Dagur - 01.04.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 01.04.1999, Blaðsíða 4
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sýnt á Stóra sviði Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness í leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guðmundsd. Fyrri sýning: Bjartur - Landnámsmaður íslands 4. sýn. mvd. 7/4, kl. 20:00 - örfá sæti laus • aukasýning Id. 10/4 kl. 15:00 - örfá sæti laus • 5. sýn. mvd.14/4 kl. 20:00 - nokkur sæti laus • 6. sýn. föd. 16/4 kl.20:00 - örfá sæti laus Síðari sýning: Ásta Sóililja 3. sýn. fid. 8/4 kl. 20:00 - uppselt • aukasýn. Id. 10/4 kl.20:00 - örfá sæti laus • 4. sýn. fid. 15/4 kl. 20:00 - örfá sæti laus Tveir tvöfaldir ■ Ray Cooney föd. 9/4 - örfá sæti laus • Id. 17/4 - nokkur sæti laus Brúðuheimili - Henrik Ibsen Menningarverðlaun DV 1999: Elva Ósk Ólafsdóttir sud. 11/4 - nokkur sæti laus • sud. 18/4 • Ath. fáar sýningar eftir Bróðir minn Ijónshjarta - Astrid Lindgren sud. 11/4 kl. 14 örfá sæti laus - næstsíðasta sýn. • sud. 18/4 kl. 14 - síðasta sýning. Sýnt á Litla sviði kl. 20.00 Abel Snorko býr einn - Erik-Emmanuel Schmitt föd. 9/4 - nokkur sæti laus • sud. 11/4 - uppselt • Id. 17/4 örfá sæti laus • sud. 18/4 - örfá sæti laus A.t.h. ekki er hægt að hleypa ges- tum í salinn eftir að sýning hefst. Sýnt á Smíðaverkstæði kl.20.30 Maður í mislitum sokkum - Arnmundur Baokman fid. 8/4 - uppselt • föd. 9/4 - uppselt • Id. 10/4 - uppselt • sud. 11/4 - laus sæti • fid. 15/4 - laus sæti • föd. 16/4 - uppselt • Id. 17/4 • sud. 18/4 kl. 15 - laus sæti A.t.h. ekki er hægt að hleypa ges- tum í salinn eftir að sýning hefst. Lokað verður yfir páskana frá skírdegi til og með annars dags páska. Opnað aftur þrd. 6/4. Miðasalan er opin mán.- þri. 13-18 mid-sud. 13-20. Simapantanir frá kl.10 virka daga. Sími 551-1200. M IÆIKFÉLAG 1» ®£R K YKJ AVÍ K URJ® BORGARLEIKHÚSIÐ Stóra svið kl.14:00 Pétur Pan eftir Sir J.M. Barrie 10/4 - uppselt • sun. 11/4 - uppselt • lau. 17/4 - nokkur saeti laus • sun. 18/4 - nokkur sæti laus • Sumardaginn fyrsta fim. 22/4 Stóra svið kl. 20.00 Horft frá brúnni eftir Arthur Miller Fös. 9/4 - Verkið kynnt í for- sal kl. 19:00 • Fös. 16/4 - Verkið kynnt í forsal kl. 19:00 Stóra svið kl. 20.00 Sex í sveit eftir Marc Camoletti 76. sýn fös. 10/4 - uppselt • 77. sýn Síðasta vetrardag mið. 21/4. • 78. sýn. lau. 24/4 Stóra svið kl. 20.00 íslenski dansflokk- urinn Diving og Flat Space Moving eftir Rui Horta - Kæra Lóló eftir Hlíf Svavarsdóttur sun. 11/4 • sun 18/4 Litla svið kl. 20.00 Fegurðardrottningin frá Línakri eftir Martin McDonagh fös. 9/4 • sun. 11/4 • fös 16/4 Miðasalan er opin daglega frá kl. 12 - 18 og fram að sýningu sýningadaga. Simapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383 MENNINGARLÍF^® ÆBSt FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 ro^ir Hvað sagði Jesús? BÓKA- HILLAN Landsmenn hafa á stundum rætt af miklum ákafa um sannfræði Islendingasagna, það er að hve miklu leyti þessar gersemar íslenskra bókmennta gefa rétt mynd af raunverulegum atburðum og einstaklingum. Um þetta hafa löngum verið skiptar skoðanir, enda ljóst að sög- urnar voru yfirleitt skráðar löngu eftir að þeir atburðir gerðist, sem þar er lýst. Samt sem áður hafa margir litið á frásagnirnar sem meira og minnar sannar lýsingar; aðrir telja sögurnar að veru- Elías Snæland Jónsson ritstjóri TIIK IIUMAN CI-IRl THF. SFARCH F0R T H£ ST HISTOftlCAl JESUS f % 0 s • f/jý/ í# V V* - ’ í! . /• O-J.' Í CITUU.OTTtr AU.I'.N ~ niðurstöður sínar