Dagur - 01.04.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 01.04.1999, Blaðsíða 10
LÍFIÐ í LANDINU 30 - FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 Prestar í faðmi náttúrunnar Hjónin Gunnlaugur Stef- ánsson og Sjöfn Jó- hannsdóttir eru bæði prestar. Hann á Stöðvar- firði og Breiðdalsvík en hún á Djúpavogi. Þau búa á prestssetrinu á Heydölum í Breiðdal. Páskarnir eru með dálít- ið öðru sniði hjá prests- hjónum en hjá mörgum. Þau segja þetta vera tíma sem sé frekar mikið að gera hjá þeim. Það séu fermingar og messur. Gunnlaugur er prestur í tveimur kirkjum en Sjöfn í fjórum. MiIIi Heydala og Djúpavogs eru 70 km og segir Sjöfn að hún nánast búi á báðum stöðunum. „Auðvit- að reynum við samt að halda okkar páska þó að páskaeggið bíði fram á annan og kannski einnig aðalveislumáltíðin í tilefni páska,“ segir Sjöfn. Þau segja páskanna minna á vorið og upprisu Jesús Krists sem skipti miklu máli fyrir heill og velferð fólks. „Síðan minna páskarnir okkur ekki síður á vor- ið sem er í nánd sem er svo dýr- mæt gjöf og við sjáum upprisu lífsins blómstra fyrir augunum á okkur. Talandi um guð að verki í náttúrunni og í Iífinu,“ segir Gunnlaugur Fékk stúdentshúfuna á fæðingadeildinni Þau hafa verið gift í tutfugu og fimm ár. „Við vorum ansi ung þegar við hittumst," segir Sjöfn, en þau hittust fyrst á almennum dansleik í Glaumbæ. Þau segja að árið sem þau tóku stúdentspróf hafi þeim fæðst sonur. Stefán Már heitir hann og er að ljúka guðfræði- prófi í vor, en prestsskapurinn gengur eins og kunnugt er í ætt- ir. Sjöfn fór uppá spítala um há- degið eftir að hafa lokið síðasta prófinu. Gunnlaugur segir að hann haíi svo verið í sínu síðasta prófi þegar honum voru færðar fréttirnar. „Þá var mér tilkynnt það að mér hefði fæðast mynd- arlegur drengur. Það var sérstök og mikil tilfinning sem að ég gleymi aldrei. Eg man að ég átti erfitt með að taka seinni hluta prófsins mjög alvarlega og var efst f huga að koma mér sem fyrst uppá fæðingadeild,“ seg- ir Gunnlaugur Las guðfræði á sjónum Að loknu stúdents- prófi hófu þau nám við Háskóla ís- lands, hann í þjóð- félagsfræðum en hún í sagnfræði. Arið eftir voru þau að kenna í Nesja- skóla í Hornafirði en eftir það innrit- aðist Gunnlaugur í guðfræði en Sjöfn hélt áfram í sagn- fræði. Hún segist ekki hafa geta sinnt náminu sem skildi því að þau voru bæði að vinna fræðináminu hafi hann verið á sjó, hann hafi tekið bækurnar með sér og lesið á sjónum og rætt guðfærði með áhöfninni. Hann segir að þarna hafi farið fram mjög gagnlegar umræður um lífið og tilveruna sem séu sér mjög minnistæðar. „Eg var mest á togara sem heitir Erlingur frá Garði sem landaði í Sandgerði. Þarna um borð átti ég mjög góða vist,“ segir Gunnlaugur. Þegar Gunnlaugur lauk námi í guðfræði þá innritaðist Sjöfn í Guðfræðideildina. Hún segir að hún hafi tekið sér frí frá námi en fundist guðfræðin heillandi. Þau segja að Gunn- laugur hafi sótt um Heydali haustið 1986 en sjöfn lokið prófi árið eftir. Birti upp á Hey- dölum Þau segja að fyrstu kynni sín af Heydöl- um hafi verið sumar- ið 1979 þegar að fjöl- skyldan hafi verið á ferð um hringveginn. „Við ákváðum að slá upp tjaldi í botni Beruljarðar. Það var mjög fallegt veður, líklega einn af fáum sólardögum þessa sumars. Þegar við erum nýbúin að koma okkur fyrir og nýbúin að borða, skyndilega gerir svo mildð sterk- viðri að allt ætlar um koll að fjúka. Tjaldið var farið að rifna upp og við urðum að tal<a það saman með hraði með námi. Hann var að kenna við Gagnfræðaskóla Garðabæjar einn vetur en þann næst í Flens- borgarskóla í Hafnarfirði. „Svo var ég kjörinn á þing 1978 og sat á þingi á annað ár til miðsvetrar- kosninganna í lok árs 1979, hætti í Háskólanum meðan ég sat þar. Eftir það um áramótin hélt ég áfram í Guðfræðinni. Eg var búinn með tvö ár í Guð- fræðináminu þá, og hóf svo nám aftur að loldnni þingmennsk- unni,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir að með guð- Prestssetrinu að Heydölum fylgir æðarvarp. Hjónin Sr.Gunnlaugur Stef- ánsson og Sr. Sjöfn Jóhannsdóttir segja það unaðslegar stundir sem þau eigi þarna. mynd: gva. og koma því inní bíl Við keyrum þarna út með Berufirði. Við erum kominn inní Breið- dal áður en við vitum af, þar komum við að bæ sem heitir Heydalir og okkur fannst fallegt þar. Þá er komið hið besta veður. Þar sáum við tjaldstæði og sett- um niður okkar tjaldhæla. Við ætluðum bara að vera eina nótt. Kirkjan blasti við þarna og í stað þess að vera eina nótt vorum við hér í þijár nætur. Þetta voru mjög góð kynni af staðnum í upphafi. Þetta var í fyrsta skiptið sem við komum bæði hér. Þá sátum við við tjaldopið og horfðum á staðinn. Þá sagði Sjöfn: ,/EtIi þú eigir nú ekki eftir að verða prestur hér einhvern tíma.“ Útreiðar og æðarrækt Gunnlaugur er hestamaður, hann segir Heydali vera gott land fyrir hrossarækt, þar sé gott beitiland og allar aðstæður mjög góðar. „Við höfum líka byggt hér á jörðinni með tilliti til hrossa- ræktar og hestamennsku. Eg er nátúrulega mikið meira í þessu en Sjöfn, en hún kemur með. Þetta er gott útreiðaland," segir Gunnlaugur. Prestssetrinu á Heydölum til- heyrir æðarvarp í Breiðdalseyj- um. Þau segjast sinna því eins og kostur sé. Það sé mikil \ánna og þar séu þau háð náttúrunni og þeim sveiflum sem hún ber með sér. Sjöfn segir að það sé al- veg einstakt að fylgjast þarna með fulgalífinu, þetta séu un- aðslegar stundir að vera í miðju varpinu umvafinn náttúrunni og allri þeirri dýrð sem hún skartar. -PJESTA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.