
lítil neysla á grænmeti, ávöxtum
og grófu brauði. Járn og D-
vítamín neysla sé í lægri kannti.
Kalkneysla sé yfirleitt góð en
skortir hjá ákveðnum hópi ung-
Iingstúlkna.
Stefanía segir að það séu
miklir fordómar í gangi í tengsl-
um við hollustuhætti og til
fólks sé beint misvísandi skila-
boðum. „Fólk veit ekki hveiju
það á að trúa. Seljendur megr-
unnarlausna tala til dæmis allt
öðruvísi en læknar."
Stefanía segir að það sé sam-
band milli menntunar og holl-
ustuhátta. Best menntaða fólkið
Efmaðurþyngist um
sjö kíló þá lengistæða-
kerfið um vegalengd-
ina milli Keflavíkur og
New York. Þannig að
það erekki aðfurða
þótt eitthvað bil í lík-
amanum viðþað mikla
álag sem ojfitan
veldur.
virðist lifa heilsusamlegasta líf-
erninu. Hún segir þetta vera
vegna þess það hlusti eftir því
hvaðan upplýsingarnar koma.
„Það hleypur ekki eftir Mansjúr-
íuteinu eða einhverju svona æði
sem grípur um sig í þjóðfélag-
inu. Það spyr er þetta virkilega
rannsakað eða ekki.“ Stefanía
segir það hafi komið fram í
rannsókn sem að dr. Laufey
Steingrímsdóttir gerði á neyslu-
venjum íslendinga fyrir
nokkrum árum að mikill munur
væri á fæðurvali fólks eftir starf-
stéttum og búsetu.
Ofötan heilhrigðisvandamál
21. aldariimar
Offita barna fer vaxandi á Vest-
urlöndum. Hvetju sem þar er
um að kenna. Uppeldisaðferðir
skipta miklu máli fyrir framtíð
barnanna Stefanía segir að því
hafi verið spáð að þegar feitu
krakkarnir vaxi úr grasi muni út-
gjöld til heilbrigðismála vaxa.
Hún segir að allt síát sé slæmt
og þá geti komið upp offitu-
vandamál og tannskemmdir af
því að fæðið sé of feitt og of
sætt. „Offitan minnkar bæði
lífsgæði og lífslíkur. Sá hug-
myndafræðingur sem að ég styð
mig mikið \ið er Stefan Rössner
á Karonlinska sjúkrahúsinu í
Stokkhólmi, hann segir að það
sé svo erfitt að ná með þennan
boðskap til karlmanna þeir séu
svo viðkvæmir fýrir því að tala
um offituvanda. Hjartavernd
hefur sömu sögu að segja, þeir
hafa ekki eins mikinn áhuga að
halda sig til og við konurnar.“
Nú er alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin að spá því að offita
verði sjúkdómur 21 aldarinnar.
Ef maður þyngist um sjö kíló þá
lengist æðakerfið um vegalengd-
ina milli Keflavíkur og New
York. Þannig að það er ekki að
furða þótt eitthvað bil í líkaman-
um við það mikla álag sem offit-
an veldur. Þetta er náttúrulega
mikið álag á allt. Hjartað og
stoðkerfið. Stefanía segir að
ruslfæðið og ýmis helgartilboð
stórmarkaðanna hvetji til
óhollra lífshátta. „Svo virðist
sem það sú einkum krakkarnir
sem eru ginkeyptir fyrir þessu.
Herferðum fyrir bættu mataræði
og hreyfingu er einkum beint að
fullorðnum. Svo er verið að aug-
lýsa óhollan skyndimat, sælgæti
og gosdrykki, þeim auglýsingum
er beint að ungu fólki.“
Stefanía segir að sér virðist
sem að fólk gefi sér minni tíma
til þess að elda mat hverdags.
„Aftur á móti held ég að fólk
hafi áhuga á matargerð og sé
nokkuð snjallt þegar það gefur
sér tíma til þess t.d. kum helgar.
Það skiptir svo miklu máli að
krakkar séu aldir upp \dð holl-
ustuhætti og heilbrigt mataræði.
Það er mildlvægt að börn læri
viðhorf til hollrar fæðu og hreyf-
ingar í foreldrahúsum. Það er
fjölskyldufólkið sem ber þarna
mesta ábyrgð. Foreldrarnir
borða kannski á vinnustað og
yngstu börnin borða á leikskól-
um, en það er ekki boðið uppá
mat í skólunum. Það er notalegt
íyrir fjölskylduna að sitjast sam-
an yfir heitri máltið á kvöldin og
hefur Iíka ákveðið menningar-
Iegt gildi,“ segir Stefanía.
Hrísgrjón í tómat
1 bolli hrísgrjón
olía
1 stk. laukur í þunnum sneiðum
1/2 paprika smátt söxuð
2 bollar niðusoðnir tómat
(safinn með)
1 tsk. salt
örlítill pipar
2 bollar vatn.
Olían hituð, pctprika og grjón
sett út i og brúnað dúlítið við
mikinn hita og hrært tá tneðan.
Tómötum, vatni, salti og pipar
bætt útí og látið sjóða við vægan
hita í ca. 20 mín.