Dagur - 01.04.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 01.04.1999, Blaðsíða 8
LÍFIÐ í LANDINU FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 r ekki IBllÍ mpii 111 „Það veit enginn hvernig rödd hans hljómar nákvæmlega því maðurinn heyrir rödd sína að nokkru leyti innan frá. Það er eins með Ijóðin, ég sé þau ekki utan frá. Það verða aðrir að dæma um þau og áhrifin sem þar birtast." Hannes Pétursson er í hópi virtustu Ijóðskálda íslendinga. Hann ræðir hér um Ijóðagerð sína og skáldskapinn. - Mig langar jyrst til að spyrja þig hvernig Skagafjörður hefur mót- að þig. „Ég held að flestir beri hlýjan hug til æskuslóða sinna hverjar sem þær eru. Síðan fer það eftir atlætinu í æsku hversu hug- stæðar æskustöðvarnar verða. Eg þekkti mann sem var af Vest- urlandi, hafði alist þar upp en var löngu fluttur til Reykjavíkur. Hann mátti ekki heyra þessa æskusveit sína nefnda, eingöngu vegna þess hversu honum hafði liðið þar illa, og vék talinu ætíð að öðru. Eg naut góðs atlætis í æsku og stend því ekki í sporum þessa manns. Foreldrahúsin voru við sjávar- síðuna og síðan var ég í sveit í héraðinu vestan við Héraðsvötn. Eg sakna þess helst úr æsku að hafa ekki kynnst héraðinu meira að austanverðu. Eg kom til dæmis ekki í Blönduhlíð fyrr en ég var ellefu ára gamall. Þá fór ég í vegavinnu upp á Oxnadals- heiði og var þar þijú sumur. Við lágum í tjöldum og ég hef orðið var við það á ævigöngunni að sú vist situr mjög í mér. Enginn sem fæddur er nokkru eftir stríð veit lengur hvernig það er að vera krakki á þeim fjallvegi. Maður var raunverulega uppi á fjöllum. Aætlunarbílar komu í lest, mjólkurhvítir bílar frá Steindórs bflastöð og kakóbrúnir bílar frá BSA á Akureyri. Síðan voru stöku einkabílar á ferð. Þarna var mikil fjallakyrrð sem hafði djúp áhrif á mig. Þessi staður var hluti af mínum Skagafirði og kemur víða fram í því sem ég hef samið. Vegna skólagöngu fluttist ég suður fljótlega upp úr fermingu, þannig að Skagafjörður hefur í lífi mínu oft verið í fjarska, en ég á hann innra með mér. Ef allt sem ég hef ort og teng- ist Skagafirði á einhvern hátt kæmi saman í einn stað þá yrði það allstór Ijóðabók. Þetta sýnir að héraðið situr djúpt í mér og áhrifin liggja á dreif í ljóðunum. Eg get ekki sjálfur fyllilega séð utan frá hver áhrifin eru, ekki frekar en ég veit fyrir víst hvem- ig rödd mín hljómar. Það veit enginn hvemig rödd hans hljómar nákvæmlega því maður- inn heyrir rödd sína að nokkru leyti innan frá. Það er eins með Ijóðin, ég sé þau ekki utan frá. Það verða aðrir að dæma um þau og áhrifín sem þar birtast." - Var eitthvað sérstakt sem gerði þig að skáldi? „Eg fór ekkert að lesa Ijóð markvisst fyrr en um fermingar- aldur. Þá vaknaði með mér ákvörðun um að helga mig ljóðagerð og engu sérstöku öðru. A þeim árum þekkti ég ekki þessa þrá eftir langskólagöngu sem maður les oft um í endur- minningabókum. Ég fann aldrei fyrir henni. En ég man að ég heyrði einn daginn óm úr næsta herbergi og rödd móður minnar sem spurði föður minn að því hvort ekki væri rétt að setja mig til mennta. Það var gert og ég tók því og taldi að þar sem ég stefndi að því að ná nokkru valdi á Ijóðagerð gæti komið mér að einhveiju gagni að vera í skóla. En alla mína skólatíð, bæði í menntaskóla og síðan í háskóla, gat ég aldrei fundið metnaði mínum útrás í námi, því ég var alltaf að leita að sjálfum mér sem skáldi. Ég hafði ekkert ann- að í huga en að reyna að þjálfa mig til þess að geta ort eins og maður. Það fór mikill tími í skáldskaparæfíngar, sem