Dagur - 01.04.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 01.04.1999, Blaðsíða 2
 22 - FIMMTUDAGUR 1. APRlL 1999 Þessi köttur hefur kennt henni dóttur minni meira um lífið og tilveruna en allt borgarkerfið með öllum sínum nefndum getur nokkru sinni gert, og þessi litli köttur með sitt blóðuga trýni er þess umkominn að gera hana að betri manneskju en Ríótríóinu mun nokkru sinni auðnast í gærkvöldi, snemma, nánar tiltekið klukkan sjö, þá varð ég fjarskalega hissa - ef ég má deila með ykkur þeirri endurminn- ingu, hlustendur góðir. Kvöldfréttimar voru að byrja í útvarpinu og þar virtist fátt ætla að koma á óvart; Ioftárásirnar á Júgóslavíu eru þegar orðnar helsttil kunnugleg- ar og voðaverk Serba því miður engin nýlunda; aðrar fréttir voru enn ófrumlegri, enda man ég þær ekki lengur. En síðan varð ég sem sagt hissa. I fréttum var nefnilega líka þetta helst: Flækingsköttur ldóraði lítið barn í Vesturbænum - til blóðs. Eg ætla að endurtaka þetta hægt. Með- al helstu frétta sem fréttastofa Ríkisút- varpsins bauð hlustendum sínum upp á að kvöldi mánudagsins 29. mars 1999 var þessi: Flækingsköttur klóraði lítið barn í Vesturbænum til blóðs. Kannski er það til marks um hversu illa ég er innrættur en ég verð að viðurkenna að samúð mín eftir að hafa hlýtt á þessa frétt lá ekki hjá litla blessaða barninu sem flækingskötturinn hafði klórað. Samúð mín lá fyrst og fremst hjá hinum frægu fréttahaukum Ríkisútvarpsins - hvað hafði komið fyrir þá? Að þeir hefðu ÞETTA í fréttum helst?! Örin eftir kettina hverfa Nú er best ég trúi hlustendum fyrir því að ég ólst upp í Vesturbænum - eftir að ég var fluttur utan af Nesi. Eg þvældist þar um götur og garða, stal rifsbeijum af runnum og bar út Morgunblaðið, og þeir sem nú ímynda sér að köttum hafi fjölgað til að mynda í Vesturbænum hefðu átt að fylgja mér í þessa rannsóknarleiðangra um garðana fyrir þrjátíu árum. Þá var þar slíkur kattafjöldi að núna stappar nærri landauðn í samanburði. Og: ég var oft klóraður til blóðs af flækingsköttum. Ég man ekki hversu oft, enda leiddi ég ekki hugann að því ýkja lengi í hvert sinn; þó ég hafi kannski farið að grenja akkúrat þegar það gerðist. Ekki voru þetta allt flækingskettir; það kom Iíka fyrir að virðulegir heimiliskettir slæmdu til manns ldó þegar maður ætlaði eitthvað að hnuðlast með þá og þeir voru öðru að sinna. Og ég man óljóst eftir að hafa bólgnað illilega oftar en einu sinni, en bólgan hjaðnaði alltaf. Þau ör sem ég kann að hafa borið af völdum katta eru löngu horfin. Og allt er þetta meirog minna gleymt og grafið, svo sem vera ber. En hitt man ég þó að aldrei - ekki í eitt einasta skipti sem köttur klóraði mig til blóðs - kom fréttamaður. Viðureignir mín- ar við flækingsketti og aðra ketti í Vestur- bænum þóttu engum fréttnæmar; þær voru aldrei í fréttum þetta helst. Og það var aldrei viðtal við mömmu í útvarpinu, hvað þá sjónvarpinu. Því þá fyrst duttu mér nefnilega dauðar lýs úr höfði í gær- kvöldi þegar Ellefufréttirnar byijuðu í Sjónvarpinu og á eftir stríðsfréttum frá Kosovo var komin þessi sama húsmóðir í Vesturbænum og kattarklóraða