opinberlega. Engu að síður eru um þrjú hundruð ár lið- in síðan Hermann Samuel Reimarus (1694- 1768) komst að þeirri niðurstöðu að með ná- kvæmri rannsókn á guðspjöllunum mætti greina á milli orða Jesús sjálfs og þess sem guðspjallamennirnir segja um hann. Landi hans, David Friedrich Strauss, fór í það verk og sendi frá sér mikinn doðrant árið 1835 þar sem hann fór nákvæmlega í gegnum guð- spjöllin og reyndi að skilja á milli raunveru- leika og goðsagna. Hann fékk bágt fyrir; var hrakinn úr starfi og ofsóttur til dauðadags. Meðal þeirra sem héldu þessari leit að manninum Jesús áfram var Albert Schvveitz- er, sem margir kannast við fyrir mannúðar- TH( Flllf Robcht W. Funk, Rov W. Hoovcr, ano Tme Jesus Seminar 1985; það er fóru í gegnum þau mörgu gömlu grísku handrit (um 5-6 þúsund tals- ins) sem fundist hafa og geyma brot úr guð- spjöllunum. Elsta handritið er talið vera frá árinu 175 eða þar um kring. A grundvelli þessara gömlu handrita þýddu fræðimennirnir öll guðspjöllin upp á nýtt. Síðan fóru þeir í gegnum hvert einasta orð sem haft er eftir Jesús í þessum ritum og lögðu mat á líkur þess að ummælin væru raunverulega hans. Um niðurstöðuna má Iesa í miklu riti sem nefnist „The Five Gospels. The Search for the Authentic Words of Jesus“ (útgefandi Macmillan). Þar er einnig að finna ítarlegan rökstuðning fyrir mati sérfræðinganna í hver- Historical Jesus A Crifical Stitdy of Its Progrcss •w frortt Rcimarus to Wrcde Albert Schweitzer legu Ieyti skáldskap. Hérlendis hefur hins vegar farið minna fyrir umræðum um sannfræði þeirra ffásagna sem safnað hefur verið saman í biblíuna og vitnað er til reglulega um allt Iand f hverri einustu viku. Þó er ljóst að þær voru einnig skráðar löngu eftir þá atburði sem þeir eiga að lýsa. Þetta á meðal annars við um guðspjöllin í Nýja testamentinu, en geyma sem kunnugt er frá- sagnir um ævi og kenningar Jesú. Leitin að manninum Fyrr á öldum var afstaða kirkjunnar með þeim hætti að fáir urðu til þess að reyna að meta sjálfstætt það sem f guðspjöllunum stendur, hvað þá að leita í hinum fornu ritum að manninum Jesús á bak við helgimyndina. Þeir sem lögðu út á slíka braut fengu gjarnan harkalegar viðtökur ef þeir dirfðust að kynna störf í Afríku. Hann sendi frá sér kunna bók um efnið árið 1906 (The Quest for the Hi- storical Jesus, ný útgáfa á ensku 1998, útgef- andi Johns Hopkins-háskólinn), en lét skömmu síðar guðfræðina lönd og leið og hélt til Afríku að líkna sjúkum. Um þessa þijú hundruð ára leit má fræðast ítarlega í ýmsum bókum, þar á meðal í ný- Iegu riti sem nefnist „The Human Christ: The Search for the Historical Jesus“ eftir Charlotte Allen (útgefandi Free Press). Nýjustu niðurstöður Á okkar dögum stundar þessa leit að hinum raunverulega Jesús fjölnænnur hópur sér- fræðinga í biblíufræðum sem sameinast hafa undir regnhlíf bandarískrar rannsóknarstofn- unar er kallast á ensku „The Jesus Seminar.'1 Þessir sérfræðingar byrjuðu frá grunni árið ju tilviki fyrir sig. Þeir útskýra sem sagt hvaða forsendur Iiggja að baki ákvörðun þeirra um að eigna Jesús tiltekin ummæli - eða ekki. Hér er um að ræða meira en 1500 tilvitnan- ir. Niðurstaða fræðimannanna er sú að í 82 prósent tilvikanna hafi Jesús ekki sagt þau orð sem eftir honum eru höfð. Þeir sem hafa hug á að Iesa um leit trúaðs rithöfundar að manninum Jesús skal hér að lokum bent á nýja bók: „The Hidden Jesus: A New Fife“ eftir bandaríska ævisagnaritarann Donald Spoto. Þótt hann sé kunnastur fyrir bækur um frægt fólk lauk Spoto