Dagur - 01.04.1999, Blaðsíða 14
LÍF OG HEÍLSA ^
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999
í sólskini, hríð,
rigningu eða roki
má sjá hóp
hressilegra morg-
unhana þramma
af stað frá Hólma-
seli í Breiðholtinu.
Margir nýta páskahelg-
ina til ýmiss konar úti-
vistar en gönguhópur
Hólmasels nýtir hins
vegar allan veturinn til
gönguferða. A hverjum
laugardegi kl. 10.30
mætir um 12-15 manns
íyrir framan félagsmið-
stöðina Hólmasel í
Breiðholti hvernig sem
viðrar til þess að ganga
saman. Nokkrir göngu-
garpanna hafa verið með
frá byrjun og einn þeirra
er Árni Steinsson, 67 ára
gamall skrifstofumaður
hjá Eimskip.
Rúna Guðmundsdóttir íþróttakennari leiðir gönguhópinn sem mætir upp í Hólmasel kl. 10.30 á
hverjum laugardagsmorgni yfir vetrartímann.
hann gengur alla
leið. „Flestir koma
í hvernig veðri
sem er, hvort sem
það er snjókoma
og frost eða rok og
rigning - svona til
að stæla sig í svo-
leiðis veðri. Svo
eru gönguleiðir
fjölbreyttar, við
göngum mikið
niður í Elliðarár-
dal, bæði efri og
neðri, uppað
Elliðavatni og út í
Fossvog og Kópa-
«
vog.
Hreina loftið
ekki svitaloft-
ið
Ef leiðin Iiggur
niður í Oskjuhlíð
freistast hópurinn
stöku sinnum til
að kíkja inn í
Perluna og fá sér
eitthvað létt að
borða en það er þó
alger undantekn-
Fjölbreyttar gönguleiðir
Þegar Árni er ekki mættur upp við
Hólmasel á tilsettum tíma vita félagar
hans í gönguhópnum að nú er hann ann-
aðhvort á Kanarí eða veikur - því sé þess
nokkur kostur mætir hann í þessar viku-
legu gönguferðir. Árni hefur verið með í
gönguhóp Hólmasels frá þvf honum var
komið á fót í september 1993. Þáverandi
forstöðumaður Hólmasels ákvað að gera
eitthvað fyrir fólkið í hverfinu, þ.e. full-
orðna fólkið, og auglýsti eftir áhugasömu
göngufólki. „Fólk mætti og það var byijað
að ganga," segir Árni hressilega.
Elólmasel greiðir leiðbeinanda fyrir að
stjórna hópnum og er leiðsögnin nú í
höndum Rúnu Guðmundsdóttur íþrótta-
kennara. Þegar hópurinn er mættur
stjórnar hún upphitunaræfingum og að
göngu lokinni gera þau teygjur undir
stjórn Rúnu. „Það er visst aðhald að það
skuli vera þarna leiðbeinandi," segir Árni.
Yfirleitt eru gengnir um 5-7 kílómetrar en
hver og einn ræður að sjálfsögðu hvort
ing tekur Árni ákveðinn fram. „Svo slútt-
um við þessu á vorin með því að fara eitt-
hvert út fyrir bæinn. Við höfum gengið á
fjöll og stefnum að því að labba á Esjuna
núna í maí,“ segir Árni að lokum og játar
því hiklaust að taka gönguferðir framyfir
aðra heilsurækt. Þetta sé góð hreyfing og
styrkjandi. „Og það er sérstaklega gott að
fá gott loft í lungun - það er öðruvísi en á
líkamsræktarstöðvunum þar sem maður
andar að sér svitanum af öðrum!"
LÓA
Insúlín í gegnurn
lungun
Vísinda-
m e n n
hafa leng-
ið leitað
leiða sem
létt gætu
þeirri kvöð
af sykur-
sjúkling-
um að
þurfa að
s p r a u t a
s i g
nokkrum
sinnum á
dag með
i n s ú 1 í n i.
AIls kyns
aðferðir hafa verið prófaðar en engin
þeirra hefur gert sama gagn. Nú segjast
nokkrir bandarískir læknar hafa fundið
sársaukalausa leið að blóðrás líkamans -
nefnilega í gegnum lungun. Kalifornískir
læknar hafa nýlega lokið prófunum á
insúlfn-úða sem sjúklingar anda að sér.
Sjúklingunum sem tóku þátt í prófunum
hefur tekist að halda sykurmaghinu í
blóðinu í jafnvægi en enn sem komið er
kemur úðarinn ekki alfarið í stað spraut-
unnar.
Ertu andfúl/l?