barnið hennar, og hún sagði sínar farir ekki slétt- ar og Iýsti útliti villikattanna af stakri nautn; þeir voru í stuttu máli sagt: Ijótir. Aldrei var viðtal við mömmu mína Aldrei var sem sagt svona viðtal við mömmu mína í útvarpi eða sjónvarpi þeg- ar kettirnir klóruðu mig í gamla daga. Aldrei. Ég er ekki einu sinni viss um að mamma hafi alltaf tekið eftir því þegar kettirnir klóruðu mig til blóðs; ég er ekki viss um að ég hafi alltaf munað eftir að segja henni frá þvf. Hafi ég sagt henni frá því, þá hefur hún ugglaust sett plástur á sárið og látið það duga - að öðru leyti litið á þetta eðlilegan hlut í viðureign barna og katta í Vesturbænum; sem eðlilegan hlut í lífinu, liggur mér við að segja. Og hvað svo sem segja má ljótt um hana móður mína, þá hefði henni þó aldrei dottið í hug að hlaupa í útvarp og sjónvarp til að kvarta opinberlega undan köttunum og heimta AÐGERÐIR - eins og aumingi! Ég lærði það af klóri kattanna að þegar tveir fressar eru að útkljá sín mikilvægu mál, þá er réttast að láta þá í friði. Litli dreng- urinn í Vesturbænum núna er hins vegar væntanlega búinn að Iæra að ef það ldór- ar hann köttur, þá kemur sjónvarpið og öll þjóðin vorkennir honum. Með Ieyfi að spyrja, mínir góðu og gegnu vinir á fréttastofum Ríkisútvarps- ins og Sjónvarpsins, hvað átti þessi frétt að þýða? Hvers Iags eiginlega - þið fyrir- gefið - rugl var þetta eiginlega? I fréttum er það heíst að köttur klóraði barn. Nú veit ég náttúrlega - þó ég hafi ekki þóst vita það fram að þessu - hver var kveikjan að því að þetta stóralvarlega (eða hitt þó heldur) mál í Vesturbænum var álitið þess verðugs að vera þetta helst í fréttum. Sú: að fyrr um daginn hafði verið Iesin önnur frétt f útvarpinu þar sem kom fram að einhverjar silkihúfur hjá Reykjavíkurborg eru að fhuga hvernig megi bregðast við þeirri ægilegu plágu sem kettir eru að því er virðist skyndilega orðnir í höfuðborg- inni okkar. Éta verðandi mæður kattaskít? Það hefur nefnilega komið í Ijós að kettir eru gjarnir á að kúka í sandkassa! I þess- ari frétt hafði ein af vorum ágætustu fréttakonum til að mynda haft eftirfar- andi setningu eftir einhveijum heilbrigð- isfulltrúa Reykjavíkur, algjörlega athuga- semdalaust: „Meðal sníkjudýra í kattaskít geta verið kattaspólormur og bogfrymill. Sá síðarnefndi hefur valdið því að börn hafa fæðst stórlega fötluð hér á landi.“ Með leyfi að spyrja: Hver segir það? Má maður slá svona fram alveg skýringa- og athugasemdalaust, bara af því meintir sökudólgar eru kettir en ekki manneskj- ur? Og hvernig í ósköpunum á þetta að geta gerst? Eru það hinar verðandi mæð- ur sem Iiggja í sandkössum og éta katta- skít? Svo börnin fæðast, eins og sagt var, „stórlega fötluð"? Þið fyrirgefið aftur, en hverslags eiginlega rugl er þetta? Nú skal ég ekki draga í efa að víst má bæta kattamál höfuðborgarinnar. Því ekki hugsa allir nógu vel um kisurnar sínar, því miður. Það er viðkomandi til mestu vansa og menn munu þjást lengi í helvíti fyrir að fara illa með kisur. Ég hef þess vegna ekk- ert á móti hugmyndum um einhvers konar átak til að hvetja fólk til að hugsa