Dagur - 20.02.1999, Síða 14
30 - LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999
Streptó-
kokkur A
er skað-
ræðis-
padda
Margir hafa legið í bælinu að undanförnu, börn jafnt sem fullorðnir, og vilja
flestir kenna flensunni illræmdu um. í sumum tilfellum getur það þó verið
streptókokkur A sem veldur og þá er réttast að láta rækta úr hálsi sér og fá
fúkkalyf gegn sýkingunni.
Hárhiti dögum sarnan, sár-
indi í hálsi og tungu. Flestir
myndu halda aðþama væri
flensan óttalega áferðinni en
þaðþarfekki að vera. Útbrot-
in sýna að þetta gæti verið
skarlatssótt og þá er nú ör-
uggara að rækta sýni.
„Skarlatssótt er streptókokkasýking og
kemur þá sem útbrot og hálsbólga, sárindi
í munni og tungan verður sérkennileg og
graftarnabbar í hálseitlum. Þetta er
streptókokkur A, sem er skaðræðispadda
og meðhöndluð með pensillíni. Sem betur
fer hefur hún ekki áunnið sér ónæmi fyrir
penisillíni enn sem komið er en það er rétt
að standa klár á henni,“ segir Geir H. Þor-
steinsson barnalæknir.
Myndar eiturefni
Börn og fullorðnir hafa lagst í rúmið um
allt land að undanförnu og er í mörgum
tilfellum flensunni um að kenna en einnig
hefur verið um skarlatssótt að ræða. Allir
geta fengið streptókokkasýkingu en fólk
fær útbrotin ekki nema einu sinni, oft í
„Það er rétt og skylt að rækta
úrhálsifólks og vera ekki að
skjóta svona eins og með
haglabyssu út í loftið ein-
hverjumfúkkalyfjum bara af
því að það emfúkkalyf “
æsku. Eins og nafnið bendir til eru þau
skarlatsrauð og sumir verða það og flagna
svo tíu dögum síðar á fingrum og tám.
Geir segir að streptókokkur A geti
myndað eiturefni í líkamanum sem getur
valdið nýrna- og liðagigtarsjúkdómum.
Aður fyrr hafi hann verið talinn ein aðal-
ástæðan fyrir liðagigt löngu síðar á ævinni
og því vilji menn meðhöndla sýkinguna
með penisillíni og ekki láta líkamann
mynda mótefni því að þá eru meiri líkur á
að bakterían nái að vinna skaða. Enn í dag
er nefnilega talið samband á milli
streptókokks A og liðagigtar þó að það sé
langt frá því eina ástæðan.
Aftur og aftur
Streptókokk A getur maður fengið aftur og
aftur í hálsinn án þess að fá útbrot. I hvert
skipti er nauðsynlegt að leita til Iæknis og
fá lyf. Ef viðkomandi hefur ofnæmi fyrir
penisillíni er þó erfiðara um vik því að
bakteríurnar eru ónæmar fyrir því lyfi sem
þá er gefið. „Það er rétt og skylt að rækta
úr hálsi fólks og vera ekki að skjóta svona
eins og með haglabyssu út í loftið ein-
hverjum fúkkalyfjum bara af því að það
eru fúkkalyf," segir Geir. -GHS
HEILSUMOLAR
Daður á Netinu
Þeir eru ýmsir sem hafa gaman af að
daðra á internetinu. Hér koma nokkrar
vefsíður sem hægt er að prófa:
http://chat.aftonbIadet.se
www.maze.se/chatchatchat/
www.chatta.com
http://hem 1 .passagen.se/jan-
mob/chat.html
http://chat.Iovepower.com/chat
www.tjatta.com/tjatta
Átta góð ráð í daðrinu:
1. Veldu þér passlegt nafn sem gefur þér
ekki of ákveðinn stimpil. Ef þú kallar þig
„Blondfnu" geturðu kallað yfir þig fullt af
karlmönnum sem þú \ált ekkert við tala.
2. Til að ná sambandi er gott að fylgjast
fyrst með því sem er í gangi áður en þú
blandar þér inn í samræðurnar.
3. I mörgum tilfellum er hægt að senda
einkaskilaboð og það er góð aðferð til að
ná sambandi við einhvern sem mann lang-
ar til að daðra við.
4. Ef þú kemur inn í umræðurnar miðj-
ar er langbest að reyna að komast strax í
taktinn með því að ræða það sem er í um-
ræðunni.
5. Ekki vera hrædd(ur) við að viður-
kenna að þú sért ný á þessu sviði. Þau hin
eru strax tilbúin til að hjálpa þér.
