Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 21

Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 21
RADAUGLÝSINGAR Heilbrigðisstofnunin Blönduósi Staða heilsugæslulæknis Laus er til umsóknar staða læknis til lengri eða skemmri tíma frá 1. maí nk. Sérfræðiviðurkenning í heimilislækningum æskileg. Um er að ræða stöðu sem skiptist milli heilsugæslu- sviðs og sjúkrasviðs. Nánari upplýsingar veita Páll N. Þorsteinsson yfir- læknir og Bolli Ólafsson framkvæmdastjóri. Staða hjúkrunarfræðings á heilsugæslusviði Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings á heilsugæslusviði frá 1. júní nk. Um 70% starfshlutfall er að ræða. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Staða læknaritara Laus er til umsóknar staða læknaritara frá 1. maí nk. Um 100% starfshlutfall er að ræða. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Nánari upplýsingar veita Páll N. Þorsteinsson yfir- læknir og Bolli Ólafsson framkvæmdastjóri. Hjúkrunarfræðingar - sum- arafleysingastörf Hjúkrunarfræðinga vantar til sumarafleysinga á sjúkradeild. Á sjúkrasviði er blönduð ný 23 rúma sjúkradeild sem einnig sinnir bráðainnlögnum, einnig endurbætt 12 rúma öldrunardeild. Gott húsnæði í boði. Nánari upplýsingar veitir Sveinfríður Sigurpáls- dóttir hjúkrunarforstjóri sjúkrasviðs. Heilbrigðisstofnunin Blönduósi, Flúðabakka 2, sími 452-4206 TIL SÖLU iörð til sölu Lynghóll í Skriðdal er vel í sveit settur. Á jörðinni er sauðfjárbúskapur í fullum rekstri. Upplýsingar í síma 471 1215 eftir kl. 19. Jörðin Samkomugerði II í Eyjafjarðarsveit ásamt bústofni og vélum er til sölu og laus til ábúðar á komandi vori. Upplýsingar gefa Búnaðarsamband Eyjarfjarðar, sími 462 4477, og undirritaður ábúandi og eig- andi jarðarinnar, sími 463 1294. Sigtryggur Jónsson. Kin fullkomna næringarvara Viö erum nr. 1 og erum að taka heiminn maö trompi! Láttu þér líða vel á likama og sál! Auðveld leið til að grennast. Höfum einnig frábærar snyrtivörur og glænýja föröunarlinu. Allt 100% náttúruleg vara. Persónuleg ráðgjöf og þjónusta. Visa/Euro. Sendum í póstkröfu. S:869164S og 8691514. E-mail stp@here.is U T B 0 Ð Akureyrarbær - Útboð Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd bæjarsjóðs Akureyrar, óskar hér með eftir tilboð- um í gatnagerð og lagnir í áfanga I A í Teigahverfi. Tilboðið nær til gerðar 1040 lengdarmetra af götum og 630 lengdarmetra af stígum ásamt tilheyrandi holræsa- og vatnslögnum. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt úr götum 16200 m3 Lagnaskurðir 2020 m Lengd fráveitulagna 3115 m Lengd vatnslagna 1025 m Fylling 12700 m3 Hljóðmanir 12600 m2 Skiladagur meginhluta verksins er 14. júní 1999, öllum götum og stígum skal lokið 2. júlí 1999 og frágangi hljóðmana og öllum öðrum frágangi skal lokið 16. júli 1999. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Tæknideildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, frá og með þriðjudeginum 23. febrúar 1999 á 4.000 kr. Opnun tilboða fer fram á sama stað mánudaginn 8. mars 1999 kl. 11:00. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri. ÚTBOÐ RARIK óskar eftir tilboðum í: RARIK 99001 Endurnýjun aðveituæðar hitaveitu á Siglufirði Verkið felst í að endurnýja aðveituæð hitaveitu á Siglufirði, sem liggur frá jarðhitasvæðinu í Skútudal að miðlunargeymi ofan við bæinn. Helstu magntölur: • Frágengið einangrað stálrör 150/280 án efnis 2430 m • Frágengið einangrað stálrör 200/355 án efnis 345 m Útboðsgögn verða seld á skrifstofum RARIK, Rauðar- árstíg 10, Reykjavík, Vesturtanga 10, Siglufirði, og Ægisbraut 3, Blönduósi frá og með mánudeginum 22. febrúar nk. Verð fyrir hvert eintak er kr. 2.000,- Skila þarf tilboðum á skrifstofu RARIK á Blönduósi fyrir kl. 14 föstudaginn 5. mars 1999. Tilboðin verða opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda, sem óska eftir að vera viðstaddir. ^ RARIK Rauöárstíg 10 * 105 Reykjavík Sími 560-5500 - Bréfasími 560-5600 I I I UTBOÐ F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í „fjörutíu 50- 1.250 kVA dreifispenna". Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar. Opnun tilboða: 16. mars 1999, kl. 11.00 á sama stað. -ovr 17/9 F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið: “Útloftanir á brunna". Verkið felst i að smíða og heitzinkhúða út- loftunarrör fyrir hitaveitubrunna. Helstu magntölur: Þvermál DN 10Omm, lengdir 1000 til 1600mm: samtals 250 stk. Þvermál DN 150mm, lengdir 1000 til 1600mm: samtals 200 stk. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 23. febrúar n.k. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 10. mars 1999, kl. 14:00 á sama stað. -ovr 18/9 INNKA UPASTOFNUN RE YKJA VÍKURBORGA R Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík - Sími 552 58(X) Bréfsími 562 2616 / 561 1120. Netfang: isr@rhus.rvk.is Veffang: www.reykjavik.is/innkaupastofnun - 660169-4079 Ý M I S L E G T Akureyrarbær auglýsir Breytingu á deiliskipulagi við Mýrarveg norðan Akurgerðis Með vísan til greinar 6.2.3 í skipulagsreglugerð auglýsir Akureyrarbær deiliskipulag íbúðarsvæðis og opins svæðis vestan Mýrarvegar, norðan Akurgerðis. Lóðar- hafi hefur látið vinna deiliskipulagstillögu þar sem gert er ráð fyrir tveim 5 hæða fjölbýlishúsum með alls 30 íbúð- um. Bílageymsla er neðanjarðar. Tillagan var kynnt á al- mennum borgarafundi 3. febrúar sl. og var síðan breytt lítillega til þess að koma til móts við sjónarmið sem fram komu áfundinum. Uppdráttur er sýnir skipulagstillöguna ásamt skýringar- myndum og greinargerð liggur frammi almenningi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til þriðjudagsins 6. apríl 1999, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana at- hugasemdir. Athugasemdafrestur er til kl. 16.00 þriðju- daginn 6. apríl 1999. Athugasemdum skal skila til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar. Þeim sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna skipulagsins er bent á að gera athugasemdir innan tilgreinds frests ella teljast þeir samþykkir henni. Skipulagsstjóri Akureyrar. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Landspítalalóð, Barnaspítali Hringsins í sýningarsal Borgarskipulags og Bygg- ingarfulltrúa, Borgartúni 3, 1. hæð, stendur nú yfir kynning á tillögu um byggingu Barnaspítala Hringsins á Landspítalalóð. Kynnt er tillaga um breytingu á deiliskipulagi ásamt upp- dráttum sem lagðir hafa verið fyrir bygg- ingarnefnd Reykjavíkur með umsókn um bygginarleyfi. Tillögurnar eru til kynningar virka dag frá kl. 10:00 til 16:15 til og með 18. mars nk. Foreldrar/forráðamenn barna í efri bekkjum BrekkuskólaH Fyrirlestur Hvernig greinum við að barn neytir vímuefna? Hvaða úrraeði eru til fyrir unga vímuefnaneytendur? Hreiðar Eiríksson rannsóknarlögreglumaður og Ingþór Bjarnason sálfræðingur halda fyrirlestur á vegum foreldra- félags Brekkuskóla. Hreiðar Eiríksson mun ræða um möguleg hættumerki vímuefnaneyslu og Ingþór Bjarnason um eftirmeðferð vímuefnaneyslu. Við hvetjum alla til að mæta og fræðast um þessi mál. Við komum börnunum okkar ekki til hjálpar ef við vitum ekki hverju við eigum að leita eftir eða hvert við getum snúið okkur til að fá einhver úrræði. Fundarstaður: Á sal skólans (gamla Gagnfræðaskól- anum). Fundartími: Miðvikudagurinn, 24. febrúar 1999, kl. 20:00. Stjórn foreldrafélags Brekkuskóla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.