vel um kisurnar sínar; ég hef ekkert á móti því að kattaeigendur séu skikkaðir til að láta bólusetja dýrin sín árlega og ekkert á móti því að kettir verði skráðir á einhvern hátt. En hugmyndir um að „banna lausagöngu katta“, eins og talað var um í útvarpinu í gær - og munu vafalaust færast í aukana úr því búið er að orða þær einu sinni -, og að siga meindýraeyði í stórum stíi á ketti höfuðborgarinnar - allt það lyktar annars vegar af því að einhveijir í borgarkerfinu hafi Iítið að gera og séu að skapa sér verk- efni, og hins vegar Iyktar það af hreinum aumingjaskap. Breimandi fólk Er - má ég spyrja? - nútímamaðurinn nú þegar orðinn þvílíkur vesalingur og kveif að hann sér stórkostlega ógnun í - kettin- um sínum? Helgi Pétursson reyndist hafa verið skipaður í nefnd til að leysa hina að- kallandi kattavandamál borgarinnar og taldi upp á Rás tvö ýmis vandamál sem fylgja köttum og hann og nefndin eiga að leysa. Kettir kúka og pissa, þeir skemma jafnvel blómabeð við þær aðfarir. Einu sinni kúkaði köttur með niðurgang svo mikið í blómabeð einhverrar konu að blómin báru ekki sitt barr eftir það. Heyr á endemi! - ég segi nú ekki meir! Vissulega getur sú lykt sem fullfrískir fressar skilja eftir sig verið hvimleið, en önnur sín stykki grafa kettir ævinlega snyrtilega niður og þó þeir leiki kannski eitt og eitt blómabeð illa við tilraunir sín- ar til að ganga vel frá eftir sig - er það þá mál fyrir borgina til að leysa? Erum við að verða svo ósjálfbjarga og ábyrgðarlausir aumingjar að við hringjum grenjandi í yf- irvöldin ef köttur kúkar í blómabeðið okk- ar? Og ónæðið af köttunum! Það var nú eitt. Þeir eru alltaf að breima og slást. Jiminn einasti! Hvaða vesaldómur hefur heltekið fólk ef það þolir ekki svolítið breim og stöku hvæs þegar fressarnir eru að ákveða forgangsröðina að Iæðunum - en hringir vælandi í Helga Pje af öllum mönnum. Ég get nú reyndar sagt ykkur það að í Þingholtunum er um helgar miklu meira ónæði af breimandi fólki, sem vill fá að geraða inní görðum, heldur en af köttum. Og það er meiri fýla hér í miðbænum á morgnanna af mönnum sem hafa migið utan í hús heldur en af jafnvel hinum stærstu og ljótustu villi- köttum. UMBIIDA- LAUST Pési B. Kisis eða Ríótríóið Ekki var allt búið enn. Helgi Pje sagði ábúðarfullur að menn þyrftu Iíka að hafa í huga að margir hefðu alvarlega fóbíu gagnvart köttum, væru beinlínis ofsa- hræddir við þá! En hvað með það? Hvað kemur það borginni við? A einhver nefnd í borgarkerfinu virkilega að fara að fjalla sérstaklega um ægileg vandamál þeirra sem hafa kattafóbiu? Af hverju í ósköpun- um? Ég held þeir geti bara setið uppi með sinn aumingjaskap, án þess að við hin þurfum að vera að taka eitthvert sérstakt tillit til þeirra - til dæmis með því að „banna lausagöngu" kattanna okkar og tjóðra þá þegar þeir fá að fara út. Hvert og eitt okkar situr uppi með hvert sinn ræfildóm og er ekki fjallað um það að ráði í útvarpinu. Ég er til dæmis ákaflega loft- hræddur maður. Ætlar Helgi Pje að stofna nefnd til að láta lækka húsin í Reykjavík svo mér þurfi ekki að Iíða illa þegar ég þarf að fara hærra