6. Daðraðu og hrósaðu. Það skiptir
miklu máli.
7. Ekki taka allt alvarlega. Það er miklu
betra að hafa húmorinn í Iagi. Þetta er jú
allt bara í gamni gert!
8. Ekki gefa upp upplýsingar um sjálfan
þig nema í einkasamtali. Bíddu Iíka með
það þangað til þú hefur talað við sömu
manneskjuna nokkrum sinnum og skipst á
e-mailum nokkrum sinnum við hana. Það
er líka þægilegt að hafa ókeypis e-mail, til
dæmis á hotmail, og fá sent þangað.
Kamival í kamesinu
Nú er liðinn öskudagur
og málningin rétt að nást
framan úr krökkunum.
Þeim fannst óskaplega
gaman að klæða sig upp
og ganga einn dag um
sem risaeðla, Lína, Hrói
eða leðurblökumaður.
Búningarnir auka ærsl og
gleðilæti barna og kætin
dugar jafnvel fram að
páskum. Fullorðnum er
líka hollt að ærslast og
Ieika og þá geta búningar hjálpað við
hömlulosun og aukið á yndi.
Það gerðist í Garðabæ
Það muna margir eftir þjóðsögunni sem
gekk um prúð hjón úr Garðabænum
(kannski þingkona og fasteignasali, vel-
stæð) sem lentu í eilítið pínlegri búninga-
sittúasjón. Sporlaust hvarf þeirra gerði
vini áhyggjufulla og lögregla var fengin til
að kúbeinsopna húsið fína með jafna
hekkinu (spurning samt hvort þetta var
hárnálaopnun, erfitt að gera sér grein fyr-
ir hversu smart aðferðum þeir búa yfir).
Vinahjón og þrír lögregluþjónar bísperrtir
með kylfur og táragas í vasa þustu inn í
húsið og í svefnherberginu blasti við
ógleymanleg sjón; fasteignasalinn lá á
gólfinu tvíbrotinn á fæti klæddur súper-
mannbúningi en eiginkonan var handjárn-
KYNLIF
Ragnheiöur
Eiríksdóttip
skrifar
uð á báðum við
miðstöðvarofninn
í latexnærbuxum
einum fata. Sög-
unni fylgdi að
þrátt fyrir sólar-
hrings vosbúð
varð hjónunum
ekki meint af og
gátu þau að sex
vikum liðnum tek-
ið upp fyrri hætti
og haldið áfram
að rækta sitt innra
barn.
Innkaup
Pornóverslanir
bjóða iðulega upp
á dágott úrval
búninga sem sér-
staklega eru ætl-
aðir til kynlífs-
Ieikja. Hjúkku-
búninga er alltaf
hægt að fá, það
eru þá þessir sem
lifa góðu lífi í
fantasíuheimi
karlpenings um
víða veröld, knall-
stuttir og ósiðlega
flegnir með lær-
Súpermann - meðan allt lék i lyndi.
háum sokkum í stíl. Ekki alveg það sem
maður sér í veruleikanum uppi á Land-
spítala þó að mín skoðun sé reyndar sú að
vinnuklæðnaður hjúkrunarfræðinga sé
allt annað en kyndeyfandi (svo ég tali nú
ekki um skurðstofugalla ákveðinnar stétt-
ar sem vinnur þétt við hliðhjúkrunarfræð-
inga ... ah). Fyrir ástmenn er svo til dæm-
is hægt að fá lendarskýlur með pardus-
mynstri eða hreinlega hinn háklassíska of-
urmenninsbúning með hentugu gati að
framanverðu um miðbik.
Veisla
Langar ykkur ekki í stóra grímuveislu þar
sem inngönguskilyrði er að koma í bún-
ingi eða að minnsta kosti með grímu sem
hylur andlit? I veislunni ægir saman
furðuverum, þarna er kattarkonan, köngu-
lóarmaðurinn, trúður, svín, klámblaðskan-
ína, satan og hafmeyja. Kannski er hægt
að þekkja ofurmennið á stinnum bakhlut-
anum og framsettri bringunni eða hof-
gyðjuna á tignarlegum limaburði og dill-
andi hlátri. Tala svo allt kvöldið við
greindarlega múmíu með lostafullt augna-
ráð og hrífandi rödd og andlitið ennþá
leyndardómur ldukkan 02.45. Kannski
dansa þá þétt og anda á háls. Spennan
gæti nálgast óbærileika.
Eg hef ekki enn komist í svona teiti en
bíð spennt eftir boði.