Dagur - 01.04.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 01.04.1999, Blaðsíða 7
Xfcs^ir FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 - 27 „Davíð Stefánsson var yndisleg- ur frændi, ljúfur, blíður og eink- ar barngóður. Því kynntumst við börn hans og nánustu skyld- menn afar vel og hann var okkur kær frændi. Hann var kannski ekki allra, en vini átti hann marga, trausta og góða. I sál og sinni var hann viðkvæmur mað- ur og það finnst mér líka koma vel fram í mörgum ljóða hans. Hugur hans var oft bundinn þeim sem standa höllum fæti og þar nefni ég til dæmis Ijóðið Konuna sem kyndir ofninn minn. Slíkur kveðskapur er nokkuð sem fær mann til að staldra við,“ segir Ragnheiður Stefánsdóttir á Akureyri. Jrúi því seint að verk Davíðs gleymist. Við mörg Ijóða hans hafa verið gerð lög og þegar saman fara gott Ijóð og lag sem fólk getur sungið Hfir hvoru tveggja lengi, “ seg- ir Ragnheiður Stefándóttir. I baksýn er bókasafn Davíðs, sem telur hátt á sjötta þúsund bindi. auðvitað allra skemmtilegustu heimsóknirnar," segir Ragnheið- ur Stefánsdóttir. Davíðshús við Bjarkarstíg á Akureyri. Húsið lét Davíð byggja árið 1944 og eignað- istþar góðan samastað, enda þótt rætur hans væru heima í Fagraskógi. myndir: brink Einsog Davíð skildi við Davíðssafn er að Bjarkarstíg 6 á Akureyri. Húsið það lét skáldið frá Fagraskógi byggja árið 1944, eftir teikningu Harðar Bjarna- sonar, þess kunna arkiteks og síðar húsameistara. Davíð bjó í húsinu allt til dánardægurs á út- mánuðum 1964 og ári síðar var þar komið upp minjasafni um líf og list þessa ástsæla skálds. Inn- anstokks er allt einsog var þegar Davíð skildi við það síðast, en nokkrir vinir hans stóðu að því að hús hans var varðveitt með þessum hætti. Hefur Ragnheið- ur Stefánsdóttir gætt Davíðs- safns nú nokkuð á annan ára- tug. „Það var Þórarinn Björnsson skólameistari sem var mikill vin- ur Davíðs sem stóð fyrir söfnun og fyrir þá peninga sem söfnuð- ust var húsið keypt af erfingjum hans, sem síðan gáfu allt innbú- ið. Hið milda bókasafn Davíðs keypti hinsvegar Akureyrarbær og er það hér varðveitt í tengsl- um við Amtsbókasafnið, en þar var Davíð bóka- vörður frá 1925 til 1952,“ segir Ragnheiður, sem er bróðurdóttir skáldsins. Faðir hennar, Stefán, var bóndi í Fagraskógi og þangað á heima- slóðir sínar sótti Davíð mikið. Var þar til dæmis alltaf um jól og aðrar helstu há- tíðir og í íbúðar- húsinu í Fagraskógi var og er sérstakt Davíðsherbergi, þar sem skáldið átti sér afdrep. „Systkinin frá Fagraskógi voru sjö talsins, þrjár systur og fjórir bræður og sérstaklega var góður vinskapur milli pabba og Dav- Bókasafn í fremstu röð Bókasafn skáldsins frá Fagraskógi er mikið að vöxtum og telur alls um 5.500 bindi. „Davíð Stefánsson var alhliða bókasafnari á íslenskar bækur. Engin grein bókasöfnunar virtist honum óviðkomandi, hvort heldur það voru markaskrár, hverskonar smáprent, guðsorða- bækur, safnfræðirit, ferðabækur, skáldrit eða hvað annað,“ segir Þorsteinn Jósepsson blaðamaður í bókinni Skáldið frá Fagraskógi, sem hefur að geyma endurminn- ingar samferðamanna um Dav- íð. Að honum látnum kannaði Þorsteinn, sem var mikilvirkur bókasafnari, safnið og segir hann það vera í fremstu röð ís- Ienskra einkabókasafna hvað varðar „ágæti, fágæti, útlitsfeg- urð og dýrleik," einsog hann kemst að orði í áðurnefndri bók. Það er fróðlegt að renna aug- um yfir kilina í hillum þessa safns, sem fáir hafa séð. Þar eru til dæmis flest þau gömlu tímarit sem út komu á Islandi forðum daga, svo sem Skírn- ir, Fjölnir, Ið- unn og Andvari og Almanak Þjóðvinafélags- ins. Auk þess mikill