Andfýluvandamálið er alþekkt og getur
komið sér illa á vinnustað, heima fyrir og
í ástarlífinu en nú herma fregnir að hægt
sé að eyða andremmu. Talið er að
andremma stafi oftast nær af bakteríum
sem setjast á tungu og góm og eru skað-
valdarnir kallaðar vsc-bakteríur (volatile
sulfur compounds). Þegar við sofum og
borðum og erum þurr í munninum fer af
stað efnaferli sem brýtur niður bakterí-
urnar og dreifa þá illa lyktandi gasi. Hægt
er að mæla hversu
mikið gas leysist úr
læðingi hjá fólki og ef
útstreymið er meira
en eðlilegt er geta
tannlæknar djúp-
hreinsað tunguna
með sérstökum
tunguskrapa og skol-
að hana því næst
með hreinsandi
vökvum. Eftir slíka
meðferð hjá tann-
Iækni getur fólk
sjálft séð um að andremman rjúki
ekki upp aftur með því að hreinsa tung-
una með mjúkum tannbursta daglega.
Lokahnykkurinn
Nú er komið að
lokahnykknum í
pistlaröð minni
um titrara. Les-
endur hafa
fræðst um sögu
gripanna, helstu
gerðir, val og við-
hald en nú er
loksins komið að
notkuninni.
Kanski kærkom-
ið fyrir þá sem
hafa farið strax eftir síðustu helgi
og valið sér grip af kostgæfni en
ekki kunnað við að setja á „on“
(þetta var nú reyndar létt spaug;
ég hef sannarlega meiri trú á ykk-
ur).
Nokkrar haldvillur
Áður en lengra er haldið langar
mig þó að leiðrétta fyrirfram
nokkrar haldvillur sem má ímyn-
da sér að geti sprottið upp um
efnið. Þó svo að flestir geti haft
gaman af að nota titrara er alls
ekki víst að það henti öllum sem
kjörleikfang. Það er til ótalmargt
annað sem hægt er að hafa gam-
an af og titrarar eru bara einn
möguleiki. Titrari getur aldrei
komið í staðinn fyrir góðan elsk-
huga. Titrarinn getur ekki horft í
augu þín og sent með því raf-
magn frá heila og niður í grindar-
hol og þaðan niður í hæla og tær
og kannski upp aftur, hvíslað svo
einhverju þannig að þú titrar
sjálf/ur af hamingju (man ein-
hver eftir Night on Earth þar
sem Roberto Begnini lék kynóða
leigubílstjórann?). Konur sem
nota titrara missa ekki hæfileik-
ann til að fá fullnægingu án
hans. Þvert á móti getur titrari
hjálpað konum sem stríða við
fullnægingarvanda og aúðveldað
þeim að ná hámarki með elsk-
huga sínum án hjálpartækja. Það
er því algjörlega ástæðulaust fyr-
ir elskhuga að vera afbrýðissam-
ur út í hinn titrandi Rómeó Iíkt
eins og það er ástæðulaust að
hræðast að sjálfsfróun geti eyði-
lagt samlíf elskenda. Yfirleitt er
það þveröfugt; mikið kallar á
meira og þeir sem eru kynferðis-
lega virkir með sjálfum sér eru
mun líklegri til að vilja vera það
líka með öðrum.
Hvað kveikir í þér?
Allir líkamar eiga litla leynistaði
sem geta leyst úr læðingi mikinn
kynæsing. Eg á ekki við þá hefð-
bundnu eins og skaut, bijóst og
lim, heldur þá sem eru ólíkir á
hverjum og einum og er svo
skemmtilegt og spennandi að
uppgötva á elskhuga sínum.
Tærnar eða hnakki, mjóbak eða
síða, ökkli eða eyra. Titrara er
hægt að leika sér með á öllum
stöðum líkamans, gerið nákvæm-
lega það sem ykkur finnst gott.
Það má liggja, standa, sitja, krjú-
pa eða vera í jógastöðu bara að
það sé þægilegt. Það er hægt að
hreyfa titrarann eða Iíkamann
eða hvort tveggja eða hvorugt.
Konur geta prófað að spenna
grindarbotnsvöðvana taktfast
þegar fullnæging nálgast (grind-
arbotnsvöðvana notum við lfka til
að stöðva þvagbunu = góð leið til
að finna fyrir þeim en fyrir alla
muni ekki gera æfingarnar ykkar
á salerninu). Fyrir sumar er hins
vegar öndunin lykilatriðið. Ef
hraði titrarans er of mikill fyrir
beina örvun á snípnum má prófa
að beita honum til hliðar við
snípinn eða jafnvel að setja eitt-
hvað á milli sem dempara t.d.
þvottaklút. Það má segja að fyrir
konur sé eini munurinn á titrara
og eigin hendi sá að titrarinn nær
auðveldar upp meiri hraða og
hefur vissulega meira úthald.
Ragnheiður Eiríksdóttir er
hjúkrunarfræðingur.
KYNLIF
Ragnheiður
Eíríksdóttir
skrifar