en uppá Ijórðu hæð? Er það mál yfirvaldanna og borgarinnar? A enginn að bera ábyrgð á neinu sjálfur? Ekki á sinni fóbíu, ekki á sínu blómabeði, ekki á því að hafa ekld kennt krakkanum sínum að láta villikett- ina eiga sig? Hvaða hysteríu er verið að búa til og ala upp í fólki? Og af hveiju taka fréttamenn á Ríkisútvarpinu þátt í því, með því að búa til jafn langar og ítarlegar fréttir um fjöldamorð í Kosovo og það að flækingskött- ur hafi klórað barn í Vesturbænum? A mínu heimili er ungur fress sem heit- ir Pési B. Kisis. Hann er kotroskinn og borubrattur og á hverjum degi leggur hann bjartsýnn af stað út í heiminn til þess að sigra hann. Oft kemur hann heim með blóðugt trýni; stundum hefur hann bersjmilega verið barinn sundur og saman af eldri fressunum. En stundum er hann stoltur og glaður eins og aðeins lítill kött- ur getur verið þegar hann hefur í raun og veru sigrað heiminn. Og þessi litli köttur hefur kennt henni dóttur minni meira um Iífið og tilveruna en allt borgarkerfið með öllum sínum nefndum getur nokkru sinni gert, og þessi litli köttur með sitt blóðuga trýni er þess umkominn að gera hana að betri manneskju en Ríótríóinu mun nokkru sinni auðnast. Og ág mun klóra smábörnin ... Sá sem fær sér gönguferð um Reykjavík og langar að blanda geði við einhvern og kannski jafnvel kynnast einhverjum, hann gæti orðið fyrir vonbrigðum ef hann horf- ir ekki niður fyrir tærnar á sér. Því borg- arbúar bjóða ekkert sérstaklega upp á að blanda geði og Iangar ekkert mjög mikið að kynnast. Flestir ganga heldur snúðugt um götur og líta undan ef maður horfir á þá og ætlar að kasta á þá kveðju, hvað þá meira. Svoleiðis er nú það, og má alveg vera svoleiðis fyrir mér; ekki stekk ég sjálfur beinlínis upp í fangið á neinum. En ef maður lítur niður fyrir tærnar á sér, þá líður ekki á löngu þangað til maður getur farið að blanda geði og kynnast ein- hverjum - að minnsta kosti ef maður er staddur í gömlu hverfunum þar sem „lausagönguketti" er enn að finna. Þessi borg yrði svo óendanlega miklu fátækari ef neðanjarðarborg „lausagöngukattanna" yrði upprætt með boðum og bönnum að ofan. Eg ftreka að því miður hugsa ekki allir nógu vel um kettina sína. Borgin má líka vel setja einhverjar reglur til að stemma stigu við illri meðferð á köttum. En ef slíkum hugmyndum er hrint úr vör með því að strax sé farið að tala um að tjóðra ketti og banna þeim að fara út og lifa líf- inu, þá er verr af stað farið en heima set- ið. Ef menn eru í alvöru að íhuga að setja reglur sem „banna lausagöngu katta“, eins og það er orðað, og eiga að gera þessi frjálsu og stoltu dýr að dauðyflislegu stofupunti handa kellíngum og kveifum, þá mun ég að minnsta kosti segja mig úr lögum við þessa borg - og lýsa yfir mínu prívatstríði gegn henni og öllum hennar ræfildómi og pempíum og blómabeð- skellfngum og ofnæmissjúldingum og þettahelstgrenjuskjóðum og kattafób- íuríótríóum. Og ég mun fara um garðana í Vesturbænum og klóra smábörnin til blóðs. Pistill Illuga var fluttur í morgunútvarpi Rásar 2 þriðjudaginn 30. tnars.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.