Dagur - 01.04.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 01.04.1999, Blaðsíða 11
Ðgur„ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 - 31 rnmsm Stærðfræði og fiskur Matthías Jóhannsson sker niður grænmeti í eldhúsi franska sendiráðsins. Hann segir að Frakkar séu gjarnan með lambakjöt á borðum a páskunum. Matthías Jóhannsson, mat- reiðslumeistari í franska sendi- ráðinu og áhugamaður um stærðfræði, töfrar hér fram þrí- réttaðan páskamat á franska vísu; saltfisksúpa með hvítlauks- brauðteningum, páskalamb með gráðosti og hvítlauk og sveskjuís í eftirrétt. „Um páskana er ekki gert neitt sérstakt í Frakklandi. Páskarnir eru bara hátíð og há- tíð þýðir íyrst og fremst að Frakkar borða vel og láta sér líða vel. Flver og einn ákveður hvemig hann ætlar að hafa það. Oft er páskalamb á borðum Frakka," segir Matthías Jóhannsson, kokkur í franska sendiráðinu í Reykjavík en hann rekur einnig gisti- og veit- ingaaðstöðuna Gamla bæ í Húsafelli á sumr- in. Matthías er fæddur og uppalinn í Frakk- landi en hefur búið hér á landi með hléum í rúma tvo áratugi og hefur tekið sér íslenskt nafn. Páskaegg úr súkkulaði þekkjast víða ann- ars staðar en á Islandi en í Frakklandi fara börn út í garð á páskadagsmorgun til að leita að máluðum hænueggjum, sem foreldrarnir hafa falið. Fjölskyldan býður yfirleitt til sfn fólki eða fer í matarboð í hádeginu til ann- arra og svo leggja menn sig eftir góðan verð. A páskadag er oft farið í kirkju. Ekki er jafn- mikið um frí kringum páskana í Frakklandi eins og á Islandi. Fólk sækir vinnu á skírdag og föstudaginn langa. Verslunum er yfirleitt haldið opnum fram að hádegi á páskadag. Eftirhádegi er lokað og sömuleiðis á annan í páskum. Lambalæri með gráðosti og timjan - aðalréttur 1 lambalæri 250 g gráðostur 12 hvítlauksrif timjan salt og pipar ólívuolía Lærið þarf að hafa hangið lengi. Biðja þarf kjötkaupmanninn um að fjarlægja lykilbeinið. Gráðosturinn er mulinn í skál og Iátinn bráðna í vatnsbaði. Á meðan er stungið í Iærið með mjóum hníf og hvítlauk troðið á víð og dreif inn í lærið, eins langt inn og hægt er. Lambalærið er penslað með ólívu- olíu, kryddað ríflega með timjan og síðan smurt með gráðosti. Lærið er látið í ofn við 180°c. Eftir 5 mín. þarf að hella einu vatns- glasi í skúffuna og breiða svo álpappír yfir. Lærið er svo látið steikjast f 15-30 mín. til viðbótar eftir því hversu blóðugt það má vera í miðjunni þegar það er borið fram, slökkva svo og bíða jafn lengi eftir því að kjötið jafni sig Meðan lærið er að steikjast er sósan löguð. Sósan ólívuolía 2 sellerístilkar 2 hvítlauksrif smjor salt og pipar vatn Kartöflurnar eru skrælaðar og skornar í litla teninga. Smjör er látið bráðna á pönnu, kryddað með salti og pipar, kartöflurnár settar út í, hrært aðeins og svo er bætt við vatni og hvítlauk þannig að það fljóti rétt yfir kartöflurnar. Þetta er Iátið malla á pönnunni í um það bii 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru tilbúnar. Annað slagið er hrært í kartöfl- unum þannig að þær festist ekki. Á þennan hátt eru kartöflurnar soðnar og steiktar á um það bil sama augnabliki. 300 g sveppir 3 hvítlauksrif 6 msk. ólívuolía græni hlutinn af blaðlauknum úr forréttin- 6 msk. oregano 14 flaska rauðvín 1 msk. tómatkraftur 1 tsk. estragon salt og pipar Sellerí, hvítlaukur og blaðlaukur eru smátt skorin og létt steikt íólívuolíu. Rauðvíni er bætt út í ásamt einni msk. estragon, 1 tsk.tómatpuré, salt og pipar. Sósan er soðin í 10-15 mfn. við vægan hita, síðan er henni hellt í matvinnsluvélina og síðan er suðunni náð upp aftur. Sveppirnir eru skornir í tvennt eða fernt eftir stærð. Fyrst er hrært vel áður en kveikt er undir, svo er kveikt á miðlungshita, haldið