fjöldi hverskonar skáldverka, biblíuútgáfa til að mynda skrautútgáfa af Waisenhaus- biblíu frá 1756. Einstakt fágæti eru ís- lenskar rímur, bundnar inn í færeyskt sútað sauðskinn. Þá er aðeins fátt talið af því marga fróðlega sem f safninu má finna. Skemnitilegustu heimsóknirnar Davíð Stefánsson var fæddur 21. janúar 1895. Hann varð strax skáld allrar alþýðu íslend- inga þegar hann sendi frá sér sína fyrstu ljóðbók, Svartar fjaðrir, sem út kom árið 1919. „Enginn stóðst þennan magnaða söng. Víkingurinn frá Fagraskógi fór með ærslum um útnes og af- dali, gerði usla í hverju koti og hugskoti, Ioft var þrungið bríma og sindrum - þetta var einmitt tónninn sem okkar lífsþyrsta unga Island vantaði,“ sagði Jó- hannes frá Kötlum síðar um bókina. „Þetta er bókin sem maður hefur heyrt að ungar heimasætur hafi sofið með und- ir kodda sínum," segir Ragn- heiður Stefánsdóttir, sem telur sér að öðru leyti ekki fært að meta stöðu Davíðs sem skálds meðal skálda. Hann standi sér alltof nærri til þess að hún geti lagt á það dóm. Allir þekkja svo þau verk Dav- íðs sem síðar komu; hvort held- ur það eru leikrit, ljóð eða skáld- sögur. „Ég trúi því þó seint að verk Davíðs muni gleymast þess- ari þjóð. Við mörg Ijóða hans hafa verið gerð Iög, til dæmis gerði vinur hans Páll Isólfsson mörg slík lög og þegar saman fara gott Ijóð og Iag sem fólk getur sungið Iifir hvoru tveggja lengi. Það finn ég líka að á með- al yngsta fólksins í landinu lifir Davíð svo sannarlega. Hingað koma gjarnan foreldrar með börn sín og þá hafa þau kannski verið að læra eitthvert ljóða hans. Mörg hver Kvæðið um fuglana sem Atli Heimir Sveins- son hefur gert lag við. Það syngja þau fyrir mig og þetta eru Mér leiðist aldrei í þessu húsi Árlega sækja Davíðshús heim nokkur hundruð manns. Fastur opnunartími er aðeins yfir sum- artímann, það er frá 15. júní og fram til ágústloka; þá alla daga milli klukkan 15 og 17. I annan tíma getur fólk fengið að skoða safnið samkvæmt samkomulagi við Ragnheiði og um það segir hún að sé talsvert. „Það mætti gjarnan vera meira,“ segir Ragn- heiður, sem kveðst margt hafa lært um Davíð frænda sinn af þeim gestum sem komið hafa. „Mér leiðist aldrei í þessu húsi og hér finn ég virklega góðan anda á sveimi. Best líður mér að sitja hér í stólnum hans í hol- inu, við borðið þar sem hann sat löngum og skrifaði. Þar fannst honum best að vera; enda sá hann þá út til Kaldbaks; Ijallsins \áð utanverðan Eyjaljörð, sem sem var honum kært. Til Kald- baks sést einnig vel heiman úr Fagraskógi - þar sem rætur Dav- íðs vissulega voru enda þó hann hefði eignast hér á Akureyri góð- an samastað," segir Ragnheiður. Þess má síðan geta að í gær- kvöld var og verða í kvöld og annað kvöld, það er að kvöldi skírdags og föstudagsis langa, samkomur i Davfðshúsi, þar sem Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni fer með ljóð úr Svörtum fjöðrum. Dagskrá hefst kl. 20:30. Aðgangur er öllum heimill, en þar sem húsrúm er takmarkað er æskilegt að sem ilestir sem hafa í hyggju að hlýða á flutninginn, geri viðvart í síma 462-6648 til að unnt sé að verða við óskum þeirra um rúm og tíma. -SBS. Davið Stefánsson í ræðustól á manna- móti. „Ég trúiþvíþó seint að verk Dav- íðs muni gleymast þessari þjóð, “ segir Ragnheiður, m.a. hér í viðtalinu. Frænkan frá Fagraskógi Davíð Stefánsson var Ragnheiði Stefánsdóttir frá Fagraskógi kær frændi og því er henni Ijúft verk að gæta safns hans við Bjarkarstíg á Akureyri. Þar er allt einsog Davíð skildi við í hinsta sinn. Bókasafnið í Davíðshúsi þykir ein- stakt í sinni röð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.