síðar gögnuðust mér óbeinlínis þegar kom ffam yfír tvítugt. En fyrir vikið var námið mér alltaf hálf- gerð aukabúgrein." - Var eitthvert skáld öðrum fremur sem hafði áhrifá þig? „Pabbi átti bókaskáp, ekki stóran að vísu, en í honum var aðallega að finna ljóðabækur þeirra skálda sem mest voru í heiðri höfð með þjóðinni, 19. aldar skáldin og þau skáld sem ortu framan af þessari öld. Þeg- ar ég fór að dragast að ljóðum þá Ieitaði ég í þennan skáp. Síð- an byrjaði ég sjálfur að kaupa ljóðabækur þegar komið var suður í skóla. Stein Steinarr Ias ég ekki fyrr en ég kom suður. Hann var þá mikið mennta- skólakrakkaskáld og er víst enn. A þessum árum var hann ekki mikið þekktur út um landið og ekki mikið lesinn. Svipað má segja um Tómas Guðmundsson. A landsbyggðinni var Davíð Stefánsson skáldið sem orti fyrir fullum sal, ef svo má að orði kveða, en strjálingur var á bekkj- um hinna skáldanna. Það var ekkert eitt skáld sem varð minn maður sérstaklega. Þessi hafði þennan tón og annar hafði hin tóninn. Ég las þau skáld sem allir lesa, sem á ann- að borð lesa ljóð og hafa í sér „móttökutæki". Mér finnst tölu- vert mikið um það núna að fólk sem fjallar um ljóð hafi ein- göngu kynnst þeim sem náms- efni í háskóla og þykist oft verða átakanlega var við að „móttöku- tækin“ vantar, þessi sem verða til í æsku þeirra manna sem al- ast upp við Ijóðalestur. UmfíöII- unin verður því eins konar fingrapolki um Ijóðagerð og vill verða nokkuð grunnfærin. En það eru ekki allir skyldugir til að hafa eyra fyrir ljóðagerð. Sumir eru ekki skáldsagnamenn, aðrir hafa ekki ánægju af að lesa leik- rit og einhverjir eru lítið gefnir fyrir ljóðalestur. Samkvæmt skáldskaparfræðinni á ljóðagerð- in að vera einkaleg, skáldsagan segir frá á víðum vettvangi og í Ieikritagerðinni takast persónur á í samtölum. Þessar greinar eru til vegna þess að það er þörf á þeim. Það er ekki hægt að hræra þessum bókmenntagreinum saman og gera þær upp í einu lagi. Hveija grein verður að gera upp á hennar eigin forsendum." Engu var bylt - Vt'kjum aðeins að atómskáldun- um. „Ég kynntist Ijóðum þeirra, en þau skiptu mig aldrei verulegu máli vegna þess að ég var að leita að öðru. Og ég get aldrei tekið undir þá klisju, sem alltaf dynur yfir mann, að formbylting hafí orðið í íslenskum skáldskap við það að Jón úr Vör gaf út Þorpið, bók með ljóðum í lausu máli. Það var engu bylt, öll ljóð- formin eru til eftir sem áður. Form eru aldrei lögð niður, þau verða alltaf til þótt menn hætti að nota einhver þeirra um hríð. Þama var hagnýtt form sem bættist við öll hin fyrri og var engin nýjung erlendis, jafnvel ekki heldur hér á landi en við- fangsefni Jóns var nýtt og ferskt og mér þykir vænt um Þorpið. Atómskáldin litu svo á að það yrði að leggja niður hefðbund- inn brag, rétt eins og nútíminn í Ijóðagerð fælist í forminu einu saman. Það er ákaflega grunn- færið að ætla svo, því margt af því sem heyrir til nýjungum í ljóðagerð birtist í bundnum háttum. Svo margt í hefðbundn- um brag er hægt að nota og menn komast vart hjá því til lengdar að hagnýta sér það í ein- hveijum mæli. Það sjónarmið að módemisminn hér á landi fælist í því að allir Iegðu niður hefð- bundinn brag, eins og hann væri ekki Iengur til, ristir því grunnt. Menningarpólitíkin var á annan veginn orðin þannig að með því að Ieggja braglínuna og rím og stuðlasetningu til hliðar yrði ljóð nokkum veginn sjálfkrafa að nú- tímaskáldskap. Þetta var barna- legt sjónarmið. Ég gat aldrei tek-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.