áfram aðhræra vel og látið malla í 5 mín. Sveppirnir drekka í sig olíuna. Sveskjiiís eða Parfait 1 poki steinlausar sveskjur Koníak 3 msk. sykur /i 1 rjómi 3 þeyttar eggjahvítur Meðlæti 6 skalottlaukar, einn á mann gróft salt lárviðarlaufsblöð timjan ólfvuolía Rótin er skorin af skalottlauk án þess að mylja laukinn. Olívuolía er sett á pönnu þannig að hún þeki botninn sem nemur 'A cm. Grófu salti er dreift yfir, lárviðarlaufs- blöðum og timjan. Laukarnir eru látnir standa á pönnunni með rótarendann niður með lægsta hita í 1 klst. Ekki má hræra eða opna pönnuna á meðan. Ólívuolían fer inn í skalottlaukinn og hann verður sætur, mjúkur og ljúffengur. 6 kartöflur Sveskjurnar eru látnar liggja í koníaki (Armaniac) í tvo daga. Til að spara má blanda vatni út í koníakið. Sveskjurnar eru teknar úr koníakinu og sex þær fallegustu settar til hliðar. Sveskjurnar eru hakkaðar í hakkavél, sykri er bætt smám saman út í og svo rjóma. Gæta verður þess að hræra rjómann ekki of lengi svo að hann verði ekki að smjöri. Loks er þeyttum eggjahvítum bætt saman við og hrært vel. Isinn er settur í ál- eða málmform, breitt yfir og sett í frysti. Is- inn verður ekki harður, bara þéttur. Daginn eftir er gott að sjóða niður til helminga safann (koníak og vatn með sveskjubragði) og þá myndast þykkt síróp. ís- inn er borinn fram skreyttur með nokkrum skeiðum af sírópi og einni sveskju á mann. Ekki er gott að bera fram ijóma með ísnum því að rjómi er þegar kominn í réttinn. -ghs Matthías Jóhannsson ræðir um matreiðslu af tilfinningu og það kemur strax í Ijós þegar hann gefur uppskriftirnar að það er fagmaður við stjórn í eldhúsinu. Honum finnst ís- lenska lambakjötið „frábært" og miklu betra en svínakjöt eða nautakjöt en hrifnastur er hann af fiskinum. „Það er skemmtilegra að elda fisk en kjöt því að möguleikarnir eru miklu fleiri. Fisktegundirnar eru Ijölmargar og hver með sín einkenni. Persónulega borða ég frekar fisk en kjöt. Ef ég borða kjöt borða ég eingöngu Iambakjöt af því að það er svo gott hér,“ segir hann og telur íslenskt svínakjöt og alifugla- kjöt jafn gott og að borða mjöl beint úr poka. Matthias hefur ýmislegt gert um ævina. Hann hefur starfað á Búðum, á veitingahúsinu Þrír Frakkar, unnið að ISO 9000 gæðakerfi fyrir veitinga- starfsemi í Frakklandi, starfað í franska sendiráðinu auk þess sem hann rekur gisti- og veit- ingastarfsemi í Gamla bænum í Húsafelli, fimm herbergi og matsal fyrir 30 manns. „Helst er ég að lesa stærð- fræði. Eg er menntaður stærð- fræðingur og það er mitt aðal- áhugamál í lífinu, kokka- mennskan er bara aukabú- grein,“ segir hann og kveðst hafa sannfærst um tilvist guðs gegnum stærðfræðina. „Maður notar stærðfræði dags daglega. Þegar maður er búinn að læra stærðfræði get- ur Franskir ostar eru he/msþe/cM fyrir gæðin. Hér raðar matreiðslu- Y meistannn frönskum ostum á bakka. maður farið í hvað sem er. Stærðfræði er heimspeki og lífspeki. Það má segja að stærðfræði hafi upphaflega verið hluti af heimspekinni en í dag má segja að heimspekin sé orðin partur af stærðfræð inni f gegnum rökfræði,“ segir hann. „Eg trúi því að stærðfræði sé til utan mannsheilans. Hún er ekki eitthvað sem heilinn býr til heldur er hún eitthvað sem er til,“ segir hann og útskýrir: „Eg segi að stærðfræði sé til fyrir utan mannsheilann vegna þess að stærðfræðin er búin að sanna stærðfræðilega að það er ekki hægt að lýsa alheimin- um með stærðfræði eingöngu þó að stærðfræði sé öflugt verkfæri. í öllum trúarbrögð um eru leyndardómar sem menn eru látnir trúa blint án sönnunar. Þar með getum við sagt að stærðfræði sé eina fræðigreinin sem hafi sannað að hún sé trúarbrögð." -GHS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.