doktorsnámi í guðfræði á sínum tíma og er sanntrúaður; en hann vill samt reyna að finna manninn á bak við þá helgimynd sem kirkjan bjó til og Iifað hefur góðu lífi hátt f tvö þúsund ár. Hægt er að nálgast allar þessar bækur gegnum Netið. Barátta drottningar „Auðvitað hefði Bianchett átt að fá Úskarinn en Gwyneth Paltrow var sætari í sinni mynd og stundum nægir útiit til verðlaunaveitinga." :Elizabeth 3 /* Sýnd í Borgar- bíó Akureyri- Leikstóri: Shekhar Kapur- Leikarar: Cate Blanchett, Jos- eph Fiennes, Geoffrey Rush, Kathy Burke, Richard Atten- borough, John Gielgud. Elizabeth er mynd sem kemur á óvart, feikilega vel gerð mynd, full af spennu og dramtískum þunga. Þetta er ekki ein af bún- ingamyndunum þar sem glæsi- legu yfirborði einu er ætlað að heilla áhorfandann og sannfæra hann um gæði verksins. Þetta er mynd þar sem sterk persónu- sköpun er sett í öndvegi í dramatískri sögu um örlög og átök erfingja Hinriks 8, þeirra Maríu Tudor og Elizabethar, og ástarmál þeirrar síðarnefndu. Leikstjóri myndarinnar Shekt- ar Kapur er Indverji og tekur við- fangsefni sitt ekki hefðbundnum tökum. Ljós og skuggar gegna miklu hlutverki í myndinni. Dimma og drungi ríkja í þeim at- riðum sem tengjast Maríu Tudor en þegar skipt er yfir til Elísabet- ar er sviðið upplýst og litadýrðin rnikil. Klippingar eru hraðar og myndatakan stórgóð. Myndin hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu förðun, og förðun er listilega notuð til að undirstrika sálar- ástand Elísabetar, eins og rómað lokaatriði er prýðilegt dæmi um. Cate Blanchett á stórleik í hlutverki Elizabethar. Hún sýnir okkur unga, gáfaða og marg- brotna persónu sem verður að þroskast undrafljótt á skömmum tíma til að eiga roð við þeim karl- mönnum sem hyggjast notfæra sér hana í valdabaráttu sinni. Blanchett opinberar lífsgleði Elizabethar, viðkvæmni, örvænt- ingu og ekki síst viljastyrkinn og hyggindin sem reynast henni besta vegarnestíð. Auðvitað hefði Blanchett átt að fá Óskarinn en Gwyneth Paltrow var sætari f sinni mynd og stundum nægir útlit til verðlaunaveitinga. Jospeh Fiennes Ieikur Robert Dudley, ástmann Elizabethar. Hann sýnir ekki jafngóðan leik hér og í Shakespeare in Love en kemst þokkalega frá sínu. Maður saknar þó örlítið meiri natni við persónu hans, sem skrifast sennilega á handritshöfunda. Sæti strákurinn nýtur sín vel, en metnaðargjarni skúrkurinn gægist ekki nægilega fram. Per- sónuna skortir því nokkra dýpt. Geoffrey Rush hlýtur að teljast í hópi stórleikara samtímans og er merkilega fjölhæfur leikari. Hann var tilnefndur til Ósk- arsverðlauna fyrir afar skemmti- legan leik í Shakespeare in Love. Hann var vissulega góður þar en mér finnst hann enn betri í þess- ari mynd sem Sir Francis Wals- hingham, nánasti ráðgjafi Eliza- bethar. I litlu hlutverki hefur hann mikla návist og honum tekst að vekja forvitni áhorfand- ans á manni sem er afburða stjórnmálamaður og svífst einskis en býr um leið yfir sérkennilegri dulúð, sem gerir það að verkum að erfitt er að festa hendur á hon- um sem manneskju. I öðrum hlutverkum er vel val- inn hópur úrvalsleikara og ber þar helst að nefna Christopher Eccleston sem Ieikur óvininn, hertogann af Norfolk af mikilli röggsemi og Kathy Burke sem er einnig minnisstæð sem hin taugabilaða María drottning sem leggst í trúarofstæki. Elizabeth er stórgóð mynd og ein af bestu myndum ársins. Spennandi, vitræn, vel gerð og, þegar best tekst til, frábærlega vel leikin mynd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.